Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 14. febrúar 2011 Mánudagur
„Ég þoli allt og
vernda þau fyrir
öllu. Allt sem
ég geri, geri ég
fyrir þau.“
n Manuela Ósk Harðardóttir um börnin
sín. – DV
„Ég er að skoða
hvort ég taki
það sem
aðalnafnið
mitt, í staðinn
fyrir Jósef, eða sem
millinafn. Það er annað
hvort.“
n Jósef Ólason Elvis-aðdáandi sem vill
taka upp nafnið Elvis. – DV
„Ég náði takmarkað til
hennar þegar hún var upp
á sitt versta.“
n Móðir ungrar stúlku sem er djúpt
sokkin í fíkniefnaneyslu. – DV
„Þetta eru búnir
að vera skrýtnir
tímar.“
n Þórunn Erna Clausen
um tímann frá fráfalli
eignmanns hennar, Sigurjóns
Brink, við viðtöku fyrstu verðlauna í
Söngvakeppni Sjónvarpsins. – Ríkissjón-
varpið
„Með dómnum
eru lagðar
óeðlilegar
hömlur á tján-
ingarfrelsi.“
n Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélags Íslands, um dóm
Hæstaréttar í máli Eiðs Smára Guðjohn-
sen gegn fréttastjóra og ritstjóra DV. – DV
Bannað að segja satt
Sannleikurinn er ekki oft bannaður í lýðræðissamfé-lögum nútímans, enda er
tjáningarfrelsið grundvallaratriði í
frjálsum löndum. Peningavaldið hef-
ur hins vegar náð að beygja tjáning-
arfrelsið undir sig.
Á árum áður var harðlega refsað
fyrir guðlast. Sá sem efaðist um rétt-
mæti Biblíunnar og Guðs gat átt von
á refsingu. Í dag er mönnum á Ís-
landi refsað fyrir að segja frá fjármál-
um auðmanna. Ef þú segir, að auð-
ugur knattspyrnumaður hafi fengið
1,2 milljarða að láni í banka, er þér
refsað fyrir það. Þú borgar sekt til
ríkissjóðs og borgar auðmanninum
miskabætur, því það má ekki segja
frá.
Við lifum á tímum þar sem pen-
ingavaldið hefur tekið við af hinu
trúarlegu valdi. Síðustu áratugi hef-
ur stöðugt breikkað bilið milli hinna
ríku og þeirra venjulegu. Í staðinn
fyrir að borga tíund til kirkjunnar
borga Íslendingar 10 til 20 prósent
af öllum tekjum í vexti til fjármála-
stofnana, allt eftir því hvernig litið
er á það. Tvær krónur af hverjum tíu
sem við borgum í skatta renna til lán-
ardrottna ríkisins. Guðirnir, sem ekki
má lasta í dag, eru ríka og fræga fólk-
ið. Sannleikurinn, sem ekki má tala
um, er starfsemi bankanna og fjár-
mál þeirra ríku.
Refsingum blaðamanna er ætlað
að koma í veg fyrir að almenningur
fái upplýsingar. Það getur verið vís-
að til bankaleyndar, eða til friðhelgi
einkalífsins. Hervör Þorvaldsdótt-
ir héraðsdómari hefur úrskurðað
að einkalíf Eiðs Smára Guðjohnsen
spanni 1,2 milljarða króna lántökur
og fasteignir í Hong Kong, Tyrklandi
og víðar. Það verður að teljast eitt
umfangsmesta einkalíf sögunnar. En
það eru takmörk fyrir því hversu stór
einstaklingur getur orðið.
Ríkidæmið kemur ekki heldur af
himnum ofan. Hinir ríku eru ekki ey-
lönd, sem auðgast af sjálfum sér. Þeir
verða ríkir af almennum borgurum.
Eiður Smári varð ríkur af fólkinu sem
kaupir miða á leiki sem hann spilar,
og fólki sem horfir á þá í sjónvarp-
inu, og öðrum sem kaupa búninginn
hans. Auðlegð Eiðs Smára er órofa
tengd fólkinu, sem má ekki vita hver
auðlegð hans er.
Það er ekki tilviljun að meira er
fjallað um opinberar persónur en
aðra. Opinberar persónur eru fólk
sem er iðulega í sviðsljósinu og hagn-
ast verulega á því. Ef það mætti að-
eins segja frá því sem þetta fólk leyfir
að verði sagt, yrði öll umfjöllun um
opinberar persónur jákvæð. Það yrði
til gerviveruleiki, þar sem almenn-
ingur væri stöðugt blekktur til að sjá
frægt og ríkt fólk sem eins konar hálf-
guði, sem ekki mætti segja sannleik-
ann um. Dómarinn segir hins veg-
ar: „Þá verður ekki fallist á það, þótt
stefnandi sé þjóðþekktur, að hann
þurfi að þola nærgöngulli umfjöll-
un um einkalíf sitt en almennt gerist
um fólk og kemur ekkert fram í máli
þessu sem rennir stöðum undir það
að stefnandi hafi sóst eftir umfjöllun
af þessu tagi.“
Auðvitað gengur þetta ekki upp.
