Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 23
Bara eðlileg
viðskipti
Ég er andlega niður-
brotinn, ég vil fara
Jónmundur Guðmarsson fv. hluthafi í Berginu ehf. – DVBjörn Bergmann Sigurðsson knattspyrnumaður vill komast frá Lilleström – Twitter
E
ftir rétt rúma viku hittast þjóðar-
leiðtogar heimsins í Brasilíu á Ríó
+20 ráðstefnunni til að ákveða
hvernig framtíð við viljum. Tutt-
ugu árum eftir fyrstu leiðtogaráðstefn-
una um málefni jarðar er áherslan lögð
á grænt hagkerfi sem leið að sjálfbærri
þróun og útrýmingu fátæktar.
Af hverju er ráðstefnan mikilvæg
og af hverju er áherslan á „grænt hag-
kerfi“? Grænt hagkerfi er hagkerfi sem
eykur vellíðan og félagslegan jöfnuð en
dregur jafnframt úr umhverfisáhættum
og fábreytni vistkerfa. Vöxtur í grænu
hagkerfi er knúinn áfram af fjárfesting-
um sem draga úr þrýstingi á umhverfið
og þá þjónustu sem það veitir okkur, en
eykur á sama tíma orku- og auðlinda-
nýtingu.
Eða, eins og afrískur diplómat orð-
aði það svo vel: Þetta er leið okkar til
að komast af. Grænt hagkerfi er leið að
sjálfbærri þróun; leið að aukinni vel-
sæld bæði fólksins og plánetunnar, í dag
og á morgun. Það verður engin sjálfbær
þróun án félagslegs jöfnuðar; enginn
vöxtur án áreiðanlegrar stjórnunar á
þeim náttúruauðlindum sem hagkerfin
reiða sig á. Við þurfum sjálfbæra þró-
un til þess að ná fram velmegun fyrir
marga, í stað eymdar fyrir alla.
Töluverður árangur
Við höfum náð töluverðum árangri frá
árinu 1992 en þó klárlega ekki nægi-
lega miklum. Enn búa milljónir manna
við hungur dag hvern. Ef við höldum
áfram að nota auðlindir okkar á þenn-
an hátt munum við þurfa sem samsvar-
ar tveimur plánetum til að halda okkur
uppi árið 2050 og vonir fjölmargra um
að bæta líf sitt verða að engu.
Þau fátækustu í samfélögum okkar
munu þjást mest ef við notum auð-
lindir okkar á ósjálfbæran hátt, þar
sem líf þeirra og lifibrauð eru bein-
tengd vatni, landi, sjónum, skógum og
jarðvegi. Við okkur blasa nýjar áskor-
anir sem ógna alvarlega sjálfbærri
þróun – frá loftslagsbreytingum og
vatnsskorti til minnkandi þols gagn-
vart náttúruhamförum. Einnig stafar
ógn af því að vistkerfi kunna að tapast
og fjölbreytileiki lífvera að minnka.
Tækifærin í þróunarlöndunum
Á hinn bóginn getum við tekist á við
áskoranirnar og breytt þeim í tæki-
færi. Mörg lönd geta stokkið beint yfir
í skilvirka tækni og aðferðir sem gera
þeim kleift að nýta auðlindir sínar, frá
skógum og líffræðilegum fjölbreytileika
til jarðvegs og steinefna, á sjálfbær-
an hátt sem getur jafnframt tekist á við
neysluaukningu. Milli 70 og 85 prósent
tækifæra til aukinnar framleiðslugetu
eru talin vera í þróunarlöndum. Lönd
sem læra að nýta náttúruauðlind-
ir sínar á hagkvæman og sjálfbæran
hátt verða sigurvegarar morgundags-
ins. Samkvæmt skýrslu Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar getur umbreyting
yfir í grænt hagkerfi skapað 15–60
milljónir starfa um allan heim á næstu
tveimur áratugum auk þess sem slík-
ar breytingar gætu lyft tugum milljóna
vinnandi fólks upp úr fátækt.
Markmiðin skýr
Vegna þessa mun Evrópusambandið
berjast fyrir metnaðarfullri og mark-
vissri niðurstöðu á Ríó +20 ráðstefn-
unni. Við viljum hefja óafturkræfa þró-
un; þróun sem hefur raunveruleg áhrif
á líf fólks. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá snýst ráðstefnan um fólk, um okkur,
um framtíð okkar. Við höfum lagt fram
markmið og viðmið um lykilauðlindir
græns hagkerfis: Vatn, sjó, jarðveg og
vistkerfi, skóga, endurnýjanlega orku,
og hagkvæma nýtingu auðlinda, þ.m.t.
