Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2012, Síða 20
E ftir sautján mánaða hlé frá keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, snýr Gunnar Nelson, færasti bardagaíþrótta- maður landsins, aftur í búrið á laugardaginn. Hann mætir þá Úkraínumanninum Alexander Butenko í aðalbardaga kvölds- ins á Cage Contender 12 sem fram fer í Dyflinni á Írlandi. Ís- lendingar munu þó eiga ann- an keppanda á kvöldina því í næststærsta bardaga kvölds- ins mætir ofurmennið Árni „úr járni“ Ísaksson Íranum Rich- ard Gorey. Bardagarnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er mikil spenna farin að myndast í heimi bardaga- íþrótta á Íslandi. Sportbarir eru byrjaðir að auglýsa kvöldið og mikil stemning að myndast. Það er mikið undir hjá MMA á á Íslandi á laugardaginn. Magnaður mótherji Gunnar Nelson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur í endurkomu sinni. Mótherji hans, Alexander Butenko, kall- aður „járnhrammurinn“, er ein bjartasta von austurblokkarinn- ar í MMA. Hann hefur unnið tólf bardaga og tapað fjórum á at- vinnumannaferli sínum, þar af tíu af síðustu ellefu. Hann er því sjóðheitur. Butenko æfir með Fedor Emelianenko sem er ein- hver besti MMA-bardagamaður í heimi. Það sem meira er, Butenko hefur unnið tíu af tólf bardög- um sínum með því að fá and- stæðinginn til að gefast upp (e. submission). Það samsvarar 83 prósenta uppgjafarhlutfalli sem telst ansi gott. „Það er eigin- lega rugl,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmað- ur Gunnars, í samtali við DV. Haraldur segir Gunnar spennt- an fyrir bardaganum og verð- ur áhugavert að sjá hvar hann stendur eftir 17 mánuði frá búrinu. Ljóst er að sigur á svona sterkum andstæðingi, hvað þá með hengingu eins og í síðustu bardögum Gunnars, myndi gera hann að enn stærra nafni en Butenko hefur aldrei verið stöðvaður í búrinu. Einu skipt- in sem hann hefur tapað hefur verið eftir ákvörðun dómara. Passar vigtina Gunnar hefur æft úti á Írlandi undanfarnar vikur ásamt Árna „úr járni“ Ísakssyni en fyrir bar- daga æfa þeir stíft hjá þjálfara sínum, John Kavanagh. Hljóðið var gott í Árna þegar DV heyrði í honum en járnmanninum finnst ekkert skemmtilegra en að berjast í búrinu. „Ég er allt- af glaður í hjartanu þegar ég fæ bardaga,“ segir Árni. „Þessi bar- dagi leggst vel í mig. Ég hef æft rosalega vel og er í mínu besta formi. Ég er tilbúinn.“ Þessa síðustu viku fyrir bar- dagann æfa strákarnir ekki stíft, bara einu sinni á dag og þá rólega. „Nú er maður bara að passa vigtina. Maður æfir rétt til þess að svitna aðeins,“ segir Árni. Erfiðlega hefur gengið að fá bardaga fyrir Árna en Richard Gorey var fjórði kostur. „Hann lítur út fyrir að vera mjög sterkur og hefur góðan bakgrunn í júdó. Þetta er mjög sterkur and- stæðingur en ég tel mig betri MMA-bardagamann þegar á heildina er litið. Ég er í mínu besta formi í langan tíma og hef því ekki miklar áhyggjur,“ segir Árni. Tapaði síðast Eftir að Árni steig upp úr mjög alvarlegum hné- meiðslum hafði honum gengið vel í endurkomunni. Hann vann þrjá stóra bar- daga í röð, alla með upp- gjafartaki á andstæðinginn. Hann tók þó bardaga með skömmum fyrirvara í sept- ember síðastliðnum og tap- aði þar á tæknilegu rothöggi gegn Frakkanum Gael Grim- aud. Árni segist þó hafa lært af þeim bardaga. „Fyrir þann bardaga átti ég verstu æfingavikur lífs míns. Það var mikið um meiðsli og svona. Ég vil samt ekkert vera að afsaka mig. Ég lærði mikið af þessum bar- daga og þroskaðist. Þetta er kannski klisja en ég er ánægður með að hafa tapað. Það neyddi mig til að hugsa minn gang og nú er ég betri bardagamaður fyrir vikið,“ segir Árni sem er fullmeð- vitaður um hvað þetta kvöld getur verið stórt fyrir MMA á Íslandi, sér í lagi takist þeim báðum að vinna. „Ég get al- veg viðurkennt að ég er smá stressaður,“ segir hann. Barist í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Bardagalistir Carroll bjartsýnn eftir bikarsigur n Er ánægður með