Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 17. janúar 2011 kom ekki oft í höfuðstöðvar Lands- banka Íslands fyrr en rétt fyrir hrunið. Starfsmaður bankans sem vann þar í nokkur ár segist aðeins hafa séð Björ- gólf einu sinni í bankanum en það var í kringum bankahrunið. „Vikuna fyr- ir hrun var Björgólfur Thor í bankan- um. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sást í bankanum. Ég sá hann nokkr- um sinnum á bankastjóraganginum þar sem hann var að tala í símann,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi í samtali við DV. Þessi staðreynd þarf þó ekki að þýða að Björgólfur Thor hafi ekki getað gefið stjórnendum bankans skipanir þó ekki hafi hann verið mikið í höfuðstöðvum bankans. Snúðamálið Björgólfur Thor, ekki Sigurjón eða Halldór, var aðalmaðurinn í samn- ingaviðræðum Landsbankans við ís- lenska ríkið þessa örlagaríku daga í aðdraganda hruns bankans og Kaup- þings í byrjun október 2008. Svo virð- ist sem Björgólfur hafi viljað haga máli sínu þannig á þessum fundum að ríkisstjórnin teldi að staða Lands- bankans væri betri en hún raunveru- lega var og því væri möguleiki fyrir bankann að taka yfir Glitni. Björgólf- ur Thor virðist hafa komið í veg fyr- ir að báðir bankastjórar Landsbank- ans gætu tjáð sig um skoðanir sínar á stöðu bankans við utanaðkomandi aðila. Skýrsla Össurar Skarphéðins- sonar hjá rannsóknarnefnd Alþing- is staðfestir hvernig Björgólfur kom í veg fyrir að Sigurjón gæti tjáð sig um stöðu bankans á fundi sem fram fór í ráðherrabústaðnum. Um þetta segir Össur: „[Landsbankamenn] [k]omu að kynna okkur eitthvað, frábært til- boð. Og hann [Björgólfur Thor Björ- gólfsson] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller“, að selja eitt- hvað sem gekk út á það að þeir áttu að fá  Glitni ókeypis  og fá alla skap- aða hluti og síðan allan gjaldeyris- forðann og eitthvert „guarantee“ til viðbótar. Og Halldór Kristjánsson sat þarna svona eins og laminn hund- ur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðun- um, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðn- um þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út,“ en Össur var þarna væntanlega að vísa til handar Björ- gólfs Thors. Ef þessa frásögn Össurar seg- ir eitthvað um hvernig samskiptum þeirra Sigurjóns og Björgólfs Thors var háttað má ætla að sá síðarnefndi hafi ekki vílað það fyrir sér að segja bankastjóranum fyrir verkum með einhverjum hætti ef svo bar und- ir. Á þessum tíma að minnsta kosti, í aðdraganda hrunsins, virðist Björ- gólfur Thor hafa haft tögl og hagld- ir í Landsbankanum. Spurningin er hvort þetta hafi einnig átt við um árin þar á undan. Vógu hvorn annan upp Sigurjón var almennt séð vinsæll í Landsbankanum fyrir hrunið. Ein- hverjum eldri starfsmönnum þótti hann vera fljótfær enda hefur Sig- urjón það orð á sér að vera fljótur – stundum allt of fljótur – að taka ákvarðanir. Allir viðmælendur blaðs- ins lýsa Sigurjóni á sambærilegan hátt á þessu leyti: að hann einfald- lega fari stundum of geyst og þá fram úr sjálfum sér. Einn fyrrverandi und- irmaður Sigurjóns í Landsbankan- um segir til dæmis að kapp Sigurjóns sé oft meira en forsjá hans. „Það má kannski segja það sama um Sigur- jón og svo marga aðra í íslensku við- skiptalífi á síðustu árum en það er klárlega ekki þannig að Sigurjón sé illa innrættur eða svindlari.