Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Side 8
8 | Fréttir 16. maí 2011 Mánudagur Pétur Emil Gunnarsson, sem haft hefur háar fjárhæðir af allnokkrum Íslendingum, segist ætla að endur­ greiða þeim sem hann hefur svikið peninga af. DV náði tali af Pétri Emil í gegnum síma hans í Bretlandi en hann er búsettur þar í landi sam­ kvæmt því sem hann segir sjálfur. „Ég veit alveg hvað ég gerði,“ segir Pétur Emil. Líkt og DV hefur greint frá hefur Pétur Emil stundað það að svíkja fé út úr fólki með því að selja því miða á leiki með Manchester United í Meist­ aradeild Evrópu. Pétur Emil hefur hins vegar ekki staðið við að afhenda fólkinu miðana eftir að það hefur lagt peningana inn á hann. Þannig hafði Pétur Emil til dæmis 312 þús­ und krónur af fjögurra manna vina­ hópi sem hann sagðist ætla að af­ henda fjóra miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu á milli Man­ chester United og Barcelona. Lofaði endurgreiðslu Samkvæmt einum úr vinahópnum, sem ekki vill koma fram undir nafni, höfðu fjórmenningarnir lagt sam­ tals 312 þúsund krónur inn á Pétur Emil áður en þeir gerðu sér grein fyrir að hann væri að svindla á þeim. „Við erum búin að leggja 312 þúsund krónur inn á hann. Síðan þá er ég búinn að vera í sambandi við hann.“ Viðmælandinn segir að Pétur Emil hafi lofað að endurgreiða þeim þessa peninga en að hann hafi ekki gert það hingað til. „Ég er búinn að segja honum það að hann fái ekki frið frá mér fyrr en hann verður bú­ inn að borga mér. Það er alltaf þetta, ég borga á morgun, ég kemst ekki í bankann og eitthvað svoleiðis. En svo er hann búinn að viðurkenna það núna fyrir okkur að hann er bú­ inn að eyða þessum peningum. Við eigum bara eftir að fá það upp úr honum hvað hann gerði við pen­ ingana,“ segir viðmælandinn sem kærði Pétur Emil til lögreglunnar á Akureyri. Ætlar að endurgreiða fólkinu „Ég er búinn að vera að semja við þá sem ég gerði þetta við,“ segir Pét­ ur Emil símleiðis frá Bretlandi. Við­ mælandi DV, sem Pétur Emil hafði fé af, staðfestir að Pétur Emil hafði lofað að greiða þeim til baka þær rúmlega 300 þúsund krónur sem hann sveik af þeim, líkt og áður seg­ ir. Viðmælandinn segir að Pétur Emil hafi hins vegar ekki enn endurgreitt þeim. Blaðamaður: „Þannig að þú veist upp á þig skömmina. Þú veist að það sem þú gerðir var rangt. Af hverju gerðir þú þetta þá?“ Pétur Emil: „Já, já, ég veit það al­ veg ... Ég gerði bara mikil mistök og ég mun leiðrétta þau.“ Blaðamaður: „Ætlar þú þá ekki að endurgreiða þeim sem þú hafðir af fé?“ Pétur Emil: „Það er ekkert annað í boði; það kemur ekkert annað til greina. Að sjálfsögðu geri ég það.“ Blaðamaður: „Ertu þá ekki búinn að eyða þessum peningum?“ Pétur Emil: „Ehhhh, ég vil nú ekk­ ert segja til um það. En þetta verður allt greitt til baka.“ Blaðamaður: „Hvað rak þig áfram í þessu?“ Pétur Emil: „Það skiptir engu máli hvað rak mig áfram. Ég kem til með að greiða þetta til baka og um leið og ég er búinn að greiða þetta til baka þá fæ ég vonandi frið í hjartað. Og fólkið vonandi líka ... Það er ekkert rétt fyrr en allt verður komið til baka. Punkt­ ur.