úrgang. Þessi markmið skipta höfuð-
máli fyrir sjálfbæra þróun og þau eru
órjúfanlega tengd fæðuöryggi, útrým-
ingu fátæktar og félagslegri framþróun.
Markmiðin myndu hvetja einkageirann
til fjárfestingar, ýta undir nýsköpun í
tækni og auka atvinnu. Meðal þess sem
vonast er til að ná fram í Ríó er að öll
skráð og stærri einkafyrirtæki fjalli um
sjálfbæra þróun í ársskýrslum sínum,
eða útskýri hvers vegna þau gera það
ekki. Alþjóðabankinn hefur nú þegar
hrint af stað áhugaverðu verkefni þar
sem fyrirtæki myndu standa skil á upp-
gjöri gagnvart náttúrunni í tölum sín-
um. Þetta gæti verið upphafið að nýjum
veruleika, þar sem auður náttúrunnar
og sjálfbærni hafa gildi. En það er aug-
ljóst að breyting mun ekki eiga sér stað
nema allir taki þátt. Það er ekki nóg að
sannfæra stjórnmálamenn – fyrirtæki,
félagasamtök og einstaklingar þurfa
einnig að taka þátt.
Framtíðin
Þótt mörg ríki standi betur að vígi í dag
heldur en fyrir tuttugu árum síðan, þá
þurfa fátækustu ríkin engu að síður að-
stoð við að auka aðgengi að menntun,
bættum innviðum og þekkingu. Þess
vegna er ESB enn heimsins stærsti gjafi
til þróunarmála. Árið 2011 veittum við
53 milljörðum evra til þróunaraðstoð-
ar – sem er meira en helmingur af allri
slíkri aðstoð á heimsvísu. Og þess vegna
munum við standa við gefin loforð.
Þrátt fyrir yfirstandandi fjármálakreppu
þá staðfestu aðildarríki ESB nýlega aftur
þessa skuldbindingu, sem myndi þýða
mikilvæga aukningu þróunaraðstoðar
fram til 2015, þar með talið fyrir verk efni
tengdum niðurstöðum Ríó-ráðstefn-
unnar.
Svo spurningin er, hvernig fram-
tíð viljum við? Hér er svar frá hinni 17
ára Brittany Trilford frá Nýja-Sjálandi,
sigurvegara keppninnar Framtíðin
sem við viljum, og sem fær að ávarpa
þjóðarleiðtogana í Ríó: „Sannast sagna
væri ég ánægð með það eitt að eiga
framtíð. Að vita það fyrir víst. Sú vissa
er ekki fyrir hendi um þessar mund-
ir.“ Þetta snýst ekki bara um framtíð
kynslóðar Brittany og þeirra sem á eft-
ir henni koma. Þetta snýst um okkur
núna; við leggjum okkar eigin framtíð
að veði ef okkur tekst ekki að takast á
við síminnkandi auðlindir, ósjálfbæra
þróun og fátækt fjöldans. Sólundum
ekki tækifæri okkar til að velja þá fram-
tíð sem við viljum – á meðan við getum
það ennþá.
Velmegun fyrir marga
eða eymd fyrir alla?
„Þetta er leið
okkar til að
komast af
Spurningin
„Ég myndi segja Ólafur Ragnar
Grímsson, af því að hann var í
MR.“
Ísarr Nikulás Gunnarsson
18 ára, vinnur á veitingastað
„Jón Gnarr.“
Vilhjálmur Tensley Patreksson
19 ára, vinnur á veitingastað
„Ég væri bara til í að fá Sveppa í
pólitíkina, hann er brilljant.“
Unnur Heiða Gylfadóttir
40 ára vinnur á Hlölla bátum
„Steingrímur J. Sigfússon, af
því að mér finnst hann vera
traustur.“
Stefán Gunnar Sigurðsson
18 ára nemi
„Elsku besta mamma.“ [Álfheið-
ur Ingadóttir, innsk. blm.]
Ingi Kristján Sigurmarsson
21 ára nemi í grafískri hönnun
Hvaða stjórn-
málamaður er í
uppáhaldi?
