Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 30. maí 2012 Miðvikudagur Svíar vilja yfirheyra Assange n Hæstiréttur í Bretlandi úrskurðar um hvort Julian Assange verði framseldur til Svíþjóðar J ulian Assange, einn af stofnend- um uppljóstranavefsíðunnar Wikileaks, fær að vita í dag, mið- vikudag, hvort hann verði fram- seldur til Svíþjóðar en þar er hann grunaður um nauðgun og kynferðis- lega áreitni. Julian dvelur um þessar mundir í Bretlandi. Hann hefur bar- ist í tvö ár gegn því að verða fram- seldur til Svíþjóðar en sænsk yfirvöld vilja yfirheyra Julian vegna ásakana tveggja kvenna, sem áður unnu sem sjálfboðaliðar fyrir Wikileaks-síð- una, um nauðgun og kynferðislega áreitni. Hæstiréttur í Bretlandi mun gera grein fyrir niðurstöðu í máli Julians í dag. Lögmenn Julians segja að evr- ópsk handtökuheimild, sem gild- ir fyrir öll lönd innan Evrópusam- bandsins og sænsk yfirvöld byggja framsalsbeiðni sína á, eigi ekki við þar sem það var saksóknari sem gaf út handtökuskipunina en ekki dóm- ari eins og bresk lög kveða á um. Undirréttur í Bretlandi hefur tvisvar úrskurðað að Julian yrði framseldur á grundvelli evrópsku handtökuheim- ildarinnar. Julian var handtekinn í Lundún- um þann 7. desember 2010 eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum í Svíþjóð. Hann var tíu daga í fangelsi, en var leyst- ur úr haldi eftir að tryggingargjald var borgað og á þeim forsendum að hann bæri rafrænt eftirlitsökkla- band, tilkynna sig til lögreglunnar daglega og ekki fara út landi. Hann dvelur um þessar mundir á óðals- setri í eigu stuðningsmanna Wiki- leaks. L æknar og sérfræðingar í hita- beltis-smitsjúkdómum við Baylor-háskólann í læknis- fræðum í Houston, segja í langri grein sem þeir hafa sent frá sér að Chagassjúkdómurinn svo- kallaða sé „hin nýja eyðni Ameríku.“ Chagassjúkdómur er sjúkdómur sem sníkjudýr af ættbálkinum Tryp- anosoma valda og hafa þegar um 8 milljónir manna í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum smitast. Sjúkdómur- inn er lífshættulegur fyrir um það bil fjórða hvern sjúkling. Vísindamennirnir segja að hin hættulega útbreiðsla sjúkdómsins í heimshlutanum minni um margt á þegar HIV-sjúkdómurinn breiddist fyrst út í byrjun níunda áratugarins. Blóðsugur smita Líkt og með eyðni getur liðið lang- ur tími frá því að einstaklingur smit- ast af Chagassjúkdómnum og þar til fyrstu einkenni koma í ljós. Chagas- sjúkdómur er illviðráðanlegur sjúk- dómur sem hefur lagst harðast á íbúa Bólivíu, Mexíkó, Kólumbíu og Mið- Ameríkuríkjanna, auk þess sem meira en 300 þúsund Bandaríkjamenn hafa verið greindir með sjúkdóminn. Chagassjúkdómur getur smitast frá móður til barns eða með blóð- gjöf. Þá hafa einnig komið upp tilfelli þar sem fólk hefur smitast með því að borða mat sem sníkjudýrin hafa kom- ist í. Um fjórðungur þeirra sem smitast af sjúkdómnum mun þróa með sér al- varleg einkenni þar sem hann leggst á innyfli sjúklinganna sem byrja að stækka. Það á einkum við um hjartað og deyja flestir af völdum hjartaáfalls. Sjúkdómurinn er meðhöndlaður með ströngum þriggja mánaða lyfjakúr og hefur aðeins tilætluð áhrif ef sjúk- dómurinn greinist mjög snemma. Lyfin við Chagassjúkdómnum eru ekki eins dýr og lyf við eyðni, en í fátækari ríkjum Suður-Ameríku er talsverður skortur á þeim. Það er einkum bláfátækt fólk í löndunum