“ Pétur Emil vill alls ekki segja hvort hann sé búinn að eyða peningunum eða ekki. Einn af viðmælendum DV, sem hefur verið í sambandi við Pét­ ur Emil, segir hins vegar að hann hafi viðurkennt að hafa eytt þeim rúm­ lega 300 þúsund krónum sem hann hafði af honum og vinum hans, líkt og áður segir. Pétur Emil vill heldur ekki svara því af hverju hann gerði það sem hann gerði: Hafði fé af fólki með þeim hætti sem um ræðir. Svíkur fé af fólki en segist alltaf endurgreiða því Pétur Emil segist aðspurður hafa gert ýmislegt af sér í gegnum tíðina en að hann borgi fólki alltaf til baka. „Ég hef gert áður eitthvað af mér en ég hef líka alltaf borgað til baka.“ Pétur Emil segist ekki skilja af hverju fjölmiðlar á Íslandi fjalli um málið. Blaðamaður segir Pétri Emil þá að fjölmargir séu ósáttir við Pétur Emil þar sem hann hafði haft af þeim fé og að þeir vilji fá peningana sína til baka. Blaðamaður: „Finnst þér skrítið að þeir sem þú hafðir af fé séu ósátt­ ir við þig? Þú hlýtur að skilja það. Myndir þú ekki vera ósáttur ef ein­ hver myndi stela peningum af þér.“ Pétur Emil: „Auðvitað, eðlilega.“ Blaðamaður: „Þú verður að setja þig í spor mannanna sem þú ert bú­ inn að svíkja.“ Pétur Emil: „Auðvitað. Ég er ekk­ ert að segja það ... Þú getur birt það: Að ég komi til með að greiða þetta til baka.“ Gefur ekki upp fjölda eða upphæðir Pétur Emil segist hins vegar ekki vilja gefa upp hversu marga hann hef­ ur svikið né hversu háar upphæð­ ir hann hefur haft af fólki. DV hefur rætt við fimm aðila sem Pétur Emil hefur haft af fé, samtals meira en 400 þúsund krónur. Blaðið hefur sömu­ leiðis rætt við fleiri aðila sem Pétur Emil hefur haft samband við með það fyrir augum að selja þeim miða á leiki í Meistaradeildinni. Blaðamaður: „Hvað eru þetta margir menn sem þú ert búinn að svíkja?“ Pétur Emil: „Ég vil ekkert segja um það.“ Blaðamaður: „Ég er búinn að tala við nokkra, eina fimm?“ Pétur Emil: „Það er ekkert nokkra. Rólegur sko. Ertu til í að gefa mér nöfnin á þeim?“ Blaðamaður: „Ég get það ekki, ég er bundinn trúnaði gagnvart þeim. En við erum búin að segja frá vina­ hópi frá Akranesi sem þú hafðir af þrjúhundruð og eitthvað þúsund.“ Pétur Emil segir hins vegar að ekki sé um að ræða fleiri milljónir króna. „Ég veit alveg hvað þetta er mikið. En ég ætla ekkert að vera að gefa það upp ... En þetta er undir milljón.“ Að lokum viðurkennir Pétur Emil að um sé að ræða að minnsta kosti fimm einstaklinga. „Þú sagðir að þú hefðir talað við fimm... Það eru ekki fleiri en það. Og þetta er undir milljón.“ Blaðamaður: „Lofar þú því? Þú ert ekki að ljúga því að mér?“ Pétur Emil: „Ég lofa þér því.“ Bíður ákæru Í síðustu átti að þingfesta fjárdrátt­ arákæru gegn Pétri Emil í Héraðs­ dómi Vesturlands. Ákæran var hins vegar ekki þingfest þar sem ekki náð­ ist að birta Pétri Emil ákæruna vegna þess að hann hefur verið staddur er­ lendis. Ekki er um að ræða ákæru vegna þeirra mála sem um ræðir hér – fjársvik með miða í Meistaradeild Evrópu – heldur eitthvert annað mál. Pétur Emil vill hins vegar ekki segja hvað mál um ræðir eða af hverju hann er ákærður í því. Hann segir hins vegar að ef hann borgi til baka þá verði hann ekki dæmdur í því máli. „Það skiptir engu máli; ég ætla ekkert að fara að segja þér það ... En ef ég borga til baka þar þá verð­ ur það mál úr sögunni.