Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Qupperneq 22
22 | Úttekt 23. mars 2011 Miðvikudagur Leikskólann Grænuborg átti að sam- eina Lindarborg eins og fram kemur í skýrslu starfshóps frá 9. febrúar. Í lokatillögum sem kynntar voru fyrir borgarbúum sést hins vegar að fallið hefur verið frá þeim áformum. Þess í stað á að sameina þrjá leikskóla; Lindarborg, Njálsborg og Baróns- borg. Á Grænuborg verður ekki skor- ið niður í þetta skiptið. Leikskólastjórar leikskólanna og hópur foreldra gagnrýna þessa stað- reynd en á leikskólunum þremur er hátt hlutfall barna af erlendum upp- runa. Á Grænuborg er hlutfallið hins vegar lágt og leikskólastjóri Lindar- borgar, Ragnheiður Halldórsdóttir, segir þjóðfélagshópinn annan. Þar sé fremur um börn efnaðra foreldra að ræða. „Eftir að þessir þrír leik- skólar verða sameinaðir er börnum í miðborg Reykjavíkur mismunað.“ Ákvörðun tekin vegna fjárhagslegs ávinnings Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðs- stjóri Leikskólasviðs Reykjavíkur- borgar, segir Lindarborg, Baróns- borg og Njálsborg alla vera litla leikskóla sem hafi unnið saman að fjölmenningarverkefnum. Allir séu þeir miðbæjarleikskólar og fjárhags- legur ávinningur af því að sameina þrjá leikskóla sé umtalsvert meiri en af því að sameina tvo leikskóla. Það liggi sameiningu til grundvallar. „Ákveðið var að leggja fram tvær tillögur að þriggja leikskóla samein- ingu, það væri aukinn styrkur fólg- inn í því að ekki sé eingöngu ein þriggja eininga sameining.“ Ragnhildur Erla svarar því neit- andi, aðspurð, hvort einhver af þeim leikskólum sem hefur dottið úr sameiningarferlinu sé með hátt hlutfall nýbúabarna í vist. Um það hvaðan tekið var á móti ábendingum um sameiningu Grænuborgar við Lindarborg segir hún: „Allar hugmyndir voru vegnar og metnar og ef Grænaborg hefði verið sameinuð öðrum leikskóla þá komu allir til greina, það er Baróns- borg, Njálsborg og Lindaborg, sem er reyndar lengst frá Grænuborg.“ Börnum mismunað Ragnhildur á Lindarborg segist ekki hafa hugmynd um afhverju þessari tillögu hafi verið breytt. Tillögur um niðurskurð á Grænuborg hafi verið með í skýrslum þar til á lokasprett- inum. Allir leikskólastjórar leikskól- anna þriggja hafa beðið um rök- stuðning fyrir þessari breytingu en ekki fengið. „Við fáum að vita að ástæðan sé sú að þessir leikskólar starfi allir að fjölmenningu og það er rétt. Það er hins vegar langt á milli leikskólanna þriggja og um helmingur allra barna eru af erlendu bergi brotinn. Eftir sameiningu er börnum mismunað. Grænaborg hefur sinn leikskóla- stjóra á staðnum.“ Ragnhildur segist ennfremur spyrja sig hverju það sæti að það sé aðeins ein sameining í Vesturbæ. Hagur barna í miðborginni versni við þetta og þá sérstaklega nýbúa- barna. „Á þessum leikskólum er oft um að ræða foreldra sem ekki tala og skilja íslensku, auk þess að koma frá ólíkum menningarsvæðum, þess vegna leggjum við mikla áherslu á foreldrastarf og þjálfun starfs- manna í þeim efnum. Þetta starf er viðameira en á leikskólum þar sem fáir foreldrar eru af erlendu bergi brotnir og það er mikilvægt að halda þessu góða starfi áfram. Því er stefnt í hættu með þessum breytingum.