Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Side 26
„Maðurinn sem fann upp poppið“
n Íslenskir tónlistarmenn heiðra Paul McCartney í Hörpu
Þ
etta er svona maður-
inn eiginlega sem fann
upp poppið, eða einn
af þeim,“ segir tónlist-
armaðurinn Magnús
R. Einarsson um Bítilinn Paul
McCartney. Hann skipuleggur
nú, ásamt Tómasi Tómassyni
og fleirum, afmælistónleika í
tilefni sjötíu ára afmælis Bít-
ilsins þann 18. júní næstkom-
andi í Hörpu. „Áður en Bítl-
arnir komu til sögunnar var
popp bara um hvolpaástir en
eftir að hann kom til sögunnar
var hægt að yrkja um hvað sem
er, gula kafbáta og fleira,“ bætir
Magnús við.
Með tónleikunum vilja þeir
félagar heiðra McCartney sem
þeir vilja meina að hafi haft
gríðarleg áhrif, á ekki bara
þeirra kynslóð, heldur einnig
ungt fólk í dag.
„Það eru allir að spyrja:
Verður hann viðstaddur? En
það finnst okkur ólíklegt,“ seg-
ir Tómas hlæjandi. „Ef hann
kemur til landsins þá tökum
við hann inn bakdyramegin.“
Hugmyndin kviknaði upp-
haflega hjá Davíð Steingríms-
syni, veitingamanni á Bítla-
staðnum Obladí Oblada, en
hann er líklega einn mesti
Paul McCartney aðdáandi á
Íslandi, að sögn Magnúsar og
Tómasar. Hann var í raun bú-
inn að bóka Hörpuna undir
tónleikana áður en hann setti
sig í samband við þá. „Svo
bara byrjuðum við að hringja
og það voru allir til í þetta,“
segir Tómas. Meðal lista-
manna sem koma fram á tón-
leikunum eru; Egill Ólafsson,
Jakob Frímann Magnússon,
Eyjólfur Kristjánsson, Andrea
Gylfadóttir og Gunnar Þórð-
arson.
Að sögn þeirra félaga er
miðaverðinu haldið í al-
gjöru lágmarki. „Við erum að
gera þetta fyrir okkur og Ís-
lendinga og þess vegna vild-
um við hafa þetta í stórum
og glæsilegum sal en miða-
verðið eins lágt og hægt er.
Við ætlum ekki að búa til
eftirlaunasjóð fyrir okkur.
Þetta er bara til að hafa upp í
kostnaðinn,“ segir Tómas.
Bítlarnir sjálfir fagna einn-
ig fimmtugs-
afmæli í ár og
er það mein-
ingin að halda
jafnframt Bítla-
viku þá viku
sem tónleik-
arnir verða
haldnir.
Hæfileika-
ríkur bróðir
Hugi Guðmundsson, bróðir
Ölmu í kvennasveitinni The
Charlies, fékk góða dóma á
tónlistarhátíðinni MATA í
New York.
Í apríl var tónverkið Mat-
ins eftir Huga flutt af hinum
virta JACK strengjakvartett á
tónlistarhátíðinni en verkið
var eitt af aðeins 20 verkum
sem voru valin úr hópi 500
umsókna og fékk verkið góð-
ar viðtökur gagnrýnenda.
Enginn bauð
Andra í partí
Útvarpsmaðurinn Andri
Freyr Viðarsson er geysivin-
sæll maður og því kom það
á óvart að heyra að honum
hefði ekki verið boðið í eitt
einasta Eurovison-partí á
laugardaginn. Andri sagðist
hafa beðið eftir boði þar til
um miðjan dag á laugardeg-
inum en þá hefði hann drifið
sig út í búð til að kaupa
snakk og gos og ákveðið að
halda sitt eigið partí. Gunna
Dís, samstarfskona hans í
Virkum morgnum, sagði
hann víst hafa fengið boð
því hún hefði boðið honum
til sín. Það að sitja með fjöl-
skyldu Gunnu var hins vegar
ekki alvöru Eurovision-partí
að Andra mati sem vill hafa
mikið fjör og mikil læti, sér-
staklega yfir stigagjöfinni.
Komin með
byssuleyfi
María Birta er komin með
byssuleyfi. Þetta kom fram
á Facebook-síðu hennar
þar sem hún fagnaði því að
hafa fengið tilkynningu þess
efnis. María Birta hefur sinnt
áhugamálum sínum af krafti
síðustu vikur. Áhugamálin
eru helst skotfimi, fallhlífar-
stökk og flug.
