Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Miðvikudagur 22. febrúar 2012 Snýst ekki um arfinn n Máli Jakobs Frímanns frestað fram í mars F yrirtaka í máli Jakobs Frímanns Magnússonar, tónlistarmanns og miðborgarstjóra, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Eins og DV greindi frá síð- astliðinn mánudag, vill Jakob fá að- gang að lífsýni úr Davíð Stefánssyni og hefur stefnt Landspítalanum, Vís- indasiðanefnd og Persónuvernd. Jakob telur hugsanlegt að Davíð hafi verið móðurafi sinn, en móðir Jakobs var ættleidd sem kornabarn og hefur faðerni hennar ætíð verið á huldu. „Það var fyrsta fyrirtaka hjá dóm- ara og málinu var frestað fram í mars,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Jakobs. „Lögmenn hafi þá mánuð til að afla gagna og svo hittast menn eftir rúman mánuð og þá ætti málið að vera tilbúið til flutnings,“ segir Sig- urður aðspurður hvers vegna málinu hafi verið frestað. Davíð lést á Akureyri 1964, ókvæntur og barnslaus að því best er vitað. Sigurður, segir málið ekki snúast um arf eða tilkall til höfund- arréttar, aðspurður hvort Jakob eigi tilkall í arf, staðfesti samanburður á lífsýnum skyldleika þeirra. „Ég held að Jakob sé bara ekkert að hugsa um það, og ég hef ekki hugmynd um það. Ég er ekki að fást neitt við þá hluti.“ Hann bendir á að Davíð hafi átt systkini sem erfðu hann en öll séu látin, sem og nokkur barna þeirra en hann eigi þó enn skyldmenni á lífi. Hvort erfðaréttur fyrnist segir Sigurð- ur að svo sé ekki. „Búskipti fyrnast í sjálfu sér aldrei. Ef því er að skipta geta menn fengið búskipti tekin upp ef það hefur verið rangt gefið í upp- hafi. En það hefur ekkert verið rætt um það og ég er ekkert inni í því, en ég get ekki ímyndað mér að höfund- arréttur að nokkrum ljóðabókum skipti sköpum.“ hanna@dv.is Kynferðislegir öskudagsbúningar H eitar umræður hafa skapast á netinu síðustu daga um öskudagsbúninga barna, og þá einna helst búninga sem ætlaðir eru stúlkum. Femínistafélag Íslands birti á mánudaginn mynd á Facebook-síðu sinni af sjóræningjaskvísubúningi sem er til sölu hjá Partýbúðinni og er ætlað- ur stúlkum á aldrinum 5 til 7 ára. Fem- ínistafélagið gagnrýnir búninginn og bendir á að öskudagsbúningar verði sífellt „kynjaðri og kynferðislegri“ með árunum. Á Facebook-síðu verslunarinn- ar eru skiptar skoðanir um þennan sama búning og fleiri búninga sem margir vilja meina að hafi kynferðis- legar skírskotanir og séu óviðeigandi fyrir börn. „Þessi kjóll er alveg meinlaus“ „Það er sorglegt að annars góð búð eins og ykkar velji búninga sem gera litlar stelpur að kyntáknum. Þessi mynd er hæsta máta ósmekkleg í alla staði,“ segir í einu kommenti við mynd af umræddum búningi. Það eru þó ekki allir sammála um búningurinn sé vandamálið, heldur frekar fyrirsætan sem auglýsir hann. Hún virðist vera töluvert eldri en 7 ára. „Sko það er nú ekkert að þessum bún- ingi nema það að stelpan er berleggj- uð og í hælaskóm, myndi frekar setja út á útstillinguna heldur en búninginn sjálfan.. þessi kjóll er alveg meinlaus í sjálfum sér þegar stelpan er komin í svartar sokkabuxur og venjulega skó.“ Það sem þau vilja Blaðamaður DV kíkti í heimsókn í Partýbúðina og hitti þar fyrir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóra verslunarinnar. Hann var búinn að kynna sér umræðuna sem hefur skap- ast um nokkra af þeim búningum sem eru til sölu í versluninni og segist vissulega virða þær skoðanir sem þar eru settar fram. Hann er þó ekki sam- mála þeim. „Það er verið að skamma okkur fyrir að kyngera hlutverkin. En þá má nú spyrja á móti, erum við að kyngera hlutverkin með því að bjóða upp á sjó- ræningjastelpur? Erum við ekki með því þvert á móti að segja að krakkarnir eru bara það sem þeir vilja. Stelpur eru ninjur, stelpur eru sjóræningjar,“ segir Jón Gunnar. „Við erum að selja drauga hérna fyrir stelpur líka,“ bætir hann við og sýnir blaðamanni draugabúning. Aðeins brot af úrvalinu Jón Gunnar segir eitthvað hafa selst af umræddum sjóræningjaskvísubún- ingi en búningur sem kallast „Sjó- ræningjadama“ sem einnig hefur ver- ið gagnrýndur hafi hins vegar selst minna. Búningurinn er til í tveimur stærðum, 5 til 7 ára og 8 til 10 ára. Flest kommentin við sjóræn- ingjadömubúninginn eru í neikvæð- ari kantinum. „Ein spurning.... Eruð þið að selja grímubúninga á börn eða vinnuklæðnað fyrir nektardans- meyjar?