Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 9
H
ús Kára Stefánssonar,
stjórnanda og stofnanda Ís-
lenskrar erfðagreiningar, í
Kópavogi er eitt af íburð-
armestu húsum landsins.
Samkvæmt fasteignaskrá er húsið
629 fermetrar að stærð og er það á
eftirsóttum stað í bænum, með út-
sýni yfir allt Elliðavatn. Enn er ekki
ljóst hvenær Kára gefst færi á að flytja
inn í húsið en það styttist þó óðum
í það, sé mið tekið af gangi fram-
kvæmda.
Bíósalur á neðri hæðinni
Húsið er um margt athyglisvert og
ekki síst fyrir þann herbergjafjölda
sem ætlaður er heimilisfólki. Sam-
kvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá
og teikningum á vef Kópavogsbæj-
ar verður nóg pláss í hjónaherberg-
inu, en það er það tæplega fimmtíu
fermetrar að stærð. Þess utan er svo
fataherbergi upp á tæpa átta fermetra
og baðherbergi sem er rúmir nítján
fermetrar. Hjónaherbergið er talsvert
stærra en bíósalurinn sem gert er
ráð fyrir í teikningunum á neðri hæð
hússins. Salurinn er skráður rúmir 38
fermetrar en hann er á sömu hæð og
bókasafnið. Bókasafnið er hins vegar
umtalsvert stærra, eða rúmir 62 fer-
metrar.
Þrátt fyrir að hjónaherbergi Kára
sé tugir fermetra að stærð er það ekki
eina herbergið í glæsihýsinu. Þrjú
önnur svefnherbergi eru á teikning-
unum auk vinnustofa og aukaher-
bergja. Fataskápar og línskápur eru
einnig á teikningunum. Einnig má
nefna að klósett eru víða um hús-
ið en þau eru fjögur talsins. Þá get-
ur Kári valið á milli þriggja sturta og
tveggja baðkara til að baða sig í.
Ofan á húsþakinu eru þaksvalir
með útsýni yfir Elliðavatnið. Mörg
glæsileg hús eru á svæðinu en fá, ef
einhver, eru með jafn gott útsýni yfir
vatnið og hús Kára. Húsið er þannig
hannað að hægt er að njóta útsýn-
isins í mörgum af stóru herbergjum
hússins.
Málaferli og verkstopp
Bygging hússins hefur vakið mikla
athygli og hafa dómsmál verið höfð-
uð vegna byggingarinnar. Kostnað-
urinn við verkstoppið nam nokkrum
milljónum króna, samkvæmt grein-
argerð sem Kári lagði fram fyrir hér-
aðsdóm í dómsmáli þar sem hann
og verktakar sem komu að byggingu
hússins tókust á um ýmsan kostnað.
Sektirnar sem Kópavogsbær lagði
á Kára vegna málsins námu 20.000
krónum á dag en í ágúst 2010, sama
ár og dagsektirnar höfðu verið lagð-
ar á, skilaði Kári inn verkáætlun og
hóf framkvæmdir á ný. Í greinar-
gerðinni kemur fram að dagsektirn-
ar hafi samtals numið 6,2 milljónum
króna.
Kári hefur þegar borgað 60 millj-
ónir króna fyrir byggingu hússins en
verktakafyrirtækið Fonsi ehf., sem
stefnt hefur honum fyrir dóm, telur
sig eiga á annan tug milljóna til við-
bótar inni hjá honum. Þetta er þó
aðeins kostnaðurinn við að reisa
húsið og má gera ráð fyrir milljóna-
kostnaði til viðbótar við ýmsan frá-
gang á húsinu og lóðinni í kring.
Það má því allt eins gera ráð fyrir því
að Kári eigi eftir að þurfa að punga
út vel yfir hundrað milljónum fyrir
höllina. n
Með bíósal
og bókasafn
n 629 fermetra glæsihús Kára Stefánssonar komið vel á veg n Lóðin ein og sér metin á 36 milljónir
Fréttir 9 Miðvikudagur 30. maí 2012
Langt komið Húsið er
sérlega glæsilegt eins og sjá
má á teikningum og myndum.
Snýr að vatninu Frábært útsýni er af
svölum og úr helstu herbergjum hússins yfir
Elliðavatnið. Sérstakar útsýnissvalir eru á
toppi hússins.
Rúmgott Húsið er um 630 fermetrar að
stærð en inni í þeirri tölu er 50 fermetra
bílskúr sem rúmar tvo bíla.
Lifir hátt Þegar hefur Kári borgað hátt
í 100 milljónir fyrir húsið. Líklegt er þó að
húsið muni kosta talsvert meira en það.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Bíósalur
38,5 m2 Bókasafn
62,4 m2Tækni-rými
Geymsla Þvotta-hús
Bað-
herbergi
Bað-
herbergi
Geymsla
Herbergi
11,1 m2
Lín-
skápu
r
Stigi
Herbergi
18,3 m2
Herbergi
23,4 m2
Gangu
r
Opið
miðrým
i
1. hæð
Stigi
Stigi
2. hæð
Bíla-
geymsla
40,7 m2
WC Borðstofa
20,1 m2
Stofa
44,4 m2
Eldhús
21 m2
Auka-
herbergi
14,9 m2
Vinnu-
herbergi
17 m2
Fata-
herbergi
Master-
svíta
44,8 m2
Master-
bað
23,4 m2
Mið-
rými
Op
OpOp
Brú
Svalir
Svalir
Stigi
Stigi
Stigi
Gangu
r 50 fermetra
svefnherbergi
Það dreymir eflaust marga um að
eiga sinn eigin bíósal. Kári virðist
vera einn þeirra og er tæplega
40 fermetra bíósalur á neðri
hæð hússins. Fái hann hins vegar
löngun til að lesa í staðinn fyrir
að horfa getur hann smellt sér
yfir í bókasafnið sem er að finna á
sömu hæð.
Bíó og bókasafn
Það mun líklega fara vel um
Kára í mastersvítunni á annarri
hæð hússins. Það er þó nóg
pláss annars staðar í húsinu ef
hann vill fá tilbreytingu. Í húsinu
eru fjölmörg önnur herbergi og
rúmgóð stofa og vinnuaðstaða
er einnig til staðar.