Enda er þetta ekki svona, nema á
Íslandi. Nokkrir þingmenn tóku
sig saman um að gera Ísland að
griðarstað fyrir birtingu upplýs-
inga. En Ísland er allt annað en
slíkur griðarstaður. Það er engin
tilviljun að Eiður Smári fer í mál
við blaðamenn á Íslandi, fyrir að
segja frá fjármálum, frekar en að
fara í mál við blöðin í Bretlandi,
sem hafa fjallað mun ítarlegar um
hans líf. Íslensk lög og íslenskt
dómskerfi koma í veg fyrir að al-
menningur fái upplýsingar og geti
þannig veitt bönkum og auðmönn-
um aðhald.
Í framtíðinni verður vonandi
horft til baka og spurt, hvort fólk hafi
virkilega verið beitt refsingum fyrir
að segja sannleikann um skuldir og
auð þeirra ríku.
Leiðari
Er Skutull nokkuð
flughræddur?
„Nei, nei… Hann hefur nú tekið flugið
oftar en einu sinni.“
Hundur þingkonunnar Ólínu
Þorvarðardóttur, Skutull, fór í
þyrluflug á laugardagskvöld en
hann er í Björgunarhundasveit
Íslands.
Spurningin
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar „Guðirnir, sem ekki
má lasta í dag, eru
ríka og fræga fólkið.
Var ástæða til að spyrja?
n Eftir hrakfarir í síðustu borgar-
stjórnarkosningum ákvað fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
að kanna liðsandann og spyrja
fulltrúa spurninga. Í fulltrúaráðinu,
sem nú er undir hatti Varðar, eru á
annað þúsund manns. Sendur var
út spurningalisti til um 600 fulltrúa í
tölvupósti og mun um helmingur hafa
svarað. Litlum sögum fer af niður-
stöðum könnunarinnar. Vitað er þó að
spurt var hvort fulltrúum þætti yfirleitt
lengur við hæfi að halda fundi sína í
Valhöll. Vissu menn ekki að orðspor
flokksins hefði komið svo illa niður á
höfuðstöðvunum.
Tilefni til að fagna
n Af forsíðu Morgunblaðsins daginn
eftir ógildingu Hæstaréttar á stjórn-
lagaþingskosningunum mátti ráða
að Davíð Oddsson
ritstjóri og fleiri
þar á bæ hefðu
kæst mjög yfir
niðurstöðunni.
Þetta kemur
einnig heim og
saman við aðrar
sögur sem hafa
verið á sveimi að
undanförnu um að ritstjórinn hafi efnt
til veislu heima hjá sér í Skerjafirðin-
um af þessu tilefni. Engum sögum fer
af gestalistanum að öðru leyti en því
að Skafta Harðarsyni hafi verið boðið
til fagnaðarins. Skafti var sem kunnugt
er einn þremenninganna sem kærðu
framkvæmd stjórnlagaþingskosning-
anna.
Boðið til veislu
n Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi
bankaráðsmaður í Landsbankanum
og framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins í
aldarfjórðung,
hafði ekki ástæðu
til að fagna í
síðustu viku þegar
skilanefnd bank-
ans ákvað að kalla
hann og fleiri til
ábyrgðar vegna
milljarða útlána
síðustu dagana fyrir hrun. Hann
fagnaði hins vegar í lok síðasta árs og
efndi til dýrðlegrar veislu á Hótel Holti.
Bauð hann vinum og vandamönnum
og var ekkert til sparað. Ástæðan
var að hann hafði fengið fréttir um
góðar batahorfur eftir erfið veikindi.
Ræðumenn voru aðeins tveir; hann
sjálfur og Davíð Oddsson.
Fúl Jóhanna Guðrún
n Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur hafði
víðast hvar erlendis verið spáð örugg-
um sigri í undankeppni Eurovision
á Íslandi. Í sjónvarpsútsendingu sást
hvernig Jóhanna bar vonbrigðin utan
á sér eftir að tilkynnt hafði verið um
tvö efstu sætin, og hún brosti hvorki
né samgladdist keppinautum sínum,
eins og venjan er. Þeir sem hafa hins
vegar talað við Jóhönnu vita að hún
er mjög stöðug tilfinningalega og
sveiflast lítið í fasi. Að auki kemur til að
þungbærara er fyrir þá að samgleðjast
yfirborðskennt, sem hafa óbilandi
metnað, eins og Jóhanna Guðrún, sem
hefur lagt á sig óþrjótandi vinnu frá
barnsaldri og uppskorið þroskaða og
mikla sönghæfileika.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Ef Sigfús Daðason hefði skrif-að ritdóm um „Sjálfstætt fólk“ hefði nálgunin eflaust verið sú
sama og í ritdómi hans um Brekku-
kotsannál á sínum tíma: Að sagan
um Bjart í Sumarhúsum væri per-
sónugerð saga þjóðar og baráttu
hennar fyrir sjálfstæði.
