Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Síða 10
„Þetta gengur eins og í sögu hjá okkur og framar öllum vonum,“ segir Krist­ inn Már Gunnarsson, meirihluta­ eigandi og stjórnarformaður útivist­ arvöruframleiðandans Cintamani, um sókn fyrirtækisins á þýska mark­ aðinn í samtali við DV. Kristinn, sem hefur verið starfandi kaupsýslu­ maður í Þýskalandi undanfarin 20 ár, keypti þriðjungshlut í Cintamani í október í fyrra. Var hlutafé félags­ ins þá aukið í þeim tilgangi að hefja sókn á þýskan markað þar sem Krist­ inn hefur verið umsvifamikill í versl­ unarrekstri á undanförnum árum. Útflutningur á vörum frá Cintamani hefur gengið vonum framar það sem af er ári og varð það til þess að Krist­ inn jók hlut sinn í fyrirtækinu í 60 prósent fyrir um tveimur mánuðum. Opna 19 verslanir „Það er svo mikið að gerast í úti­ vistargeiranum. Því hafa áætlanir um sókn á þýska markaðinn geng­ ið miklu hraðar en ég bjóst við. Það þarf að breyta starfseminni á Íslandi töluvert til að standa undir þessari eftirspurn,“ segir Kristinn. Fyrirfram­ pantanir fyrir haustið nema yfir 60 prósentum af allri sölu í heildsölu. Í fyrra var þetta hlutfall sjö prósent. Áætlanir gerðu ráð fyrir að koma upp um tíu verslunum í Þýskalandi á þessu ári sem myndu selja fatn­ að frá Cintamani. Nú er hins vegar búið að gera samninga við 19 aðila sem munu opna verslanir auk þess sem mjög stór verslun verður opn­ uð í borginni Frankfurt í haust. „Það verða ekki gerðir fleiri samningar í bili. Ef salan gengur vel í verslunum í haust geri ég ráð fyrir að sprengja verði í útrás Cintamani árið 2012,“ segir hann. Nafnið fer vel í Þjóðverja „Cintamani virðist leggjast vel í Þjóðverja. Merkið er öðruvísi og líka nafnið. Það er auðvelt fyrir Þjóð­ verja að bera nafnið fram og þekking þeirra á Íslandi hjálpar líka til,“ segir Kristinn. Einnig gangi rekstur Cin­ tamani­búðarinnar í Bankastræti mjög vel en stór hluti viðskiptavina þar er erlendir ferðamenn sem koma til Íslands. Góður árangur að und­ anförnu hefur leitt til þess að Cin­ tamani hefur bætt við sig tíu starfs­ mönnum á Íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að bæta við þremur starfs­ mönnum í Þýskalandi. „Fyrirtækið er og verður íslenskt. Öll velta Cinta­ mani mun fara í gegnum Ísland. Ég vil að stjórnun og hönnun hjá fyrir­ tækinu verði alfarið á Íslandi,“ segir hann. Eurovison-kynnir í Cintamani Kristinn er búsettur í borginni Düssel dorf í Þýskalandi þar sem Euro vision­keppnin fór fram á laug­ ardaginn. Þar rekur hann fyrirtækið Arctic Group sem kemur að rekstri um 230 verslana í Þýskalandi sem selja vörumerki á borð við Coast, Karen Millen og Oasis. Velti fyrirtæk­ ið nærri fimm milljörðum íslenskra króna árið 2009. Þegar blaðamaður ræddi við hann á föstudaginn sagði hann að stemningin í Düsseldorf væri ótrú­ leg. „Ég hef nokkrum sinnum heyrt af íslensku keppendunum og þeir virð­ ast vera okkur til mikils sóma,“ segir hann. Öll hótel í Düsseldorf hafi ver­ ið uppbókuð, bæði í borginni sjálfri sem og í næsta nágrenni. Auk þess voru öll tjaldstæði full. Kristinn seg­ ist sjálfur hafa nælt sér í góða miða á Eurovision og það sé ekki hægt að missa af slíkum atburði þegar fólk búi á sama stað og keppnin er hald­ in. Til gamans má geta þess að Stef­ an Raab, þýski Eurovison­kynnirinn og höfundur sigurlagsins, hefur sést í Cintamani­úlpu. Mary Donalds­ son, krónprinsessa Dana, er þó lík­ lega enn þekktasta manneskjan sem hefur sést í fötum frá fyrirtækinu. Logi Geirsson til Cintamani Öll vinna við kynningu á Cintamani í Þýskalandi er þó komin stutt á veg. Kristinn segir að vissulega sé stefnt að því að fá þekkta einstaklinga til að auglýsa vörur fyrirtækisins í Þýska­ landi. Hluti af því gæti orðið að fá ís­ lenska handknattleiksmenn í Þýska­ landi til að auglýsa Cintamani. Einnig uppljóstrar hann að hand­ knattleiksmaðurinn Logi Geirsson sé einn þeirra sem hafi verið ráðnir til liðs við Cinta mani á Íslandi og er honum ætlað að sjá um markaðs­ störf. Logi þekkir vel til í Þýskalandi enda var hann atvinnumaður með Lemgo á árunum 2004 til 2010. „Það þarf að breyta starfseminni á Ís- landi töluvert til að standa undir þessari eftirspurn. