Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 17. janúar 2011 Mánudagur
Breskur njósnari fylgdist með aðgerðum Saving Iceland uppi á hálendi:
Heillaðist af lífi aðgerðarsinna
Jarðafélagið Yztafell ehf., í eigu fjár-
festisins Róberts Melax sem var einn
af stofnendum lyfjaverslunarinnar
Lyfju og er einn stærsti hluthafi Sögu
Fjárfestingarbanka, stendur illa um
þessar mundir samkvæmt ársreikn-
ingi félagsins fyrir árið 2009. Félagið
var stofnað árið 2007 til að kaupa jörð-
ina Ystafell í Þingeyjarsveit, 16 hektara
jörð með íbúðarhúsi, hlöðu, fjósi og
veiðiréttindum í Skjálfandafljóti.
Félagið keypti jörðina á 90 milljón-
ir króna árið 2007 og eru einu eignir
félags í dag umrædd jörð sem er bók-
færð á kaupverðinu í ársreikningi fé-
lagsins fyrir árið 2009. Skuldir félags-
ins, sem eru í erlendri mynt – evrum,
frönkum og jenum – nema hins vegar
rúmum 208 milljónum króna. Skuldir
Yztafells eru því talsvert meiri en eign-
ir félagsins og er eiginfjárstaðan nei-
kvæð um nærri 140 milljónir króna.
Ekki er að sjá að Yztafell geti átt jörð-
ina áfram miðað við stöðu félagsins.
Bað um afskriftir
Róbert Melax hefur lítið sem ekkert
verið í umræðunni eftir hrunið 2008
en hann hefur verið nokkuð umsvifa-
mikill fjárfestir hér á landi síðastlið-
in ár. Félög í hans eigu eiga til dæm-
is ennþá meira en 11 prósenta hlut í
Sögu Fjárfestingarbanka. Róbert er
búsettur í Suður-Afríku um þessar
mundir.
DV greindi frá því í lok desember
2009 að eftir hrunið 2008 hefði Róbert
boðið Kaupþingi í Lúxemborg að hann
myndi greiða bankanum 20 prósent af
tæplega 3,5 milljarða skuldum sínum
við í bankann. Tilboð Róberts, sem
var viðskiptavinur einkabankaþjón-
ustu Kaupþings í Lúxemborg, kom um
mánuði eftir íslenska efnahagshrunið
og stóð hann frammi fyrir gríðarlegu
tapi. Meirihluti eigna Róberts hafði
verið settur í söluferli þegar þetta var.
Forstjóri Kaupþings í Lúxemborg,
Magnús Guðmundsson, hafnaði hins
vegar tilboði Róberts, samkvæmt frétt
DV. Ef Kaupþing hefði þegið tilboð
Róberts á þessum tíma hefði það þýtt
að hann hefði greitt um 700 milljón-
ir af tæplega 3,5 milljarða skuldum
sínum við bankann. Afgangur skulda
hans hefði verið afskrifaður. Róbert
hafði fengið veðkall frá bankanum í
október og hefur tilboð hans líkast til
verið til að bregðast við því.
Ósáttir
Samkvæmt heimildum DV hafa átt sér
stað viðræður á milli eigenda Yztafells
og lánardrottna félagsins um afskrift-
ir á skuldum þess. Á veðbanda yfirliti
bankans kemur fram að jörðin þing-
eyska sé veðsett Íslandsbanka fyrir 90
milljónir króna. Um er að ræða trygg-
ingabréf frá því í lok árs 2008. Ekki er
að sjá að Landsbankinn eigi veð í jörð-
inni. Skuldirnar sem tengjast jörðinni
virðast því vera hærri en fram kemur í
ársreikningnum og vera bæði í krón-
um og erlendri mynt.
