Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 6
Ferðamenn yfir allt árið
n Þór Saari hefur áhyggjur vegna fjölgunar ferðamanna
Þ
ór Saari, þingmaður Hreyf
ingarinnar, gerði væntanlegar
framkvæmdir á Keflavíkur
flugvelli og fjölgun ferðmanna
að umræðuefni í þingsal Alþing
is á fimmtudag. „Nú er það stefna
hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni
að fjölga ferðamönnum og þeir tala
fjálglega um milljón ferðamenn á ári
og hafa gert undanfarin ár. Ég spyr
því hæstvirtan ráðherra samgöngu
mála: Hver er stefna ríkistjórnarinn
ar í þessum málaflokki sem heyrir
undir ráðherrann?“ spurði Þór inn
anríkisráðherra, Ögmund Jónasson.
Þór innti eftir svari ráðherra
um hvort ríkisstjórnin styðji stefnu
Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflug
vallar, og Samtaka ferðaþjónustunn
ar um stækkun á Keflavíkurflugvelli.
Það á að gera svo hægt verði að taka
við fleiri ferðamönnum á háanna
tíma. Þór lagði til að ríkisstjórnin
beitti sér í staðinn fyrir þeirri stefnu
að dreifa ferðamönnum yfir árið í
meira mæli en nú er raunin.
„Ég er almennt sammála þeim
sjónarmiðum sem koma fram í máli
háttvirts þingmanns,“ svaraði inn
anríkisráðherra. Þá sagði hann mun
æskilegra að dreifa komu ferða
manna yfir allt árið eins mikið og
kostur væri. Ögmundur sagði það
verðugt umræðuefni og umhugs
unarvert fyrir þingmenn með hvaða
hætti löggjafinn geti stuðlað að því
að koma ferðamanna dreifist sem
jafnast yfir landið og árið.
„Það er nefnilega þannig með
landið okkar að hægt er að ofbeita
á það öðrum en sauðkindinni, það
á líka við um ferðamenn. Þeir geta
orðið svo margir að náttúran ræður
ekki við það og ekki samfélagið held
ur. Þarna þurfum við að sýna fyrir
hyggju, ég tek undir þau sjónarmið,“
sagði Ögmundur sem vildi þó ekki
gefa upp afstöðu sína til fyrirhugaðra
framkvæmda að óathuguðu máli.
6 Fréttir 15.–17. júní 2012 Helgarblað
L
án til eignarhaldsfélaga í eigu
athafnamannsins Páls Guð
finns Harðarsonar, meðal
annars Nesbyggðar ehf., voru
færð yfir frá Sparisjóðnum í
Keflavík til Landsbankans á 1.600
milljónir króna í fyrra þrátt fyrir að
fyrir lægi að útlánin væru að mestu
töpuð. Þetta herma heimildir DV.
Byggingarfélagið Nesbyggð átti í
viðskiptum með fasteignir og jarð
ir á Reykjanesi og víðar á landinu
á árunum fyrir hrunið og keypti
meðal annars eignarhaldsfélag
ið Þórusker ehf. sem átti svokall
að Grænuborgarsvæði við Voga á
Vatnsleysuströnd. Árið 2008 ráð
gerði Nesbyggð að byggja 400 til
500 íbúðir á svæðinu á næstu árum
þar á eftir. Nesbyggð skuldaði tæp
lega 2,3 milljarða í árslok 2009 en
félagið tapaði nærri 363 milljónum
króna það árið. Nesbyggð var tekið
til gjaldþrotaskipta í fyrra.
Taldi afskriftar-
þörfina 1.400 milljónir
Eftir bankahrunið skuldaði Nes
byggð um 1.600 milljónir króna í
Sparisjóðnum í Keflavík. Bráða
birgðastjórn Sparisjóðsins í
Keflavík, sem tók við stjórn hans
eftir yfirtöku ríkisins á sjóðnum
árið 2010, hafði metið það svo að
færa þyrfti þessi lán niður um 1.400
milljónir króna. Var það mat stjórn
arinnar að ólíklegt væri að meira
fengist upp í þau en um 200 millj
ónir króna hið mesta. Þrátt fyrir
þetta voru þessi lán færð yfir til
Landsbankans sem um 1.600 millj
óna króna eign, án þess að lánin
hefðu verið færð niður. Á þessum
tíma lá hins vegar fyrir að afskrifa
þyrfti lánin til Páls og Nesbyggðar
að mestu leyti. Samt var þetta ekki
gert.
