Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 15
Hugsum um umhverfið Við notum allt of mikið af þvottaefnum, mýkingarefnum og sápum. Það er sparnaður í því að þynna þessi efni eða einfaldlega nota minna magn. Fljótandi handsápu má drýgja með volgu vatni og það sama á við uppþvottalög. Þvottaefnin, hvort sem það er í uppþvotta- vélina eða þvottavélina, eru mjög sterk efni og tilvalið að nota einungis helming þeirrar skammtastærðar sem sagt er til um. Það hefur engin áhrif á þvottinn eða leirtauið og það sem betra er, það hefur góð áhrif á umhverfið. Við getum það líka Ömmur okkar og mömmur gátu það, af hverju ekki við? Það þótti ekki tiltökumál hér áður fyrr að nota taubleyjur en nú eyðum við miklum fjármunum í einnota bleyjur. Það er ekki eins erfitt og það virðist að nota taubleyjur. Gott er að hafa bala fyrir notaðar bleyjur sem skolað hefur verið úr. Þær eru svo þvegnar á suðu, þurrkaðar og tilbúnar til notkunar. Það er ótvíræður sparnaður í þessu því spara má háar upphæðir þann tíma sem barnið er á bleyju. Neytendur | 15Mánudagur 14. febrúar 2011 Gefum afgöngum annað tækifæri Fer afgangurinn af kvöldmatnum í ruslið? Eitt albesta sparnaðarráðið er að henda sem minnst af mat en þetta má finna í sparnaðarráðum á matarkarfan.is. Þar segir að séu mat- arafgangar borðaðir fljótt eða frystir til síðari nota fari buddan fljótt að finna fyrir því. Gott sé að kaupa glær plastbox og geyma í þeim og stilla þeim upp þannig að sjáist vel hvað er í þeim. Afgangur af kvöldverði í frystinum getur nefnilega verið afar freistandi þegar heim er komið úr vinnu, úrvinda af þreytu og stressi. Sýróp í stað sykurs Agave-sýróp er eitt af því sem get- ur komið í stað sykurs. Rætt er um sýrópið á heimasíðu Heilsu- bankans. Þar segir að Agave-sýr- óp sé með mjög lágan sykur- stuðul og valdi því miklu minni sveiflum í blóðsykri en venju- legur sykur. Þetta geri það að verkum að margir með sykur- sýki II eða candida geti notað Agave- sýróp í hófi. Neysla á sýr- ópinu er því einnig góð fyrir alla þá sem vilja reyna að komast hjá hvíta sykrinum en til að breyta uppskriftum sem innihalda sykur skal nota 1/3 til 1/2 af uppgefnu magni sykurs. Hvað er í matnum? Við vitum að við eigum að borða hollan og næringarríkan mat en vitum við hvað er í þeirri fæðu sem við teljum holla? Hvaderimatnum. is er heimasíða sem er rekin af Matís en þar má finna tölur um efnainni- hald matvæla á íslenskum markaði. Á síðunni segir að hún sé tilkomin til að mæta eftirspurn kröfuharðra Ís- lendinga sem leggja hart að sér þeg- ar kemur að heilbrigðu mataræði og hreyfingu. Þar má finna upplýsingar um fitu í matvælum, prótein, kol- vetni og viðbættan sykur. Auk þess eru upplýsingar um bætiefni, svo sem vítamín og steinefni.  Stjórnvöld verða að meta stöðuna út frá hagsmunum almennings: Gagnrýna sinnuleysi stjórnvalda Sóttvarnalæknir mun standa að rannsóknum á fólki til að ganga úr skugga um hvort díoxín hafi borist í fólk og í hvaða magni. Mikið hef- ur verið fjallað um díoxínmengun í fjölmiðlum upp á síðkastið en tal- ið er að hún komi frá þremur sorp- brennslustöðvum á landinu. Þær eru staðsettar á Ísafirði, Kirkjubæj- arklaustri og í Vestmannaeyjum og óttast er að mengunin hafi bor- ist í fólk sem býr í nágrenni þessara stöðva. