Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Síða 4
4 Fréttir 30. maí 2012 Miðvikudagur Mál Egils enn óafgreitt n Ríkissaksóknari vill ekki tjá sig um málið S amkvæmt heimildum DV hefur ekki verið tekin ákvörð- un um það hvort ákæra verði gefin út eða hvort málið gegn Agli Einarssyni og unnustu hans verði fellt niður. Engar upplýsingar fást um málið hjá ríkissaksóknara, en eins og kunnugt er hafa þau Eg- ill og unnusta hans verið kærð fyrir nauðgun. Lögreglurannsókn er lok- ið og málið er að því er DV kemst næst enn óafgreitt frá ríkissaksókn- ara. Þegar DV leitaði upplýsinga um málið á þriðjudagsmorgun var hvorki hægt að fá upplýst hvort mál- ið hefði verið fellt niður eða ákæra gefin út og sagði Hulda Elsa Björg- vinsdóttir, saksóknarinn sem fer með málið, að hún ætlaði ekki að tjá sig um málið í fjölmiðlum. Egill og kærasta hans voru kærð af átján ára stúlku í nóvember síð- astliðnum fyrir nauðgun en stúlk- an var gestkomandi á heimili þeirra eftir gleðskap í miðbæ Reykjavíkur. Ákvörðun um ákæru átti að liggja fyrir í febrúar, en þá var málinu vís- að aftur til lögreglunnar sem lauk rannsókn sinni stuttu síðar og hefur málið beðið endanlegrar afgreiðslu síðan. Þá liggur fyrir önnur kæra á hendur Agli vegna nauðgunar, en ekki fæst heldur gefið upp hvort gef- in hefur verið út ákæra vegna þeirr- ar kæru. Í því máli sakar stúlka hann um að hafa brotið gegn sér kynferðis- lega þegar hún var aðeins fimmtán ára, samkvæmt heimildum DV. Þá var Egill á þrítugsaldri. Egill hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu opinberlega og sagði meðal annars í yfirlýsingu til fjöl- miðla eftir að málið kom upp að hann hefði í hyggju að leita réttar síns vegna rangra sakargifta. Ekkert ákveðið Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út eða hvort málið gegn Agli Einarssyni og unnustu verði fellt niður. V ið erum bara að reyna að finna tjald til að búa í, það er ekkert annað í boði,“ segir Erla Heiða Sverrisdóttir, íbúi á Hólmavík, sem á næstu dögum missir íbúð sem fjölskylda hennar hefur búið í og er í eigu sveitarfélagsins. Mikill skortur er á húsnæði á svæðinu og er það því svo að Erla, eiginmaður hennar og þrjú börn þeirra á aldrinum tveggja til sex ára verða heimilislaus á næstu dögum. Seldu íbúðina Fjölskyldan hafði síðan í september búið í íbúð í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar sem Hólmavík heyrir undir. Sveitarfélagið seldi íbúðina og hefur engin önnur úrræði fyrir fjölskylduna. „Við fengum þriggja mánaða uppsagnarfrest en vorum dregin á asnaeyrunum með það í tvo mánuði að við myndum líklega fá aðra íbúð sem sveitarfélagið á. Þeir hafa hins vegar ákveðið núna að selja þá íbúð til þess að byggja blokk sem þeir byrja ekki á strax. Á meðan erum við á götunni því það getur liðið langur tími þar til það er tilbúið,“ segir hún. Leitar að tjaldi til að búa í Erla segir lítið af húsnæði vera í boði á staðnum. „Það húsnæði sem er laust er annaðhvort til sumarleigu eða til sölu. Það geta bara ekkert allir keypt sér húsnæði og við fáum til dæmis ekki greiðslumat,“ segir hún. Tengdamóðir Erlu býr á svæðinu en hún segir þau ekki geta búið hjá henni. „Það er bara ekki pláss, en ætli við tjöldum ekki í garðinum hjá henni. Ég er bara á fullu að leita að tjaldi fyrir okkur núna.“ Erla og maður hennar vinna bæði í Rækjuvinnslunni á Hólmavík. Þau fluttu í bæinn fyrir um fjórum árum og kunna vel við sig þar og vilja síð- ur flytja þaðan. „Ég er með strák með ADHD-greiningu og við getum ekki farið annað með hann, honum líð- ur vel og þolir illa röskun. Þannig að við getum ekki farið. Við erum bæði í vinnu hér og það er svolítið erfitt að kippa undan okkur fótunum.