Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 12
Ólafur Sigurvinsson, annar eig- andi gagnaversins Datacell, telur að brotið hafi verið á fyrirtækinu þeg- ar Landsnet ákvað að selja húsnæði að Bústaðavegi 7, þar sem stjórn- stöð Landsvirkjunar var áður til húsa, til Veðurstofu Íslands. Þetta gerði Landsnet þrátt fyrir að samn- ingar við Datacell hefðu verið hand- salaðir. Ólafur er gáttaður á vinnu- brögðum Landsnets, en mikil vinna hafði farið í viðræður og gerð tilboðs vegna Bústaðarvegar 7. Datacell er í eigu Ólafs og viðskiptafélaga hans frá Sviss, Andreas Fink. Fyrirtæk- ið er gagnaver sem hefur það fyrir stefnu að nýta aðeins græna orku við að knýja áfram vélbúnað sinn. Til þessa hefur starfsemi Datacell verið að mestu í Basel í Sviss, en til stóð að flytja starfsemina til Íslands að mestu eða öllu leyti. Er því um umtalsverðar fjárhæðir að ræða í beinni erlendri fjárfestingu, en nú á íslenska ríkið það á hættu að missa hana úr greipum sér. Óskiljanleg vinnubrögð Forsvarsmenn Datacell hafa í raun sóst eftir Bústaðavegi 7 síðan árið 2009. Eftir nokkrar þreifingar í mál- inu ákvað stjórn Landsnets hins veg- ar að selja húsið öðrum aðilum, sem fengu átta mánuði til að útvega fjár- magn – en fengu þó húsnæðið strax til leigu. Var Datacell þá boðinn framleigusamningur um takmark- aðan tíma. „Það var þá hringt í mig og mér boðið að leigja í raun af fast- eignasala, sem mér hugnaðist alls ekki,“ sagði Ólafur í samtali við DV. Átta mánuðum síðar var ljóst að þeir aðilar sem höfðu fengið hús- næðið með fyrirvara um fjármögnun höfðu ekki náð að tryggja sér nægi- legt fjármagn. Ólafur gerði því aðra tilraun og bauð í Bústaðaveg 7. „Þeg- ar við lögðum svo fram tilboð í okt- óber 2010 mættum við óskiljanlegri framkomu af hálfu forstjóra Lands- nets, Þórðar Guðmundssonar. Hann henti í raun fyrsta tilboði í ruslaföt- una, án þess að hafa nokkurn tím- ann lagt tilboðið fyrir stjórn Lands- nets.“ Ólafur náði að hafa samband við stjórnarmeðlim og lét vita af til- boði Datace0ll. Þegar Þórður var inntur eftir tilboðinu sagði hann að það hefði ekki reynst fullnægjandi, en honum var engu að síður falið að fá annað tilboð frá Datacell sem Ól- afur lagði fram. „Stjórn Landsnets gerði okkur það ljóst að við þyrftum að hækka tilboðið, sem við og gerð- um. Þórður lét okkur hins vegar aldrei vita, ég þurfti alltaf að eltast við stjórnina til að vita um stöðu okkar.“ Að lokum náðist lending í samn- ingaviðræðum milli stjórnar Lands- nets og Datacell. Samningurinn hljóðaði upp á 30 mánaða leigu- samning með kauprétti að leigu- tíma loknum. Á 30 mánaða tímabili myndi Datacell því greiða 90 milljón- ir í leigu og kaupa húsnæðið síðan á 400 milljónir. Samningurinn var því metinn á alls 490 milljónir. Seldu Veðurstofunni Það kom því Ólafi í opna skjöldu, eftir að samningar um Bústaðaveg 7 höfðu verið handsalaðir, að Lands- net ákvað að selja annarri ríkisstofn- un, Veðurstofu Íslands, húsnæðið. Uppgefið kaupverð er 390 milljón- ir, 100 milljónum lægri upphæð en sú sem Datacell bauð. Auk þess seg- ir Ólafur það vera óskiljanlegt að í stað þess að fá þarna næstum hálfan milljarð inn í ríkissjóð, ákveði ein rík- isstofnun að taka tilboði annarrar – í raun aðeins tilfærsla á ríkisfé. „Þann 7. janúar hittum við forstjórann ásamt lögfræðingum okkar í Lands- neti þar sem lokagerð samningsins var samþykkt. Kvöldið fyrir undir- skrift var hins vegar hringt í mig og mér tjáð að nýtt tilboð hefði borist úr ríkissjóði og að því tilboði hefði ver- ið tekið. Ég skil ekki svona viðskipta- hætti, þegar búið er að samþykkja tilboð þá er ekki venjan að leita eftir tilboðum annarra.