Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 22
Sandkorn
S
nemma árs 2006 valsaði Jón
Ólafsson athafnamaður inn
í Sparisjóðinn í Keflavík og
bað um lán til Tortóla-félags-
ins Jervistone Limited upp
á 500 milljónir króna. Tortóla-félag-
ið ætlaði að nota lánið til að kaupa
ótilgreind hlutabréf skráð í Bretlandi
og átti veðið fyrir láninu að vera í
þessum hlutabréfum. Sparisjóður-
inn tók vel í beiðni Jóns og endaði á
því að lána Tortóla-félaginu tæplega
250 milljónir króna í breskum pund-
um. Eina haldbæra veðið fyrir láninu
til Jervistone var sjálfskuldarábyrgð
sem Jón Ólafsson, „fjárfestingarráð-
gjafi“ félagsins samkvæmt gögnum
sparisjóðsins, gekkst í með semingi á
endanum. Lánið til Jervistone gjald-
féll árið 2007 án þess að Jón greiddi
það upp. Eftir stendur skuld upp á
rúmlega 400 milljónir. Landsbankinn,
sem tók yfir stórlega ofmetið eigna-
safn Sparisjóðsins í Keflavík í fyrra,
rekur nú tvö dómsmál gegn Jervis-
tone og Jóni Ólafssyni þar sem reynt
er að sækja þessa peninga til þeirra.
Þessi saga af Jóni Ólafssyni er
dæmigerð fyrir rekstur Sparisjóðsins
í Keflavík fyrir hrunið. Margir af við-
skiptavinum sparisjóðsins, stjórn-
endur hans og starfsmenn gengu um
hann eins og þeir ættu hann. Hefð-
bundnar reglur og viðmið í banka-
starfsemi voru þverbrotin um margra
ára skeið: ábyrgðir og tryggingar fyrir
himinháum lánum voru takmarkað-
ar eða jafnvel engar og stjórnendur
sjóðsins hygluðu ættingjum og vildar-
vinum sjóðsins. Með fáránlegri dæm-
um er frásögnin af þjónustufulltrú-
anum á landsbyggðinni sem fékk 200
milljóna króna lán sem nú hefur verið
afskrifað og 750 milljóna króna afskrift
á lánum til sonar sparisjóðsstjórans,
Geirmundar Kristinssonar, áður en
ríkið tók rekstur hans yfir eftir hrun.
Þegar Landsbankinn tók eignir
sjóðsins yfir í fyrra kom fljótlega í ljós
hversu ofmetnar þær höfðu verið við
yfirfærsluna. Eitt dæmi er félög í eigu
athafnamannsins Páls Harðarson-
ar, meðal annars Nesbyggð ehf., sem
skuldaði sjóðnum um 1.600 milljónir
króna. Bráðabirgðastjórn Sparisjóðs-
ins í Keflavík, sem tók við stjórnar-
taumum hans eftir yfirtöku ríkisins,
hafði metið það svo að færa þyrfti
þessi lán niður um 1.400 milljón-
ir króna því ólíklegt væri að meira
fengist upp í þau en 200 milljónir hið
mesta. Samt voru þessi lán færð yfir
í Landsbankann sem 1.600 milljóna
króna eign. Lánin til Páls eru hins
vegar glötuð, líkt og fyrir lá. Þetta er
aðeins eitt dæmi úr eignasafninu.
„Allsherjar óreiða“ blasti því við í
sparisjóðnum, eins og einn heim-
ildarmaður DV orðar það, þegar
utanaðkomandi aðilar fóru að skoða
starfsemi hans eftir yfirtöku ríkisins.
Fram að því höfðu stjórnendur sjóðs-
ins látið reka á reiðanum því þeir
vissu væntanlega hversu staða hans
var slæm og að gjaldþrot hans væri
handan hornsins: Ekki var gengið á
eftir viðskiptavinum og útlánum sem
voru í vanskilum, lán sem hefði átt að
færa niður voru látin óhreyfð í bók-
haldinu til að rýra ekki eignasafnið,
vepðköll voru engin og stjórnendurn-
ir krossuðu fingur og lokuðu augum.
Litli, þægilegi og kósí sparisjóðurinn í
Keflavík, sem hafði hugsað svo vel um
viðskiptavini sína og var með meira
en 60 prósenta markaðshlutdeild
á Suðurnesjum, lenti loks í dags-
ljósinu harða og þeir sem urðu vitni
að því sem fyrir augu bar klóruðu sér
hvumsa í höfðinu. Tapið af þessari
„allsherjar óreiðu“ í Keflavík lendir
svo loks á ríkinu, á skattgreiðendum,
samtals 26 milljarðar króna.
