Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Síða 8
8 Fréttir 22. febrúar 2012 Miðvikudagur Leikkona hættir við framboð: Steinunn Ólína ekki í forsetann „Því hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram að þessu sinni,“ skrifar leikkonan Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir á samskiptasíðuna Facebook þar sem hún segist vera hætt við forsetaframboð. Steinunn hefur talað mjög opinskátt um framboð sitt und- anfarið. „Ég velti þeim mögu- leika fyrir mér af alvöru og ein- lægni um margra mánaða skeið. Hugmyndin var sjálfsprottin og varð til án alls utanaðkomandi þrýstings. Ég tel nauðsynlegt að kraftmikil og réttsýn manneskja taki við lyklunum að Bessastöð- um og virki forsetaembættið til góðra verka,“ skrifar Steinunn en þrátt fyrir að finnast þetta ennþá vera framúrskarandi hugmynd að hún verði forseti Íslands þá lítur hún svo á að hún hafi ekki tækifæri til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd að svo stöddu. „Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig til dáða, gáfu mér góð ráð og voru mér innan handar á síðustu mánuðum. Ís- land býr yfir ótal tækifærum og jákvæðum krafti til uppbygg- ingar í samfélaginu. Ég mun nú einbeita mér að öðrum verðug- um og spennandi verkefnum,“ skrifar Steinunn.  Stal mat og bókum Fertug kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að stela matvöru og bókum. Hún var að auki dæmd fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað þegar hún talaði í síma við akstur. 3. nóvember 2010 var konan staðin að því að stela matvöru fyrir 2.496 krónur í verslun 10- 11. Rúmlega ári síðar stal hún fjórum bókum í verslun Nettó að andvirði rétt tæplega níu þúsund króna. Þá var hún gripin við að nota ekki handfrjálsan búnað þegar hún talaði í far- síma við akstur í mars 2010. Konan játaði sök en vegna brotaferils hennar var ekki hægt að skilorðsbinda dóminn. Hún hafði verið sektuð fyrir þjófnað árið 2008, verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi 2009 fyrir sömu sök og aftur í 4 mán- aða skilorðsbundið fangelsi ári síðar. Með brotum sínum var konan álitin hafa rofið skilorð þess dóms. 5 mánaða fangelsi varð því niðurstaðan og henni einnig gert að greiða lögmanni sínum rúmlega 75 þúsund krón- ur í málsvarnarþóknun. Hann keypti bréfin í gegnum mág sinn n Skuldir upp á tvo milljarða n Veðjuðu á að Kaupþing myndi lifa A ð minnsta kosti fimm aðilar sem tengdust starfsmanni Glitnis, Karli Finnbogasyni, þáverandi starfsmanni verð- bréfamiðlunar bankans og núverandi starfsmanni Bankasýslu ríkisins, keyptu framvirk skuldabréf í Kaupþingi fyrir íslenska efnahags- hrunið 2008. Þetta kemur fram í tölvu- pósti frá þáverandi starfsmanni Glitnis til yfirmanna sinna, Inga Rafnars Júlí- ussonar og Jóhannesar Baldurssonar, sem dagsettur er 1. október 2008 og DV hefur undir höndum. DV greindi frá því á mánudaginn að Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlög- maður og stjórnarmaður í verðbréfa- fyrirtækinu Arctica Finance, hefði keypt slík framvirk skuldabréf í Kaup- þingi af Glitni. Skilanefnd Glitnis þurfti að afskrifa tæpar 250 milljónir króna vegna viðskiptanna við Ástráð sam- kvæmt yfirliti yfir stöðuna á viðskipt- um Ástráðs við bankann. Ástráður er mágur Karls og er einn af þeim fimm aðilum sem taldir eru upp í tölvu- póstinum til Inga Rafnars og Jóhann- esar. Aðrir eru faðir Karls, systir