Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Miðvikudagur 30. maí 2012 veiða 30.000 tonn af makríl við namibíu Ástæðan fyrir þessari misskipt- ingu er sú staðreynd að vegna að- skilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku er auði og gæðum Namibíu mjög misskipt á milli hvíta minnihlutans og svarta meirihlutans. Veittu Namibíu aðstoð við sjávarútveg Gunnar Salvarsson segir að Þró- unarsamvinnustofnun Íslands hafi aðallega aðstoðað Namibíu á sviði sjávarútvegsmála á þessu 20 ára tímabili. Stærsti hluti þróunarað- stoðarinnar snérist um að byggja upp sjómannaskóla í Malvis Bay, bænum sem verksmiðjutogari Sam- herja, Sirius, stefndi til í siglingu sinni áleiðis frá Kanaríeyjum í síð- ustu viku. Á heimasíðu stofnunar- innar segir um þetta: „Íslendingar hófu þróunarsamvinnu við Nami- bíu sama ár og landið fékk sjálf- stæði frá Suður-Afríku 1990. Sam- starfssamningurinn gildir til ársloka 2010. Í upphafi var samvinnan fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs. Ís- lenskir sérfræðingar og sjómenn hafa starfað við hafrannsóknir og namibískir líffræðingar hafa verið í þjálfun á Íslandi. Íslenskir kennarar störfuðu í Namibíu við undirbúning og kennslu í sjómannaskóla í bæn- um Walvis Bay og var það helsta samstarfsverkefni ÞSSÍ í landinu um árabil.“ Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands er ríkisrekin stofnun sem fær fjárveitingar á fjárlögum til að sinna verkefnum sínum í Afríkuríkjum, eins og Namibíu, Malaví og Mó- sambík. Árið 2009 fékk stofnunin 0,41 prósent, tæplega 1.750 millj- ónir króna, af þeim fjármunum sem ríkistjórnin varði til þróunar- aðstoðar. 290 milljónir af því runnu til þróunaraðstoðar í Namibíu. Ís- lenskir skattgreiðendur vörðu því tæpum 300 milljónum króna árlega til aðstoðar íbúum í Namibíu til að byggja upp innviði sína og til að íbúar landsins gætu lært að hjálpa sér sjálfir, meðal annars á sviði sjáv- arútvegsmála. Á sama tíma og íslenska rík- ið veitir fjármunum til þróunarað- stoðar í Namibíu, peningum sem meðal annars er ætlað styrkja sjáv- arútveginn í landinu, stunda íslensk útgerðarfyrirtæki eins og Samherji stórfelldar fiskveiðar í landhelgi rík- isins. Arðurinn af þessum fiskveið- um Samherja skilar sér ekki til íbúa Namibíu nema að hluta til, í formi gjalda fyrir veiðiréttindin. Afgang- urinn af hagnaðinum rennur til Samherja sjálfs. n Ísland veitti Namibíu þróunaraðstoð til 2010 n Misskipting auðs hvergi meiri en í Namibíu „Þarna er bláfátækt fólk Skrifa undir trún- aðaryfirlýsingu n Starfsmenn á skipum Samherja hafa verið látnir skrifa undir trún- aðaryfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki ræða um afla og aflaverðmæti skipa útgerðarinnar. Þá felst einnig í trúnaðaryfirlýsingunni að þeir megi ekki senda upplýsingar um fjármál, laun og hlutdeild í aflaverðmæti og annað slíkt, á opinber netföng starfsmanna Samherja, sem hýst eru á Íslandi. Þeim tilmælum hefur verið beint til þeirra að nota gmail-netföng eða önnur netföng sem ekki eru opinberlega tengd Sam- herja. n Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum gerði Seðlabanki Íslands húsleit í höfuðstöðvum Samherja vegna meintra lögbrota við sölu á karfa til dótturfélaga sinna í Evrópu. Talið er að Samherji hafi selt karfa úr landi á undirverði og látið hagnaðinn af sölunni þannig myndast í öðrum löndum, sem væri brot á lögum um gjaldeyrismál og skattalagabrot. Samherji hefur haldið uppi vörnum í málinu og neitað því að lögbrot hafi átt sér stað. Í húsleitinni lagði Seðlabanki Íslands meðal annars hald á mikið magn gagna, meðal annars tölvupósta, í tengslum við rannsóknina. Enginn eldur á Öldugötu Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Öldugötu 