Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Page 15
Neytendur 15Miðvikudagur 22. febrúar 2012 Villandi myndir á sígarettupökkum n Mynd sem á að sýna skaðsemi reykinga sýnir eitthvað allt annað M yndir sem til stendur að setja á alla sígarettupakka og eiga að sýna skelfilegar afleiðingar tóbaksreykinga gefa ekki endilega rétta mynd af raunverulegum afleiðingum þeirra. Þetta er mat danskra sérfræðinga í tannlækningum en fjallað er um málið á vef danska blaðsins Politi- ken. Á þessu ári stendur til að breyta umbúðum á reyktóbaki þannig að þær beri myndir sem eiga að sýna slæmar afleiðingar tóbaksnotkunar. Þetta er gert að undirlagi Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og munu umbúðir tóbaksins bera sambærilegar myndir og sést hér til hliðar. Breytingin tók gildi í Danmörku fyrir skemmstu og mun síðan taka gildi í fleiri Evrópusam- bandsríkjum á næstu mánuðum. Palle Holmstrup, sérfræðingur í tannlækningum, gagnrýnir hins vegar að meðfylgjandi mynd sýni eitthvað allt annað en afleiðingar tóbaksreykinga. „Skilaboðin um skaðsemi reyk- inga eru góð og gild. En að mínu mati er það ófaglegt að nota mynd sem þessa. Hún sýnir ekki afleið- ingar tóbaksreykinga,“ segir Palle og bætir við að myndin sýni ein- faldlega mjög slæmt dæmi tann- skemmda. Tóbaksreykingar einar og sér geti ekki haft þessar afleið- ingar og allir tannlæknar viti það. Í umfjöllun Politiken kemur fram að belgísk auglýsingastofa hafi hannað meðfylgjandi mynd – og rúmlega 40 aðrar – að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins árið 2005. Dönsk yfirvöld völdu fjórtán myndir sem þau töldu henta fyrir danskan markað og var umrædd mynd þar á meðal. Sam- kvæmt frétt Politiken munu dönsk heilbrigðisyfirvöld skoða hvort tilefni sé til að endurskoða þær myndir sem valdar voru. Ekki afleiðing reykinga Myndin sýnir ekki afleið- ingar tóbaksreykinga. Samt er myndin notuð til að vara við tóbaksreykingum. Milljónir hurfu á einni nóttu Útreikningur vaxta: Vextir Heildarvextir Höfuðstóll í dag Heildargreiðslur Samningsvextir (libor + vaxtaálag) 3.596.248 kr. 14.825.775 kr.* 4.770.474 kr. Óverðtryggir vextir Seðlabanka 11.273.685 kr. 15.874.030 kr. 12.113.200 kr. Verðtryggðir vextir Seðlabanka 4.811.639 kr. 23.656.269 kr. 7.385.343 kr. Hagsmunasamtök heimilanna: Verðtryggð lán fyrir dóm Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram kæru til efnahagsbrota- deildar á hendur öllum stjórnend- um og bankaráðum bankanna frá árinu 2001 til 2012 fyrir brot á stjórn- arskrá, almennum hegningarlögum, vaxtalögum, lögum um samnings- gerð, lögum um hlutafélög og fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína. Hér er um að ræða yfir 600 manns en samtökunum finnst tímabært að draga fólk til ábyrgðar fyrir það sem ljóst er að séu hrein og bein lögbrot. Kæran er þríþætt og í fyrsta lagi eru bankastjórnendur sem voru við stjórn frá árinu 2001 til 2008 kærðir fyrir að veita gengistryggð lán. Í öðru lagi beinist kæran gegn þeim bankastjórnendum sem setið hafa í stjórnum frá því bankarnir hófu innheimtu á endurútreiknuð- um ólögmætum lánum.  Að lokum telja Hagsmunasamtök heimilanna að bönkunum sé óheimilt að inn- heimta vexti fyrir tímabil áður en þeir eignuðust kröfuna, og er það skilningur samtakanna að eigandi skuldabréfs eigi eingöngu kröfurétt á vexti frá þeim degi þegar hann eign- ast kröfuna. Auk þessa eru Hagsmunasam- tök heimilanna að undirbúa prófmál þar sem látið verður reyna á það hvort verðtryggðir lánasamningar til einstaklinga standist neytenda- löggjöfina þar sem kveðið er á um að heildarkostnaður lánsins komi fram, höfuðstóll og vextir. „Síðan er það þetta sjónarmið að verðtryggð lán eru samkvæmt skilgreiningu af- leiða,“ segir Andrea Jóhanna Ólafs- dóttir, formaður Hagsmunasam- taka heimilanna, „þar sem þau fylgja vísitölu.