Heimildir DV herma að ýmsir
bændur í Þingeyjarsýslu séu ósáttir við
að eigendur Yztafells ehf. fái hugsan-
lega að halda jörðinni þrátt fyrir skuld-
irnar sem hvíla á félaginu en margir
bændur víðs vegar um landið berjast
í bökkum við að halda jörðum sínum
eftir efnahagshrunið.
n Jarðafélag Róberts Melax skuldar rúmar 200 milljónir n Skuldin tilkomin vegna jarðar
í Þingeyjarsýslu n Róbert var stofnandi Lyfju og á stóran hlut í Sögu Fjárfestingarbanka
n Viðræður hafa staðið um uppgjör skuldarinnar n Bændur í sveitinni ósáttir
Jarðafélag Róberts
er skuldum vafið
„Á meðan bænd-
urnir á næstu bæj-
um við Ystafell standa
frammi fyrir því að missa
jarðir sínar bendir allt til
þess að þetta fólk fái
jörðina gefins.
n Róbert hefur nánast ekkert verið í
samfélagsumræðunni hér á landi eftir
íslenska efnahagshrunið þrátt fyrir
að vera nokkuð stór fjárfestir. Hann
er lyfjafræðingur að mennt og var
annar af stofnendum Lyfju, ásamt Inga
Guðjónssyni, árið 1996. Árið 2004 seldu
þeir hluti sína í Lyfju til smásölurisans
Haga en lyfjakeðjan hafði sameinast
Lyfjabúðunum fjórum áður. Eftir þetta
var Lyfja alfarið í eigu Haga sem seldi
keðjuna skömmu síðar.
Róbert hefur verið nokkuð umsvifa-
mikill fjárfestir síðan og átti meðal
annars hlutabréf í Glitni og fjárfesting-
arbankanum Saga Capital. Róbert var
sömuleiðis um tíma í stjórn Sögu Capital
þar sem hann átti rúmlega 10 prósenta
hlut þegar mest lét. Róbert átti sömu-
leiðis hlut í norska fasteignafélaginu
City Center Properties sem og í ýmsum
öðrum félögum víða um lönd, eins og í
Svíþjóð og á Bresku Jómfrúareyjum.
Hver er Róbert Melax?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Skuldsett jörð 90 milljóna skuld hvíl-
ir á jörð Róberts Melax í Þingeyjarsýslu
en heildarskuldir félagsins sem á jörðina
nema rúmum 200 milljónum króna.
Hálf milljón
ferðamanna
Heildarfjöldi erlendra gesta árið
2010 var tæplega 495 þúsund árið
2010. Um er að ræða 0,2 prósenta
aukningu frá 2009 en þá voru er-
lendir gestir 494 þúsund talsins.
Langflestir erlendra gesta, eða 93
prósent, fóru um Keflavíkurflug-
völl og þrjú prósent með Norrænu
um Seyðisfjörð. Afgangurinn kom
um Reykjavíkur-, Akureyrar- og Eg-
ilsstaðaflugvöll Þar fyrir utan eru
farþegar með skemmtiferðaskipum
en tæplega 74 þúsund erlendir gestir
komu til landsins með skemmti-
ferðaskipum árið 2010, 2 prósentum
fleiri en á árinu 2009 þegar þeir voru
tæplega 72 þúsund talsins.
Sparkaði í
lögregluþjón
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt tvítugan karlmann í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr-
ir að sparka í lögregluþjón. Atvik-
ið átti sér stað á skemmtistaðnum
Manhattan í apríl í fyrra. Maðurinn
sparkaði í fótlegg lögregluþjóns-
ins með þeim afleiðingum að hann
hlaut bólgu og eymsli á hægri ökkla.
Þá var hann dæmdur fyrir að hafa í
lögreglubíl á leið á lögreglustöðina
hótað tveimur lögreglumönnum
lífláti. Maðurinn játaði sök í málinu
en árið 2008 var hann dæmdur í 45
daga fangelsi. Sú refsing hafði ekki
áhrif á ákvörðun refsingar í málinu
sem dæmt var í á föstudag.
