Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Page 17
Spurningin
Hélt sambandinu
leyndu
Það er búið að vera
þrjú ár í sjónum
Gísli Örn Garðarsson – DVLárus Eiríksson – DV
E
r það Ísland? Ég held það sé Ís-
land,“ sagði sjónvarpsþulurinn
grátbiðjandi, í pínlegustu sjón-
varpsútsendingu ársins.
Hrafnhildur Halldórsdóttir var
valin til að halda í hönd þjóðar-
innar á árlegri ögurstund hennar,
Eurovision. Þulurinn sveiflaðist á
milli firrtrar ofsabjartsýni, þung-
lyndis og þagnar. „Koma svo, gefa
nú Íslandi,“ sagði hún, þegar fyrr-
verandi Júgóslavíuríkið Makedónía
átti eftir að gefa 12 stigin sín. Sigmar
Guðmundsson, fyrrverandi Euro-
vision-kynnir, hefði vitað að þetta
Júgóslavíuríki myndi gefa Serbíu 12
stigin – fyrst Serbía hafði ekki fengið
10, 8 eða minna. Það var ekki séns
að Serbía fengi ekkert frá nágranna
sínum.
„Við skulum ekkert örvænta,“
byrjaði hún, þegar Ísland hafði eng-
in stig fengið frá þremur þjóðum.
„Þetta kemur allt.“ Nokkrum sek-
úndum síðar, þegar Rúmenía átti
eftir 12 stigin, en hafði ekki gefið
Moldavíu neitt, þrátt fyrir að Mold-
avía hafi áður verið hluti af Rúmen-
íu, bar þulurinn væntingar sínar á
torg: „Og svo Ísland. Koma svoh!“
Vonin hafði ekki dvínað, af óljós-
um ástæðum, þegar næsta land gaf
stig. „Það er Austurríki næst. Ég er
nú alveg viss um að við fáum stig frá
Austurríkismönnum,“ sagði hún.
Þannig var það, að í hvert skipti
spáði hún því að Ísland fengi stig,
og oftar en ekki 12 stig.
„Þetta lítur ekki alveg eins vel út
hjá okkur, en þetta hlýtur að fara
að koma,“ sagði hún, þegar fimm
lönd höfðu engin stig gefið Íslend-
ingum. „Við erum ekki á þessum
lista. Hvurs lags er þetta, nú hlýtur
þetta að fara að koma hjá okkur,“
sagði hún, þegar sjötta þjóðin fúls-
aði við íslenska framlaginu. „Hvað
gera Belgar, erum við ekki þarna?
Nei! Við erum heldur ekki þarna!“
örvænti hún, yfir sjöundu stigagjöf-
inni. „Ég er nú alveg viss um að við
fáum stig frá Aserbaídsjan. Það hlýt-
ur bara að vera,“ grét hún yfir þeirri
áttundu. „Já, við erum ekki þarna.
En við hljótum að vera á hinum
listanum, ég bara trúi ekki öðru,“
hélt hún áfram. „Malta fær átta stig
frá Aserbaídsjan. Þá fáum við tíu,
örugglega. Eða tólf!“ sagði hún, þótt
ekkert benti til þess. „Hverjir fá tólf,“
spurði hún, þegar Ísland fékk ekki
10. „Er það Ísland?“
Nei. Það var ekki Ísland. Af
hverju ætti Ísland allt í einu að fá
tólf stig frá ólíklegustu þjóðum, þeg-
ar engin þjóð hafði gefið neitt stig?
Níunda landið sem gaf stig var
Malta. „Ég verð ekki eldri, ef þeir
gefa okkur ekki stig,“ sagði þulurinn,
og hélt áfram að eldast. „Þá bara
verð ég ekki eldri,“ hélt hún samt
áfram. Átta stig fara til.... „Ísland! Ís-
land!“ endurtók þulurinn hvíslandi.