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is 10 | Fréttir 18. maí 2011 Miðvikudagur Hrein Harpa kostar 44 milljónir króna á ári: Þrifin kosta tugi milljóna Samkvæmt rekstaráætlun tónlistar­ og ráðstefnuhússins Hörpu er gert ráð fyrir 44 milljóna kostnaði vegna þrifa innandyra og á glerhjúpi húss­ ins. Um 8 milljónir af þeim kostnaði eru vegna þrifa á glerhjúpi hússins. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformað­ ur Portus, eiganda hússins, barst þó lægra tilboð í þrif hússins. Ræsting­ arkostnaðurinn er einungis brot af heildarkostnaði við rekstur hússins en hann hleypur á rúmum 1,5 millj­ arði króna samkvæmt kostnaðar­ áætlun. Tónlistar­ og ráðstefnuhúsið er engin smásmíði en húsið er alls 28.000 fermetrar að stærð. Salirnir fjórir, fundarherbergin í húsinu sem og sýningarrými í forsal hússins rúma samtals um 4.500 manns með góðu móti. Þá eru tveir veitingastað­ ir í húsinu, Kolabrautin og Munn­ harpa, auk veisluþjónustu, aðstöðu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ís­ lensku óperuna og starfsfólk hússins og tveggja verslana. Nokkrar milljónir fara í að halda húsinu og risastórum glerhjúp þess hreinum. Samkvæmt áætlunum mun gluggaþvottur hússins kosta um 8 milljónir á ári, en þykir það hófleg­ ur kostnaður. Þegar DV bar kostn­ aðinn við gluggaþvottinn undir for­ svarsmann gluggaþvottafyrirtækis sagði hann kostnaðinn geta náð allt að 28 milljónum króna á ári. Þeg­ ar DV hafði samband stjórnendur Hörpu sögðust þeir ekki hafa upp­ lýsingar um áætlaðan kostnað vegna gluggaþvottarins. adalsteinn@dv.is Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.- www.xena.is Grensásvegur 8 - Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 SKÓMARKAÐUR n Eigandi Cintamani segir árangurinn framar vonum n 19 verslanir opnaðar í Þýskalandi í ár n Logi Geirsson í markaðsstarf hjá Cintamani Cintamani að verða vinsælt í Þýskalandi Kuldahret um helgina Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti og snjókomu á Norðurlandi um helgina og á höfuðborgarsvæð­ inu gæti einnig snjóað á laugar­ dag. Kuldahretið hefst á fimmtu­ dag en þá verður snjókoma og hiti við frostmark á Akureyri, gangi spá Veðurstofunnar eftir. Á föstudag, laugardag og sunnudag verður allt að fimm stiga frost á Akureyri. Einnig verður kalt í veðri á Vest­ fjörðum og ekki er loku fyrir það skotið að þar muni snjóa. Spáð er snjóéljum á höfuðborgarsvæðinu á laugardag þó að hiti verði rétt fyrir ofan frostmark. Á sunnudag er gert ráð fyrir fallegu veðri um allt land, þó að áfram verði kalt í veðri. „Veðurkortin hafa heldur mild­ ast hvað hita varðar, fyrripart þess­ arar viku, en því er ekki að neita að köld eru þau frá og með föstudeg­ inum næsta og um helgina. Fyrir liggur að Norður­ og Austurland­ ið verði í kaldasta og úrkomusam­ asta veðrinu, snjókomu eða éljum, en skaplegra verður það vestan­ og sunnanlands, þó kalt verði á nótt­ inni,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni á DV.is á þriðjudag. „Bara rugl frá a til ö“ Jón Ásgeir Jóhannesson hefur vísað til föðurhúsanna fréttum um að hann hafi orðið fyrir að­ kasti á skemmtistaðnum Boston á laugardagskvöld. Pressan greindi frá því að hann hefði fengið kampavín í andlitið á laug­ ardagskvöld þegar hann var að skemmta sér ásamt tveimur fé­ lögum sínum. „Bara rugl frá a til ö,“ sagði Jón Ásgeir þegar DV bar fréttina undir hann. Samkvæmt fréttinni lét Jón Ásgeir það ekki á sig fá þó svo að hann hefði verið vættur með smávökva heldur hélt hann gleðinni áfram og dansaði inn í nóttina ásamt Gabríelu Friðriks­ dóttur. Sigríður Guðlaugsdóttir, einnig þekkt sem Sigga Boston, eigandi Boston, segir enga upp­ ákomu hafa átt sér stað. „Þetta er alltof djúpt í árinni tekið.“ Tugmilljónakostnaður Mikill umgangur verður um húsið ef allt gengur eftir með til- heyrandi þrifum. MyNd SiGTryGGur Ari JóhANNSSON Framar vonum Kristinn Már Gunnarsson, eigandi Cintamani, jók hlut sinn í fyrirtækinu í 60 prósent í vetur. Sló í gegn Stefan Raab sló í gegn sem kynnir í Eurovision um helgina. Hann hefur meðal annarra frægra sést í úlpu frá Cintamani. handboltakappi Logi Geirsson hefur verið ráðinn af Cintamani á Íslandi en honum er ætlað að sjá um markaðsstörf. Verður íslenskt Stór hluti viðskiptavina verslunarinnar í Bankastræti er erlendir ferðamenn. MyNd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.