frammistöðu sína að undanförnu A ndy Carroll, fram- herji Liverpool, er bjartsýnn á síðasta hluta tímabilsins eft- ir að Liverpool valtaði yfir Championship-liðið Brig- hton, 6–1, í ensku bikar- keppninni um síðustu helgi. Carroll segist vera að spila betur, vera farinn að skora mörk og sér fram á bjartari tíma. Leikurinn um síðast- liðna helgi var líka sá fyrsti á tímabilinu sem hann, Luis Suarez og Steven Gerrard voru allir í byrjunarliðinu. „Mér finnst ég vera að standa mig. Ég er byrjaður að skora mörk og spila vel í leikjunum. Þetta er allt að koma heim og saman hjá okkur. Þetta er það besta sem ég hef sýnt eftir að ég flutti mig yfir til Liverpool,“ segir Carroll sem hefur að- eins skorað sex mörk í öll- um keppnum á tímabiilinu. Hann er þó ánægður með bætingu sína. „Ég hleyp meira inni á vellinum, er á réttum stað á réttum tíma. Ég er ánægð- ur, með meira sjálfstraust og hlutirnir ganga upp. Allt liðið spilaði vel gegn Brig- hton og ég var hæstánægður með að skora mark. Svo var auðvitað gaman að sjá Luis Suarez skora,“ segir hann. Liverpool fær tækifæri um helgina til að vinna sinn fyrsta bikar í sex ár þegar lið- ið mætir öðru Champion- ship-liði, Cardiff, í úrslit- um deildarbikarsins. „Það er stór leikur og ég held að allir í liðinu hlakki til. Von- andi getum við unnið hann. Ég hef aldrei spilað bikarúr- slitaleik. Ég hlakka bara til þess að mæta þangað.“ Hann segir Liverpool-lið- ið hafa spilað vel undanfarn- ar vikur en það hefur vant- að upp á að skora mörkin. Hann vonast þó til að mörk- in gegn Brighton kveiki í lið- inu og hjálpi því á lokakafla tímabilsins. „Við höfum sýnt að við getum skorað mörk. Það er flott að sjá liðin í kring- um okkur eins og Arsenal og Chelsea misstíga stig en auðvitað þurfum við líka að bjóða upp á sómasamleg- ar frammistöðu.“ segir Andy Carroll. 20 Sport 22. febrúar 2012 Miðvikudagur Sex mörk Carroll er búinn að skora sex mörk fram að þessu. Mynd REuTERS Lífróður Hauka Iceland Express-deildin fer aftur af stað eftir bikarhelgi á fimmtudaginn. Haukar, sem eru nú aðeins fjórum stigum frá öruggu sæti, halda lífróðri sínum í deildinni áfram á heimavelli. Þeir fá þó topp- lið Grindavíkur í heimsókn þannig að róðurinn gæti orð- ið þungur. Sama kvöld tekur Snæfell á móti Stjörnunni og ÍR-ingar, sem eru í eins kon- ar baráttu milli þess að falla og komast í úrslitakeppni, fara í Ljónagryfjuna og mæta þar Njarðvík. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Bruce lík- legastur Veðmálafyrirtækin á Eng- landi segja Steve Bruce, fyrr- verandi knattspyrnustjóra Sunderland, enn líkleg- astan til að taka við starf- inu hjá Úlfunum. Enn hefur ekki verið ráðið þar eftir að Mick McCarthy var látinn taka pokann sinn. Fréttir um síðustu helgi bentu til þess að Úlfarnir væru að leita á önnur mið en Bruce þykir enn líklegastur. Það var vatn á myllu Bruce þegar Úlfarnir fengu leyfi til að ræða við Gus Poyet, stjóra Brighton, en liðið og stjórinn komust ekki að samkomulagi. Úlf- arnir eru í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Schumi ætlar að berjast Endurkoma sjöfalda heims- meistarans í Formúlu 1, Michaels Schumacher, hef- ur ekki verið glæsileg. Hann er þó enn við stýrið hjá Mercedes, segist ekki hafa tapað tommu af spennunni sem fylgir því að setjast upp í Formúlu-bíl og ætlar sér að berjast í ár. „Ég hlakka til að byrja og fyrir mína parta hlakka ég til að berjast. Bíll- inn er flottur og fyrstu próf- anir hafa gengið vel. Þetta er góð byrjun og við hlökkum til að kynnast bílnum bet- ur,“ segir Schumacher sem hefur ekki enn unnið keppni eftir að hann snéri aftur í Formúluna. n Gunnar Nelson og Árni „úr járni“ Ísaksson eiga tvo stærstu bardagana Kominn aftur Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir 17 mánaða hlé. Mynd KRiSTinn MagnúSSon Betri eftir tapið Árni tapaði síðast en segist vera betri bardagamaður núna. Mynd SigTRygguR aRi JóhannSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.