Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Page 18
18 Neytendur 30. maí 2012 Miðvikudagur
Markaðskannanir sýna mikinn verðmun
n Mikill munur á dýrustu og ódýrustu þvottavélum og sláttuvélum
Þ
að getur borgað sig að skoða vel
þær gerðir af sláttu- og þvotta-
vélum sem eru í boði á Íslandi
en markaðskönnun sem Neyt-
endasamtökin gerðu í byrjun mánað-
arins sýna að töluverður verðmunur
er á slíkum vélum. Á heimasíðu sam-
takanna geta félagsmenn séð báðar
kannanirnar og allar upplýsingar sem
þar koma fram.
Framboð og verð á sláttuvélum
var kannað í 11 verslunum en sam-
tals fundust 109 mismunandi vél-
ar.13 þeirra eru handknúnar og eru
á verðinu 9.900 til 30.000 krónur og
7 tegundir eru rafhlöðuvélar sem
fást á bilinu 69.900 til 163.995 krón-
ur. Stærsti flokkurinn er bensínvél-
ar en sú ódýrasta er á 24.900 krón-
ur á meðan sú dýrasta er á 252.000
krónur.
Framboð og verð á þvottavélum
var kannað í 14 verslunum og sam-
tals fundust 128 mismunandi þvotta-
vélar. Sú ódýrasta var seld á 64.900
krónur í Húsasmiðjunni en sú dýrasta
á 341.910 krónur í Smith & Norland.
Það skal þó tekið fram að það vélarn-
ar eru afar mismunandi hvað varðar
orkunotkun, þeytivinduhraða og af-
köst enda var ekki verið að bera sam-
an verð á sambærilegum tækjum. Í
næsta Neytendablaði sem væntanlegt
er í byrjun júnímánaðar verða síðan
birtar gæðakannanir á þvottavélum og
sláttuvélum.
Á síðu samtakann er tekið fram að
upplýsingum um raftæki sem eiga að
upp til að auðvelda neytendum sam-
anburð sé oft ábótavant. Hér er átt við
upplýsingar um nýtni, þvottahæfni og
þeytivinduafköst. Samtökin vekja at-
hygli á að þessar upplýsingar eigi að
vera á tækjum sem eru til sýnis í versl-
un en of algengt hafi verið að þær vant-
aði þegar markaðskönnunin var gerð
Því sé ástæða til að hvetja forráða-
menn verslana til að bæta hér úr.
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 253,3 kr. 251,9 kr.
Algengt verð 253,1 kr. 251,7 kr.
Algengt verð 252,9 kr. 251,5 kr.
Algengt verð 253,2 kr. 251,8 kr.
Algengt verð 255,3 kr. 251,9 kr.
Melabraut 253,1 kr. 251,7 kr.
Urðu við
öllum óskum
n Lofið að þessu sinni fær veitinga-
staðurinn Fiskmarkaðurinn. „Við
fórum þangað vegna stórafmælis og
má með sanni segja að við höfum
öll verið alveg ótrúlega ánægð
með það viðmót, þjónustu
og mat sem við fengum þar.
Maturinn var dásamlegur,
allt fullkomlega eldað
og bragðgott en það
sem stóð kannski
helst upp úr, fyrir utan
það, var hversu liðlegt,
þjónustulundað og
greiðvikið þjónustufólkið
var. Það fylgdist grannt með, pass-
aði upp á að okkur skorti aldrei neitt
og var reiðubúið að verða við öllum
okkar óskum. Afmælisbarnið fékk
meira að segja kokteil í boði húss-
ins. Frábær staður, frábær matur og
frábær þjónusta, þau eiga svo sann-
arlega hrós skilið,“ segir ánægður
viðskiptavinur.
Mjólkurglas
á 400 krónur
n Lastið fær Gamli bærinn við Mý-
vatn en DV barst eftirfarandi: „Við
keyrðum í gegnum Mývatnssveit-
ina um daginn og stoppuðum á
Gamla bænum. Við ákváðum að fá
okkur aðeins að drekka og keyptum
mjólkurglas handa
ungum syni okkar.
Það mjólkurglas var
nánast á andvirði
bjórs en ég skil ekki
hvað réttlætir það að
selja smábarni mjólkurglas
á 400 krónur!“
DV hafði samband við
kaffihúsið og bar lastið undir
Pétur Snæbjörnsson framkvæmda-
stjóra. „Gamli bærinn er kaffihús og
bar sem selur gestum sínum veit-
ingar og aðstöðu til að neyta þeirra
við borð og stóla og að sjálfsögðu
salernisaðstöðu. Verðmyndun veit-
inga á veitingahúsum er þannig að
um 10–20 prósent fara í hráefni,
25–30 prósent fara í aðstöðu, borð,
stóla, salerni, áhöld og uppþvott
auk fjármagnsliða, 35–40 prósent
fara í laun og svo bætist 7 prósenta
virðisaukaskattur á allt saman.
Þannig má segja að gestir veitinga-
húsa séu ekki síður að kaupa sér
aðgang að aðstöðu og þjónustu
frekar en vöruna sjálfa sem þó er
forsenda viðskiptanna. Okkur þykir
leitt að viðkomandi hefur ekki áttað
sig á þessu og bendum á þá ódýru
leið að kaupa mjólkurfernu í næstu
verslun og neyta hennar í eigin bíl
eða á víðavangi,“ segir Pétur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Verðmunur Það er töluverður munur á ódýrustu og dýrustu vélunum.
