Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Mánudagur 17. janúar 2011 hefur staðgöngumæðrun, hin síðari ár, notið samfélagslegrar viðurkenn- ingar í auknum mæli, með ýmsum formerkjum þó, enda ekki um ein- falt mál að ræða eins og mál Melissu Stern (Baby M) í Bandaríkjunum sýndi svo ekki varð um villst. Baby M Í máli Baby M snérist málið um samning sem maður að nafni Willi- am Stern hafði gert við konu að nafni Mary Beth Whitehead, eftir að Mary hafði svarað auglýsingu Williams þar sem hann auglýsti eftir konu sem væri tilbúin til að hjálpa hjónum sem hrjáð voru af ófrjósemi. Samningar um staðgöngu tókust og Mary gekkst undir tæknifrjóvg- un með sæði Williams og gekk allt eins og í sögu þar til Mary Beth fæddi stúlkubarn 27. mars 1986, en þá hljóp snurða á þráðinn. Innan við sólarhring eftir að Mary hafði gefið forræði yfir stúlkunni í hendur Stern-hjónunum fór hún þess á leit að fá barnið aftur í sínar hend- ur og segir sagan að hún hafi haft sitt í gegn meðal annars með því að hóta sjálfsmorði. Ógilding og staðfesting Eftir að hafa fengið M í hendurn- ar neitaði Mary Beth að láta stúlk- una, Baby M eins og hún var kölluð, í hendur Williams og eiginkonu hans, yfirgaf New Jersey með barnið og lét Stern þá frysta bankainnistæður Mary Beth. Allt að einu. Árið 1987 úrskurðaði Hæstiréttur New Jersey að forræði M skyldi vera í höndum Stern-hjón- anna, með vísan í lög sem kveða á um að hagur barna skuli ávallt hafður í fyrirrúmi, og staðfesti samning Stern og Mary Beth um staðgöngumæðrun. Ári síðar ógilti annar dómari samninginn, en staðfesti engu að síður forræði Stern-hjónanna yfir M. Árið 2004, þegar M, Melissa, var átján ára gömul var hún ættleidd af Stern- hjónunum með formlegum hætti og var þar með bundinn endir á for- eldrarétt Mary Beth. Frjóvgunarferðamennska Árið 2002 var staðgöngumæðrun á viðskiptaforsendum viðurkennd af Hæstarétti Indlands og hefur landið síðan þá skipað sér fremst í röð þeirra ríkja sem slíkt heimila, og er helsti áfangastaður fólks með tilliti til túr- isma sem tengist staðgöngumæðr- un; „frjóvgunarferðamennsku“ (e. fertility tourism). Þess ber þó að geta að enn sem komið er fyrirfinnst ekki löggjöf sem tryggir eftirlit með stað- göngumæðrun. Indland hefur notið vaxandi vin- sælda á meðal para frá þróuðu lönd- unum sérstaklega vegna hins tiltölu- lega lága kostnaðar. Lágur kostnaður Indverskar meðgöngustofur hafa að sama skapi orðið samkeppnishæf- ari, ekki eingöngu með tilliti til verðs heldur einnig hvað varðar leigu ind- verskra staðgöngumæðra. Indverskar meðgöngustofur inn- heimta 10.000-28.000 Bandaríkjadali, 1-3 milljónir íslenskra króna, fyrir all- an pakkann. Innifalið í gjaldinu eru frjóvgunin, laun staðgöngumóður og kostnaður vegna fæðingar barnsins á sjúkrahúsi. Að viðbættum öðrum kostnaði verkkaupa, svo sem ferða- og hót- elkostnaði og ýmsu fleiru, nemur heildarkostnaður um einum þriðja af kostnaði við að fara í gegnum sama ferli í til dæmis Bretlandi. Neyðin kennir... Helstu ástæður frjóvgunarferða- mennsku eru lagalegar hindranir heima fyrir hjá pari sem getur ekki eignast barn með eðlilegum hætti og, eins og kemur fram hér að framan, lægri kostnaður við staðgöngumæðr- un annars staðar. Sú tillaga hefur skotið upp kollin- um að í stað þess að tala um frjóvg- unarferðamennsku skyldi notað hug- takið æxlunarútlegð ( e. reproductive exile) sem ætlað er að skírskota til þeirra erfiðleika og hafta sem ófrjótt fólk í barneignarhugleiðingum stend- ur frammi fyrir, og gerir að verkum að það „neyðist“ til að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að láta draum sinn rætast. Áleitnar spurningar og vafamál Í hnotskurn má skilgreina stað- göngumæðrun í hagnaðarskyni sem ferli þar sem kona, staðgöngumóðir, ber undir belti barn annarrar konu, manns eða pars, samkvæmt samn- ingi þar sem staðgöngumóðir sam- þykkir áður en frjóvgun á sér stað að láta framtíðarforeldrum barnsins eftir forræði þess gegn gjaldi. Án þess að hér sé lagt mat á sið- fræði og lög hefur staðgöngumæðr- un eðli málsins samkvæmt vakið upp fjölda spurninga og vangaveltna, bæði lagalegra og siðferðislegra. Í ritgerð sinni, Surrogacy, Slavery, and the Ownership of Life drepur laga- og heimspekiprófessorinn An- ita L. Allen, við University of Penns- ylvania Law School í Bandaríkjunum, á nokkrum vangaveltum. Anita segir að staðgöngumæðrun hafi vakið upp fjölda lagalegra spurn- inga og sú mikilvægasta snúi að skil- greiningunni á ferlinu; hvort því sé best lýst sem barnasölu eða veittri þjónustu milli tveggja aðila. Misnotkun kvenna Annað sem Anita