58 í Reykjavík um hálf- fimmleytið á þriðjudag vegna gruns um eldsvoða. Betur fór en á horfðist og þegar slökkvilið kom á staðinn reyndist ekki vera nein hætta á ferðum. Í ljós kom að eldurinn reyndist ekki vera inni í húsinu og þegar nánar var að gáð þótti líklegt að reykur hefði borist úr brennandi laufi eða rusli úr ræsi en fyrst var haldið að reykur- inn kæmi úr þakskeggi hússins. Lögregla og slökkvilið fóru af vett- vangi skömmu fyrir fimm þar sem engin hætta var á ferðum. Marokkó Máritanía „Árlega er veiddur fiskur í heim- inum fyrir um 80 milljarða dollara. Niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins til sjávarútvegsfyrirtækja nema um 30 milljörðum dollara. Þessar nið- urgreiðslur koma að sjálfsögðu frá efnuðum þjóðum innan OECD og renna til útgerðarfyrirtækja þess- ara ríkja. En þessar niðurgreiðslur eru fyrir hendi alveg sama hvar út- gerðirnar ákveða að veiða fiskinn. Ef fiskveiðar þeirra ættu sér að- eins stað innan fiskveiðilögsögu OECD-ríkja þá væru skattgreið- endur innan OECD aðeins að fjár- magna ofveiði sem myndi koma niður á komandi kynslóðum þess- ara ríkja. Eins og málum er háttað í dag eru útgerðirnar niðurgreiddar til að veiða bæði fisk á alþjóðleg- um svæðum og eins innan illa var- innar fiskveiðilögsögu fátækasta hluta mannkyns. Sjávarútvegsráð- herra Síerra Leóne hefur útskýrt þetta vandamál með eftirfarandi hætti. Vandamálið er að ríkis- stjórnir þessara landa skortir að- ferðir til að gæta fiskveiðilögsögu sinnar og þess vegna þurfa sjó- mennirnir þar að horfa upp á það varnarlausir þegar erlendir, niður- greiddir, togarar stunda ofveiði á fiskistofnunum við strendur þeirra. Eina aðstoðin sem hefur borist kom frá kínversku ríkisstjórninni sem sendi varðskip til Afríku. Svo kaldhæðnislega vildi reyndar til að fyrsta skipið sem það stöðvaði við ólöglegar veiðar var kínverskt. Í Síerra Leóne er minnsta kosti sjáv- arútvegsráðherra; en í Sómalíu er ekki einu sinni ríkisstjórn. Fiski- mið landsins hafa verið þaulsetin af erlendum skipum sem eru nið- urgreidd að mestu.“ Paul Collier, hagfræðingur við Oxford-háskóla. Úr bókinni „The Plundered Planet: How to reconcile prosperity with nature“. Um ofveiði á fiski í Afríku Vestur- Sahara Senegal Namibía n Kortið sýnir þau lönd við Vestur-Afríku þar sem Samherji stundar veiðar. Það var í febrúar sem fyrirtækið gekk frá kaupum á kvóta úti fyrir stöndum Namibíu. Útgerðin hefur skoðað að hefja veiðar við Senegal. Veiðar Samherja Kona lamdi löggur Kona á sextugsaldri var á þriðju- dag ákærð fyrir að ráðast á tvo lög- reglumenn við skyldustörf. Árásin átti sér stað í nóvember árið 2010. Hún sparkaði í bringu annars lög- reglumannsins en í höfuð hins. Vísir greinir frá þessu. Þar segir að lögreglumennirnir hafi handtekið konuna við íbúðarhús í vesturbæ Reykjavíkur vegna eignaspjalla og flutt hana á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar réðst hún á lög- reglumennina. Veiðigjöldin snarlækka Veiðigjöld munu lækka úr 24 til 27 milljarða króna niður í um 15 milljarða, nái breytingartillögur stjórnarliða á frumvarpi um veiði- gjöld fram að ganga. Breyting- arnar eru gerðar með það mark- mið að létta gjöldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Daði Már Kristófersson, dósent við HÍ, og Stefán B. Gunnlaugsson, við HA, hitta atvinnuveganefnd í dag, miðvikudag til að fara yfir málið. Þeir hafa gagnrýnt frumvörp ríkis- stjórnarinnar harðlega og hafa sagt allt of hart gengið fram gegn litlum og meðalstórum fyrirtækj- um í sjávarútvegi. Stjórnarand- stæðingar hafa sagt að með þessu hafi ríkisstjórnin viðurkennt að of langt hafi verið gengið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.