Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Qupperneq 10
Gylfi þakkar Suu Kyi baráttuna n „Mannréttindi eru ekki einkamál nokkurra,“ segir formaður ASÍ V ið þökkum fyrir þá reisn sem þú hefur sýnt, einbeitni og einörðu staðfestu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu­ sambands Íslands, við Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga stjórnar­ andstöðunnar í Búrma, nú Mjanmar, á þingi Alþjóðavinnumálastofnunar í Genf á fimmtudag. Gylfi ávarpaði ráðstefnuna fyrir hönd Norrænu verkalýðshreyfingar­ innar. Hann þakkaði henni fyrir fórn­ fúsa baráttu fyrir mannréttindum og réttindum launafólks í heimalandi sínu. „Okkur langar einnig að óska þér til hamingju með þær mikils­ verðu breytingar sem barátta þín hefur skilað í heimalandi þínu Mjan­ mar, en þær breytingar sem þar hafa orðið til batnaðar eru ekki síst þinni baráttu að þakka,“ sagði Gylfi og bætti við að Norræn verkalýðshreyf­ ing fagni sérstaklega tryggingu sem gefin hefur verið fyrir því að forystu­ menn í verkalýðshreyfingunni fái að snúa heim aftur án afskipta stjórn­ valda. Hann þakkaði henni fyrir þann baráttustíl sem hún temur sér í bar­ áttu sinni. „Það sem þú hefur gert minnir okkur öll á að mannréttinda­ barátta er ekki einkamál nokkurra heldur eitthvað sem á að snerta okk­ ur öll. Þar skiptir úthald, seigla og einbeiting miklu máli því það eru verkfæri sem geta leitt okkur til sig­ urs.“ Suu Kyi sat í stofufangelsi í Búrma með hléum í um tvo áratugi eða allt frá því að flokkur hennar, flokkur lýðræðissinna, vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Suu Kyi var sleppt úr stofufangelsi í nóvember árið 2010. Hún er handhafi fjölda verðlauna fyrir baráttu sína þar á meðal Friðarverðlauna Nóbels, Raf­ tó­verðlauna og verðlauna Sakharov, sem veitt eru fyrir baráttu fyrir mál­ og skoðanafrelsi. Suu Kyi er heiðurs­ ríkisborgari Kanada. atli@dv.is 10 Fréttir 15.–17. júní 2012 Helgarblað Ó lafur Ragnar Grímsson, for­ seti Íslands, afboðaði sig með viku fyrirvara á NATO­ráð­ stefnu á Hótel Rangá sem hann hafði sjálfur stung­ ið upp á að yrði haldin. Ólafur átti að koma fram sem aðalræðumaður ráðstefnunnar þann 3. júní og flytja stefnuræðu í upphafi hennar, en þann 24. maí barst skipuleggjendum ráðstefnunnar tölvupóstur frá for­ setaembættinu þar sem fram kom að vegna „ófyrirséðra aðstæðna“ kæmist Ólafur Ragnar ekki á ráð­ stefnuna. Á ráðstefnunni var rætt um loftslags­ og orkumál og um­ gengni við herstöðvar. Var við sjómannamessu sama dag Skipuleggjendur brugðu á það ráð að biðja Jón Baldvin Hannibals­ son, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkj­ unum, um að leysa Ólaf Ragnar af hólmi og kom hann sérstaklega til Íslands í því skyni. Fram kemur á vefsíðu forsetaembættisins að Ólaf­ ur Ragnar hafi sótt sjómannamessu í Dómkirkjunni sama dag. Átti sjálfur hugmyndina að ráðstefnunni Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum var þátttaka Ólafs Ragnars sem aðalræðumaður ráð­ stefnunnar staðfest í desember á síðasta ári, en þá hafði skipulagning hennar staðið yfir í nokkra mánuði. Fjárveitingar höfðu fengist, bæði frá NATO og bandarískum stofnun­ um og fyrirtækjum. Í tölvupósti sem einn af skipuleggjendum ráðstefn­ unnar sendi skrifstofustjóra for­ seta þann 17. janúar kemur fram að Ólafur hafi sjálfur átt hugmyndina að því