Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 15
M j ö l l - F r i g g h f . · N o rð u r h e l l u 10 · 221 H a f n a r fi rð i · S í m i 512 3 0 0 0 · w w w.m j o l l f r i g g . i s
Hrein fagmennska
og sérhæfing
Mjöll Frigg sérhæfir sig í framleiðslu
fullkominna hreinsiefna fyrir:
• Landbúnað
• Sjávarútveg
• Framleiðslu- og iðnaðarfyrirtæki
• Matvælaiðnað; kjöt- og
fiskvinnslu, mjólkurvinnslu
• Almenn fyrirtæki og stofnanir,
m.a. heilbrigðisstofnanir
• Heimili
Mjöll Frigg veitir ennfremur
tæknilega þjónustu og ráðleggingar
og hægt er að velja um stærðir
pakkninga eftir þörfum.
Neytendur | 15Miðvikudagur 23. mars 2011
„Ég get eiginlega ekki sagt neitt um
þetta nema það liggi fyrir óyggjandi
prófanir á þessum búnaði. Það bend-
ir hins vegar ýmislegt til þess að þetta
sé gabb,“ segir Stefán Ásgrímsson, rit-
stjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig-
enda.
Sparar bensín og dregur úr
mengun
Fyrir skömmu fjallaði sjónvarps-
frétt Morgunblaðsins um íslenskan
undrabúnað sem bæði sparar bens-
ín um allt að 30 prósent auk þess sem
hann dregur úr mengun um 60 til 80
prósent. Rætt var við starfsmenn fyr-
irtækisins Thor Energy Zolutions sem
fræddi fréttamann um virkni búnað-
arins. Búnaðurinn á að virka á þann
veg að hann sé í raun rafgreiningar-
tæki sem skilur að vetnis- og súrefnis-
atómin í venjulegu vatni. Vetninu er
svo dælt inn á brunahólf vélarinn-
ar þar sem það blandast eldsneyt-
inu. Ekki náðist í forsvarsmenn Thor
Energy Zolutions við gerð fréttarinn-
ar.
Stangast á við grundvallarlög-
mál eðlisfræðinnar
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
dregur eiginleika búnaðarins í efa á
heimasíðu sinni en þar segir að bún-
aðurinn standi, eins og aðrar töfra-
lausnir, alls ekki undir væntingum.
Staðhæfð virkni hans stangist jafn-
framt á við grundvallarlögmál eðl-
isfræðinnar. Þar er einnig vitnað í
Ágústu Loftsdóttur, eðlisfræðing hjá
Orkustofnun, sem sagði í samtali við
RÚV að við það að framleiða vetni í
bílnum sé maður farinn að brenna
eldsneyti sem nemi því vetni sem
framleitt var í bílnum. Orkuávinn-
ingurinn sé því í rauninni enginn og
eldsneytissparnaður upp á 30 prósent
óhugsandi. Hún benti einnig á að ef
Thor Energy Zolutions hefði virkilega
fundið upp slíkan búnað ættu þeir
ekki að fá „...einhverja þúsundkalla
fyrir græjurnar sínar heldur Nóbels-
verðlaunin – hvorki meira né minna.
Jafnframt þyrfti að endurhugsa og
endurskrifa flest grundvallarlögmál
eðlisfræðinnar.“
Engin þessara tækja virka
Stefán segir að það sé alltaf verið að
reyna að plata fólk með einhverjum
hólkum eða tækjum sem eigi að spara
svo og svo mikið bensín. „Það koma
alltaf svona hlutir upp á sjónarsviðið
þegar eldsneytisverðið er hátt og það
er töluvert mikið af þessu núna. Við
erum í miklu samstarfi við þýskt syst-
urfélag okkar en þeir eru með gríð-
arlega öfluga tækniþjónustu sem við
njótum góðs af. Þeir hafa prófað tugi
svona tækja í gegnum árin og ekkert
þeirra hefur virkað,“ segir hann.
Stefán segir að það sem þessi tæki
geti þó gert sé að hafa sálræn áhrif
á fólk en þegar fólk greiði tugi eða
hundruð þúsunda fyrir slík tæki fari
það ósjálfrátt að keyra betur. Það fer
að keyra betur og finnur allt í einu
fyrir smásparnaði. Það sé hins vegar
fólkið sjálft sem sé ástæðan fyrir því
en ekki tækið sem það keypti.
Bíðum eftir opinberri prófun
Aðspurður hvað félagið ráðleggi neyt-
endum sem hafa hug á að kaupa slík-
an búnað í bílinn sinn, segir Stefán að
best sé að bíða eftir opinberri prófun
marktæks aðila. „Opinber aðili eða
einhver sem er vottaður af opinberum
aðila þyrfti að gera prófun á slíkum
búnaði. Maður þarf að sjá slíkar nið-
urstöður fyrst. Hins vegar gengur
þetta ekki upp því í þessu tilfelli er það
bíllinn sjálfur sem á að búa til vetni
sem er svo sett inn í brunahólfið með
bensíninu. Orkan er alltaf sú sama þó
hún sé færð úr olíu í vetni og þaðan
yfir í bensín. Það er að segja þótt hún
breytist úr einni mynd í aðra. Það væri
annað ef vetnið væri búið til fyrir utan
bílinn en þetta gengur hreinlega ekki
upp,“ segir hann að lokum.
n Hér á landi er seldur búnaður sem á
að spara bensín og draga úr mengun
n FÍB dregur búnaðinn í efa n Eðlis-
fræðingur segir orkuávinning engan og
eldsneytissparnað upp á 30 prósent
óhugsandi
„Efast um að þetta
sé töfralausn“
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Stefán Ásgrímsson hjá FÍB Hann segir að
alltaf sé verið að reyna að plata fólk með tækjum
sem eigi að spara pening. Mynd StEFÁn KarlSSon
„Það koma alltaf svona
hlutir upp á sjónarsviðið
þegar eldsneytisverðið er hátt
og það er töluvert mikið af
þessu núna.