Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Qupperneq 17
Kínverjar kaupa
upp Bordeaux
Eskihlíð 3 105 Reykjavík S: 552 9500 info@icelandcongress.is www.icelandcongress.is
Er ráðstefna
eða fundur á döfinni?
Hjá Iceland Congress vinnur vel menntað og sérhæft starfsfólk
með yfir tuttugu ára reynslu á sínu sviði. Við aðstoðum viðskiptavini
okkar við að skipuleggja og undirbúa allar stærðir og gerðir af
fund um, ráðstefnum og öðrum atburðum. Iceland Congress býður
persónulega þjónustu og hefur áhuga á þér og þínum markmiðum.
Blaðamenn New York Times Lausir úr prísundinni ásamt sendiherra Tyrklands í Líbíu. Addario er önnur frá hægri.
Miðvikudagur 23. mars 2011 Erlent | 17
eaux-vínin sem gerir þau sérstaklega
vinsæl í Kína, umfram önnur vín.
Stephane Toutoundji er vínsérfræð-
ingur sem hefur starfað sem ráðgjafi
fyrir kínverska fjárfesta. Hann segir að
fjárfestingar Kínverja í Bordeaux séu
góðar fréttir fyrir alla sem eiga hlut að
máli. „Þeir kaupa upp vínekru, end-
urbæta vínhúsið og koma fyrir nýj-
um vinnslubúnaði. Bordeaux-svæðið
hefur ávallt laðað að sér erlenda aðila,
en það sem gerir kínversku fjárfestana
frábrugðna er að þeir byrja frá byrjun
svo þeir geti stjórnað framleiðslunni
eftir sínum smekk, stjórnað gæðaeft-
irliti og markaðssetningu.“
Toutoundji segir Kínverja ekki
heldur drekka hvað sem er. „Við reyn-
um að stjórna framleiðslunni til að
mæta kröfum þeirra. Kínversk menn-
ing byggist að miklu leyti á tedrykkju,
eða öðrum heitum drykkjum. Þess
vegna eru bragðlaukar þeirra við-
kvæmir fyrir skörpum og tannínrík-
um vínum. Þeir vilja eitthvað mýkra,
ávaxtarík vín sem eru ekki hvöss á
nokkurn hátt.“
Ekki slæmar fréttir
Þrátt fyrir allt virðast franskir vín-
sérfræðingar taka fréttunum af hin-
um nýju kínversku eigendum vel,
þó annað gæti átt við um fransk-
an almenning. Staðreyndin er sú,
að vegna franskra erfðalaga hefur
reynst erfitt að halda við bestu vín-
ekrunum í Bordeaux – sem og ann-
ars staðar í Frakklandi. Samkvæmt
erfðalögum eiga allir afkomendur
rétt á jöfnum hlut í jarðareign, sem
þýðir að mörgum bestu vínekrum
Frakklands hefur verið skipt upp í
aldanna rás. Erfingjarnir hafa jafn-
an verið latir og ef til vill ekki tilbúnir
til að helga sig vínrækt líkt og forfeð-
ur þeirra. Vínsérfræðingar segja að
Bordeaux-vín hafi náð botninum á
síðasta áratug síðustu aldar, þar sem
gæðin hafi einfaldlega ekki verið
þau sömu og áður fyrr. Olli það því
að markaðurinn hrundi og í staðinn
urðu vín frá „nýja heiminum“ (Síle,
Suður-Afríku og Ástralíu sem dæmi)
þeim mun vinsælli og náðu með-
al annars yfirráðum á breska mark-
aðnum.
„Eigendurnir voru orðnir gaml-
ir og börn þeirra vildu ekki taka við,“
segir Sophie Roussov, sem rekur vín-
ekru í eigu Kínverja í Saint Martin de
Puy. „Við erum að endurbyggja vín-
húsin og endurplanta vínviðnum
og í því felast atvinnutækifæri fyr-
ir heimamenn. Hvað er neikvætt við
það? Frönsk menning og menningar-
arfleifð tapar engu.“
n Kínverskir fjárfestar hafa keypt upp stór svæði í vínræktarhéruðum í ná-
grenni við Bordeaux í Frakklandi n Kínverjar neyta rauðvíns í sífellt meira
mæli n Vínsérfræðingar ánægðir þó almenningur óttist erlend yfirráð„Þeir kaupa upp
vínekru, endur-
bæta vínhúsið og koma
fyrir nýjum vinnslubúnaði.