Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Side 23
Úttekt | 23Miðvikudagur 23. mars 2011
Telja börnum mismunað
Foreldrar hafa áhyggjur af ójöfnuði barna:
Ályktun frá
foreldrafélagi Njálsborgar
Foreldrafélag Njálsborgar mótmælir harðlega hugmyndum Reykjavíkurborgar um
uppsagnir leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra í nafni sameiningar. Það er enginn
faglegur ávinningur af þessum tillögum, fjárhagslegur ávinningur er lítill sem enginn
og alls ekki ásættanlegur fyrir þá áhættu sem tekin er með skólastarfið og menntun
barnanna okkar. Á Njálsborg eru aðeins fjórir af ellefu kennurum leikskólakennara-
menntaðir en með fyrirhuguðum uppsögnum er stefnt að því að lækka það hlutfall enn
frekar. Það er augljóst að slíkt mun koma niður á kennslu – og uppeldisstarfi á Njálsborg
og er í raun óskiljanleg aðför að gæðum leikskólastarfsins.
Njálsborg er einn þeirra skóla sem leggur sérstaka áherslu á fjölmenningarlegt starf
enda er þar mjög hátt hlutfall barna af ólíkum þjóðernum. Góður árangur við aðlögun og
íslenskunám stafar ekki síst af styrkum tökum stjórnenda skólans á þessu verkefni. Með
sameiningu er hætta á að yfirsýn stjórnenda minnki þannig að börn af erlendum upp-
runa fái ekki tækifæri til jafns við önnur. Það er í sjálfu sér mannréttindabrot.
Á Njálsborg er unnið frábært starf. Það endurspeglar metnað og hæfileika stjórnenda
skólans en framkomnar tillögur fjalla í engu um hvernig starfið á að geta verið jafngott
án þeirra. Þess vegna höfnum við tillögunum, en leggjum til að leikskólagjöld verði
fremur hækkuð til að halda megi reyndustu og best menntuðu starfsmönnum leik-
skólanna að störfum.
og árlega sé metið hvernig það nýt-
ist. Einnig njóta leikskólarnir ráð-
gjafar frá leikskólaskrifstofu og
þjónustumiðstöð í hverfinu.
Leikskólabörnum með annað
móðurmál en íslensku hefur fjölg-
að töluvert á undanförnum árum
og eru nú um átján af hundraði
barna í leikskólum borgarinnar eða
um 960 börn. Í sumum leikskólum
er allt að helmingur barnanna af
erlendum uppruna svo sem í Fella-
borg, Njálsborg, Barónsborg og
Lindarborg. Stefna sveitarfélags-
ins er sú að leikskólastarfið þurfi að
endurspegla þennan menningar-
lega margbreytileika og taka mið af
honum í þjónustu við börn, foreldra
og starfsfólk, og aukafjárveitingar
eru veittar í samstarfi við þjónustu-
svið borgarinnar miðað við fjölda
barna af erlendum uppruna á hverj-
um leikskóla.
„Öll börnin í borginni eiga að fá jafn-
góða þjónustu,“ segir Oddný Sturlu-
dóttir, formaður menntaráðs Reykja-
víkurborgar. „Í sameiningunum
liggja tækifæri því þarna gefst kostur
á að vinna þverfaglega með mikilvæg
málefni barna af erlendum uppruna
og þá má ef til vill bæta þjónustuna
til þeirra enn frekar. Í leik- og grunn-
skólum Reykjavíkurborgar er sér-
hverju barni mætt óháð stöðu þess
og uppruna. Gífurlega gott starf hef-
ur verið unnið með börnum af er-
lendum uppruna í leikskólunum
þremur sem á að sameina. Það starf
heldur áfram.“
Oddný segir tölfræði um sam-
einingar og uppruna barna hlutast
til af því að þau hverfi sem hagstæð-
ast er að sameina í einkennist af fjöl-
breytni. „Í miðborginni er mannlífið
hvað fjölbreytilegast og það endur-
speglast í leikskólum á þessu svæði.
Það vill svo til að einmitt á þessu fjöl-
breytta svæði mannlífs eru leikskól-
arnir litlir og þá er hagstætt að sam-
eina.“
Oddný bætir því við að á leik-
skólasviði starfi ráðgjafar vegna fjöl-
menningar í leikskólum. „Þessir ráð-
gjafar eru til taks og meðal verkefna
þeirra er að sinna ráðgjöf og fræðslu
til leikskóla vegna barna og foreldra
af erlendum uppruna. Þá er áfram
úthlutað fjármagni vegna barna
af erlendum uppruna til leikskóla
borgarinnar og það framlag verður
ekki skorið niður. Þeir leikskólar sem
hafa hátt hlutfall barna af erlendum
uppruna fá hlutfallslega meira fé út-
hlutað.“
Oddný Sturludóttir leggur áherslu á að öll börn í borginni fái jafngóða þjónustu:
Tækifæri í sameiningunni