Saga Sparisjóðsins í Keflavík er
eins og smækkuð mynd, örútgáfan,
af Íslandssögunni á árunum 2003 til
2008. Öll fjármálafyrirtæki landsins
töpuðu jarðtengingunni fyrir hrunið,
með tilheyrandi þátttöku margra
landsmanna í óráðsíunni og viðeig-
andi timburmönnum eftir skellinn. Í
rekstrarsögu allra bankanna má finna
galnar viðskiptasögur um spillingu og
sjálfshygli stjórnendanna. En Spari-
sjóðurinn í Keflavík stendur einhvern
veginn upp úr í þessari umræðu eftir
því sem fyllri upplýsingar um hann
koma fram.
Smæð samfélagsins í Keflavík –
„Þar sem allir þekkja alla“ – og nánu
tengslin á milli stjórnenda spari-
sjóðsins og stjórnenda bæjarfélags-
ins sjálfs – sem stundum voru sömu
mennirnir – bjuggu til þær aðstæður
þar sem þetta sérstaka, spillta fjár-
málafyrirtæki blómstraði, hnignaði,
grasseraði og loks hrundi. Bók um
íslenska hrunið gæti hafist á harm-
leiknum um Sparisjóðinn í Keflavík,
rétt eins og rit og myndir um alþjóð-
legu efnahagskrísuna 2008 hefjast
á dæmisögunni um Litla-Ísland.
Fámenn klíka stjórnaði Keflavík og
sparisjóðnum, pólitíska valdið og
peningavaldið var á sömu höndum;
aðalleikendurnir voru fáir og sögu-
sviðið svo lítið og einfalt. Innvenslin
í litlu samfélagi á landsbyggðinni,
kunningja- og klíkuveldið, pólitíska
spillingin og það landlæga eftirlits-
leysi sem einkenndi fjármálamark-
aðinn hér á landi gerði Sparisjóðn-
um í Keflavík kleift að verða það sem
hann varð. Enginn fylgdist almenni-
lega með því sem gerðist í Keflavík.
Þar réðu héraðshöfðingjar ríkjum og
fóru sínu fram. Ríkið hefði líklega átt
að taka sparisjóðinn yfir um leið og
viðskiptabankana þrjá haustið 2008,
kannski fyrr, enda var rekstur hans
mögulega sá galnasti í landinu.
Kostuð illmælgi
n Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra er þekktur
fyrir að svara af krafti fyrir
sig. Á dögunum var dylgj-
að um eign
hans í Hrað-
frystihúsi
Þórshafnar í
Staksteinum
Moggans.
Steingrím-
ur svarar í
aðsendri grein í Mogganum
þar sem hann veltir Davíð
Oddssyni ritstjóra upp úr
tjöru og fiðri fyrir illmælgina
segir hann hlut sinn í frysti-
húsinu hafa verið lítinn og
þá sérstaklega í samanburði
við risatap Moggans sem
greitt er af sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
Styðja þann
brottrekna
n Brottrekstur Ásmundar
Friðrikssonar úr stóli bæj-
arstjóra í Garði vakti mikla
athygli í vor og kom sem
þruma úr heiðskýru lofti.
Sjálfstæðisflokkurinn er
með hreinan meirihluta
í bænum en einn fulltrúa
flokksins vippaði sér yfir
til minnihlutans. Nú hefur
verið gerð skoðanakönnun
meðal bæjarbúa sem sýnir
að Sjálfstæðisflokkurinn er
með yfir 60 prósenta fylgi.
Þá vill tæplega helmingur
aðspurðra fá Ásmund aftur.
„Rammruglaður“
forseti
n Hallgrímur Helgason rit-
höfundur er einstaklega
meðvitaður þegar kemur
að pólitík. Hann var einn
helsti and-
ófsmaður-
inn á valda-
tíma Davíðs
Oddssonar og
sætti ógnun-
um fyrir vikið
eins og bláa
höndin vísar til. Þá barði
Hallgrímur bíl Geirs Haarde,
þáverandi forsætisráðherra,
að utan þegar búsáhalda-
byltingin stóð sem hæst. Nú
beinir skáldið spjótum sín-
um að Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands. „Hann
er orðinn rammruglaður af
langri setu á Bessastað og
illa haldinn af messíasar-
komplexum,“ segir Hall-
grímur á Facebook.
