Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 14. febrúar 2011 Mánudagur F-F-Frábær! The King’s Speech byggir á raunveru- legum atburðum og segir frá Georg sjötta (Colin Firth) og baráttu hans við talgalla sinn með hjálp talkennara (Geoffrey Rush) þegar hann verður óvænt konungur Bretlands. Colin Firth er frábær í hlutverki óvænta krúnuerfingjans Georgs sjötta, eða Bertie eins og hann var kallaður. Samleikur hans og Geoffrey Rush er yndislegur á að horfa og sönn sagan um tvo menn úr tveimur gjörólíkum stéttum samfélagsins sem ná saman og verða bestu vinir sogar áhorfand- ann til sín. Maður gleymir sér í innri átökum þeirra og getur ekki annað en fundið til með Bertie sem allt sitt líf hafði þurft að sætta sig við stríðni og gríðarlega pressu. Myndatakan er gullfalleg og ýtir undir persónusköpun Firths, sem þarf að tjá innri ólgu manns sem ekki getur tjáð sig eins og hann helst hefði viljað. Myndin gefur áhorfandanum sömuleiðis fróðlega innsýn inn í líf bresku konungsfjölskyldunnar og innsýn í Bretland í heild þegar alls- herjarstríð í Evrópu er yfirvofandi. The King‘s Speech er alveg yndis- leg kvikmynd. Hún er laus við alla til- gerð, myndatakan er gullfalleg, hand- ritið virkar vel samansett og leikurinn er umfram allt frábær. Það er ekki skrýtið að The King’s Speech hafi hlot- ið 12 tilnefningar til óskarsverðlauna. Mikilvægt að nýjar kynslóðir fái að kynnast lögum Bergþóru: Minningu skálds haldið á lofti Á þriðjudagskvöld verða haldnir minning- artónleikar um söngvaskáldið Bergþóru Árnadóttur. Þar verða mörg af þekktari lögum hennar flutt í fyrsta sinn í kórút- setningu og koma þrír kórar við sögu, en stjórnandi þeirra er Guðlaugur Viktors- son. Um er ræða hinn landsþekkta Lög- reglukór Reykjavíkur, Kór Menntaskólans í Reykjavík og Vox Populi. Einnig kem- ur söngvarinn Jónas Sigurðsson fram með Lögreglukórnum. Undirleik annast Gunnar Gunnarsson á píanó, Vilhjálm- ur Guðjónsson á gítar, Tómas R. Einars- son á kontrabassa og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Skarphéðinn Hjartarson og Tryggvi M. Baldvinsson hafa útsett söng- lög Bergþóru fyrir karlakór og blandaða kóra. Kynnir á tónleikunum verður Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson sem segir í við- tali við DV að aðstandendur hlakki sjálfa mikið til að heyra útkomuna. „Það er minningarsjóður sem var stofnaður í hennar minningu, tónleikarnir eru árviss atburður. Þetta er gert til þess að halda minningu hennar á lofti sem vísna- skáldi. Við fengum þá hugmynd að út- setja lög hennar fyrir karlakór og bland- aðan kór. Þetta eru allt lög sem hún samdi við ljóð þjóðþekktra skálda, til að mynda: Verkamaður, Lífsbókin og Frá liðnu vori. Við hlökkum eiginlega svolítið til heyra þetta. Það skiptir talsvert miklu máli að halda minningu hennar á lofti. Nýjar kyn- slóðir þurfa að komast í kynni við lög Berg- þóru og þessir tónleikar okkar hafa einmitt skilað okkur þeim árangri. Þess er kannski skemmst að minnast að lagið Frá liðnu vori kom út á plötu trúbadorsins Svavars Knúts sem var sérstaklega ánægjulegt.“ Bergþóra samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, en einnig tónlist við eigin texta. Á ferli sínum sendi hún frá sér all- margar hljómplötur og hélt fjölda tón- leika hérlendis og í Skandinavíu. Þetta eru fjórðu minningartónleikarnir sem haldnir eru. kristjana@dv.is Uppsetning Þorleifs besta sýningin Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut við leikhúsið í Luzern í Sviss hefur verið valin sýning ársins í hinum þýskumælandi heimi af virtu leikhússíðunni nachtkritik.de. Á bak við síðuna standa um 50 þýskumælandi gagnrýnendur. Að valinu stóð þessi hópur auk áhorfenda. Í rökstuðn- ingi sínum sagði dómnefndin meðal annars: „Thorleifur Arnarsson og dramatúrginum Ulf Frötzschner hafa í áhrifamikilli leikgerð komið hinum ógnarstóra heimi Ibsens fyrir innan draumaheims Pétur Gauts sjálfs. Heimur verksins er lifandi og sterk leikmynd Vytautas Narbutas gerir það að verkum að þar geta margir heimar mæst.“ Leika Silunga- kvintett Schuberts Kammersveit Reykjavíkur leikur Silungakvintett Franz Schubert og tvö verk spænska tónskáldsins Joaquíns Turina á tónleikum á þriðjudag. Gestur Kammersveitarinnar á tónleikunum verður spænski píanóleikarinn Alfredo Oyaguez en með honum leika Una Sveinbjarnardóttir og Pálína Arnardóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Sigurgeir Agnarsson á selló og Richard Korn á kontrabassa. Tónleikarnir fara fram á Kjarvalsstöðum klukkan 20.00. Menningar- málþing Menningarhúsið Hof á Akureyri og Tón- listarskólinn á Akureyri efna til málþings um framtíðarstefnu menningarmála á Norðurlandi næstkomandi föstudag. Yfirskrift málþingsins er „Menning í dag, menning á morgun?