að haldin yrði NATO­ráð­ stefna á Íslandi um sjálfbærni og orkumál. Hafi hann viðrað hug­ mynd sína í júní árið 2010, stungið upp á því að bandarískum stjórn­ málamönnum yrði boðið og nefnt sérstaklega Hillary Clinton, utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna. Óánægja meðal bandarískra skipuleggjenda Að sögn dr. Guðrúnar Pétursdóttur, sem kom að skipulagningu ráð­ stefnunnar fyrir hönd Háskóla Ís­ lands, ríkir mikil óánægja vegna framgöngu Ólafs meðal erlendra skipuleggjenda. „Þeir urðu gersam­ lega orðlausir,“ segir hún og bætir því við að fulltrúar Bandaríkjanna hafi sett ákvörðunina í samhengi við uppákomu sem varð í apríl árið 2009. Þá barst Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, bréf um að forseti Íslands hygðist sæma hana fálkaorðunni, en þegar Carol var á leiðinni að Bessastöð­ um ásamt manni sínum var hringt í hana og henni tjáð að ekki stæði til að veita henni orðuna. Segir Guð­ rún að fulltrúar Bandaríkjanna hafi rifjað þetta atvik upp og spurt hvort einhver tengsl væru á milli þess og ákvörðunar Ólafs um að mæta ekki á NATO­ráðstefnuna. Forsetaskrifstofan gaf litlar skýr­ ingar á fjarveru forsetans en tekið var fram að forseta bæri engin skylda til að mæta á ráðstefnur sem þessar. Jafnframt væri Ólafur Ragn­ ar alltaf viðstaddur sjómannamess­ ur. Ólafur skrÓpaði á NaTO-ráðsTefNu n Lét vita með viku fyrirvara n Átti sjálfur hugmyndina að ráðstefnunni Afboðaði sig á NATO-ráðstefnu Ólafur Ragnar Grímsson er alltaf viðstaddur sjómannamessur. Fasteignamat hækkað um 7,4 prósent Heildarmat fasteigna á landinu öllu er nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati sem Þjóðskrá Íslands gaf út á fimmtu­ dag. Fasteignamatið hækkaði um 7,4 prósent. Nýja matið tekur gildi 31. desember næstkomandi. Fast­ eignamat hækkar mest í Vest­ mannaeyjum, eða um 19 prósent. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ lækk­ ar fasteignamatið hins vegar um 5,4 prósent. Heildarfasteignamat á höfuð­ borgarsvæðinu lækkar um 8,3 pró­ sent. Matið er byggt á verðlagi fast­ eigna í febrúar árið 2012 og byggir á þinglýstum kaupsamningum. Því er ætlað að endurspegla mark­ aðsvirði fasteigna og verður notað sem grundvöllur þegar skattar eru ákvarðaðir. Eldur í plastbát Slökkviliðið í Hrísey var kallað út á fimmtudag vegna elds sem kom upp í plastbátnum Guð­ rúnu EA 58 í Hrísey. Um var að ræða mikinn reyk sem lagði upp úr vélarrúmi bátsins. Í tilkynn­ ingu frá slökkviliði Akureyrar gekk betur að ráða niðurlögum elds­ ins en aðstæður gáfu tilefni til að ætla. Nokkrar skemmdir urðu á bátnum en eldsupptök eru enn sem komið er ókunn og er málið í rannsókn. Strax og tilkynnt var um eldinn var auka mannskapur sendur af stað frá Akureyri en var snúið við fljótlega þar sem slökkvilið í Hrís­ ey var búið á tökum á eldinum. Tíma getur tekið fyrir slökkviliðið á Akureyri að komast út í eyna þar sem eina farartækið er ferjan Sævar sem siglir frá Árskógssandi en um er að ræða allt að 45 mín­ útur með akstri þangað. Góður búnaður til slökkvistarfa er því til staðar í Hrísey. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Þeir urðu gersam- lega orðlausir Baráttukona Aung San Suu Kyi sat stóran hluta síðustu ára í stofufangelsi vegna bar- áttu sinnar fyrir lýðræðisumbótum í Búrma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.