1 Barði mann til bana sem var að misnota dóttur hans
Faðir lítillar stúlku í Texas barði mann
til bana eftir að hafa staðið hann að því
að misnota stúlkuna kynferðislega.
2 „Hef þurft að stela og stunda vændi“
Jenný Bára var í ítarlegu viðtali í
miðvikudagsblaði DV, en hún hefur háð
erfiða baráttu við fíknina frá því að hún
var unglingur.
3 Eilíf ást leiddi Herbert og Lísu Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg
eru trúlofuð.
4 „Lífið er yndislegt“ Jói og Gugga hafa snúið við blaðinu og
eru edrú í dag.
5 80 milljóna sumarhöll eftir milljarða gjaldþrot
Pétur Guðmundsson lét byggja 80
milljóna króna sumarbústað.
6 Bað um vatn í jarðarförinni sinni
Fjögurra ára drengur í Brasilíu er sagður
hafa vaknað upp í eigin jarðarför.
7 Fengu áfengi fyrir að mótmæla
Starfsmönnum í frystihúsi Nesfisks
ehf. á Reykjanesi var boðið upp á frítt
áfengi tækju þeir þátt í mótmælum
LÍÚ.
Mest lesið á DV.is
Umræða 23Helgarblað 15.–17. júní 2012
Bestu vinir bankans
Þ
að sætir furðu að fjölmiðlar
skuli fara hamförum í að djöfl-
ast í leiðtogum Sparisjóðsins
í Keflavík sem af bestu getu
ráku sjóð sinn í þágu samfélagsins.
Mikil og breið sátt var lengi vel um
reksturinn og voru allir með í ráð-
um. Árni Sigfússon bæjarstjóri var
inni í vinalúppunni fyrir hönd bæj-
arins og fékk persónulega sann-
gjarnar fyrirgreiðslur.
Þá var fullt samráð við verka-
lýðinn í Keflavík. Alþýðuhetj-
an og byltingarforinginn, Kristján
Gunnarsson, var í stjórn og síð-
ar stjórnarformaður með sann-
gjarna umbun fyrir erfiði sitt. Og þar
sem veraldlegar tengingar eru ekki
alltaf nóg var líka óbeint samband
við Guð í gegnum umboðsmenn
hans. Þannig var hótelstjórinn og
aðventistinn einn af vildarvinum
sparisjóðsins.
Það leiðir af sjálfu sér að vin-
ir sparisjóðsins fengu fyrirgreiðslur.
Annað væri óeðlilegt. Menn mega
ekki gjalda fyrir hjartalag sitt. Þess
vegna fengu Árni og Steinþór sann-
gjörn lán til að kaupa eitt og annað.
Og Geirmundur Kristinsson spari-
sjóðsstjóri gætti þess vandlega að
sem flestir nytu góðs af
sparisjóði hans. Svo
digrir urðu sjóðir
að út úr flaut víða.
Þannig hafði Geir-
mundur vel efni
á því að verð-
launa stjórnar-
menn og aðra sem
voru umbunar virði.
Sjálfur
þurfti
blessaður bankastjórinn stundum
að slaka á í útlöndum. Og þá borg-
aði sparisjóðurinn auðvitað.
Einhverjir aumir endurskoðend-
ur eru að krefjast skýringa á reikn-
ingi Geirmundar sem gefinn er út
af Mr. Diamond í New York upp
á 165 þúsund krónur. Þá er röfl-
að yfir reikningi frá Heimsferðum
upp á 315 þúsund krónur og öðr-
um frá Ferðaþjónustu bænda
sem hljóðar upp
á 480 þúsund
krónur. Skilja
menn ekki að
bankastjór-
ar fá hvergi
frið nema í
útlöndum og þangað verður að
koma þeim. Og svo verða þeir að
vera sæmilega klæddir sem skýr-
ir reikning frá Herragarðinum upp
á 140 þúsund krónur. Það er engin
ástæða til að vera að hræra í svona
málum. Geirmundur þurfti að ferð-
ast til að frá frið og hann varð að
vera vel klæddur.
Svarthöfði
Kjallari
Janez Potoènik
framkvæmdastjóri
umhverfismála hjá ESB
Það vantar
vatn
Séra Gunnar Waage um vatnsskort í Reykholti – Vísir