É
g hef haldið tónleika
til styrktar Styrktar-
félagi krabbameins-
sjúkra barna frá árinu
1997 en sökum anna
vegna Kanans og náms-
ins hafði ég ekki orku til að
halda tónleika núna um
áramótin. Þess vegna var ég
himinlifandi að hafa fundið
aðra leið til að safna pen-
ingum fyrir félagið,“ segir at-
hafnamaðurinn Einar Bárð-
arson sem ætlar að bjóða
upp tvær áritaðar myndir af
tónlistarmanninum James
Taylor til styrktar félaginu.
James Taylor hélt tón-
leika í troðfullri Hörpu á
dögunum. „Eftir tónleikana
minntist ég á það við hann
að ég hefði styrkt þetta félag í
nokkur ár og hvort hann væri
nokkuð viðræðuhæfur um að
árita myndir til þess að selja
og gefa ágóðann til að styrkja
félagið. Taylor er yndislegur
maður og sagði að það væri
ekki málið. Þetta var samt allt
sagt í hita leiksins en eftir að
kvöldinu var lokið bað ég að-
stoðarfólk hans að koma því
vinsamlegast áleiðis til hans að
ég byggi bara rétt við flugvöll-
inn. Hann gæti því komið við
hjá mér á sunnudaginn og árit-
að myndirnar.“
Á sunnudeginum var Ein-
ar, líkt og aðrir landsmenn, að
sleikja sólina. „Frænka mín frá
Vestmannaeyjum og hennar
fjölskylda voru í kaffi og klein-
um. Við vorum bara úti á ver-
önd þegar síminn hringdi. Ég
var búinn að afskrifa þetta og
var ekkert að hugsa um þetta.
Svo þegar ég heyrði: Ein-
ar, where do you live? var ég
nokkrar sekúndur að átta mig
á því að karlinn væri í síman-
um. Hann vildi endilega kíkja
við ef það væri í boði. Ég fagn-
aði því náttúrulega og hálf-
tíma seinna var hann mættur í
kaffi og kleinur,“ segir Einar og
bætir við að það hafi farið vel
á með fjölskyldunni og Taylor.
„Hann hafði áhyggjur af flug-
inu en ég sagði honum að það
væri óþarfi. Ég væri með menn
á vellinum sem héldu vélinni
þar til hann kæmi. Ég laug því
náttúrulega en ég vildi að hann
væri rólegur og gæfi sér tíma til
að árita þessar myndir.“
Myndirnar tvær eru tekn-
ar af ljósmyndaranum Pétri
Þór Ragnarssyni. „Pétur hef-
ur gríðarlega næmt auga fyrir
litum og gefur að sjálfsögðu
myndirnar í verkefnið,“ segir
Einar og bætir við að mynd-
irnar þurfi ekki að seljast sam-
an. „Önnur myndin er af Jam-
es Taylor og öllu bandinu en
þetta eru langflottustu hljóð-
færaleikarar sem hafa kom-
ið inn fyrir 200 mílurnar. Hin
myndin er einnig ótrúlega
flott og mig langar bara að
skora hér með á Jón Ólafsson
vatnsbónda að kaupa hana á
verði sem sæmir okkur báð-
um, enda fer allt til styrktar
börnunum. Á þeirri mynd sést
nefnilega í tvær vatnsflöskur
frá fyrirtækinu hans á svið-
inu og það gerir hana ennþá
skemmtilegri fyrir hann að
eiga. En það sem gerir hana
sögulega er að hún er tekin
svo nálægt söngvaranum að
það er hægt að lesa lagalista
kvöldsins á gólfinu.“
Þeim, sem hafa áhuga á
að bjóða í myndirnar, er bent
á að hafa samband við Einar
í gegnum Facebook eða net-
fangið einarbardar@mac.com
en uppboðinu lýkur formlega
á föstudaginn í beinni útsend-
ingu á Rás 2.
indiana@dv.is
n James Taylor og Einar Bárðarson styrkja krabbameinssjúk börn
26 Fólk
Náðu vel saman Einar bjóst ekki við að James Taylor tæki hann á orðinu
og kæmi í kaffi.
Lifandi goðsögn Stebbi og Eyfi ásamt Einari Bárðar og James Taylor.
Mætti óvænt í
kaffi og kleinur
Áritaði James tók vel í þá hugmynd
að árita nokkrar myndir til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra
barna.
Í þágu krabbameinssjúkra
barna Einar Bárðason og James
Taylor leggja mikilvægu málefni lið.
30. maí 2012 Miðvikudagur
Sjötugur Paul
McCartney verður
sjötugur þann 18.
júní næstkomandi
og af því tilefni
verður slegið upp
stórtónleikum í
Hörpu.