“ Hafna erlendri fjárfestingu Allt frá efnahagshruni hafa stjórn- völd á Íslandi lagt á það ríka áherslu að fá erlent fjármagn aftur inn í hagkerfið. Það hlýtur því að skjóta skökku við að slíkur steinn sé lagður í götu Datacell, gagnavers með fjár- sterka aðila á bak við sig og áætlan- ir um mikla starfsemi á næstu árum. Datacell hafði þegar fært til landsins um 100 milljónir króna til reksturs og tryggt fjármagn fyrir um 2 milljarða til uppbyggingar rekstursins á næstu árum. En hvað er svona sérstakt við Bú- staðaveg 7? „Ástæðan er í raun að þar sem þetta er fyrrverandi stjórn- stöð höfum við allt til alls og gætum því þess vegna hafið starfsemi þar á morgun. Það fylgir því talsverður kostnaður að hefja svona starfsemi en með húsnæðinu við Bústaðaveg hefði verið hægt að komast hjá hon- um að miklu leyti.“ Ólafur skilur ekki hvers vegna Veðurstofan þurfi nauð- synlega á þessu húsnæði að halda, þar sem skorið hafi verið niður um árabil. Auk þess hafi honum ver- ið tjáð að Veðurstofan þurfi einung- is á skrifstofuhúsnæði að halda og því óskiljanlegt að það sé ekki fund- ið annars staðar – þar sem framboð á skrifstofuhúsnæði sé yfirdrifið um þessar mundir, auk þess sem 390 milljónir hljóti að teljast ríflegt verð fyrir nokkrar skrifstofur. Mismunun stjórnvalda Gagnaver komust talsvert í umræð- una á Íslandi í kjölfar áhuga Verne Holdings, í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, á að byggja gagna- ver á Reykjanesi. Ólíkt Datacell naut Verne Holdings þó gífurlegr- ar velvildar stjórnvalda. Fjármögn- unarsamningur var gerður við ís- lenska ríkið og í lögum til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ frá 14. júní 2010 er kveðið á um undan- þágur frá lögum sem og skattaaf- slátt til Verne Holdings. Þá fær félag- ið einnig að kaupa orku á niðursettu verði. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra lagði fram frumvarpið um lög vegna Verne Holdings. „Þetta er í raun óskiljanlegt. Fjárfestar hjá Dat- acell eru auðvitað farnir að hugsa sig tvisvar um, þá langar ekki að flytja til Íslands þegar komið er svona fram við okkur. Við höfum ekki farið fram á neinar fyrirgreiðslur af hálfu ríkis- ins og við gætum þess vegna greitt tvöfalt fyrir orkuna. Við erum auð- vitað að fara í samkeppni við Verne og maður spyr sig hvort stjórnvöld- um hugnist ekki að við förum í sam- keppni við þá,“ segir Ólafur. Í samtali við DV segir Arnar Guð- mundsson, aðstoðarmaður iðnað- arráðherra, að ráðuneytið geti ekki beitt sér í máli Datacell. „Málið liggur í raun á borði fjármálaráðuneytisins, sem sá um að kaupa húsnæðið fyrir Veðurstofuna.“ Ólafur sendi bréf til Katrínar Júlíusdóttur í janúar þar sem hann lýsir furðu sinni á vinnubrögðum Landsnets og stjórnvalda yfirleitt. Katrín hefur enn ekki svarað bréf- inu. Þess má geta að verkefni Verne Holdings er að mestu fjármagnað af íslenska ríkinu á meðan Datacell hafði á prjónunum að koma hingað með beint erlent fjármagn. Áhersla stjórnvalda á beina erlenda fjárfest- ingu orkar því tvímælis. 12 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur „Við erum auð- vitað að fara í samkeppni við Verne og maður spyr sig hvort stjórnvöldum hugnist ekki að við förum í samkeppni við þá. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is HAFNA ERLENDRI FJÁRFESTINGU n Gagnaverið Datacell telur sig svikið eftir gerða samninga um Bústaðaveg 7 n Landsnet seldi Veðurstofunni húsnæðið á lægra verði n Stjórnvöld hafa ekkert beitt sér í máli Datacell en settu á lög um fyrirgreiðslu og skattafslátt vegna gagnavers Verne Holding Ólafur Sigurvinsson Datacell hefur ítrekað reynt að kaupa húsnæðið sem er kjörið til reksturs á gagnaveri. MYND SIGTRYGGUR ARI Bústaðavegur 7 Datacell hefur reynt að hefja starfsemi í húsinu síðan árið 2009. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.