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er greint frá því að samtök- in gagnrýni sinnuleysi stjórnvalda í þessu máli. Þau hafi hvorki sinnt eft- irlitshlutverki sínu né upplýsinga- skyldu sinni gagnvart almenningi. Eins sé ljóst að díoxínmengað kjöt hafi farið á almennan markað.  Þess er krafist að stjórnvöld sjái til þess að kjötið, sem talið er vera mengað, sé tarfarlaust tekið af mark- aði og bent á að það sé réttur neyt- enda að fá upplýsingar um hvar kjöt- ið hefur verið selt auk rekjanleika þess.  Eins er þess krafist að varúðar- reglan sé látin gilda. Í ljósi þess verði stjórnvöld að meta út frá hagsmun- um almennings hvort sorpbrennslu- stöðvunum verði lokað þegar í stað. Heimaey Ein af sorpbrennslustöðvunum þremur er í Vestmannaeyjum. Skiptu bensínbílnum út fyrir metanbíl „Löggjöfin segir til um að á haugum sem fari yfir vissa stærð verði að beisla gasið svo að það fari ekki óhindrað út í andrúmsloftið meira. Svo við tölum nú ekki um umhverfisáhrifin, sem eru í raun- inni alltaf aðalatriðið.“ Fleiri metanstöðvar verða opnaðar Metankútar sem settir eru í bílana eru 78 lítra og ef bíll eyðir um það bil 10 á hverja hundrað kílómetra getur hann farið tæpa 200 kíló- metra á einum kút, að sögn Ólafs. Bíllinn fer alltaf í gang á bensíni en skiptir svo yfir í metanið þegar hann er orðinn heitur. Ef metanið klárast skiptir hann svo sjálfkrafa yfir í bensínið aftur og gengur á því þar til bensínið klárast. Í dag er hægt að fá metan á bílinn á N1 við Bíldshöfða og að Tinhellu í Hafn- arfirði. Nýtt félag í eigu Íslenska gámafélagsins ráðgerir að opna metanstöð við Keili í Reykjanes- bæ á næstu vikum en einnig hefur verið sótt um lóðir fyrir metanaf- greiðslustöð í Kópavogi. Auk þess hefur Akureyrarbær sýnt því áhuga að koma upp slíkri stöð. Metanlán Í haust hóf Landsbanki Íslands að veita yfirdráttarlán fyrir breyting- um á bílum í metanbíla. Á heima- síðu bankans segir að ekkert há- mark sé á lánsfjárhæð en standast þurfi greiðslumat. Lántaki þurfi að skila inn reikningi vegna breyting- anna og gera svo skriflegan samn- ing við bankann um reglubundna greiðslu af launareikningi sínum inn á lánið. Lánstíminn geti verið allt að 48 mánuðir en á láninu séu breytilegr vextir samkvæmt vaxta- töflu. Í dag eru vextirnir 8,5 pró- sent. Ekki þarf að greiða lántöku-, seðil- eða stimpilgjöld og ekkert er uppgreiðslugjaldið. Finnur fyrir metaninu í buddunni „Ég er búin að eiga hann í að verða sex ár og hann hefur reynst mér mjög vel,“ segir Ævar Örn Jósepsson, útvarpsmaður og rithöfundur, sem keypti sér nýjan metanbíl árið 2005. Aðspurður um ástæðuna fyrir því segir hann að þau hjónin hafi viljað bíl sem mengi minna og spara um leið pening. „Ég finn engan mun á því að keyra hann og bensínbíla, nema þá bara í buddunni.