Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2011, Side 23
Fólk | 23Mánudagur 16. maí 2011
n Mikið var um dýrðir á opnunartónleikum Hörpunnar n Fína og fræga fólkinu var boðið
til hátíðarinnar n Boðsgestir voru sammála um að Harpa væri stórkostleg bygging
Fína fólkið í Hörpunni
F
ormlegir opnunartónleikar Hörpunn
ar fóru fram á föstudagskvöldið með
pompi og prakt. Mikið var um dýrðir
og fyrirmenni í íslensku samfélagi voru
á meðal boðsgesta og þar á meðal Ásta R. Jó
hannesdóttir, forseti Alþingis, Ólafur Ragnar
Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff for
setafrú. Jón Gnarr borgarstjóri, Kristján Jó
hannsson stórsöngvari, Birgitta Jónsdóttir
þingmaður og Árni Johnsen þingmaður voru
einnig á staðnum.
Einróma álit viðstaddra var það að Harpa
væri stórkostleg bygging. Kristján Jóhannsson
stórsöngvari lýsti reynslunni á dramatískan
hátt, en hann lýsti því sem svo að innandyra
gæfi húsið tilfinningu sem væri áþekk þeirri
að vera staddur í öskugýg við Heklu. Ógnar
háir svartir steypuveggir eru meðfram göngum
hússins og rými hússins er vítt.
gunnhildur@dv.is
Biskupinn í Hörpunni Biskup Íslands, Karl Sigur-
björnsson og eiginkona hans Kristín Guðjónsdóttir.
Glæsileg Páll Magnússon útvarpsstjóri og eiginkona hans.
Glöð í bragði Hjónin Árni Páll Árnason,
efnahags- og viðskiptaráðherra, og Sigrún
Eyjólfsdóttir, voru glöð í bragði á tónleikunum.
Í sína fínasta pússi Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, og frú.
Í hátíðarskapi Það var létt yfir Björgólfi
Guðmundssyni og Árna Johnsen en hér sjást
þeir ásamt eiginkonum sínum. Myndir Björn Blöndal
Glatt á hjalla Ragnar Bjarnason, tónlistarmað-
urinn ástsæli, sést hér ásamt eiginkonu sinni og
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi
varaformanni Sjálfstæðisflokksins.
Forsætisráðherrann fyrrverandi Geir H.
Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir voru á meðal
gesta og virtust ánægð með opnunartón-
leikana.
Útvarpsstjórinn fyrrverandi Markús Örn Antonsson,
fyrrverandi borgar- og útvarpsstjóri, ásamt eiginkonu sinni.
innanríkisráðherra og frú
Ögmundur Jónasson mætti ásamt
konu sinni, Valgerði Andrésdóttur.
Glaðlynd hjón
Helgi Hjörvar
alþingismaður
mætti í Hörpuna
með Þórhildi Elínu
Elínardóttur eigin-
konu sinni.