“ Þöglir erlendir foreldrar Ragnhildur segir foreldrana með erlendan bakgrunn ekki rífast við stjórnmálamenn eða skrifa greinar í blöðin. „Þótt að hjá okkur sé annars blandaður hópur foreldra þá er það staðreynd að helmingur þeirra er erlendur og við erum líka með er- lenda starfsmenn. Þessi hópur er þögull í dag meðan aðrir foreldrar berjast fyrir réttindum barna sinna hvað varðar þjónustu í borginni.“ Ragnhildur Erla segir leikskólana fá úthlutað fjármagni í hlutfalli við fjölda barna af erlendum uppruna Telja börnum mismunað Börn á Lindarborg að leik Leik- skólastjóri Lindarborgar er ósáttur við þau áform að sameina þrjá leikskóla miðborgarinnar í einn. Allir hafa þeir hátt hlutfall nýbúabarna og Ragnhildur segir þjónustu við þau börn og foreldra þeirra vera viðameiri en til íslenskra foreldra. MYND SIGTRYGGUR ARI n Samkvæmt 2. gr. laga um leikskóla er eitt af meginmarkmiðum með starfsemi leikskóla að jafna uppeldisstöðu barna í hvívetna og menntamálaráðuneyti fer með yfirstjórn og gætir þess að þessi markmið séu haldin. Markmið laga um leikskóla er meðal annars að tryggja jafnræði allra barna – sérstaklega ef gert sé ráð fyrir því að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og undirbúningur fyrir grunnskólann. Lög um leikskóla Leikskólar þar sem hlutfall barna af erlendum uppruna er frá 0–5% Bakki 62 börn 2 börn NEI Fífuborg 83 börn 4 börn NEI Maríuborg 104 börn 3 börn NEI Lyngheimar 102 börn 5 börn NEI Sameiningar 0% Leikskólar þar sem hlutfall barna af erlendum uppruna er hærra en 40% Barónsborg 35 börn 18 börn JÁ Ösp 54 börn 41 börn JÁ Njálsborg 50 börn 31 börn JÁ Völvuborg 54 börn 36 börn NEI Lindarborg 62 börn 26 börn JÁ Fellaborg 49 börn 28 börn NEI Sameiningar 67% Sameiningar Fjöldi barna Af erlendum uppruna Hlutfall Sameining Sjónarhóll 63 9 14% NEI Vinagerði 62 9 15% NEI Brekkuborg 82 12 15% NEI Sunnuborg 88 13 15% NEI Stakkaborg 74 11 15% NEI Klambrar 87 13 15% NEI Laufskálar 87 13 15% NEI Laugaborg 84 13 15% JÁ Furuborg 59 10 17% JÁ Berg 41 7 17% NEI Holtaborg 64 11 17% JÁ Ægisborg 85 15 18% NEI Gullborg 78 14 18% NEI Sólhlíð 89 17 19% JÁ Rofaborg 104 20 19% NEI Drafnarborg 35 7 20% JÁ Hálsaborg 60 12 20% JÁ Hlíðarendi 24 5 21% JÁ Vesturborg 72 15 21% NEI Ásborg 121 28 23% JÁ Steinahlíð 29 7 24% NEI Bakkaborg 114 29 25% NEI Fálkaborg 61 16 26% JÁ Lækjarborg 64 17 27% JÁ Seljakot 58 16 28% JÁ Álftaborg 88 25 28% NEI Tjarnarborg 45 13 29% NEI Múlaborg 80 24 30% NEI Seljaborg 58 19 33% NEI Suðurborg 116 39 34% JÁ Nóaborg 67 23 34% NEI Arnarborg 66 26 39% JÁ Hólaborg 60 25 42% JÁ Lindarborg 62 26 42% JÁ Barónsborg 35 18 51% JÁ Fellaborg 49 28 57% NEI Njálsborg 50 31 62% JÁ Völvuborg 54 36 67% NEI Ösp 54 41 76% JÁ Fjöldi barna Af erlendum uppruna Hlutfall Sameining Maríuborg 104 3 3% NEI Bakki 62 2 3% NEI Fífuborg 83 4 5% NEI Lyngheimar 102 5 5% NEI Hamrar 