Bjarni í faðm AMX
n Miklar líkur eru á því að
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, verði
forsætisráðherra næstu rík-
isstjórnar ef
miðað er við
fylgi í skoð-
anakönnun-
um. Bjarni
hefur víð-
tæka reynslu
úr viðskipta-
lífinu þar sem hann hef-
ur lent í miklum og eflaust
lærdómsríkum ógöngum.
Sú reynsla mun eflaust nýt-
ast honum í stjórnarráð-
inu. Eitt helsta bakland for-
mannsins í dag er að finna
á vefnum amx.is sem mærir
hann í hæstu hæðir. „Sterk-
ur Bjarni“ er einkunn sem
hann fékk í vikunni.
Já, gerum
étta!
… auðvitað ekki
kominn í lag.
Bubbi Morthens talaði fyrir rafbílum á ársfundi OR. – DV Sóley Tómasdóttir um rekstur Orkuveitunnar. – DV
„Allsherjar óreiða“
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 15.–17. júní 2012 Helgarblað
„Litli, þægilegi og
kósí sparisjóður-
inn í Keflavík lenti loks í
dagsljósinu.
Hnípin Evrópa
M
enn greinir á um efnahags-
vandann í Evrópu og einnig í
Bandaríkjunum. Sumir telja,
að hagfræðin hafi brugðist
sem fræðigrein og leiðarvís-
ir. Ég er á öðru máli, þótt ríkjandi hag-
fræði þarfnist ýmislegra endurbóta. Ég
tel ágreininginn um efnahagsvandann
snúast um stjórnmál, ekki hagfræði. Hér
eru rökin.
Sagan gleymdist
Byrjum vestan hafs. Roosevelt Banda-
ríkjaforseti og Bandaríkjaþing brugð-
ust að því leyti skynsamlega við krepp-
unni miklu 1929–39, að ný lög voru sett
til að koma böndum á banka, banna
þeim að braska með innstæður spari-
fjáreigenda og innleiða jafnframt inn-
stæðutryggingar. Hugsunin, sem bjó
að baki lagasetningunni, snerist öðr-
um þræði um neytendavernd. Nauðsyn
bar til að draga úr áhættusækni bank-
anna og vernda viðskiptavini þeirra fyr-
ir eðlislægri áhættu í rekstri banka, sem
ráðstafa innlánum sparifjáreigenda til
skamms tíma til lánveitinga til langs
tíma. Þessi löggjöf tókst svo vel, að allt
var að heita má með kyrrum kjörum í
bandarísku efnahagslífi í meira en hálfa
öld. Eftir það fóru fjármálakreppur aftur
að gera vart við sig. Árið 2007 upphófst
vestan hafs kreppa, sem náði hámarki
með þroti Lehman Brothers-bankans
í september 2008 og enn sér ekki fyrir
endann á. Þetta var langstærsta gjald-
þrot í Bandaríkjunum fyrr og síðar, og
verður lengi deilt um, hvort bandarísk
stjórnvöld hafi gert rétt í að láta und-
ir höfuð leggjast að afstýra þrotinu,
sem þrengdi til muna aðgang banka að
lausafé vegna þverrandi trausts milli
fjármálastofnana.
Hver var undirrót kreppunnar 2007?
Nærtækasta svarið er, að sagan gleymd-
ist. Bandaríkjaþing afnam kreppulög-
in frá fjórða áratugnum í áföngum eftir
1980. Bönkunum var aftur heimilt skv.
lögum að braska með innstæður spari-
fjáreigenda, án þess að hróflað væri við
innstæðutryggingum. Af þessu leiddi
óhóf í bönkunum, glórulausar lán-
veitingar án tryggra veða og alls kyns
brask. Bankamenn töldu sig ekki hafa
neitt að óttast, þar eð ríkið stóð á bak við
bankana gegnum innstæðutrygginga-
kerfið. Auk þess töldu sumir bankarn-
ir sig vera stærri en svo, að hægt væri
að láta þá komast í þrot. Margir telja,
að bankarnir hafi beinlínis verið rændir
innan frá. Kannast nokkur við það?
