Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Síða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 30. maí 2012
• Lögmaður félagsins mætir og ræðir mögulega málsókn á
hendur yfirmönnum Sparisjóðsins í Keflavík, svo og stjórn
og endurskoðendum sparisjóðsins.
• Dagskrá samkvæmt samþykktum samtakanna. Kynnt verður rannsóknarvinna sem stjórnin hefur staðið fyrir.
• Fjarfundarbúnaður verður í samvinnu við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Háskólasetur Vestfjarða, Farskólann í Borgar-
nesi, Símenntun Vesturlands og fleiri.
Stjórn samtakanna
Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík
Verða með aðalfund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
þann 30. maí næstkomandi kl.18.00
Spkefstofnfe.is | spkefstofnfe@spkefstofnfe.is
K
omin eru á markað snjall-
símaforrit sem gera síma-
eigendum kleift bæði að
hringja og senda sms frítt.
Forrit þessi eru bæði fyrir iP-
hone- og Android-síma en til að nota
þau þarf sá sem hringt er í einnig að
vera með forritið og báðir aðila að
vera tengdir við þráðlaust net eða 3G.
Þegar forritið hefur verið sett
upp í símanum sér notandinn strax
í símaskrá sinni hvaða aðilar hafa
einnig sett upp forritið hjá sér og
þar með í hverja hann getur hringt
frítt í. Það má því jafnvel ímynda
sér að símreikningar heyri fljótlega
sögunni til þar sem tækninni fleygir
stöðugt fram. Fram að því má halda
símareikningnum í lágmarki með því
að setja upp slíkt forrit í símanum og
fá vini og vandamenn til að gera slíkt
hið sama. Þannig má spara töluverð-
an pening, sér í lagi hjá þeim sem
nota símann mikið.
Hægt að nota í flestum símum
DV fékk Alex Paul Gunnarsson, einn
af stofnendum simon.is, til að benda
á hvaða forrit bjóða upp á ókeyp-
is símtöl og sms-skilaboð og hvaða
kosti þetta hefur í för með sér fyrir
neytendur. „Það eru nokkur svona
forrit sem snjallsímaeigendur geta
notað. Sum eru bara fyrir Android-
síma og önnur fyrir iPhone en svo
eru einnig til forrit sem eru á milli
þessara síma,“ segir Alex og tekur
sem dæmi forritin Viber sem hægt er
að nota bæði í iPhone- og Android-
símum og Skype sem hægt er að nota
í flestum símum.
Hvað varðar sms-skilaboð þá
nefnir hann Google Talk og Whats-
app og segir þau forrit sem virka eins
og sms nema að þau fari í gegnum
netið.
Oftast ódýrara
Forritin virka þannig að notand-
inn hringir eða sendir sms yfir netið
og greiðir því ekki fyrir símtalið hjá
símafyrirtæki heldur einungis fyr-
ir þann gagnaflutning sem símtalið
eða skilaboðin taka. Sá sem hringt er
í þarf þó einnig að hafa sett upp sama
forrit í símanum og báðir aðilar þurfa
að vera tengdir við þráðlaust net eða
3G.
Aðspurður hvort sá gagnaflutning-
ur sé mikill segir Axel svo ekki vera.
„Oftast er þetta ódýrara. Ef þú kemst
svo inn á þráðlaust net, sem er nánast
alls staðar í dag, þá hringir þú alveg
frítt. Þetta er því mjög sniðugt og sím-
talsgæðin eru fín þó það sé að sjálf-
sögðu háð skilyrðum. Ef þú ert innan
3G-svæðis eru gæðin nokkuð svipuð
og í venjulegum símtölum, þó get-
ur svartíminn verið aðeins lengri en
á eðlilegum símtölum. Yfir WiFi eru
gæðin nánast þau sömu,“ segir Alex.
Fleiri munu nota þjónustuna
Axel segist viss um þessi þjónusta
muni aukast til muna. Gagnamagns-
pakkar séu að verða algengari í GSM-
þjónustuleiðum og séu nú innifaldir
í flestum áskriftarleiðum hjá fjar-
skiptafyrirtækjunum. „Það er í raun
oft ódýrara að tala svona og það er
hægt að tala á milli landa. Þetta verð-
ur til þess að fleiri munu nota þjón-
ustuna og þar af leiðandi mun fram-
boðið aukast. Google er til dæmis
byrjað með þjónustu sem kallast
Google Voice sem er þó bara í boði
í Bandaríkjunum ef ég man rétt.
Ef þeir færu af stað um allan heim
myndu þeir tröllríða þessum mark-
aði,“ segir hann.
n Nú getur þú hringt og sent sms-skilaboð yfir netið úr snjallsímanum „Þetta verður til
þess að fleiri munu
nota þjónustuna og þar
af leiðandi mun fram-
boðið aukast.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Símtöl og
sms-skilaboð
n Voypi - iPhone, iPad, iPod touch og
Android 2.1 eða nýrri útgáfu.
n Viber - iPhone, Android, Windows
Phone 7 og Blackberry. Það virkar á iPod
Touch sem og á Android-spjaldtölvum.
n Skype - Android, iPhone, iPad,
Windows Phone 7 og Symbian. Einnig er
hægt að tala beint við fólk sem er með
Skype í tölvu.
n Google Talk - Android, Blackberry
Einungis
sms-skilaboð
n Whatsapp - iPhone, Android,
BlackBerry og Nokia.
n Trillian - Android, BlackBerry
Svona hringir þú frítt
Snjallsímaforrit Ef þú setur upp Viber eða annað sambærilegt forrit í snjallsímann getur
þú hringt eða sent sms-skilaboð frítt.