122 6 5% NEI Hulduheimar 89 5 6% NEI Garðaborg 53 3 6% NEI Geislabaugur 118 7 6% NEI Kvistaborg 64 4 6% JÁ Kvarnaborg 62 4 6% JÁ Hof 105 8 8% NEI Reynisholt 86 7 8% NEI Hamraborg 85 7 8% JÁ Foldakot 46 4 9% JÁ Blásalir 88 8 9% NEI Engjaborg 83 8 10% NEI Rauðhóll 107 11 10% NEI Hraunborg 64 7 11% JÁ Rauðaborg 64 7 11% NEI Grænaborg 81 9 11% NEI Öldukot 45 5 11% NEI Funaborg 53 6 11% JÁ Sólborg 70 8 11% JÁ Foldaborg 60 7 12% JÁ Skógarborg 50 6 12% JÁ Grandaborg 83 10 12% NEI Heiðarborg 83 10 12% NEI Dvergasteinn 65 8 12% JÁ Brákarborg 78 10 13% NEI Jörfi 100 13 13% NEI Sæborg 84 11 13% NEI Hálsakot 73 10 14% JÁ Austurborg 94 13 14% NEI Jöklaborg 108 15 14% NEI Hlíðaborg 50 7 14% JÁ Sólbakki 50 7 14% JÁ Árborg 64 9 14% NEI Hagaborg 99 14 14% NEI Klettaborg 84 12 14% NEI Heimsins börn Upphaf leikskólagöngu er oft fyrsta reynsla barna af erlendum uppruna af íslensku samfélagi og íslensku máli. Fyrir börn, þar sem báðir foreldrar eru útlendir, er leikskólinn oftast aðalvettvangur þeirra til að læra íslensku. Til þess að geta notið skólagöngu og annars þess sem íslenskt samfélag hefur upp á bjóða er nauðsynlegt að ná góðum tökum á íslensku máli. Í Lindarborg fá börn, sem þurfa, íslenskukennslu hjá Jóhönnu Jóhannsdóttur. Þróunarverkefnið Heimsins börn er samstarfsverkefni þriggja leikskóla í miðbæ Reykjavíkur og þjónustumiðstöðvar Miðborgar/Hlíða. Leikskólarnir eru Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg. Ástæða þess að farið var út í þetta verkefni var sú að inn- flytjendum í Reykjavík fer sífellt fjölgandi og þá um leið börnum af erlendum uppruna, og er fjöldinn mikill á þessum þremur leikskólum. Leikskólar eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í aðlögun barna af erlendum uppruna að íslensku samfélagi. Þróunarverkefnið er hugsað til að styrkja starfsmenn leikskólanna þriggja, gera þá hæfari til að vinna í nýju umhverfi og takast á við nýjar áskoranir. Styrkja á allt fjölmenningarlegt starf innan skólanna og gera það sýnilegra. Lögð verður áhersla á þverfaglega samvinnu og að efla samstarf hinna ýmsu faghópa innan leikskólanna og Þjónustumiðstöðvarinnar. Unnið verður sérstaklega með viðhorf starfsmanna til fjölmenningarlegs samfélags með það að leiðarljósi að auka þekkingu og draga úr fordómum. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Sameiningar leikskóla í Reykjavík Leikskólabörn með annað móðurmál en íslensku eru nú um átján af hundraði barna í leikskólum borgarinnar eða um 960 börn. Í sumum leikskólum er allt að helmingur barnanna af erlendum uppruna svo sem í Fellaborg, Njálsborg, Barónsborg og Lindarborg. „Ákveðið var að leggja fram tvær tillögur að þriggja leik- skóla sameiningum, það væri aukinn styrkur fólg- inn í því að það sé ekki eingöngu ein slík. n Sameiningum í miðborginni mótmælt n Telja börnum af erlendum uppruna mismunað n Þriggja leikskóla sameining er afar hagkvæm n Engin sameining þar sem hlutfall barna af erlendum uppruna er 0-5%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.