Við þetta bætist, að Bandaríkjastjórn
og öðrum lærðist eftir kreppuna 1929–
39 að stíga ýmist á bensíngjöfina eða
bremsuna til að draga úr öldugangi
í efnahagslífinu. Ekki síst þess vegna
hafa hagsveiflur verið miklu mildari eft-
ir að kreppunni miklu lauk. Breski hag-
fræðingurinn John Maynard Keynes
birti 1936 lykilverk, sem lagði grunninn
að þjóðhagfræði nútímans. Hann
leiddi mönnum fyrir sjónir, að hægt er
að koma í veg fyrir kreppu með því að
örva efnahagslífið ýmist með peninga-
prentun, auknum útgjöldum ríkissjóðs
eða lækkun skatta. Þessum þekktu ráð-
um beitti Bandaríkjastjórn eftir fall
Lehman Brothers og kom með því móti
í veg fyrir nýja heimskreppu. Seðla-
banki Bandaríkjanna hefur t.d. lækkað
vexti niður í næstum ekki neitt og kemst
ekki neðar. Sumir telja, að ríkisútgjöld
hafi ekki verið aukin nóg, og þannig
standi á, að efnahagslífið hefur ekki rétt
úr kútnum. Pólitísk andstaða við laga-
hömlur gegn bankabraski var kveikjan
að bankakreppunni í Bandaríkjunum
2007. Pólitísk andstaða gegn auknum
útgjöldum ríkisins jafnvel í kreppu hef-
ur orðið til þess, að batinn hefur verið
hægari en hann þurfti að vera. Vandinn
er því pólitískur frá mínum bæjardyrum
séð, ekki efnahagslegur.
Brettum upp ermar
Vandi Evrópu nú er flóknari en vandi
Bandaríkjanna. Ísland, Írland og Spánn
komust í kröggur vegna þess, að bank-
arnir slepptu fram af sér beizlinu með
leyfi og sumpart beinlínis fyrir tilstilli
stjórnvalda. Grikkland komst í krögg-
ur af annarri ástæðu. Gríska ríkið stofn-
aði til skulda, sem það ræður ekki við að
velta á undan sér, hvað þá endurgreiða.
Vandi landanna fjögurra á það sam-
merkt, að erlendir bankar lánuðu Grikk-
landi of fjár að því er virðist í trausti þess,
að ESB stæði að baki Grikklands og er-
lendir bankar lánuðu íslenskum (og
einnig írskum og spænskum) bönkum
með líku lagi of fjár e.t.v. að einhverju
leyti í þeirri trú, að ríkið (eða ríkið og
ESB) stæði að baki bönkunum. Hvort
tveggja reyndist vera tálsýn. Sú stað-
reynd, að Grikkland, Írland og Spánn
eru evrulönd og Ísland ekki er auka-
atriði í þessu viðfangi. Hvorki íslensk-
ir bankar né gríska ríkið gátu staðið skil
á skuldum sínum, en írskir og spænsk-
ir bankar reyna með erfiðismunum að
standa í skilum með hjálp tilneyddra
skattgreiðenda, ESB og annarra.
Vandi evrulandanna þriggja er ekki
þeim einum að kenna. Evrulöndin í
heild, einkum Þýskaland og Frakk-
land, bera hluta ábyrgðarinnar og auð-
vitað bankarnir í ljósi fífldjarfrar fram-
göngu þeirra. Þjóðverjum og Frökkum
bar að hafa forustu um nánara samstarf
í ríkisfjármálum til að tryggja, að einstök
evruríki eins og Grikkland gætu ekki
gengið of langt á kostnað annarra. Þeim
bar einnig að tryggja nánara samstarf í
bankamálum til að tryggja, að bankar í
einstökum evruríkjum eins og Írlandi og
Spáni gætu ekki gengið of langt. Hvort
tveggja brást. Nú ríður á, að evrulöndin
komi sér saman um innviði, þar á meðal
samevrópskt fjármálaeftirlit, til að draga
úr líkum þess, að sorgarsaga síðustu
missera endurtaki sig. En það er ekki
nóg. Bráðavandinn kallar einnig á brýna
lausn. Þar verða Þjóðverjar og Frakkar
ásamt öðrum að axla ábyrgð og ganga
fram fyrir skjöldu, þótt á brattann sé að
sækja. Radek Sikorski utanríkisráðherra
Póllands orðaði þessa hugun skýrt í
Berlín fyrir nokkru. Hann sagði: „Ég ótt-
ast vald Þjóðverja minna en ég óttast að-
gerðarleysi þeirra.“ Evrópa þarf að bretta
upp ermarnar.
„Vandi Evrópu nú er
flóknari en vandi
Bandaríkjanna.