„Þetta hlýtur að koma, ég bið ykkur
um að örvænta ekki þarna heima,“
bað þulurinn þegar San Marino
skreytti íslensku þjóðina engum
stigum. „Ísland ennþá núll! Oh,“
kvartaði hún, þegar Frakkar gáfu
stig. „Koma svo!“ hvatti hún, áður
en Frakkar gáfu öðrum þjóðum 10
og 12 stig. „Nú er alveg farið að fara
um mann hérna,“ játaði hún, en
gafst ekki upp. „Og svo koma svo!“
þegar tólfta þjóðin, Bretar, sýndi
stigin.
Þulurinn hélt svona áfram. Hún
hvíslaði nafn landsins síns þegar
þjóðir gáfu tólf stigin, örvænti og
fylltist afneitun á víxl.
Þeir sem verða fyrir áfalli eða
sorg ganga í gegnum fimm stig.
Afneitun er það fyrsta. Þar dvaldi
Hrafnhildur lengi vel og sneri þang-
að reglulega aftur. Annað stigið er
reiði, sem þulurinn náði að hemja,
en braust fram í stunum og bældum
viðbrögðum við vonbrigðum. Það
þriðja er sáttaumleitun. Þangað
náði Hrafnhildur á þrettándu þjóð,
þar sem hún taldi sig eiga inni hjá
tyrknesku þjóðinni. „Þeir gefa okkur
stig, ef þulurinn hérna vinur minn
hefur staðið sína pligt.“ Fjórða stigið
er þunglyndi, og það fimmta er að
sætta sig við orðinn hlut.
Á milli þessara stiga flakkaði
íslenski Eurovision-kynnirinn í
beinni útsendingu. „Þetta er sko
langt frá því að vera búið,“ sagði
hún í núllstöðu á fjórtándu þjóð,
og taldi að áhrifa íslenskra ferða-
manna myndi gæta í stigagjöf
Grikkja. „Við erum nú dugleg að
heimsækja Grikki og hljótum að
hafa skilið eftir einhverja jákvæða
strauma.“ Hvíslið breyttist á köflum
í fráblásturshljóðið „Íhslandh!“
þegar 12 stigin voru gefin. Þulurinn
fór yfir á reiðistigið. „Ísland, Nor-
egur og Danmörk neðst með ekkert
stig! Þetta gengur ekki!“ Á sautj-
ándu þjóð, Búlgaríu, hafði Ísland
ekki fengið neitt stig, en íslenski
þulurinn hafði sveiflast aftur yfir í
afneitun þegar 12 stigin voru eftir:
„Er það Ísland? Ég held það sé Ís-
land.“ En það var ekki Ísland.
„Ísland! Ég held það sé Ísland!“
sagði hún samt aftur næst.
Örvænting í beinni
„Mér fannst ömmurnar frá
Rússlandi standa upp úr.“
Guðbjörg Benediktsdóttir,
56 ára, sjálfboðaliði hjá Thorvaldsen‘s
Basar
„Sænska lagið.“
Maríanna Eva Sævarsdóttir,
20 ára, vinnur á Fiskmarkaðinum
„Lagið sem vann fannst mér
langflottast. Mér fannst líka
að Ísland hefði getað verið með
ferskara lag, eitthvað sem hefði
meira af menningu okkar í.“
Reynaldo Cruz,
24 ára, hjólabrettakappi
„Ég horfði ekki einu sinni á
Eurovision svo að mér fannst
ekkert standa upp úr.“
Haukur Már Hauksson,
21 ára, matreiðslunemi
„Lagið sem vann fannst mér
standa upp úr af því að það var
búið að spila það svo mikið áður
en Eurovision hófst; ég vissi ekki
einu sinni að lagið hefði verið í
keppninni.“
Alexandra Jónsdóttir,
18 ára, vinnur á The Laundromat Café
Hvað fannst
þér standa upp
úr í Eurovision?
Svarthöfði
Umræða 17Miðvikudagur 30. maí 2012
1 Neitar að segja hvað varð um mál Gillzeneggers
Rúmlega hálft ár liðið frá því ung
stúlka kærði Egil Einarsson og kærustu
hans. Saksóknari er hættur að tjá sig
við fjölmiðla.