hans og félagar hans. Heildarskuldir þess- ara aðila við Glitni vegna umræddra viðskipta nema að minnsta kosti um tveimur milljörðum króna. Samtrygging Kaupþings og Glitnis Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er fjallað um viðskipti með fram- virk skuldabréf í íslensku bönkunum. Þar segir meðal annars að stærstur hluti þeirra skuldabréfa sem voru í framvirkum samningum hjá Glitni hafi verið gefinn út af Kaupþingi, eða samtals um 30 til 40 milljarðar króna. Af þessari upphæð var FL Group, stærsti eigandi Glitnis, með um 15 milljarða króna. Svo segir: „Þar með gaf  FL Group  í raun út skulda- tryggingu til  Glitnis  fyrir mögulegu greiðslufalli Kaupþings. Ef það er haft í huga að stærsta eign FL Group var hlutur félagsins í  Glitni er  erfitt að sjá fyrir sviðsmynd þar sem  Kaup- þing lendir í greiðsluþroti en FL Gro- up  stæði á sama tíma sterkt til þess að þola tapið af skuldabréfunum. Því er ljóst að þessi samningur var mjög áhættusamur fyrir Glitni.“ Með viðskiptum með slík skulda- bréf má því segja að ákveðin sam- trygging á milli Glitnis og Kaupþings hafi átt sér stað, ef Kaupþing hefði hrunið hefði FL Group hugsanlega lent í erfiðleikum vegna þessa og þá hefði Glitnir getað hrunið, og ef FL Group hefði lent í erfiðleikum þá hefði það haft keðjuverkun á Glitni og Kaupþing. Með kaupum á skulda- bréfunum voru þeir sem keyptu bréf- in því að taka áhættu sem fól í sér að þeir tryðu að Kaupþing væri ekki á leiðinni í greiðsluerfiðleika. Vilja ekki ræða við blaðið Glitnir seldi hins vegar líka þessi skuldabréf til viðskiptavina sinna eins og Ástráðs, föður Karls, Finnboga Björnsson og Auðgar ehf., félags í eigu systur hans. DV hefur bæði haft haft samband við Karl Finnbogason, starfs- mann Bankasýslu ríkisins, og eins Auði Finnbogadóttir, framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, en hvorugt þeirra vildi tjá sig um viðskipt- in með skuldabréfin í Kaupþingi og hvernig stofnað var til þeirra. Sá starfs- maður Glitnis sem sendi tölvupóstinn vildi heldur ekki ræða við blaðið. Miðað við tölvupóstinn sem um ræðir í málinu var hins um ræða við- skipti Glitnis við aðila sem voru tengd- ir Karli og er látið í það skína að kaup þeirra á skuldabréfunum hafi verið tengd honum. Orðrétt segir um þetta í tölvupóstinum: „Hæ, þeir aðilar sem eru tengdir Kalla og keyptu KAUP sk.br. eru: Finnbogi Björnsson - faðir Kalla [,] Auðgar ehf. - Systir Kalla og mágur með þetta ehf. félag [,] Plúsfé ehf. - Valdi og Stebbi félagar Kalla [,] Kall ehf. - Karl Þorsteins e-s konar fé- lagi [,] Ástráður Haraldsson - mágur Kalla.“ Líkt og áður segir neitar Karl Finnbogason að tjá sig um málið og ber fyrir sig bankaleynd. DV hafði til að mynda áhuga á því að vita hvort hann hefði haft milligöngu um viðskiptin við þessa aðila, líkt og skilja má út frá tölvupóstinum hér að ofan. Áhættusöm viðskipti Viðskiptin voru mjög áhættusöm fyr- ir kaupendur skuldabréfanna en að sama skapi gátu þau verið ábatasöm ef Kaupþing hefði haldið velli. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir um viðskipti með framvirk skuldabréf. „Því má færa rök fyrir því að með því að viðskiptavinur geri framvirkan kaup- samning um lítt seljanlegt skuldabréf við banka sé bankinn að lána útgef- anda skuldabréfsins andvirði bréfsins en með milligöngu viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn taki þar með á sig skuldaraáhættu á útgefanda bréfs- ins og ef til greiðslufalls útgefandans kæmi myndi tjónið falla á viðskipta- vininn en ekki bankann.