“ D V fékk ráðgjafarfyrirtækið Sparnað til að reikna út hvernig fólk stendur í dag með tilliti til þess hvort það tók verðtryggt eða gengis- tryggt húsnæðislán í ljósi nýfallins dóms Hæstaréttar. Sömu forsend- ur voru gefnar í báðum dæmunum, lánið var tekið árið 2006 og var láns- fjárhæðin sextán milljónir króna. Til að setja þetta í samhengi má gefa sér lítið dæmi. Lánið stökkbreyttist Jón tók gengistryggt lán þegar hann keypti sér íbúð á efri hæð í tvíbýli í Grafarvoginum árið 2006. Gunnar tók hins vegar verðtryggt lán þegar hann keypti neðri hæðina sama ár. Báðar eru íbúðirnar jafn stórar og kostuðu jafn mikið. Lán Jóns stökkbreyttist við hrun krónunnar enda bundið við gengi jens og svissnesks franka. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti þess að tengja lán við erlenda mynt þá voru sett lög 22. desember 2010 sem kváðu um að lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka skyldu gilda í stað samningsvaxta og gengistengingar. Með því fékk Jón höfuðstól láns síns lækkaðan miðað við að gengi hafi ekki verið tekið inn í auk þess sem reiknaðir voru óverðtryggðir vextir Seðlabanka frá útgáfudegi lánsins og höfuðstóllinn lækkaður. Nú er annar dómur fallinn þar sem má lesa að óheimilt hafi ver- ið að breyta vöxtum afturfyrir laga- setninguna og þar af leiðandi eigi samningsvextir að gilda að gildis- töku lagana í desember 2010 en þar eftir gildi óverðtryggðir vextir Seðla- banka. Miðað við að gengið sé út frá þessu þá er hægt að reikna út stöðu lána Jóns og Gunnars. Mikil lækkun höfuðstóls Höfuðstóllinn af gengistryggða láninu sem Jón á efri hæðinni tók er nú kominn niður í 7,1 milljón króna. Þetta er miðað við að Jón hafi greitt of mikið þegar ákvarð- að var með lagasetningu árið 2010 að gengislánin ættu að bera óverð- tryggða vexti Seðlabankans. Nánar má lesa um það hér að ofan. Gunn- ar á neðri hæðinni situr hins veg- ar ekki við sama borð því hann tók verðtryggt lán. Þrátt fyrir að hafa borgað samtals 7,3 milljónir króna af láni sínu stendur það nú í 23,6 milljónum króna. Hafa ber í huga að þetta miðast við að búið sé að endurreikna gengislánið sem Jón tók og skuldajafna miðað við dóm- inn sem féll í Hæstarétti í síðustu viku. Munar stórum upphæðum samkvæmt útreikningum Sparnaðar Jón tók gengistryggt lán en Gunnar verðtryggt lán Gengistryggt lán tekið 2006: Tegund láns: Jafnar greiðslur (megin- partur greiðslna eru vextir) Fasteign: Þriggja herbergja íbúð Upphafleg fjár- hæð: 16 milljónir króna Dagsetning láns: 1. janúar 2006 Fyrsta afborgun: 1. febrúar 2006. Lánstími: 480 mánuðir (40 ár) Gengiskarfa: 50% jen og 50% svissneskir frankar Vaxtaálag: 3,1 prósent Staða láns eftir endurreikning Höfuðstóll: 7.148.338 kr. n *Ofgreiddir vextir að fjárhæð tæplega 7.677.436 eru not- aðir til lækkunar á höfuðstóli samkvæmt mati Sparnaðar. Miðað við gefnar forsendur var lánið tekið 2006. Síðan voru sett lög þann 22. desember 2010 þar sem ákvarðað var að gengis lánin ættu að bera óverðtryggða vexti Seðlabankans. Þá var búinn til nýr höfuðstóll miðað við hvað var ofgreitt. Tölurnar hér eru birtar með fyrirvara um reiknivillur en sem fyrr segir sá Sparnaður um að reikna út dæmin. Þá vilja forsvarsmenn Sparnaðar koma því á framfæri að við útreikn- ingana sé ekki verið að leggja mat á dóm Hæstaréttar heldur verið að sýna útreikninga eins og þeir gætu litið út. Hægt er að hala niður reikniverki Sparnaðar til að reikna þetta út eða koma til Sparnaðar þar sem hægt er að láta reikna fyrir sig lánastöðu að kostnaðarlausu. Munurinn á gengistryggðu og verðtryggðu láni Þrefaldur munur Eftirstandandi höfuðstóll 25 20 10 5 5 n Eftirstöðvar gengistryggðs 16 milljóna króna láns tekið 2006. Reiknað miðað við nýjan dóm Hæstaréttar n Eftirstöðvar verðtryggðs 16 milljóna króna láns tekið 2006. 0 7,1 milljón 23,6 milljónir Reiknað fyrir DV af Sparnaði ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.