“ spyr kona sem augljóslega er misboðið. „Gerið þið ykkur grein fyrir því að þetta þarna um hálsinn á henni kallast melluband, og að það hefur sögulega skírskotun?“ spyr önnur. Jón Gunnar bendir á að þeir bún- ingar sem gagnrýndir hafa verið séu aðeins lítið brot af úrvalinu, en um hundrað gerðir af búningum fyrir stráka og stelpur á aldrinum 3 til 10 ára, fást í versluninni. Stelpur vilja prinsessukjóla Aðspurður hvaða búningar séu vin- sælastir segir hann ninjabúninga, Harry Potter og Svamp Sveins vera nokkuð vinsæla hjá strákunum. Þeir strákar sem ekki sækist eftir því að vera ákveðnir karakterar vilji þó helst vera groddalegir. „Strákarnir vilja vera afturgöngur og misyndismenn. Mín- ir hafa til dæmis verið það í gegnum árin og ég hef ekki haft áhyggjur af því að þeir yrðu verri menn fyrir vik- ið.“ Hann segir stelpurnar hins veg- ar hrifnastar af prinsessubúningum. Sérstaklega þessar yngstu. Þær sæki í bleika prinsessukjóla, kórónur og töfrasprota. „Annars vilja börnin oft setja búningana saman sjálf. Það kom til dæmis hérna stúlka einu sinni og valdi sér bleikan prinsessukjól og fall- exi með,“ segir Jón Gunnar hlæjandi að lokum.“ n Femínistafélagið segir búninga verða sífellt kynferðislegri Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Eruð þið að selja grímubúninga á börn eða vinnuklæðnað fyrir nektardansmeyjar? Gagnrýndir Hér má sjá tvo af þeim búningum sem gagnrýndir hafa verið töluvert. Meðal annars á Facebook-síðu Partýbúðarinnar. „Sjóræningjaskvísa“ til vinstri og „Sjóræningadama“ til hægri. hefur löngum deilt við björgólfsfeðga Landsbanka Íslands hf. og sjálfs- eignarsjóðsins á Guernsey og fé- laga í hans eigu á þessum tíma, sé ótvírætt að í bréfi FME frá 29. maí 2001 var verið að grennslast fyrir um erlenda starfsemi bank- ans í víðasta skilningi og að í ljósi þekkingar sinnar og stöðu innan Landsbankans hefði Gunnar Þ. Andersen mátt vita að svar bank- ans var ófullnægjandi og beinlínis villandi.“ Þá vísa þeir í lög um fjármála- fyrirtæki þar sem kveðið er á um að það varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að gefa rangar eða villandi upplýsingar um hagi fjármálafyrirtæks til FME eða ann- arra opinberra aðila. Hvaðan komu óþægilegu upplýsingarnar? Upplýsingar um málið lágu fyrir inni í Landsbanka og má leiða lík- ur að því að þær hafi borist fjöl- miðlum með einum eða öðrum hætti þaðan. Sjálfur hefur Gunn- ar Þ. sagt að umfjöllun fjölmiðla, Kastljóssins og Pressunnar, hafi verið plantað af andstæðingum sínum. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann hafi ákveðið að víkja sæti í öllum málum sem varða Landsbankann í starfi sínum sem forstjóri FME. Einn þeirra sem hefur haft sig hvað mest í frammi í umræðunni um Gunnar Þ. er Sigurður G. Guð- jónsson lögmaður sem hefur kraf- ist þess að Gunnar yrði rekinn úr starfi. Hann hefur fært ítarleg rök fyrir því að Gunnar hafi sjálfur brotið lög með aðkomu sinni að málinu. Sigurður er lögmaður Sig- urjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem stýrði bankanum í skjóli Björgólfs- feðga. Sigurjón hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sér- staks saksóknara og hefur Sig- urður G. fullyrt að stærstur hluti þeirra brota sem Sigurjón er grun- aður um að hafa framið hafi farið fram í gegnum kerfi sem Gunnar sjálfur hafi hannað á meðan hann starfaði hjá Landsbankanum. Þessu hefur Gunnar hafnað stað- fastlega. Halldór Halldórsson, blaða- maður og samverkamaður Gunn- ars í Hafskipsmálinu, var fljótur að grípa til varna fyrir Gunnar, eft- ir brottreksturinn. Hann hraun- ar yfir Aðalstein Leifsson, stjórn- arformann FME, sem situr í stjórninni í umboði Samfylking- arinnar. „Hann hefur forklúðr- að hnífstungu í bak! Raunar er stjórnin öll ábyrg fyrir aðförinni og ætti öll að segja af sér. Þess- ir menn hafa staðið að tilraun til mesta brottrekstrarklúðurs síðari tíma íslenzks. Þetta er óhjákvæmi- leg niðurstaða hver svo sem örlög Gunnars Þ. Andersen verða.“ Gunnar hefur ekki fært sönn- ur á yfirlýsingar sínar um að að- ilar sem eru til rannsóknar hjá FME hafi ráðist á hann í hefnd- arskyni, en hitt er alveg ljóst að hann hefur eignast marga óvild- armenn úr viðskiptalífinu eftir að hafa sent tugi mála til sértaks saksóknara. n Ferill Gunnars Þ. Andersen er viðburðaríkur n Var lykilvitni í Hafskipsmálinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.