“ Svo fór auðvitað á endanum að Kaupþing féll. Sökum þess töpuðu kaupendur skuldabréfanna á fjár- festingu sinni, líkt og DV greindi frá í tilfelli Ástráðs á mánudaginn. Tvö af þeim þremur félögum sem nefnd eru í tölvupóstinum hafa verið yfir- tekin af Glitni vegna skulda sinna við bankann. Þetta eru félögin KL 96 ehf., áður Auðgar ehf., og Plúsfé ehf. Einkahlutafélagið Kall ehf. er hins vegar ekki komið í eigu skilanefndar- innar. Heildarskuldir þessara þriggja félaga nema rúmlega 1.750 milljón- um króna sem nánast liggur fyrir að þurfa að afskrifa að mestu, þó þetta hafi enn ekki verið gert samkvæmt ársreikningum félaganna. Þegar þær skuldir sem Ástráður skildi eftir sig bætast við liggur fyrir að um er að ræða skuldir upp á meira en tvo milljarða króna. Mjög áhættusöm viðskipti „Á árinu 2007 fóru framvirkir samningar á skuldabréf, önnur en ríkistryggð, að verða nokkuð stórir og óx hlutur þeirra snemma árs 2008. Áður en þeir samningar eru skoðaðir er rétt að skoða hvað framvirkur samningur á fyrir- tækjaskuldabréf þýðir raunverulega. Eins og fjallað er um í kafla 12.0 var velta með fyrirtækjaskuldabréf mjög lítil og verðmyndun léleg. Með svo grunnan markað er eigandi skuldabréfs ekki aðal- lega að taka verðáhættu eins og ef um mjög seljanlegt bréf væri að ræða heldur er hann í raun að taka á sig skuldaraáhættu á útgefandann. Ef slíkt skuldabréf er undirliggjandi í framvirkum samningi er mjög erfitt að gera veðkall og selja bréfin á markaði ef nauðsynlegar tryggingar fást ekki frá viðskiptavininum. Því má færa rök fyrir því að með því að viðskiptavinur geri framvirkan kaupsamning um lítt seljanlegt skuldabréf við banka sé bankinn að lána útgefanda skuldabréfsins andvirði bréfsins en með milligöngu viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn taki þar með á sig skuldaraáhættu á útgefanda bréfsins og ef til greiðslufalls útgefandans kæmi myndi tjónið falla á viðskiptavininn en ekki bankann. Til þess að þessi við- skipti virki að fullu þarf því viðskiptavinurinn að vera líklegur til þess að geta þolað tjónið og veitt bankanum nógu miklar tryggingar til þess að ef til greiðslufalls kemur verði það ekki bankinn sem beri tjónið. Í rauninni er svona framvirkur samn- ingur sambærilegur við það að viðskiptavinurinn selji bankanum skuldatryggingu á útgefandann, þ.e. viðskiptavinurinn fær greiddan vaxtamun (skuldatryggingará- lag) á meðan útgefandi fer ekki í þrot en ef til greiðslufalls útgefanda kemur fellur tapið á viðskiptavininn.“ Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Veðjuðu á Kaupþing Fimm að- ilar tengdir starfsmanni verðbréfamiðl- unar Glitnis keyptu skuldabréf Kaupþings í gegnum Glitni. FL Group var stærsti eigandi skuldabréfanna. Með kaupum FL Group átti sér stað ákveðin samtrygging á milli félagsins og Kaupþings. Sigurður Einarsson var stjórnarformaður bankans. Lán í gegnum mág sinn Miðað við tölvu- póstinn fengu fimm aðilar, meðal annars Ást- ráður Haraldsson, lán frá Glitni til að fjárfesta í skuldabréfum Kaupþings vegna tengsla sinna við einn af starfsmönnum bankans. „Orðrétt segir um þetta í tölvupóst- inum: „Hæ, þeir aðilar sem eru tengdir Kalla og keyptu KAUP sk.br. eru: …“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.