Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Side 8
8 Fréttir 30. maí 2012 Miðvikudagur Skemmdarverk á útiSvæði fatlaðra Þ að var heldur nöturleg sýn sem blasti við starfsfólki og notendum dagþjónustunnar að Gylfaflöt í Grafarvogi þeg- ar þeir mættu til vinnu eftir hvíta- sunnuhelgina. Á Gylfaflöt rekur velferðarsvið Reykjavíkurborgar tómstundaþjónustu fyrir þroska- hamlað fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Verulegar skemmdir höfðu verið unnar á útisvæðinu þar sem stór hluti af starfinu fer fram. Lóð dagþjónustunnar er girt af en um helgina fór hópur unglinga inn á lóðina, braut þar og bramlaði garðstóla, reif upp blóm með rót- um og sturtaði úr blómapottum. Þá hafði skjólveggur verið felldur og trampað á honum svo hann lá brotinn á jörðinni. Traðkað hafði verið á matjurtagarðinum, stórt trékefli hafði verið brotið og það sem notendum dagþjónustunnar svíður sennilega mest er að örygg- isnet trampólínsins sem þau söfn- uðu sér fyrir hafði verið eyðilagt. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem skemmdaverk af þessu tagi eru unnin á lóðinni. Kveikt í öryggisneti Þegar blaðamaður og ljósmyndari renna í hlað á Gylfaflöt er alveg ljóst á ungum dreng, sem situr í sólinni í garðinum, að honum er mikið niðri fyrir. Hann veifar höndum, hristir höfuðið og bendir svekktur á skemmdirnar. Særún Sigurjónsdóttir er yfirþroskaþjálfi á dagþjónustunni. Hún kallar eftir aukinni samfélagslegri ábyrgð með því að foreldrar ræði við börn- in sín um skemmdarverkin. „Við sköpuðum okkur þennan reit fyrir fjórum árum. Við feng- um styrk frá Norvik fyrir efni í girð- inguna og byggðum hana sjálf með aðstoð góðs fólks í nágrenninu til þess að við gætum átt okkar úti- svæði. Það skiptir máli fyrir okkar notendur að hafa griðastað og ramma utan um sig. Hér verður al- veg yndislegt á sumrin,“ segir Sæ- rún þegar hún sýnir blaðamanni skemmdarverkin. Reykjavíkurborg stendur ekki straum af kostnaði við útisvæðið á Gylfaflöt heldur eru það alfarið notendur og starfsfólk sem sköp- uðu það. Særún segir að eftir að ákveðið var að kaupa trampólín, sem þau söfnuðu fyrir, hafi ver- ið stöðug ásókn frá ungu fólki á lóðina. Hún segir að í upphafi hafi verð reynt að fá samvinnu við krakkana í hverfinu. Þau vildu leyfa þeim að nota svæðið ef þau lofuðu að skemma ekkert. Síðast- liðin tvö sumur hafa hins vegar ítrekað verið unnin skemmdar- verk á lóðinni. „Það er búið að gera fjórum sinnum við trampólínið eftir að kveikt hafði verið í öryggis- netinu svo að stór göt voru komin á það,“ segir Særún. „Spurning um samfélagslega ábyrgð“ „Við sköpuðum þetta sjálf og okk- ur þykir alveg ofboðslega sárt að horfa upp á skemmdirnar hérna,“ segir Særún og bendir á að skemmdarverkin hafi það í för með sér að minni fjármunir fari í reksturinn sjálfan. „Við höfum enga peninga til þess að endurnýja það sem skemmist. Það finnst okk- ur sárast.“ Þegar haldið var upp á afmæli dagþjónustunnar á Gylfaflöt söfn- uðust peningar sem voru notaðir til þess að kaupa rólu á útisvæðið. „Við keyptum rólu sem var rústað sama kvöld og hún var keypt. Þá þurftum við að nota afganginn af afmælispeningunum til að kaupa öryggismyndavél,“ segir Særún. Upptökur úr öryggismyndavélinni sýna krakkana rústa lóðinni og segir Særún ekki útilokað að fara lengra með málið. Hún segir hins vegar mestu máli skipta að vekja upp samfélags- vitund meðal fólks og fá foreldra til þess að ræða við börnin sín og gera þeim grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. „Við erum ekki að fara fram á peninga því þá verður þetta bara skemmt aftur. Þetta er spurning um að fólk og börn séu meðvitaðri um umhverfi sitt og tali við börnin sín. Þetta er spurning um samfélagslega ábyrgð.