Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Qupperneq 14
Segir málinu ekki lokið n Jón Ásgeir furðar sig á háum lögfræðikostnaði Glitnis H vernig er hægt að eyða 150 milljónum í það að frysta gamlan Range Rover í Bret- landi og einn tékkareikning? spurði Jón Ásgeir Jóhannesson í tölvupósti til blaðamanns DV þegar hann var inntur eftir viðbrögð- um við dómi sem féll yfir honum í Hæstarétti á fimmtudag. Jón Ásgeir var dæmdur til að greiða slitastjórn Glitnis allan málskostnað vegna kyrrsetningarmáls sem bankinn höfðaði gegn honum árið 2010. Hann segir að lögfræðikostnaður Glitnis við málareksturinn sé langt frá því sem eðlilegt geti talist. Dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur frá 16. nóvember í fyrra var stað- festur í Hæstarétti, en hann kveð- ur á um að greiðsla Jóns Ásgeirs til Glitnis árið 2010 að fjárhæð 150.000 sterlingspund teljist ekki vera fulln- aðargreiðsla. Bankinn krefst 150 þúsund punda, sem jafngildir 80 milljónum króna, en jafnframt þarf Jón Ásgeir að greiða Glitni 600 þús- und krónur í málskostnað. Jón Ásgeir segir málinu ekki vera lokið. „Nú fer það aftur fyrir breska dómstóla þar sem tekist verður á um hvernig Glitni tókst að eyða 150 milljónum í lögfræðikostn- að í það eitt að fá „freezing order“ á mig, sem var reyndar fengið með því að ljúga til um staðreyndir. Á þeim hluta verður tekið seinna,“ segir hann. „Verði þetta málalok þá er ljóst samkvæmt enskum lög- um að ég má selja þær eignir sem eru frosnar til að standa straum af lögfræðikostnaði. Þannig séð væri þetta millifærsla á fronsum eign- um til lögfræðistofu í London. Slitastjórn Glitnis verður að skýra hvernig sú aðferðafræði skilar sér til kröfuhafa Glitnis,“ segir hann enn fremur. johannp@dv.is 14 Fréttir 15.–17. júní 2012 Helgarblað Andrea hættir sem formaður Guðmundur Ásgeirsson tekur við af Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur sem formaður Hagsmunasam- taka heimilanna. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi samtakanna 31. maí síðastliðinn en stjórnin skipti sjálf með sér verkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sam- tökunum. Björk Sigurgeirsdóttir tekur við sem varaformaður, Sig- rún Viðarsdóttir sem gjaldkeri og Kristján Þorsteinsson sem ritari. Stjórn samtakanna er skipuð sjö aðalmönnum og sjö varamönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Andrea vék sem formaður eftir að hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Samtök- in voru stofnuð 15. janúar 2009 og skilgreina sig sem hagsmunasam- tök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Innbrot víða um borg Lögregla fékk tilkynningu um innbrot á gististað við Laugaveg að kvöldi miðvikudags. Þar hafði fartölvu verið stolið af erlendum ferðamanni. Málið er enn óupp- lýst. Stuttu síðar var tilkynnt um innbrot í bíl við Garðatorg. Þaðan var stolið farsíma og tveimur tösk- um með skjölum. Þjófurinn er enn ófundinn. Þá voru þrír stöðvað- ir við ölvunar og fíkniefnaakstur á þriðjudag og aðfaranótt fimmtu- dags. Einn þeirra gisti fanga- geymslur þangað til hægt var að ræða við hann en hinir voru látnir lausir að lokinni sýna- og upplýs- ingatöku. Óskar hættur á Fréttatímanum Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, lét af störfum á blaðinu á fimmtudag. Óskar Hrafn hafði þá fylgt blað- inu allt frá stofnun þess en hann er einn hluthafa blaðsins. Ég er að fara að vinna að verkefnum sem allt of snemmt er að segja til um hvað verður úr og verð með ann- an fótinn erlendis vegna þess,“ sagði hann í samtali við DV á mið- vikudag um málið. Aðspurður hvað verði um eignarhlut hans í blaðinu nú þegar hann hverfur til annarra starfa sagðist hann áfram halda í hann. „Ég mun bara áfram eiga hann. Þetta er allt gert í góðu, engin illindi í þessu.