Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Qupperneq 18
Algjör gullmoli
M
ér finnst strákar
stundum skemmti-
legir,“ sagði fimm ára
hnátan mín þegar ég
hafði lesið fyrir hana ævin-
týrið um Einar Áskel og Millu.
„Sérstaklega hann Hinrik því
hann getur farið svo hratt í
rennibrautinni.“
Já, vináttan getur verið
flókið fyrirbæri í æsku og allt
of oft vekur vinátta stráks og
stelpu óþarfa athygli.
Í bókinni Einar Áskell
og Milla er sagt af vináttu
gæðasnáðans Einars Áskels
og hinnar hugmyndaríku
og grallaralegu Millu. Einari
er strítt fyrir að leika sér við
stelpu. Hann tekur stríðnina
inn á sig en að lokum sigrast
þessi spennandi vinátta á slík-
um smámunum.
Sagan er hugljúf og afskap-
lega holl lestrar fyrir bæði
stelpur og stráka. Foreldrar
geta lesið þessa bók fyrir börn
sín og geta rætt við þau um
stríðni. Það er mikilvægt að
ræða þá hluti, stríðni er hluti
af veruleika allra barna og
getur valdið þeim sálarstríði.
Einar Áskell er frábær fyr-
irmynd barna og hans hvers-
dags ævintýri eru sögð af
einlægni. Börn hafa yndi af að
lesa um gleði og vandræða-
gang Einars Áskels því hvort
tveggja stendur þeim lifandi
fyrir hugskotssjónum. Þau
eiga auðvelt með að samsama
sig veruleika hans.
Það er mesti galdur bóka
Gunillu Bergström. Foreldr-
ar hafa að sama skapi mikla
ánægju af að lesa bækur
hennar fyrir börn sín enda
þekkja þeir margir þessar
skemmtilegu sögur, sem nú
eru endurútgefnar af Forlag-
inu, úr eigin æsku. Bækurn-
ar eru í raun sígildar og hafa
staðist tímans tönn þrátt fyrir
að vera orðnar 30 ára gamlar.
Frábær saga af fallegri vináttu
sem er óhætt að mæla með.
Algjör gullmoli.
18 Menning 22. febrúar 2012 Miðvikudagur
Börnin í
bankann
Á öskudegi fara prúðbúin
börn víða um bæ og syngja
fyrir sælgæti og annað fínerí.
Venjan er að börnin komi við
í verslunum og fyrirtækjum
en hingað til hafa þau ekki
vanið komið sínar í bankann.
Nú hefur Arion banki boðað
að allir krakkar fái frítt Andr-
ésblað í bankanum á ösku-
degi meðan birgðir endast.
Uppátæki bankans er tengt
lestrarátakinu Lesum meira
sem er í samstarfi við Eddu
útgáfu.
Dularfulla
eyjan í bíó
Journey 2: The Mysterious
Island verður frumsýnd í
Sambíóunum annars vegar
og Laugarásbíói hins vegar
föstudaginn 24. febrúar.
Myndin er gerð af sömu
aðilum og gerðu myndina
Leyndardómar Snæfellsjök-
uls en báðar þessar myndir
eru byggðar á ævintýrum
franska rithöfundarins Jules
Verne.
Í henni segir frá Sean
Anderson (leiknum af Josh
Hutcherson) sem er stað-
ráðinn í að hafa uppi á afa
sínum (leiknum af Michael
Caine) sem hafði fyrir löngu
lagt upp í ferð til að finna
ævintýraeyjuna sem Jules
Verne hafði skrifað um, en
síðan horfið sporlaust.
Dularfulla eyjan var sam-
kvæmt bók Jules Verne stað-
sett um 2.500 kílómetra aust-
norðaustur af Nýja-Sjálandi
samkvæmt hnitunum 34°57’
S 150°30’ V. Þar skammt frá
stendur klettur upp úr sjón-
um sem margir vilja meina
að hafi orðið Jules innblást-
urinn að sögunni.
Bókin um dularfullu eyj-
una kom fyrst út árið 1875
og er ásamt Leyndardómum
Snæfellsjökuls, Ferðinni í
kringum jörðina á 80 dögum
og sögunni um Nemo kaftein
og kafbátinn hans Nautilus,
á meðal þekktustu ritverka
Jules Verne.
Reiðir fugl-
ar út í geim
Leikurinn Angry Birds
fór sem stormsveipur yfir
heimsbyggðina og lagði
framleiðni fyrirtækja og ein-
staklinga í rúst. Eitthvað er
það við þennan leik sem er
ávanabindandi því talið er
að milljónir manna (leikn-
um hefur verið halað niður
500 milljón sinnum) skjóti
reiðum fuglum úr teygju-
byssum lófatölva og síma
víða um heim.
Nú eru þeir á leiðinni út
í geim og í þyngdarleysið og
nýr leikur verður kynntur
heimsbyggðinni um miðjan
mars.
É
g hef alltaf litið á teppi
sem listaverk, en þegar
út í það er farið – því við
höfum svo gaman af
peningum – þá er þetta
ómetanleg fjárfesting líka,“ seg-
ir Jóhanna Kristjónsdóttir. Hún
stendur fyrir sýningu og sölu á
persneskum teppum en sýn-
ingunni lýkur á fimmtudaginn.