Spánverjar
kaupa Vífilfell
Coca Cola á Spáni hefur fest kaup
á drykkjarvöruframleiðandanum
Vífilfelli af Arion banka. Kaupverðið
mun ganga upp í skuldir Þorsteins
M. Jónssonar, fyrrverandi eiganda
fyrirtækisins. Þorsteinn, eða félög í
hans eigu, skulduðu bankanum tíu
milljarða króna en með sölunni á
Vífilfelli teljast skuldirnar greiddar.
Í fréttum Stöðvar 2 um helgina kom
fram að búist væri við að starfsfólki
fyrirtækisins hér á landi yrði tilkynnt
formlega um eigendaskiptin í næstu
viku. Arion banki yfirtók Vífilfell fyrir
nokkru og síðan þá hefur verið leitað
að heppilegum kaupendum. Átöpp-
unarfyrirtæki Coca Cola á Spáni
varð fyrir valinu og er Vífilfell því
komið í hendur Spánverjanna.
Bílvelta við
Korputorg
Bílvelta varð á Vesturlandsvegi við
Korputorg í hádeginu á sunnudag.
Einn var fluttur á slysadeild vegna
slyssins en ekki er fengust upplýs-
ingar um meiðsl hans.
Töluverð hálka var á höfuð-
borgarsvæðinu um helgina og
er talið að bílveltuna megi rekja
til hennar. Lögregla greip til þess
ráðs að loka Vesturlandsvegi til
suðurs meðan hún athafnaði sig á
vettvangi.
Mark Kennedy, sem starfaði um ára-
bil sem leynilögregla fyrir breska rík-
ið á meðal umhverfisverndarsinna,
sagði í samtali við Daily Mail á sunnu-
dag að hann hafi persónulega þekkt
til fimmtán annarra leynilögreglu-
manna sem störfuðu undir fölsku
flaggi í hreyfingum umhverfisvernd-
arsinna. Þá sagðist hann trúa því að
leynilögreglumenn væru ennþá starf-
andi í umhverfisverndarhreyfingum í
Evrópu.
Upplýsingar sem hann komst yfir
í starfi sínu voru sendar beinustu leið
til Tonys Blairs samkvæmt Daily Mail.
Í viðtalinu lýsir hann því meðal
annars hvernig hann var laminn með
kylfum af fimm lögregluþjónum árið
2006, eftir að hafa reynt að vernda að-
gerðarsinna sem hann starfaði með.
Þá segist hann smám saman hafa fall-
ið fyrir lífi aðgerðarsinnans. „Heimur
leynilögregluaðgerða er grár og myrk-
ur,“ sagði hann í viðtalinu og bætti við
að „mjög slæmir hlutir“ ættu sér þar
stað. Þá sagði Kennedy að vandi slíkra
leynilegra aðgerða væri sá að þar giltu
engar reglur, en eins og fram hefur
komið átti hann í kynferðissambandi
við konur innan samtaka sem hann
var að njósna um. Hann sagðist í sam-
tali við blaðið vera hræddur um líf sitt,
en bæði lögreglumenn og mótmæl-
endur væru á eftir honum. Þá sagðist
hann hafa lokað sig af inni á heimili
sínu.
Kennedy, sem kallaði sig Mark
Stone, kom til Íslands árið 2005 og tók
þátt í aðgerðum Saving Iceland gegn
Alcoa, en hreyfingin sendi frá sér yf-
irlýsingu þann 13. janúar síðastliðinn
vegna málsins. Þar sagði meðal ann-
ars að mál hans væri skýrt dæmi um
það „hversu lágt ríkisstjórnir leggjast“
til að bendla saklaust fólk við glæpi.
Þá spyrja Saving Iceland-liðar einn-
ig hvort íslenska lögreglan hafi fengið
vitneskju um það frá bresku lögregl-
unni að í Saving Iceland-búðunum
væri breskur njósnari. Og ef svo sé,
hvort hún hafi þá fengið aðgang að
þeim upplýsingum sem hann safnaði
á meðan hann starfaði sem njósnari?
jonbjarki@dv.is
Tveir menn Til vinstri má sjá Mark Kennedy á meðan hann kallaði sig Mark Stone og
njósnaði um umhverfisverndarsinna, til hægri eins og hann er í dag.