“ Breytingar hafa verið í æðstu stöðum á Fréttatímanum undan- farið því stofnandi blaðsins og rit- stjóri, Jón Kaldal, hætti í apríl síð- astliðnum. Þ að var ekki erfitt að mæta þeim þar sem ég er með hreina samvisku í þessu máli, en það var erfitt að rifja þetta upp,“ sagði Frank Michelsen úrsmiður við blaðamann DV eftir að hafa borið vitni við aðal- meðferð í Michelsenmálinu síðast- liðinn miðvikudag. Úr fyrir 50 milljónir Tveir eru ákærðir fyrir aðild í rán- inu, en þriðji maðurinn, Marcin Tomasz Lech, afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni eftir að hafa verið fundinn sekur um sína aðild að málinu. Fjórði maðurinn hefur ekki verið hand- tekinn en talið er að hann sé nú í Póllandi. Brotist var inn í skartgripavöru- verslunina Michelsen í nóvember 2011 og komust ræningjarnir und- an með þýfi að verðmæti 50 millj- ónir króna. Ránsfengurinn saman- stóð af úrum af dýrustu gerð, Rolex, Tudor og Michelsen, en hann var endurheimtur eftir að Marcin Tom- az var handtekinn skömmu eftir ránið. Vantreystir fólki Frank Michelsen bar eins og fyrr segir vitni fyrir dómi á miðvikudag. Hann gekk hnarreistur inn í dóm- sal og horfði ákveðið á þá Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Pod- buraczynski sem hafa játað að hafa rænt verslunina og beint leikfanga- byssum, sem látnar voru líta sem raunverulegastar út, að Frank og öðru starfsfólki verslunarinnar. Þeir Grzegorz og Pawel horfðu í gaupnir sér og mættu ekki augnaráði Franks. Allir starfsmenn verslunarinnar báru vitni fyrir dómi á miðvikudag. Allir sögðust þeir hafa hafa upplifað mikið áfall við ránið og hafa upplif- að mikið óöryggi í kjölfar þess. Sak- sóknari spurði hvort atburðurinn hefði enn áhrif á Frank í dag, átta mánuðum eftir að ránið átti sér stað. „Já, því miður,“ svaraði Frank. „Ég vantreysti fólki, mér finnst óþægi- legt ef einhver kemur inn [í versl- unina, innsk. blm.] og er með hettu og ef menn koma inn með látum. Líka þegar ég heyri fólk tala austur- evrópskt tungumál.“ Allt að 90 prósenta afsláttur af úrunum Frank segist glíma við svefntruflanir vegna atvikisins og á það til að vakna upp á nóttunni vegna þess. Fjár- hagslegt tjón Franks er einnig mik- ið en þrátt fyrir að hann hafi endur- heimt úrin sem var stolið hafa þau misst verðmæti sitt. „Sumt er selt og sumt er ekki selt. Í samráði við Rolex var ákveðið að úrin færu ekki á upp- boð eða útsölu, heldur að þau yrðu seld án þess að mikið beri á til að skaða ekki merkið.“ Frank sagði misjafnt hversu mik- ill afsláttur væri veittur af úrunum en hann hafi verið að allt að 90 prósent- um. „Það var erfitt að rifja Þetta upp“„Ég vantreysti fólki, mér finnst óþægi- legt ef einhver kemur inn [í verslunina, innsk. blm.] og er með hettu og ef menn koma inn með lát- um. n Frank Michelsen úrsmiður er ekki hræddur við árásarmennina í dómsal Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Huldu andlit Ákærðu huldu andlit sín með hettu þegar fjölmiðar mynduðu þá í dómsal á miðvikudag. Mynd: Eyþór ÁrnAson Í versluninni sinni Frank segir að úrin hafi verið seld með mjög miklum afslætti. Mynd: siGtryGGur Ari dæmdur til greiðslu Jón Ásgeir undrast háan lögfræðikostnað í málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.