“ Sigurjón hafði komið inn í bank- ann frá Búnaðarbankanum skömmu eftir einkavæðingu hans árið 2003. Koma Sigurjóns í Landsbankann var hluti af „bankamannaráninu“ svo- kallaða þegar nýir eigendur Lands- bankans „stálu“ 26 starfsmönnum frá Búnaðarbankanum, líkt og Guðni Th. Jóhannesson greinir frá í bók sinni um íslenska efnahagshrunið. Björgólfur Thor gagnrýndi Sigurjón fyrir það í viðtalinu við Viðskipta- blaðið að hafa ráðið marga af fyrrver- andi starfsmönnum Búnaðarbank- ans og að þetta hafi hjálpað honum við að tryggja völd sín í bankanum. Halldór J. var fyrir í bankanum og segir einn af heimildarmönnum DV úr gamla Landsbankanum að þeir hafi vegið hvorn annan upp: Sig- urjón hafi verið eldhuginn á með- an Halldór J. hafi verið rólega og yf- irvegaða manngerðin sem tók sér langan umþóttunartíma áður en hann tók ákvarðanir. Segja má að myndin sem fæst af Sigurjóni sem stjórnanda sé sú að hann hafi ver- ið bankamaður af nýja skólanum á meðan Halldór J. hafi verið banka- maður af gamla skólanum. Raun- in varð líka sú að Sigurjón einbeitti sér meira að vexti Landsbankans erlendis og frekari útrás hans, með- al annars Ice save-reikningunum, á meðan Halldór einbeitti sér meira að starfseminni á Íslandi, útibúanetinu og viðskiptabankaþjónustunni. Þess vegna, meðal annars, er ekki loku fyrir það skotið að Halldór J. hafi ekki haft mikla aðkomu að þeim málum sem sérstakur saksóknari rannsakar um þessar mundir, jafnvel þó hann kunni að bera formlega ábyrgð sem bankastjóri ásamt Sigurjóni. Heimildarmaður DV segir að Sig- urjón hafi lagt mikið upp úr því að eiga í góðum samskiptum við starfs- menn bankans, allt frá helstu stjórn- endum til gjaldkeranna, því hann hafi viljað vita hvað var á seyði í bankanum og taka púlsinn á starfs- mönnunum. „Hann Sigurjón er, þrátt fyrir allt, góður maður sem yf- irleitt kemur vel fram við fólk,“ seg- ir annar starfsmaðurinn fyrrverandi og bætir því við að Sigurjón hafi haft yfir sér föðurlega og alþýðlega ímynd meðal starfsmanna bankans. „Hann var eiginlega hjartað í bankanum og var tvímælalaust leiðtogi hans sem dreif fólk áfram með sér því hann hafði svo mikinn áhuga á því sem hann var að gera,“ segir starfsmaður- inn fyrrverandi. Með pappírstætara í stofunni Sigurjón þykir afar duglegur og vinnusamur maður – stundum jafn- vel um of – og lýsir einn þeirra hon- um sem eldhuga. Annar af fyrrver- andi starfsmönnum Landsbankans segir til dæmis að Sigurjón hafi unn- ið mjög langa vinnudaga í bankan- um meðan hann stýrði honum og einnig unnið mikið heima hjá sér. „Maður sá hann oft ganga um gang- ana með fangið fullt af skjölum sem hann var að fara að lesa,“ segir starfs- maðurinn fyrrverandi en sagan segir að eitt af því sem stungið hafi í stúf í stofunni hjá Sigurjóni á heimili hans í Granaskjóli hafi verið pappírstætari sem hann notaði til að eyða skjölum sem hann hafði tekið með sér heim úr bankanum og ekki máttu komast í umferð. Dugnaður Sigurjóns náði ekki eingöngu til atvinnu hans því hann þótti afar góður námsmaður, „séní á bókina“, eins og einn viðmæland- inn segir, á sínum yngri árum. Með- al annars hlaut hann Fullbright-styrk til að læra í Bandaríkjunum að loknu námi í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Einn af viðmælend- um DV segir að Sigurjón sé afburða- greindur maður. „Hann er mikill reikningshaus