Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Page 12
12 | Fréttir 23. mars 2011 Miðvikudagur Beint tjón íslenskra skattgreið- enda vegna hruns íslenska fjár- málakerfisins haustið 2008 nemur að minnsta kosti 600 milljörðum í beinum útgjöldum ríkissjóðs. Upphæðin gæti orðið tugum millj- arða króna hærri ef eignir á móti skuldum reynast ofmetnar, einn- ig er fjármagnskostnaður ótalinn vegna lána til endurreisnar bank- anna. Mestu munar um 175 millj- arða króna framlag vegna tækni- legs gjaldþrots Seðlabankans og 196 milljarða króna framlags og annarra fjárbindinga til endur- reisnar bankanna þriggja, Lands- bankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt nemur þetta 370 milljörðum króna eða um 74 prósentum af heildarálögum ís- lenskra skattgreiðenda og heim- ila vegna tjónsins. Til samanburð- ar má geta þess að útgjöld vegna Icesave-samningsins eru nú áætl- uð um 35 prósent eða sem nemur 5 til 7 prósentum af heildarfórnar- kostnaði þjóðarinnar við að fleyta Seðlabankanum og föllnu bönk- unum yfir greiðslufallið og gera þá starfhæfa á ný. Margvíslegur herkostnaður Tölurnar sem hér er miðað við byggjast að hluta á svörum fjár- málaráðherra við fyrirspurnum á þingi í fyrra, greinargerð með fjár- lögum og öðrum upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu. Við upplýsingarnar hefur nú verið bætt útgjöldum ríkisins vegna falls Sparisjóðsins í Kefla- vík, SpKef og útgjalda vegna Lána- sjóðs landbúnaðarins, Sjóvár og Icesave og áætluðum 60 milljarða króna útgjöldum til að forða Íbú- ðalánasjóði frá gjaldþroti. Inn í tölurnar vantar framlög ríkissjóðs eða fjárbindingar vegna annarra lánastofnana, svo sem vegna VBS, Saga Capital og fleiri fjármálafyrir- tækja. Krafa ríkisins á hendur VBS er til dæmis á þriðja tug milljarða króna. Lítil von er til þess að ríkið eða Seðlabankinn fái eitthvað upp í hundruð milljarða kröfur á hendur fjármálafyrirtækjum. Nefna má að Icebank, Sparisjóðabankinn, hef- ur hafnað um 200 milljarða króna kröfu Seðlabanka Íslands vegna stórfelldra kaupa Seðlabankans skömmu fyrir bankahrun. Miklar lántökur ríkissjóðs Í raun eru þrengingar ríkissjóðs vegna tæknilegs gjaldþrots Seðla- banka Íslands mun meiri en kem- ur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjarg- ar Ingadóttur, Samfylkingunni, á þingi í fyrra. Í texta fjárlaga fyr- ir þetta ár segir til dæmis að eitt þyngsta höggið sem lenti hafi á ríkissjóði hafi verið tapaðar kröf- ur Seðlabanka Íslands. „Það tjón nam um 192 milljörðum króna og var gjaldfært í ríkisreikningi ársins 2008. Þá vega þungt skuld- ir sem ríkið hefur þurft að taka á sig og áhrif þeirra á vaxtakostnað. Í fyrsta lagi má reikna með því að kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða gæti nálgast 200 milljarða króna, þótt þar komi á móti eignarhlutar sem ættu að geta skilað arði eða sölutekjum þegar fram í sækir. Í öðru lagi gaf ríkið út 270 milljarða króna verð- tryggt skuldabréf til að endurfjár- magna Seðlabankann og koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Það skuldabréf hefur nú verið lækk- að niður í um 170 milljarða króna eftir að bankinn yfirtók aftur hluta af kröfum vegna dag- og veðlána sem gengið höfðu til ríkisins,“ seg- ir í texta fjárlaganna. Og svimandi vaxtakostnaður Til þess að endurreisa bankakerf- ið, þar á meðal Seðlabankann, þurfti ríkissjóður að taka stórfelld lán, en þau nema nú um 120 millj- örðum króna. Fjárlagahallinn er svimandi sem að verulegu leyti má rekja til bankahrunsins. Aukið atvinnu- leysi og tuga milljarða króna at- vinnuleysisbætur má rekja milli- liðalaust til hrunsins sem aukið hefur vandann enn frekar. Halla- rekstur ríkissjóðs er því uppskrift að aukinni skuldasöfnun. Hall- inn var um 140 milljarðar króna á árinu 2009 og meira en 100 millj- arðar króna í fyrra. Líkast til þurfa skattgreiðendur að standa undir 90 milljarða króna vaxtagjöldum á árinu 2011 en þar með lætur nærri að fimmta hver króna af tekjum ríkissjóðs fari í að greiða vexti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um álögur? Sigríður Ingibjörg spurði Stein- grím J. Sigfússon fjármálaráð- herra á þingi í fyrra hvort hann teldi ástæðu til að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um þær skuld- bindingar