gerir að umtalsefni er hvort skylda eigi aðila samnings um staðgöngumæðrun til að undirgangast einhvers konar rannsókn með tilliti til aðstæðna og annars. Einnig vekur hún máls á álitamál- um hvað varðar löglegan foreldrarétt og hvort hægt sé að krefjast fullnustu hluta samnings um staðgöngumæðr- un eða eingöngu samningsins í heild sinni. Eðlilega spyr hún einnig um hvort ríki eða ríkisstjórnum eigi rétt á að skipta sér af því hvernig fólk stendur að fjölgun í eigin fjölskyldu. Síðast en ekki síst minnist Anita L. Allen á staðgöngumæðrun og mis- notkun; hvort staðgöngumæðrun feli í sér misnotkun á konum og börnum, og þeim fátæku eða efnaminni og gangi þannig í bága við stefnu hins opinbera þar að lútandi. Að ofansögðu er ljóst að ekki þarf að fara í grafgötur um að nóg er um spurningar hvað staðgöngumæðrun áhrærir en, eins og oft vill verða, færra um svör. Heimildir: Wikipedia.org, stadganga. com og Surrogacy, Slavery, and the Ownership of Life e. Anitu L. Allen Staðgöngumæðrun víða um lönd Ástralía - Staðgöngumæðrun sem góðgjörð leyfð, en bönnuð í viðskipta- skyni (undatekning: Tasmanaía þar sem staðgöngumæðrun er bönnuð með öllu). Kanada - Staðgöngumæðrun sem góð- gjörð leyfð, en bönnuð í viðskiptaskyni. Frakkland - Staðgöngumæðrun af öllum toga bönnuð samkvæmt lögum. Georgía - Lögleg síðan 1992. Hong Kong - Bönnuð í hagnaðarskyni. Ungverjaland - Bönnuð í hagnaðar- skyni. Ísrael - Full staðgöngumæðrun lögleg undir eftirliti og stjórn hins opinbera og að uppfylltum skilyrðum og hömlum sem valda því að fólk snýr sér annað, til dæmis til Indlands. Ítalía - Bönnuð í hvaða mynd sem er. Belgía - Bönnuð í hagnaðarskyni. Holland - Bönnuð í hagnaðarskyni og annars háð ströngum skilyrðum. Bretland - Bönnuð í hagnaðarskyni. Bandaríkin - Misjafnt eftir fylkjum. Víða um lönd Úr tillögu til þingsályktunar „Nokkur siðferðileg álitaefni vakna þegar rætt er um möguleikann á lögleiðingu staðgöngumæðrunar. Almennt eru menn neikvæðir gagnvart staðgöngumæðrun í hagn- aðarskyni út frá því sjónarmiði að verið sé að nota líkama konu í annarlegum tilgangi og einnig væri hægt að líta á slíka gjörð sem einhvers konar form af viðskiptum með börn. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni hefur verið líkt við vændi og hugsanlegt er að konur sem búa við fátækt og þröngar félagslegar aðstæður gerist staðgöngumæður vegna slæmra aðstæðna. Þessi álitamál eiga þó betur við um samfélög þar sem mikil fátækt er ríkjandi og heilbrigðisþjónusta og samfélagsform er með öðru sniði en í vestrænum löndum, t.d. á Indlandi. Önnur sjónarmið gilda um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar er um að ræða eins konar góðverk og oft einhver tengsl milli verðandi móður og staðgöngumóður. Meiri líkur standa til þess að slík staðgöngumæðrun sé gerð af fúsum og frjálsum vilja allra sem koma þar að. Þó er þessi leið ekki gallalaus enda mögulegt að úrræðið leiði til óeðlilegs þrýstings á ættingja konu eða pars sem ekki getur eignast barn á náttúrulegan hátt. Þá skipta hagsmunir og réttindi barnsins sem fæðist á þennan hátt máli. Tryggja þarf barninu rétt til þess að þekkja uppruna sinn og auk þess þarf að vera ljóst hvernig barninu muni reiða af missi það t.d. foreldra sína.“ „Hugtakið staðgöngumæðrun, eins og það er skilgreint í lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, felur í sér að tæknifrjóvgun er framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og að staðgöngumóðirin hafi fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu til væntanlegrar ættleiðingar og uppeldis hjá þeim foreldrum sem tækju við barninu. Í umræðu um staðgöngumæðrun er annars vegar talað um hefðbundna staðgöngumæðrun (traditional or partial surrogacy) og hins vegar fulla staðgöngumæðrun (gestational surrogacy, full surrogacy). Hefðbundin staðgöngu- mæðrun er þegar staðgöngumóðir gengur með sitt eigið barn í þeim tilgangi að afhenda það erfðafræðilegum föður og konu hans eða sambúðaraðila. Full staðgöngumæðrun er hins vegar þegar hin þungaða kona hefur enga erfðafræðilega tengingu við barnið og það hefur verið getið með glasafrjóvgun. Staðgöngumæðrun sem úrræði fyrir barnlaus pör hefur verið stunduð frá örófi alda og þá sem hefðbundin staðgöngumæðrun. Einnig hefur líklega tíðkast áður fyrr að kona gefi barn sitt til barnlausra kvenna eða para, oft vegna fjölskyldutengsla. Nútímastaðgöngumæðrun var fyrst framkvæmd í Bandaríkjunum í kringum 1980 en þróun staðgöngumæðrunar er nátengd þróun glasafrjóvgunar.“ Staðgöngumæðrun og misnotkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.