og er klár maður á mjög mörgum sviðum,“ segir við- mælandinn en Sigurjón þykir vera mikill kennari í sér og oft og tíðum tók hann yfir fundi í Landsbankan- um til að útskýra hlutina í þaula. Setur hlutina upp í Excel Annar viðmælandi blaðsins segir að Sigurjón hafi gríðarlega mikla „ana- lýtíska“ greind og geti munað heilu Excel-skjölin af tölum. „En eins og oft er með svoleiðis menn þá hefur hann ekki mikla og djúpa skynjun á um- hverfi sínu og því samhengi sem hann er í. Sigurjón setur hlutina bara upp í reikningsdæmi og tekur ákvörðun samkvæmt því. Þetta er mikill veik- leiki hjá honum sem reynst hefur dýr- keyptur...“ Með þessum ummælum um Sig- urjón á viðmælandi DV væntanlega við það að Sigurjón geri það sem gera þarf þegar svo ber undir, án þess kannski að velta um of fyrir sér af- leiðingum gjörða sinna eða sýn fólks á þær. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því eftir hrun að Sigurjón hafi látið mágkonu sína leppa fyrir sig kaup á 15 milljóna króna Benz-sport- bíl sem hann hafði haft til afnota á meðan hann var bankastjóri Lands- bankans auk þess sem hann tók 70 milljóna króna lán af eigin lífeyri. „Hann sér þetta bara sem reiknings- dæmi. „Ef þetta er löglegt eftir ein- hverjum gjörningaleiðum þá er þetta bara í lagi,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Ef Sigurjón hugsar svona þá er ekki erfitt að sjá hvernig hann getur hafa keyrt í gegn sölu á hlutabréfum í Landsbankanum sem bankinn þurfti að losa sig við, til dæmis í Imonmál- inu. Bankinn gat staðið og fallið með því að Landsbankinn losaði sig við hlutabréf sem hann átti í sjálfum sér og ef viðskipti voru með bréf í bank- anum gat litið út fyrir að staða hans væri betri en raun bar vitni og fleiri gátu kannski orðið áhugasamir um að fjárfesta í bankanum. Slíkt hefði aftur getað bætt stöðu bankans og hugsan- lega bjargað honum frá falli. Um slíkan hugsunarhátt má kannski segja það sem ítalski heim- spekingurinn Niccoló Machiavelli sagði: „Að nauðsyn bryti lög“. Hvort sú staðhæfing hafi átt við um Sigurjón sjálfan í þeim tilfellum sem til skoð- unar eru hjá ákæruvaldinu verður að koma í ljós. Þó virðist sem þáttur hans í málunum sem til rannsóknar eru hafi verið nokkur auk þess sem samferðamenn lýsa skapgerð hans þannig að hann gæti verið líklegur til að gera það sem er óheppilegt eða rangt í tilfellum þar sem tilgangurinn þjónar hagsmunum hans. „Hann Sigurjón er, þrátt fyrir allt, góður maður sem yfirleitt kemur vel fram við fólk. „Ég kvartaði mikið undan Sigurjóni en það þýddi ekki að ég gæti komið honum úr starfi ef ég vildi. „Ef þetta er löglegt eftir einhverjum gjörningaleiðum þá er þetta bara í lagi. FALL SIGURJÓNS Tryllingurinn Þessi mynd sýnir Sigurjón skera heileldað svín við vígslu útibús Landsbankans í Hong Kong árið 2007. Myndin þykir vera táknræn fyrir tryllinginn sem einkenndi útrásina. Annað sem Sigurjón er gjarna nefndur í sambandi við er gullát boðsgesta Landsbankans í Mílanó sama ár. Rætt við þá alla Embætti sérstaks saksóknara mun að öllum líkindum einnig ræða við Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarfor- mann Landsbankans, í tengslum við rannsóknina á Landsbankanum. Nú þegar hefur verið rætt við bankastjórana fyrrverandi, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Nærmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.