“ n Ítrekað eru skemmdarverk unnin á eigum fatlaðra í Grafarvogi „Við sköpuðum þetta sjálf og okkur þykir alveg ofboðs- lega sárt að horfa upp á skemmdirnar hérna. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Trampólínið Margrét Birta Óskarsdóttir, 22 ára, á trampólíninu sem var skemmt enn einu sinni um helgina. Skemmdir um alla lóð Búið var að trampa á skjólvegg, rífa upp blóm úr blómapottum með rótum og sturta moldinni yfir hellulagða stétt við dagþjónustuna á Gylfaflöt. Marg- sinnis áður hafa verið unnin skemmdarverk á lóðinni. Guðni Th. um forseta Íslands Völd í orði en ekki á borði Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur segir í nýrri grein um völd og hlutverk forseta Íslands á Vísindavef Háskóla Íslands að ákvæði um að forseti Íslands geti rofið þing verði að skoða í ljósi fyrstu greinar stjórnarskrárinnar, þess grundvallar að Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þá verði einnig að horfa til þess að stjórnarskráin kveður á um ábyrgðarleysi forsetans. Undirskriftasöfnun hefur gengið á netinu á undanförnum vikum þar sem skorað er á forsetann að rjúfa þing og boða til kosninga. Guðni telur því hæpið að slíkt vald sé raunverulega á herðum forseta Íslands. Hann segir að þetta gildi einnig um önnur formleg völd forseta sem kveðið er á um í stjórnarskránni, svo sem að hann fari með löggjafarvaldið ásamt Alþingi og framkvæmdarvaldið með öðrum stjórnvöldum. Í stjórnarskránni segir einnig að hann geti skipað ráðherra, gert samninga við önnur ríki og látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga. „Að þessu leyti eru völd forseta því í orði en ekki á borði,“ skrifar Guðni. Hann segir forsetann þó gegna mikilvægu formlegu hlutverki. Hann undirritar lög og ýmis skipunarbréf svo þau taki gildi, auk þess sem hann taki á móti sendimönnum erlendra ríkja og fari í heimsóknir til konunga, drottninga og annarra þjóðhöfðingja. Þá segir Guðni að forseti geti látið til sín taka á pólitíska sviðinu, einkum þegar mynda þurfi ríkisstjórnir. Hann afhendir þá formanni stjórnmálaflokks sem hann telur líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn umboð til að mynda stjórn. Ef formann- inum mistekst að mynda stjórn lætur hann umboðið af hendi og færir forseti það þá næsta formanni. „En þyki forseta einsýnt að leiðtogum stjórnmálaflokka á Alþingi muni ekki takast að mynda ríkisstjórn er honum heimilt að skipa utanþingsstjórn. Forseti velur sér þá forsætisráð- herra og ráðherra og situr sú stjórn uns mál hafa þróast á þann veg að unnt er mynda ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta eða minnihlutastjórn sem getur staðið af sér tillögu um vantraust.“ Brotið og bramlað Garðstólar voru teknir og brotnir. Margrét Birta Óskarsdóttir er einn af notendum dagþjónustunnar. Mynd Eyþór ÁrnaSon Árétting Skarphéðinn Þórisson líffræð- ingur vill árétta að gruggið í Lagarfljóti hefur þrefaldast líkt og Landsvirkjun metur það en ekki fimmfaldast eins og fram kom í máli hans í helgarblaði DV. Þá vill hann undirstrika það að þrátt fyrir að fram- kvæmdir vegna Kárahnjúka- virkjunar hafi eflaust haft áhrif á ferðir hreindýranna er líklegt að veður og beit spili líka inn í og að yfirstandandi rannsóknir muni vonandi leiða það í ljós í fyllingu tímans hvaða áhrif virkjunin hafði á dýralífið á svæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.