“ Pétur Emil á því yfir höfði sér að hann verði dreginn fyrir dóm í að minnsta kosti tveimur málum hér á landi. Ætlar að gera eitthvað í sínum málum Aðspurður segir Pétur Emil, sem hefur verið dæmdur áður að eigin sögn, að hann sé hættur að reyna að svíkja fé út úr fólki með því að selja því miða á leiki í Meistaradeildinni. Í umfjöllun um mál Péturs Emils á vefmiðlinum Pressunni kom fram að hann hefði haldið áfram að reyna að hafa fé af fólki með því að selja því miða á fótboltaleiki eftir að fjársvik hans komust í hámæli í fjölmiðlum. Pétur Emil segir hins vegar að þetta sé rangt. „Nei, nei, ég er löngu hættur því. Nú bara stoppar þetta. Ég get líka alveg sagt þér það að þetta er bara búið.“ Blaðamaður: „Þú ert hættur þessu núna?“ Pétur Emil: „Já, ég þarf að gera eitthvað í mínum málum, það eru al­ veg hreinar línur.“ Blaðamaður: „Hvaða þínum mál­ um? Hvað áttu við?“ Pétur Emil: „Það skiptir ekki máli.“ Blaðamaður: „Ertu í neyslu eða eitthvað svoleiðis?“ Pétur Emil: „Ehhh ... það má ... ég veit það allavegana að maður sem að er ekki ... Ég ætla ekki að segja neitt.“ Segist ekki vera skynlaus skepna Blaðamaður: „Er eitthvað hæft í því að einhverjir ofbeldismenn, handrukkar­ ar, séu á eftir þér?“ Pétur Emil: „Ekki svo ég viti til.“ Blaðamaður: „Þú varst ekki að flýja land út af því að slíkir menn eru á eftir þér?“ Pétur Emil: „Nei, nei.“ Blaðamaður: „En þú veist að það sem þú gerðir er rangt?“ Pétur Emil: „Auðvitað. Ég er ekki skynlaus skepna sko.“ Segist ætla að endurgreiða þetta í vikunni Blaðamaður: „Og þú ætlar að borga þetta til baka?“ Pétur Emil: „Það er ekkert annað sem kemur til greina.“ Blaðamaður: „Þá er það skjalfest. En þá verður þú líka að standa við það.“ Pétur Emil: „Algjörlega. Það er bara þannig ... Ég verð að bera ábyrgð á því sem ég gerði í þessu ... Þeir fá frið í hjartað um leið og ég verð búinn að borga þeim þetta.“ Blaðamaður: „Og hvenær ætlar þú að byrja að borga þessu fólki til baka?“ Pétur Emil: „Það byrjar bara fljót­ lega í þessari viku.“ Blaðamaður: „Ertu búinn að eyða peningunum sem þú sveikst út úr þessu fólki.“ Pétur Emil: „Ég vil ekkert gefa neitt upp um það.“ Blaðamaður: „En hvar ætlar þú að ná þér í peninga til að endurgreiða þessu fólki?“ Pétur Emil: „Ég er vinnandi maður líka.“ Þeir sem Pétur Emil hefur haft af fé geta því átt von á því, samkvæmt þessu, að hann byrji að endurgreiða því í þessari viku. n Meistaradeildarsvindlarinn segist vita að hann hafi gert eitthvað rangt n Segist ætla að endurgreiða þeim sem hann sveik fé af n Fær frið í hjartað þegar hann endurgreiðir fólkinu n Hefur svikið hundruð þúsunda af fólki „Ég er ekki skyn- laus skepna“ „Ég gerði bara mikil mistök og ég mun leiðrétta þau. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Veit upp á sig skömmina Pétur Emil veit að það sem hann gerði var rangt. Hann segist ætla að endurgreiða þeim sem hann hefur haft peninga af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.