Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 14. febrúar 2011 Mánudagur
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á
föstudag í Egyptalandi þegar fréttir
bárust af afsögn forsetans, Hosni Mu-
baraks. Egyptar flykktust út á götur þar
sem var sungið og dansað fram á rauða
nótt. Mubarak afsalaði sér völdum á
föstudag og halda nú hernaðaryfir-
völd um stjórnartaumana. Ríkisstjórn
Mubaraks hafði lofað frjálsum kosn-
ingum í september og er enn vonast til
að þær kosningar fari fram. Ljóst er að
mótmælin sem hófust 25. janúar hafa
borið árangur, en helsta krafa mót-
mælenda var ávallt að Mubarak hyrfi
frá völdum, en hann hafði verið forseti
síðan árið 1981.
Óljóst framhald
Þrátt fyrir að Mubarak sé nú horfinn á
braut er alls óljóst hvernig framhaldið
verður í Egyptalandi. Herforingjar, sem
nú fara með öll völd, hafa lofað því að
herinn leggi sitt af mörkum til að und-
irbúa jarðveginn fyrir lýðræðisskipu-
lag. Enginn tímarammi hefur verið
kynntur í þeim málum og gæti því her-
inn í raun haldið völdum svo lengi sem
honum sýnist. Kröfur almennings í Eg-
yptalandi hljóða meðal annars upp á
að pólitískum föngum verði sleppt og
að neyðarlög verði afnumin. Neyðarlög
hafa verið við lýði í Egyptalandi síðan
árið 1981 þegar Anwar Sadat, þá forseti
landsins, var myrtur. Neyðarlögin hafa
tryggt Mubarak mikil völd, meðal ann-
ars til að handtaka pólitíska andstæð-
inga og halda uppi strangri ritskoðun
og skoðanakúgun.
Mótmælendur lamdir á sunnudag
Þótt Mubarak væri horfinn söfnuð-
ust Egyptar samt sem áður saman á
Tahrir-torgi í miðborg Kaíró á sunnu-
dag. Þeir mættu hins vegar hörðu, þar
sem öryggislögreglumenn og hermenn
gerðu sitt til að tvístra hópnum með því
að lumbra á mótmælendum. Um 2.000
mótmælendur héldu enn til á torginu
og kyrjuðu orðin „á torginu, á torginu,
við krefjumst okkar réttinda á torginu.“
Breska blaðið Daily Telegraph tók
viðtal við Jihad Laban, endurskoðanda
sem hefur tekið þátt í mótmælunum.
„Markmiðið var ekki einungis að losna
við Mubarak. Allt kerfið er gjörspillt og
við mótmælendur förum ekki fet fyrr
en við sjáum alvöru umbætur. Ég ætla
að láta grafa mig á Tahrir-torgi. Þessi
bylting er of mikilvæg til að hægt sé að
ganga burt frá henni núna.“
Hvað með Mubarak?
En hvað verður um Hosni Mubarak,
nú þegar hann er horfinn frá völdum?
Margir Egyptar eru á því að nauðsyn-
legt sé að sækja Mubarak til saka, öðru-
vísi sé ekki hægt að gera upp fortíðina.
Aðrir eru einfaldlega himinlifandi að
Mubarak sé loksins farinn frá völdum.
Gífurleg auðæfi Mubaraks kom-
ust í fréttirnar í síðustu viku, þó alls sé
óvíst hvort hann komi til með að geta
notið góðs af þeim. Bankareikningar
hans í Sviss hafa verið frystir, rétt eins
og reikningar Zine El Abidine Ben Ali,
fyrrverandi forseta Túnis sem er nú í
útlegð í Sádí-Arabíu. Komist Mubar-
ak hins vegar í auðæfi sín þarf hinn
82 ára gamli fyrrverandi forseti litlu
að kvíða, en talið er að Mubarak gæti
jafnvel verið auðugasti maður í heimi.
Hefur hann sankað að sér opinberu fé
í áratugi en tölur um auðæfi hans sem
kynntar hafa verið til sögunnar hafa
verið á bilinu 40 til 70 milljarðar doll-
ara. Til samanburðar þá er auðugasti
maður í heimi samkvæmt bandaríska
tímaritinu Forbes metinn á 53 millj-
arða dollara, en það er Mexíkóinn Carl-
os Slim.
n Hosni Mubarak sagði af sér sem forseti Egyptalands
n Herinn tekinn við stjórninni n Fagnaðarlæti fram á
rauða nótt n Ofbeldi af hálfu hermanna á sunnudag„Allt kerfið er gjör-
spillt og við mót-
mælendur förum ekki
fet fyrr en við sjáum al-
vöru umbætur.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
FAGNAÐ Í EGYPTALANDI
Fagnað fram á rauða nótt Flugeldum var skotið á loft og dansað var fram á rauða nótt.
Í öruggum
höndum
Hermaður með
barn í fanginu.
Gaman á skriðdreka Þessi börn
brosa og skemmta sér þar sem þau
sitja ofan á skriðdreka á Tahrir-torgi.
Endalokin Þessi maður er ánægður með málalok.