Landsbankinn fékk því eign
í hendurnar frá Sparisjóðnum í
Keflavík sem sögð var 1.600 millj
ónir króna en var í reynd ekki nema
200 milljóna króna í mesta lagi.
Lánað þrátt fyrir andstöðu
Í skýrslu endurskoðendafyrirtækis
ins PwC, sem unnin var um Spari
sjóðinn í Keflavík að beiðni Fjár
málaeftirlitsins, kemur fram að
Nesbyggð hefði fengið 750 milljóna
króna lán frá sjóðnum þrátt fyrir
að lánanefndin hefði verið á móti
því. Fréttastofa RÚV hefur greint
frá efni skýrslunnar síðustu daga,
meðal annars þessari staðreynd.
Nesbyggð var stórtækt í bygging
um á íbúðum í Reykjanesbæ á ár
unum fyrir hrunið. Fyrir tækið
byggði á annað hundrað íbúðir í
bænum á þessum árum. Sumar
ið 2006 veitti Reykjanesbær Nes
byggð verðlaun fyrir frábæran frá
gang bygginga og lóða í bænum. Þá
byggði Nesbyggð einnig fjölbýlis
hús í Ólafsvík á Snæfellsnesi sem
lokið var við 2008.
Lán til Páls ofmetin
um 1.400 milljónir
n Landsbankinn tók við ofmetnu eignasafni Sparisjóðsins í Keflavík„Þrátt fyrir þetta
voru þessi lán
færð yfir til Landsbank-
ans sem um 1.600 millj-
óna króna eign.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ekki afskrifað Lán til
byggingarfélagsins Nesbyggðar
voru ekki afskrifuð í bókum
Sparisjóðsins í Keflavík þrátt
fyrir að fyrir lægi að þau væru
töpuð. Geirmundur Kristinsson
var sparisjóðstjóri í sjóðnum.
Faldi sig inni
í fataskáp
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu stöðvaði kannabisræktun
á tveimur stöðum í vikunni og
lagði hald á nokkra tugi kanna
bisplantna. Á öðrum staðnum
var um að ræða ræktun í iðnað
arhúsnæði en í hinu tilvikinu var
kannabisræktunin í íbúð í fjöl
býlishúsi. Þar kom kona til dyra
þegar lögreglan bankaði upp
á en börn búa einnig á heimil
inu. Í hjónaherbergi íbúðarinnar
hafði karlmaður falið sig inni í
fataskáp en sá sagðist hafa verið
staddur í íbúðinni fyrir tilviljun
og væri kannabisræktunin hon
um með öllu óviðkomandi.
„Hvers konar
kjaftæði er
þetta?“
„Í þessu húsi eru öfl sem berjast
fyrir hagsmunum sumra með
an það eru öfl í þessu húsi sem
berjast fyrir hagsmunum allra,“
sagði Magnús Orri Schram,
þingflokksformaður Samfylk
ingarinnar, í umræðum um störf
þingsins á miðvikudaginn. Þá var
gripið fram í fyrir honum og kall
að úr sal: „Hvers konar kjaftæði
er þetta?“ Magnús Orri býsn
aðist yfir því að útgerðin græddi
milljarðatugi á meðan ríkissjóð
ur Íslands væri rekinn með tapi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt
ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks
ins, svaraði Magnúsi og sagði
mál koma of seint og ófullburða
inn á þing. Jafnframt sagði hún
sjálfstæðismenn berjast fyrir
hagsmunum allra landsmanna.
Mikill rígur er þessa dagana milli
stjórnarflokkanna og stjórnar
andstöðu vegna fyrirhugaðra
breytinga á fiskveiðistjórnunar
kerfinu. Þingmenn Samfylkingar
og Vinstrigrænna saka stjórn
arandstöðuna um að tefja fyrir
mikilvægum málum og ganga
erinda sérhagsmunahópa, en
stjórnarandstaðan hefur býsnast
yfir verklagi ríkisstjórnarinnar og
sakað hana um seinagang.
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Rekstraraðili Keflavíkurflugvallar stefnir að
lagningu nýrrar flugbrautar og uppbyggingar
flugstöðvar.