“ Hann segir að fyrst um sinn hafi fáir verið á metanbílum og þau hjónin oft verið einmana við met- andælurnar. Nú fari metanbílaeigend- um fjölgandi sem sé mjög ánægjulegt. „Nú lendir maður í því aftur og aftur að þurfa að bíða eftir dælunni sem er í senn ánægjulegt og pirrandi,“ bætir hann við. Ævar Örn mælir hiklaust með því að kaupa sér metanbíl og bendir á að eftir því sem þeim fjölgar á götunum verði meiri pressa á að fleiri stöðvar verði opnaðar. Ýmislegt óvænt getur gerst þegar maður er á ferðalögum erlendis. Nú þegar landsmenn fara að huga að ferðalögum erlendis er vert að hafa í huga hvaða úrræði eru til staðar ef maður lendir í vanda erlendis. Borg- araþjónusta utanríkisráðuneytis- ins aðstoðar Íslendinga erlendis og stendur vaktina árið um kring. Starfs- menn í ráðuneytinu, sendiskrifstofur Íslands erlendis og ræðismenn um allan heim veita slíka aðstoð. Auk þess hefur utanríkisþjónustan sam- starf við utanríkisþjónustur annarra Norðurlanda á vettvangi borgara- þjónustu. Á heimasíðu ráðuneytis- ins má finna eftirfarandi upplýsingar auk annarra sem gott er að kynna sér áður en lagt er af stað í ferðalög: n Kanna hvort utanríkisráðuneyt- ið eða sambærileg erlend stjórn- völd hafi gefið út ferðaviðvaranir þar sem ráðið er frá ferðalögum til þess svæðis sem áætlað er að heimsækja. n Gefa nánustu ættingjum og vin- um upplýsingar um ferðatilhögun og hvernig hægt er að ná sambandi við þig. n Þegar ástæða þykir til er mælt með að skrá upplýsingar um ferða- lag á vef utanríkisráðuneytisins. n Kynna sér hvar næsta íslenska sendiráð og/eða ræðisskrifstofa er- lendis er staðsett og hvernig hægt sé að hafa samband við hana. Sjá heimasíðu. n Hafa ávallt gilt vegabréf með- ferðis. Einnig getur verið gagnlegt að hafa ljósrit af vegabréfi meðferðis. n Kynna sér tímanlega hvort vega- bréfsáritunar eða annarra leyfa sé krafist í því landi sem heimsækja á. Útvegun áritunar getur tekið nokkr- ar vikur. n Ætlir þú að aka erlendis er rétt að kanna hvort ökuskírteini þitt sé viðurkennt í viðkomandi landi. n Hafa nægilega fjármuni (reiðufé, ferðatékka og/eða kredit- eða debet- kort) svo unnt sé að greiða ferða- kostnað auk annars óvænts kostnaðar. Ef nota á kredit- eða debetkort er rétt að huga að gildistíma og hámarks- úttekt. n Gott ráð er að skilja eft- ir afrit af farmiða hjá ein- hverjum nákomnum. Hafi miði verið bókaður rafrænt er ágætt að hafa upplýs- ingar um bókunarnúmer á sama stað. n Aldrei ætti ferðast án viðunandi ferðatrygg- inga. n Æskilegt er að hafa evrópska sjúkratrygg- ingakortið meðferð- is. Það staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu sem verður nauðsynleg með- an á tímabundinni dvöl í EES-landi stendur. n Huga skal að því hvort bólusetning sé nauðsynleg. n Þegar annar tveggja forsjáraðila ferðast með barn eða börn er nauðsynlegt að hafa meðferðis skriflegt leyfi þess forsjáraðila sem ekki er með í för. n Ávallt skal fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í því landi sem þú heimsækir. Það ber að athuga að lög og ýmsar siðvenjur geta verið ólíkar því sem þú kannt að venjast. Gott er að kynna sér þessi atriði áður en lagt er af stað. Forðastu vand- ræði í útlöndum n Á að ferðast til útlanda í sumar? n Ertu nógu vel undirbúinn? n Veistu hvert þú átt að snúa þér ef vanda ber að höndum? „Það ber að athuga að lög og ýms- ar siðvenjur geta ver- ið ólíkar því sem þú átt að venjast. Gott er að kynna sér þessi at- riði áður en lagt er af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.