M
ögulegt er að fá flug til
London um miðjan júní
á 320 krónur með Iceland
Express. Við það bætast
þó skattar og gjöld og aðr-
ar greiðslur og á endanum kostar því
miðinn 11.900 krónur aðra leiðina.
Má því fara fram og til baka frá Lond-
on fyrir 26.800 krónur sem er töluvert
lægra verð en hin flugfélögin bjóða
upp á. Ódýrast er þó með WOW air
til Kaupmannahafnar en þangað er
hægt að fljúga fyrir 27.800 krónur.
Það margborgar sig því að fylgjast vel
með hvaða verð eru í boði sértu að
spá í ferðalög og stökkva á slík tilboð
þegar þau bjóðast.
Ekki mörg sæti á 300 krónur
Heimir Már Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Iceland Express, segir að flug-
félagið bjóða upp á slíkt verð öðru
hvoru en þetta sé það gjald sem flug-
félagið taki til sín. „Verðið er þrískipt;
upphæðin sem sem félagið tekur,
eldsneytisgjald og svo skattar. Þegar
við getum boðið farið á svo lágu verði
þá snýst þetta um að nýta vélina. Það
er verið að fullnýta vélina og með
þessu getum við leyft fólki að njóta
þess að komast ódýrt til útlanda.“ Ef
fólk fylgist vel með og er í netklúbbi
félagsins fái það slík tilboð send öðru
hvoru sem eru mjög góð. Aðspurð-
ur hvort flugfélagið tapi ekki á þessu
segir hann að svo sé ekki. „Vélin
eyðir alltaf sama magni af eldsneyti
svo þetta er bara spurning um að fá
aðeins upp í eldsneytiskostnaðinn.
Þetta er bara leggur sem við viljum
fylla og klára,“ segir hann.
Þegar hann er spurður hvað
standi í vegi fyrir því að önnur flug-
félög bjóði upp á svipað verð segir
Heimir að félögin standi misvel en
segist þó ekki geta svarað fyrir aðra.
„Við erum með mjög vandaða tekju-
stýringu hjá okkur sem skoðar hvert
einasta flug, hvern einasta legg og
markmiðið er að hafa sem mesta
nýtingu. Ef það er góð nýting á vél-
unum kemur það farþegunum til
góða.“ Hann bendir þó á að það séu
ekki mörg sæti svona ódýr og oft fáist
aðeins annar leggurinn á slíku verði.
Það þurfi þó ekki alltaf að vera stutt í
þau flug og hann ítrekar því að mikil-
vægt sé að fólk skoði vel og oft hvað
er í boði.
Til london
fyrir 320
krónur
n Finna má flugfargjöld á spottprís ef fólk er duglegt að leita og fylgjast með
„Ef það er góð
nýting á vélunum
kemur það farþegunum
til góða.
Aukagjöld flugfélaga
Á Túrista er fjallað um ferðalög en þar má finna fréttir ásamt ýmsum fróðleik og ráðlegg-
ingum fyrir ferðalanga. Þar er meðal annars sagt frá því að þeir sem bóki far frá Íslandi
á vefjum flugfélaganna séu vanir því að fá upp á skjáinn verð með öllu inniföldu strax á
fyrstu síðu bókunarferlisins. Það sé hins vegar ekki svo á síðu EasyJet því þar á bæ bætist
við, í lok pöntunar, bókunargjald upp á 10 pund eða 1.920 krónur og kreditkortagjald
sem nemi 2,5 prósentum en að lágmarki 6 pund, sem gera 1.150 krónur. Fargjald fyrir
einstakling hækki því að minnsta kosti um rúmar þrjú þúsund krónur áður en bókunin er
staðfest. Þá er bent á að Ryanair hafi sama háttinn á og því sé gott að hafa þetta í huga
þegar bókað er hjá þessum flugfélögum.
Túristi bendir einnig á að aukagjöld flugfélaga geti reynst farþegunum dýrkeypt og
valdið ruglingi. Þar segir að sum félögin rukki fyrir að taka frá sæti, önnur fyrir innritaðan
farangur og kreditkortagjöldin geti einnig verið há. Þá sé eitt grófasta dæmið um slík
aukagjöld hjá Ryanair en þar sé tekin þóknun fyrir prentun á brottfararspjöldum en sú
þóknun nemur 60 evrum sem gera nærri 10.000 krónur. Þeir farþegar sem uppgötvi að
þeir hafi gleymt að prenta út brottfararspjöldin sín geta ekki komist hjá gjaldinu með
því að biðla til annarra flugvallarstarfsmanna um að prenta út fyrir sig því samkvæmt
reglum Ryanair verður að prenta spjöldin út í síðasta lagi fjórum tímum fyrir brottför.
Samanburður
Samkvæmt vefsíðunni Túristi eru Kaupmannahöfn, London,
Ósló, Boston og New York vinsælustu áfangastaðir Íslendinga
en hér má sjá verðið á flugi til London og Kaupmannahafnar hjá
flugfélögunum um miðjan júní:
London
14. til 18. júní
Iceland Express 26.800 kr.
Icelandair 58.670 kr.
Easy Jet 35.524 kr.*
*13. TIL 17. júNí
WOW air 32.839 kr.
Kaupmannahöfn
15. til 18. júní
Iceland Express 38.558 kr.
Icelandair 46.950 kr.
Easy Jet -
WOW air 27.800 kr.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Flugfargjald
Flugfélögin
bjóða reglulega
upp á ódýr far-
gjöld sem vert er
að fylgast með.