2 Johnny Tapia látinnHnefaleikakappinn Johnny Tapia,
fimmfaldur heimsmeistari í þremur
þyngdarflokkum, fannst látinn á
heimili sínu á sunnudag.
3 Gruna Jens um að hafa skotið milljónum undan skatti
Smugan greindi frá því að grunur leiki
á að milljónum króna hafi verið skotið
undan skatti í starfsemi Jens Kjartans-
sonar lýtalæknis.
4 Skúli missti 50 lítra af blóði eftir árásina
Ótrúlegt þykir að Skúli Sigurz lögmaður
hafi lifað af hnífaárás Guðgeirs Guð-
mundssonar.
5 Væg refsing fyrir nýárs-nauðgun
Tveir breskir unglingspiltar voru
dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi
fyrir að nauðga 14 ára stúlku á nýárs-
dag. Dómurinn þykir vægur.
6 Flöskuskeytið fannst í Kanada
Krakkar af leikskólanum í Holti í
Reykjanesbæ fundu flöskuskeyti í
fjöruferð. Þau sendu svo sjálf skeyti
sem fannst í Kanada.
Mest lesið á DV.is Þ
egar ég var beðin um að taka
þátt í málsókn gegn bandaríska
ríkinu þá gerði ég það fyrst og
fremst til að reyna að vekja at-
hygli á lögum sem eru hættuleg öllum
sem hafa á einn eða annan hátt tekið
þátt í að mótmæla einhverju sem
þeim ofbýður. Eftir að hafa staðið í
baráttu við bandarísk yfirvöld í meira
en ár vegna tilrauna þeirra til að hakka
sig löglega inn í öll mín persónulegu
gögn á samskiptamiðlum vegna þess
að ég aðstoðaði WikiLeaks á sínum
tíma við að koma stríðsglæpum í Írak
fyrir sjónir almennings, þá átti ég alls
ekki von á að við myndum vinna mál-
sóknina. Hið bandaríska lagakerfi er
svo flókið og undarlegt að fæstir láta
sig dreyma um að vinna mál á hendur
ríkinu þegar ríkinu hefur tekist að
smyrja hryðjuverkastimplinum á þau.
Það kom mér því verulega á óvart
þegar ég sá bréf í innboxinu mínu
þess efnis að við sjömenningarnir
svokölluðu hefðum unnið NDAA-
málið. Málið var sótt af fólki sem ég
ber djúpstæða virðingu fyrir, en þar á
meðal eru Daniel Ellsberg (frægasti
afhjúpari heimssögunnar, Pentagon
Papers), Noam Chomsky (hann þarf
ekki að kynna), Chris Hedges (fyrr-
verandi rannsóknarblaðamaður frá
NYT) og þrjár baráttukonur fyrir Wiki-
Leaks, Manning og Occupy. Það kom
mér reyndar líka skemmtilega á óvart
að sjá í fjölmiðlum að Naomi Wolf hafi
lesið upp í dómsal vitnisburð minn en
hún er á meðal fjölmargra sem hafa
léð þessari baráttu raust sína.
Hvað er NDAA?
En hvað þýðir þetta NDAA eiginlega
og af hverju fagna þeir sem berjast
fyrir mannréttindum um allan heim
niðurstöðunni? Með lögfestingu
NDAA fær Bandaríkjaher heimildir
til að handtaka almenna borgara
hvar sem er í heiminum og hneppa
í varðhald án dóms og laga um
ókomna tíð vegna gruns um aðild
að hryðjuverkasamtökum, en eins
og flestir vita þá hefur sú skilgrein-
ing í reynd öðlast mun víðtækari
skilgreiningu en flestir sættu sig við
upphaflega.
Athygli vekur að í dómnum kemur
fram að viðvaranir utanríkismála-
ráðuneytisins til mín um að mér sé
ekki óhætt að ferðast til Bandaríkj-
anna þrátt fyrir að eiga að njóta ein-
hvers konar friðhelgi sem þjóðkjör-
inn fulltrúi eiga við rök að styðjast, en
Alþjóðaþingmannasambandið hefur
jafnframt lýst yfir áhyggjum af þróun
mála í Bandaríkjunum og árásum
þeirra á friðhelgi og ferðafrelsi alþing-
ismanna frá öðru landi.