“ Að erindinu loknu fara fram pallborðsumræður. Þar taka þátt Gunnar Gíslason, fræðslustjóri á Akureyri, Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Pétur Halldórsson, dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir og dr. Bjarki Valtýsson. Sama dag verður sýning tileinkuð Sigfúsi Halldórssyni opnuð á göngum Tónlistarskólans en sýningin kemur frá Tónlistarsafninu í Kópavogi. Frumkvöðull vísnatónlistar Bergþóra Árnadóttir (1948–2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Á Papúa Nýju-Gíneu eru víst nokkrir rosalegustu neðanjarð-arhellar jarðar. Hér erum við stödd við op eins stærsta, ókannaða, flóknasta og hættulegasta hellis heims og metnaður könnunarmannanna er mikill. Við fylgjumst með teymi kafara og rannsóknarmanna sem eru að skrá leiðir hellisins og jafnframt reyna þeir að finna mögulega leið hans út í sjó. Leiðangurinn samanstendur af fjár- mögnunaraðila og fjörkálfi, Carl (Ioan Gruffudd), Victoriu, kærustu hans (Alice Parkinson), Frank (Richard Ruxburgh), ljónhörðum reynslubolta sem kallar alls ekkert ömmu sína, syni hans, Josh, (Rhys Wakefield), sem er einn sá færasti í hellaköfun mestan- part fyrir þrýsting frá föður sínum. Þar að auki eru nokkrir til viðbótar sem eru kjörfórnarlömb ef einhver þarf að deyja. Þetta er eldfim blanda sem get- ur sprungið í tætlur við ákveðnar að- stæður eins og til dæmis ef árleg flóð fyrr en vanalega, á meðan leiðang- urinn er neðanjarðar. Í jafnþrúgandi aðstæðum og neðanjarðarhellarn- ir bjóða upp á reynir á persónuleika, ákveðni, samvinnu, ögun, þor og stefnufestu sem þarf að endast leng- ur en ljós og súrefniskútar. Myndin er kynnt sem James Cameron-ræma og í Bandaríkjunum heitir hún einfaldlega „James Cameron´s Sanctum“. Hann er engu að síður bara framleiðandinn og leikstjórann þekkja fáir. Það sama gildir um allflesta leikarana sem eru ekki upp á marga fjörfiska. Myndin hefst á stuttri runu af yfirborðskennd- um útskýringasamræðum sem þjóna þeim tilgangi að setja menn snögglega inn í allar aðstæður. Hasaratriðin eru dæmigerð- ar „Hollywood Studios-senur“ og strengjasveitarundirspil toppar svo froðuna. Fyrirsjáanlegar senur fylgja svo, siglínur slitna, allir deyja næst- um og svo framvegis. Lítið spennandi, á köflum er maður næstum farinn að óska þess að það detti inn einhverjar ófreskjur, ein og ein morðloðna eða geimmargfætla hefði kannski bjargað einhverju. Hellafagmaðurinn Frank er sterkasti karakterinn hér en að sama skapi er sonur hans Josh hræði- lega illa leikinn. Tengsl feðganna eru eins og rauður þráður og eiga alveg nokkur augnablik. En að öðru leyti er þetta mikið til froðukennd köfunar- yfirkeyrsla sem væri best geymd á Dis- covery. Myndin ætti örugglega ein- hverja hápunkta á sérsýningu fyrir skátahreyfinguna. Og þrátt fyrir rosa- lega flottar köfunarsenur hér kemst þessi ræma ekki í nágrenni við alvöru myndir af þeim toga eins og myndir á borð við Big Blue eftir Luc Besson. Þessi mynd er nefnilega að reyna að vera epísk stórmynd og er ekki að takast það. Þegar myndir eru kynnt- ar í sömu setningu og nöfn á þekkt- um leikstjórum/leikurum skiptir það samt ennþá mestu hver er leikstjór- inn. Þótt vissulega sé frábært að sjá svona tilkomumiklar köfunarsenur í þrívídd þá verður myndin í rauninni ekkert betri mynd fyrir vikið. Ef þú gerir lélega mynd og hún er í þrívídd þá er hún áfram ekkert annað en léleg mynd í þrívídd. Leiðindi í þrívídd eru ennþá leiðindi. LEIÐINDI Í ÞRÍVÍDD Sanctum IMDb 5,6 RottenTomatoes 30% Metacritic 42 Aðalhlutverk: Richard Roxburgh, Ioan Gruffudd, Rhys Wakefield, Alice Parkinson, Dan Wyllie Leikstjórn: Alister Grierson Handrit: John Garvin, Andrew Wight. 103 mínútur Bíómynd Erpur Eyvindarson The King‘s Speech Helena Bonham Carter, Colin Firth og Geoffrey Rush í hlutverkum sínum. The King’s Speech Leikstjóri: Tom Hooper. Handrit: David Seidler. Leikarar: Colin Firth, Geoffrey Rush, Helena Bonham Carter, Derek Jacobi, Michael Gambon, Guy Pearce, Timothy Spall. 111 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.