Fann bestu teppabúðina
Jóhanna hefur ferðast mikið
um Íran og kynntist þar teppa-
sérfræðingunum Ali Bordbar
og Ahmad. „Þeir eru sem sagt
teppasérfræðingar og vefarar
líka. Upphafið að þessu eru
eiginlega þessar ferðir sem ég
hef verið að fara með hópa
síðustu ár. Áður en ég byrjaði
á ferðunum þá var ég í Sahand
í mánuð og rannsakaði teppa-
búðirnar þar en þær eru mjög
misjafnar. Ég fann eina sem ég
komst að þeirri niðurstöðu um
að væri sú besta og fékk það
svo staðfest þegar ég fékk inn-
lenda konu til að tékka á mál-
unum og hún sagði að ég hefði
rambað á bestu teppabúðina.“
Inni í teppabúðinni fann hún
þá félaga sem nú eru komnir
til Íslands að kynna teppin sín.
„Þeir komu hérna með þessi
persnesku teppi og mottur til
þess að sýna og selja. Það hefur
verið gríðarlega góð aðsókn,
hvort tveggja af fólki sem finnst
gaman að skoða þessa dýrgripi
og svo einhverjum að kaupa
líka. Þeir þurfa nú að fá eitthvað
upp í kostnaðinn við ferðina
hingað,“ segir Jóhanna en þeir
félagar lögðu mikla vinnu í það
að komast til landsins.
Allir eiga teppi
Mikil teppahefð er í Íran og
mikið lagt upp úr vönduðum og
fallegum teppum. „Þetta er eld-
gömul hefð. Það er alveg sama
hvort fólk er ríkt eða fátækt
þarna úti, allir eiga allavega eitt
persneskt teppi. Þeir eru með á
sýningunni eftirlíkingu af elsta
persneska teppinu sem fundist
hefur í heiminum. Það fannst
í Síberíu fyrir mörg hundruð
árum, fræðingar rannsökuðu
það og sáu að það átti upp-
runa sinn í Íran. Öll teppin eru
handofin og nokkur hafa verið
gerð eftir þessu teppi og þeir
eru með á sýningunni með sér.“
Gæðin misjöfn
Jóhanna segir gæði persneskra
teppa vera mjög mismunandi.
„Þau eru misjöfn, geta verið
bölvað drasl þó þau líti vel út
en öll teppin á sýningunni eru
gæðavara. Teppi eru mjög mis-
jöfn eftir því hvar í Íran þau
eru gerð. Það er bæði notað ull
og silki, eða bara ull og svo er
hreint silki langdýrast. Hirð-
ingjateppin eru svo sér og sér-
stakari en það eru heilmikil
vísindi á bak við þetta. Verðin
á teppunum fara til dæmis
eftir því hve margir hnútar eru í
hverjum fersentímetra. Það eru
margir góðir teppamenn í Íran,
en þessar verslanir sem eru í Is-
fahan, þær eru taldar í hæsta
gæðaflokki. Þegar maður kaupir
hjá þeim þá getur maður bókað
það að fá 100 prósent vöru.“
Verðmeta teppin
Teppagerðarmennirnir eru eins
og áður sagði að selja teppi sín
en þeir hafa einnig lagt mat á
verðmæti teppa sem fólk hefur
komið með. „Fólk hefur verið
að koma með teppi sem það er
forvitið að vita hvort sé einhvers
virði. Fólk sem kannski keypti
teppi erlendis fyrir einhverjum
árum síðan. Það kom til dæmis
einn með teppi sem þeir skoð-
uðu og þetta var þvílíkur kjör-
gripur að það var ekki hægt að
meta það til fjár.“ Teppagerðar-
mennirnir eru að sögn Jóhönnu
hæstánægðir með heimsóknina
til landsins. „Þeir eru ákaflega
glaðir og finnst Íslendingar
vera einstaklega elskulegt og
kurteist fólk. Þeir hafa nú staðið
vaktina í búðinni alla daga frá
13 til 19 en hafa getað skotist
aðeins að skoða sig um, hafa til
dæmis farið á Þingvelli, í Hellis-
heiðarvirkjun og skoðað sig um
í bænum og fleira. Þeim hefur
svo verið boðið í Borgarfjörð-
inn um helgina þannig að þeir
ná að skoða sig eitthvað um á
landinu.“
Taka teppa-
kaupum rólega
Jóhanna segir Íslendinga
vera áhugasama um pers-
nesk teppi. „Áhuginn er mjög
mikill. Ég er samt ekki viss
um að fólk átti sig á því þegar
það skoðar teppin hvað það
liggur mikið að baki og það sé
ekki hægt að segja bara strax
hvað teppi kostar. Það er svo
margt að baki því sem þarf að
skoða. Svo er um að gera að
prútta, fólk hefur gert kosta-
kaup.“ Hún hvetur fólk til þess
að gefa sér tíma til þess að
skoða teppin. „Teppakaup eru
ákveðin athöfn í löndum með
teppahefðir. Það á að taka
þessu rólega, drekka te og
slappa af. Ekki koma þjótandi
inn og hlaupa út með teppi
undir hendinni,“ segir hún.
Sýningin er út fimmtudaginn
23. febrúar og er á Hverfis-
götu 33.
viktoria@dv.is
Teppakaup eru
ákveðin athöfn
n Jóhanna Kristjónsdóttir sýnir persnesk teppi n Fann bestu teppabúðina
Jóhanna Kristjónsdóttir Finnst
teppakaup ákveðin athöfn.
Falleg teppi „Þegar
maður kaupir hjá þeim þá
getur maður bókað það
að fá 100 prósent vöru.“
Saga af vináttu Sagan er hug
ljúf
og afskaplega holl lestrar fy
rir bæði
stelpur og stráka
Gunilla Bergström
Forlagið endurútgefur nú
bækurnar um Einar Áskel.
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Bækur
Einar Áskell og Milla
Höfundur: Gunilla Bergström
Útgefandi: Forlagið