Einstaklingar geta breytt gangi
sögunnar
Mikilvægt er að minna á að vegna að-
gerða nokkurra einstaklinga var hægt
að stýra framvindu málsins í betri far-
veg, almenningi til heilla, því ljóst er
að NDAA-lögin eiga sér engin landa-
mæri og með því að hindra framgang
þeirra er heimurinn okkar aðeins betri
um stund.
Þá felur dómurinn í sér viðurkenn-
ingu á að óheimilt sé að framfylgja
tveimur greinum laganna þar sem
þær standist ekki bandaríska stjórnar-
skrá, þar með á meðal greinin um
varðhald án dóms og laga. Vegna
þessa skýlausa stjórnarskrárbrots
féllst dómarinn, Katherine Forrest,
á lögbannskröfu okkar. Niðurstöðu
dómarans hefur verið fagnað af blaða-
mönnum og aðgerðasinnum um heim
allan vegna þess hve miklu máli hann
skiptir í baráttunni fyrir mannréttind-
um og málfrelsi.
Friðhelgi einkalífsins í
netheimum ekki til
Ég tapaði hinu svokallað Twitter-máli
eftir að hafa tekið það í gegnum þrjú
dómstig með heilum her lögfræðinga
frá EFF og ACLU sem tóku það að sér
án endurgjalds vegna fordæmisgildis
þess. Því er það svo að bandarísk yfir-
völd hafa fengið aðgengi að persónu-
legum gögnum um þingmann frá
öðru landi vegna þess að lagaramm-
inn utan um friðhelgi einkalífsins í
netheimum er nánast ekki til og fáir
láta sig persónufrelsi í netheimum
varða. Þó var það mál af sama toga og
ef FBI hefði fengið heimild til að fara
heim til mín, gramsað í mínum pers-
ónulegu sendibréfum frá m.a. kjós-
endum mínum, skoðað hverjum ég
hef fundað með og skoðað bankabæk-
ur mínar. Ég hef svo sem ekki neitt að
fela en þó svo væri hefði slík aðgerð
FBI í raunheimum sennilega mætt
töluvert meiri mótspyrnu íslenskra
ráðamanna vegna þess að það hefði
verið raunverulegri ógn gegn þjóð-
kjörnum fulltrúa en þegar nákvæm-
lega sömu aðgerðir eiga sér stað með
stafræn gögn.
Íslensk leyniþjónusta í anda FBI í
burðarliðnum
Það er mjög mikilvægt að við stönd-
um vörð um mannréttindi hérlend-
is. Núna stöndum við þingmenn
frammi fyrir miklum þrýstingi um
auknar rannsóknarheimildir lög-
reglu sem hafa verið nefndar for-
virkar rannsóknaraðgerðir. Það hef-
ur komið í ljós þegar fjallað hefur
verið um málið á nefndarfundum
að þessar heimildir séu fyrst og
fremst ætlaðar til að undirbyggja
nýja deild innan lögreglunar sem
kalla mætti leyniþjónustu í anda
FBI. Það er ekki eitthvað sem ég
held að sé okkur til heilla. Við meg-
um ekki láta linnulausan hræðslu-
áróður verða til þess að við fórnum
réttinum til friðhelgi einkalífsins
vegna þráhyggju um að hafa hér
leyniþjónustu, nær væri að leggja
þunga áherslu á að við tryggjum
sambærileg réttindi friðhelgi einka-
lífsins í netheimum og við höfum í
raunheimum.
„Það er mjög
mikilvægt
að við stöndum
vörð um mann-
réttindi hérlendis
Kjallari
Birgitta
Jónsdóttir
Hryðjuverkamenn leynast víða
Ég er bæði móðir
og faðir í dag
Gísli Kr. Björnsson – DV