“ Sveitarfélagið getur lítið gert Jón Gísli Jónsson, varaoddviti sveit- arstjórnar Strandabyggðar, segir sveitarfélagið lítið geta gert til að hjálpa fjölskyldunni í húsnæðis- hrakningum sínum. Sveitarfélagið eigi fáar íbúðir. „Það er lítið af leigu- húsnæði í boði, þetta eru bara vand- ræði,“ segir hann. „Það eru einhver sumarhús sem gæti verið mögu- leiki að leigja,“ segir hann en segist þó ekki vita hve mörg þeirra verði í sumarleigu í sumar. „Það eru engin úrræði fyrir þessa fjölskyldu frekar en einhverja aðra sem eru í vand- ræðum með húsnæði. Það er ekki gott og þetta er erfitt mál.“ Hann segir sveitarstjórnina ekki ætla að beita sér neitt sérstaklega til að hjálpa fjölskyldunni þar sem fátt sé hægt að gera. „Ég er hræddur um að það sé óskaplega lítið sem við get- um gert.“ Mikill húsnæðisvandi á Hólmavík Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fjölskyldna en hún staðfestir að það sé mikill skortur á húsnæði á Hólmavík. Bæði leiguhúsnæði og eignarhúsnæði. „Við erum í miklum húsnæðisvanda hérna á Hólmavík. Það er rosalega mikil eftirspurn eftir húsnæði, bæði til leigu og sölu, og lóðum,“ segir hún. Ingibjörg segir það jákvætt hversu margir vilji búa á staðnum en vissulega séu margar fjölskyldur í húsnæðisvanda. „Við erum á fullu að leita leiða varðandi þessi húsnæðismál. Það eru fjölmargar fjölskyldur hér sem vantar húsnæði og hafa búið inni á öðrum fjölskyldum og hafa verið í vanda.“ Ingibjörg staðfestir að íbúð í eigu sveitarfélagsins sé til sölu og það sé til þess að fjármagna frekari uppbygg- ingu á svæðinu. „Við höfum verið að losa fjármagn til þess að geta farið í að deiluskipuleggja og bregðast við,“ segir hún. Ýmislegt hafi verið gert til þess að reyna að mæta vandanum. „Fyrir ári fluttum við úr sveitarstjórn- arskrifstofunni og breyttum henni í íbúð til þess að geta mætt þessum vanda. Ástandið hefur verið svona í svolítinn tíma en við erum stöðugt að vinna í því að leita lausna.“ n Á hrakhólum vegna húsnæðisskorts n Mikið vandamál á Hólmavík Fjölskyldan Flytur í tjald Fjölskyldan Erla segir fjölskylduna neyðast til að flytja í tjald. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég er bara á fullu að leita að tjaldi fyrir okkur núna Kveikti í forsetanum Bein lína DV.is kveikti svo sannar- lega í Ólafi Ragnari Grímssyni því nú hefur hann ákveðið að svara spurningum landsmanna á Face- book-síðu sinni. „Höfum ákveðið að taka upp fastan lið hér á Facebook og á heimasíðunni www.olafurogdor- rit.is þar sem allir geta sett fram spurningar og ég svara, líkt og ég gerði á Beinni línu á DV. Þar komu fram margar efnisríkar spurning- ar sem gaman var að svara,“ segir Ólafur Ragnar sem fór mikinn á Beinni línu DV.is fyrir skemmstu þar sem hann svaraði spurningum lesenda vefsins af miklum móð. Þar gaf Ólafur til að mynda ungum mönnum góð ráð í kvennamálum og sagðist beygja sig auðmjúkur undir dóm þjóðar- innar. Reykjanesbær í skuldafeni Þrjú af fimm stærstu sveitarfé- lögum landsins uppfylla ekki skil- yrði sveitarstjórnarlaga um fjár- hagsstöðu. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Sjónvarpsins en þar kom fram að skuldir aðalsjóðs og fyrirtækja sveitarfélaga mættu ekki fara yfir 150 prósent af árstekjum sveitarfélaga. Reykjavík skuldar 110 prósent af tekjum, en Orku- veita Reykjavíkur er ekki tekin inn í þá útreikninga sökum reglu- gerðar í sveitarstjórnarlögum um skuldastöðu sveitarfélaga. Kópavogur er vel yfir mörk- unum, skuldar 244 prósent af tekjum og hlutfallið er enn hærra í Hafnarfirði þar sem skuldirnar eru 259 prósent af tekjum. Akureyri skuldar 140 prósent af tekjum og Reykjanesbær trónir á toppnum en sveitarfélagið skuldar 300 pró- sent af tekjum sem er tvöfalt meira en leyfilegt er samkvæmt lögum. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að ekki hefði verið út- fært hvernig eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga myndi taka á þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.