Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Síða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 23. mars 2011
Ár er liðið frá því að söngvarinn Ricky Martin kom út úr skápn-um. Hann tjáði sig um hversu
kraftmikil lífsreynsla það hefði verið á
GLAAD-fjölmiðlaverðlaunahátíðinni
um helgina.
„Ég hef farið mikinn andlegan leið-
angur á síðustu 5 árum, en sérstak-
lega á síðustu tveimur,“ sagði hann við
blaðamenn á hátíðinni sem haldin var
í New York. „Ég varð að deila því með
öllum heiminum.“ Heimurinn tók líka
heldur betur við sér. „Twitter-síðan mín
fór úr 500 þúsundum í 1,8 milljónir not-
enda!“ sagði hann um viðbrögð aðdá-
enda sinna.
Martin tók við Vito Russo-verð-
laununum á hátíðinni sem veitt eru
opinberlega samkynhneigðum ein-
staklingum í skemmtanabransanum
vestanhafs. Hann sagði það mikinn
heiður að hljóta verðlaunin. „Í dag ber
ég höfuðið hátt – og að vera hér? Að
fá þessi verðlaun? Ég er rétt að byrja,“
sagði söngvarinn samkynhneigði.
Brad Pitt og Angelina Jolie brostu breitt
þegar þau fóru í bæjarferð með fjöl-
skylduna í New Orleans á sunnudag.
Öll börnin þeirra sex voru með í för en
Angelina og börnin eru þar í heimsókn
hjá Pitt sem um þessa mundir vinnur
við gerð myndarinnar Cogan’s Trade.
Brad og Angelina eignuðust sjálf
börnin Shiloh, Knox og Vivienne en
eldri börnin, Maddox, Pax og Za-
hara, eru ættleidd. Fjölskyldan keypti
í matinn saman og stoppaði auk þess í
nokkrum búðum.
Búast má við því að Cogan’s Trade
verði stórmynd því í henni leika einn-
ig Casey Affleck, Ray Liotta, James
Gandolfini, Mark Ruffalo, Javier Bar-
dem og Sam Rockwell.
Dave Grohl kominn í hóp þeirra sem gagnrýna þáttinn vinsæla:
„FJANDANS GLEE“
Dave Grohl, fyrrverandi trommari Nirvana og for-sprakki Foo Fighters, hefur
bæst í hóp þeirra sem gagnrýna
sjónvarpsþáttinn Glee og höfund
þeirra Ryan Murphy. Ekki er langt
síðan Murphy gagnrýndi bæði gít-
arleikarann Slash sem og hljóm-
sveitina Kings of Leon fyrir að
leyfa honum ekki að flytja tónlist
þeirra í þættinum.
„Það er réttur hverrar hljóm-
sveitar að þurfa ekki að vera í
fjandans Glee,“ sagði Grohl í við-
tali við The Hollywood Repor-
ter fyrir stuttu. „Síðan er gaur-
inn(Murphy) sem gerir þættina
rosa móðgaður yfir því að allir séu
ekki að grátbiðja um að fá að vera
í þáttunum. Fari hann til fjandans
fyrir að finnast að allir eigi að vera
í Glee. Ég hef horft á tíu mínútur
af þessum þætti og ég fíla hann
ekki,“ bætti Grohl ósáttur við.
Murphy átti opinberlega í
orðaskaki við bæði Slash sem og
Kings of Leon en hann fór ekki
fögrum orðum um listamennina
sem svöruðu í sömu mynt. „Glee-
náunginn, þvílíkur fáviti,“ hélt
Grohl áfram. „Slash var sá fyrsti
sem sagði nei. Hann vildi flytja lög
með Guns ´n´ Roses í þáttunum
en Slash sagðist hata söngleiki.
Þá sagði Murphy að auð vitað væri
þetta svar hans þar sem hann væri
bara útbrunnin rokkstjarna. Svo
þegar þeir í Kings of Leon vilja
ekki vera í þættinum þá kallar
hann þá freka, litla hálfvita. Mað-
ur er bara: Gaur! Kannski elska
ekki allir Glee, þar á meðal ég.“
Ricky Martin um samkynhneigðina:
Dave Grohl „Glee-ná-
unginn, þvílíkur fáviti.“ Brosmild með börnin
„Í dag ber ég
höfuðið hátt“
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Hamingjusöm fjölskylda Saman í
New Orleans þar sem Pitt er við tökur.