sem hefur smitast af sjúkdómnum og því hafa heilbrigðisyfirvöld ekki varið miklum fjármunum í að þróa ný lyf. Ólöglegir innflytjendur fá ekki læknisþjónustu Læknarnir benda einnig á sam- félagslegu áhrifin sem sjúklingar verða fyrir. „Það er eins með eyðni og þennan sjúkdóm að sjúklingarn- ir eru brennimerktir í samfélaginu,“ segir í grein vísindamannanna. Flestir hinna smituðu í Bandaríkj- unum eru ólöglegir innflytjendur og hafa þar af leiðandi ekki aðgang að læknisþjónustu, sem gerir það að verkum að sjúkdómurinn breiðist hraðar út. Einkenni sjúkdómsins eru breyti- leg eftir því á hvaða stigi hann er. Helstu einkennin eftir smit eru bólga við bitfarið á húðinni. Eftir að bólgan hefur hjaðnað er sjúkdómurinn ein- kennalaus hjá um það bil 60–80 pró- sent sjúklinga. Sem fyrr segir getur hann verið lífhættulegur í um það bil fjórða hverju tilfelli. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Það er eins með eyðni og þennan sjúkdóm að sjúklingarnir eru brennimerktir í sam- félaginu. „Ný eyðNi Ameríku“ n Átta milljónir manna hafa smitast af Chagassjúkdómi „Kissing bug“ Þetta skordýr er ein aðalástæðan fyrir út- breiðslu sjúkdómsins en tegundina má finna allt norður frá Mexíkó og suður til Argentínu. Mynd reuterS Hrun Facebook heldur áfram Hlutabréfaverð í Facebook hefur fallið hratt frá því að fyrirtækið var sett á markað. Á þriðjudag var verðið komið undir 30 dali á hlut og þýðir það meira en 20 prósent fall frá upphaflegu verði bréfanna þegar þau voru fyrst sett á markað. Þrátt fyrir þetta mikla fall má gera ráð fyrir enn meiri virðisrýrnun bréfanna. MarketWatch nefnir því til stuðnings að markaðsvirði hlutabréfa í fyrirtækinu sé enn 55 sinnum hærra en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins verði í ár. Til samanburðar er verðmæti Google á mörkuðum um 14 sinn- um hærra en áætlaður hagnaður fyrirtækisins á árinu. Breivik fór í lýtaaðgerð Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem játað hefur að hafa ráðið 77 manns bana í tveimur hryðjuverkaárásum í Noregi, fór í lýtaaðgerð árið 2009. Tilgangurinn með aðgerðunum var að verða líkari aría. Þetta kom fram í vitnisburði fyrrverandi vini Breiviks fyrir dómstólum þar sem réttað er yfir honum. Sjálfur segist Breivik hafa farið í aðgerðina eftir að pakistanskur karlmaður kýldi hann í andlitið. Flugvélabrak lenti í íbúðahverfi Nokkrir bílar skemmdust en eng- inn meiddist þegar brak úr flugvél Air Canada-flugfélagsins féll til jarðar í úthverfi Toronto-borgar í Kanada á mánudag. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 777, var á leið til Japans með 318 far- þega og 18 manna áhöfn þegar atvikið átti sér stað. Flugvélinni var gert að snúa við og lenda á kanadískum flugvelli þar sem gert var við vélina. Talið er að brakið hafi komið úr einum af hreyflum vélarinnar en slokknaði hafði á honum stuttu eftir flugtak. Sam- kvæmt kanadíska blaðinu Toronto Star heyrðist mikill hávaði þegir vélin tók á loft og segja sjónar- vottar í samtali við blaðið að eldur hafi komið úr einum hreyflinum. „Ég sá eld koma aftan úr hreyflin- um og ég hugsaði með mér „jæja, eitthvað er eins og það á ekki að vera“,“ segir maður sem vinnur í nágrenni við flugvöllinn. Bíður úrskurðar Julian Assange er grunaður um kynferðisbrot í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.