Í heila öld hefur þjóðin ver-
ið að brölta með sitt sjálfstæði. 20
árum eftir fullveldið voru Íslending-
ar komnir langt aftur úr Dönum á
nánast öllum sviðum. Síðan komu
nokkrar lotur þar sem gjáin minnk-
aði eilítið. Líkt og Svíar græddi þjóð-
in um 20 ár á stríðinu meðan aðrar
þjóðir í Evrópu glötuðu álíka fjölda
ára. Kalda stríðið gaf um 10 ár, út-
færsla landhelginnar skilaði 20 ára
„Lebensraum“, og orkulindirnar um
10 árum.
Eftir alla þessa „landvinninga“
og 20 prósenta lengri ævivinnutíma
ákvað Bjartur annó 2011 að skoða af-
raksturinn, hvort ástæða væri til að
bregða búi. Var þetta brölt þess virði
að geta sagt við umheiminn að hann
væri Bjartur í Sumarhúsum með eig-
in fána og þjóðsöng? Hann settist
niður og gerði örlítinn samanburð
við frændþjóðirnar.
Afleit launakjör
Hann hafði samband við velferðar-
ráðuneytið og spurði hvort saman-
burðurinn í töflunni væri sannur eft-
ir brauðstrit í heila mannsævi. Hann
fékk að vita að neysluviðmið ein-
staklinga væru 292.000 kr. á mánuði,
væntanlega til að lifa mannsæm-
andi lífi samkvæmt viðmiðum SÞ.
Hann fletti síðan Fréttablaðinu og sá
að ASÍ fór fram á 200.000 króna lág-
markslaun. Ekki til að félagsmenn
gætu lifað sómasamlegu lífi held-
ur til að þeir gætu lapið dauðann úr
skel.
Bjartur sagði við Ástu Sóllilju að
þetta gengi ekki, hann yrði að fara í
pólitík. Bjartur var kosinn á þing fyr-
ir fjallabakskjördæmið og var í fram-
haldinu sendur á þing Norðurlanda,
SÞ og NATÓ. Við fyrirmennin ræddi
hann búskaparhætti á íslensku og
bauð upp á pönnukökur með ra-
barbarasultu þegar hann kynnti
framboð sitt til öryggisráðsins. Var
gerður góður rómur að og buðu fyr-
irmennin honum stöðu í eldhúsi SÞ.
Tók hann vel þeirri vegtyllu og sagði
að það væri nú ekkert tiltökumál að
vera með í samfélagi þjóðanna og
taka upp lög þeirra ef þau hentuðu
íslenskum aðstæðum.
Hinar séríslensku aðstæður
Meðal fræðimanna erlendis á sviði
félagsvísinda er löng hefð fyrir því
að rannsaka hreyfiafl breytinga. Þeg-
ar þróun íslenskra laga er skoðuð frá
stríðslokum kemur ýmislegt í ljós
um hinn pólitíska geranda á Íslandi:
n Langmestu breytingar á lögum og
lagaumhverfi Íslands hafa kom-
ið með aðild landsins að alþjóða-
stofnunum og alþjóðasamning-
um.
n Langstærstur hluti þessara breyt-
inga er kominn til gegnum ytri
þrýsting frændþjóðanna.
n Greinargerðir og athugasemd-
ir með nánast öllum breytingum
hefjast á kafla þar sem lögum er
lýst í skandinavísku löndunum
þar sem einkum er tekið mið af
norskum og dönskum lögum.
Allt í skötulíki
Ávallt þegar Íslendingar eru beðnir
um að taka upp alþjóðlega sáttmála,
lög eða tilskipanir og veita þeim
brautargengi í lagasetningu þurfa
hin ríkjandi öfl að hafa fyrirvara eða
gera réttarbæturnar áhrifalausar.
Dæmin eru fjölmörg:
n Lög um umboðsmenn: Embættið
er mikið til tannlaust. Mál fyrnast
hér á skemmri tíma og álit þess eru
ekki virt.
n Neytendamál: Sennilega 10 til 20
árum á eftir frændþjóðunum.
n Umhverfismál: Síðasta dæmið er
díoxínmengunin sem hefur við-
gengist í að minnsta kosti hálfa
öld.
n Vinnumarkaður: Ýmis ákvæði til
dæmis um mismunun á vinnu-
markaði hafa ekki fengið brautar-
gengi vegna andstöðu atvinnrek-
enda og talsmanna þeirra á þingi.
Við vitum hvernig búskapurinn
hans Bjarts hófst og hvernig hann
endaði.
Hvernig væri að bera sjálfstæðið
hans undir þjóðaratkvæði?
Neysluviðmið Bjarts
í Sumarhúsum
Lágmarkslaun 2010
Dagsetning Mánaðarlaun Gengi Ísl. krónur Ísl.= 100
Danmörk 1.3.2010 19.525 21,4 417.835 262,3
Ísland 1.6.2010 159.300 - 159.300 100
Noregur 1.3.2010 21.000 20,15 423.150 265,2
Svíþjóð 1.8.2010 18.113 17,8 322.411 202,4
Heimildir: Launatöflur frá stéttarfélögum á Norðurlöndum
Kjallari
Sævar Tjörvarsson
doktor í félagsfræði skrifar