og álögur sem að fram- an eru taldar, en á þeim tíma var fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave um garð gengin. Í skriflegu svari Steingríms sagði meðal annars, að umræddar byrðar ríkissjóðs væru til komnar vegna gríðarlegra áfalla á íslensk- um fjármálamarkaði. „Hrun ís- lensku bankanna með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð er afleið- ing af ákvörðunum í viðskiptum og stjórnmálum. Þjóðaratkvæða- greiðslu um afleiðingar af ákvörð- unum í stjórnmálum eins og þeim er hlotist hafa af einkavæðingu rík- isbankanna er erfitt að láta eiga sér stað eftir á þótt að vissulega hefði mátt kjósa um þá ráðstöfun að einkavæða bankana á sínum tíma.“ Sigríður Ingibjörg spurði Stein- grím meðal annars um það hvort hann teldi ásættanlegt að almenn- ingur bæri skuldaklafa óreiðu- manna án þess að samþykkja slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er nærtækast að vísa til nærri 200 milljarða útgjalda skattgreiðenda vegna endurreisnar bankanna og 175 milljarða króna beinna út- gjalda vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabankans í bankahruninu. Steingrímur svaraði að almenn- ingur ætti að sjálfsögðu ekki að bera „skuldaklafa óreiðumanna“ enda kappkostaði ríkisstjórnin að draga úr því tjóni sem varð við fall bankanna og lágmarka skaða al- mennings og íslensks þjóðarbús. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti ekki breytt neinu um orðinn hlut „þótt við fegin vildum“. Icesave: Lítill hluti byrðanna Útgjöld íslenskra skattgreiðenda vegna Iceasve eru nú lauslega áætluð milli 30 og 40 milljarðar króna samkvæmt þeim samningi sem kosið verður um í þjóðar- atkvæðagreiðslu 9. apríl næst- komandi. Hlutfallslega er sú upp- hæð ekki stór hluti heildartjóns íslenskra skattgreiðenda vegna bankahrunsins eða um 5 prósent. Andstæðingar Icesave-samnings- ins benda á að gengisáhætta sé mikil; lítil lækkun krónunnar yfir samningstímann geti hlaupið á tugum milljarða króna í auknar greiðslur. Þórólfur Matthíasson hagfræði- prófessor segir að viðmið ráði því hversu mikill kostnaðurinn vegna tafa á samningum um Icesave geti verið. „Ef við berum saman Ice- save II og III og drögum frá kostn- aðinn vegna hærra vaxtaálags og tapaðs hagvaxtar er nettókostn- aðurinn um 10 til 30 milljarðar króna. Ef við berum saman þann samning sem stóð til boða vikuna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu 2010 og Icesave III þá er kostnaðurinn af því að hafa ekki gengið frá mál- inu um 60 til 80 milljarðar króna. Taka ber fram að allar þessar töl- ur eru háðar forsendum um end- urheimtuhlutfall og eins forsendu um 6 prósenta reiknivexti,“ sagði Þórólfur í samtali við DV í des- ember síðastliðnum. Landsbankinn 122 milljarðar Íbúðalánasjóður 60 milljarðar Seðlabankinn 175 milljarðar Icesave 35 milljarðar Sjóvá 12 milljarðar SpKef 11 milljarðar Arion banki 46 milljarðar Íslandsbanki 28 milljarðar Lánasjóður landbúnaðarins 14 milljarðar Heildarupphæð 503 milljarðar Kostnaður þjóðarinnar af bankahruninu Beinn kostnaður skattgreiðenda af bankahruninu er líklega 600 til 700 milljarðar króna þegar allur vaxtakostnaður er einnig talinn. Bankarnir 732.700 kr. á hvern skattgreiðanda 2.468.400 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu Heildarkostnaður 1.880.416 kr. á hvern skattgreiðanda 6.334.414 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu n Skattgreiðendur bera 600 milljarða byrði vegna falls bankanna n Icesave er 6 prósent þess kostnaðar samkvæmt núgildandi áætlunum n Beinhörð útgjöld vegna falls Seðla- banka Íslands námu 175 milljörðum n Gjaldþrot Seðlabanka kostar 650 þúsund á mann Þrot Seðlabankans er fimmfalt Icesave Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Samanlagt nem­ ur þetta 370 millj­ örðum króna eða um 74 prósentum af heildar­ álögum íslenskra skatt­ greiðenda og heimila vegna tjónsins. Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota í höndum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Það kostaði skattgreiðendur 175 milljarða króna. Töfin étur upp ávinning Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor telur víst að tafir á samningum um Icesave éti upp ávinninginn og gott betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.