Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Síða 27
Viðtal 27Helgarblað 15.–17. júní 2012 „Aldrei án hennAr“ Segir sögur Síðasta plata Bjartmars, Skrýtin veröld, sem hann gerði ásamt hljómsveit sinni Bergrisunum náði miklum vinsældum og þeirrar næstu er beðið með óþreyju. Bjart- mar hefur hins vegar ákveðið að ný plata líti ekki dagsins ljós fyrr en næsta vor vegna útgáfunnar á boxinu. Á nýju plötunni ætlar Bjartmar að segja sögur úr minninga- bankanum. „Ég þekki mig dálítið vel og er að skoða mitt ferli. Ég fæddist í litlu kauptúni og flyt í stóran útgerðarbæ, Vest- mannaeyjar. Þar sem bærinn er fullur af aðkomumönnum allar vertíðir og maður upp- lifir alls konar ævintýri. Um tvítugt flutti ég til borgarinnar og varð ástfanginn af henni. Ég þarf að segja sögu af þessu ferli öllu. Hvernig þetta var og er.“ Offramboð af sorg Jafnframt því að segja sögu sína segir Bjartmar plötuna vera virðingarvott við land og þjóð. „Ég er að segja söguna af því hvað ég er heppinn að hafa fæðst á Íslandi, hvað ég er heppinn að hafa unnið í því lottói að hafa fæðst hjá foreldrum mínum, hvað mér þykir vænt um þessa þjóð og hve heitt ég ann þessu landi. Ég er að segja söguna af því hvað við eigum langt í land með að kunna að meta það sem við höfum. Því í harðnandi heimi, með land- eyðingu, mengun og of- framboði af sorg er alls ekki sjálfsagt að við fáum að vera svona fámenn í svona stóru landi. Með gríðarlegar auð- lindir og 200 mílna lögsögu út í haf. Þetta eigum við að virða og vernda náttúruna umfram allt. Því án náttúruverndar er ekki hægt að halda uppi mannréttindum.“ „Alltaf meinandi, aldrei messandi“ Þarna er Bjartmar kominn á kunnuglegar slóðir enda þekktur fyrir ljóðrænar lýs- ingar á þjóðfélagsmálunum og fegurð landsins. Eins og Helgi Seljan fréttamaður lýsir vini sínum á Facebook í tilefni af afmælinu: „Alltaf mein- andi, aldrei messandi.“ „Ég hef aldrei getað leyft mér að vera með einhvern glennuskap í textum mínum eða vera ekki með skoðanir. Því ég hef mjög mótaðar skoðanir um hvernig ég vil hafa þetta, þó ég hafi aldrei vitað hvað ég vil, og þess vegna er ég í svona mörgum listgreinum. Þó hef ég alltaf vitað hvað ég vil ekki. Ég hef keyrt á því í gegnum tíðina, að hafna því sem ég vil ekki.“ Rauðvínslegnir ráðherrar Bjartmar segir að virðingu skorti hjá okkur á fleiri stöð- um en fyrir náttúrunni. „Ég hvet fólk til að átta sig á því að við höfum aldrei verið með glæsilegri ungdóm í landinu en unga fólkið á Íslandi í dag. Þau hafa hækkað menntun- arstig þjóðarinnar margfalt, unga fólkið er spólandi inn verðlaunum í gulli, silfri, kop- ar og öllum málmtegund- um sem til eru. Hoppandi og dansandi um öll lönd hvort sem það er í tónlist eða íþrótt- um. Þau eru í fremstu röð í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Ég ætla að biðja stjórn- málamenn sem eru að kom- ast inn á eftirlaunin sín, rauðvínslegna ráðherra og maríneraða sendiherra, að virða þetta unga fólk. Koma vel fram við það því það er þetta fólk sem á eftir að halda uppi þreföldum, fjórföldum eftirlaununum þeirra. Komið vel fram við fólkið sem borgar ykkur launin því undir niðri vitið þið að þið eigið þau ekki skilið.“ Rökþrota þjóð Bjartmar hefur í gegnum tíðina látið þjóðfélagsum- ræðuna sig varða og reynt að leggja sitt til málanna. Hann segir þó eiginlega þjóðfélags- umræðu varla til á Íslandi þar sem orðið „umræða“ sé ekki lýsandi. „Íslensk umræða er ekki keyrð á neinni rökhyggju. Hún er keyrð á alhæfing- um sem þarf að eyða ógur- legum tíma í að leiðrétta og ósannindi eru því miður dag- legt brauð. Við erum hrein- lega rökþrota þjóð því við höfum aldrei skapað neina rökhyggju. Við tölum um andstæðinga en ekki and- mælendur. Ef þú ert ekki sammála mér þá ertu and- stæðingur minn, ekki and- mælandi. Það er því ekkert sem gefur fólki rétt á að vera með eða á móti. Því ef þú ert ekki með mér þá ertu bara á móti mér.“ Hann nefnir umræðuna um Evrópusambandið sem dæmi um mál þar sem ekk- ert svigrúm sé til að mynda sér skoðun þar sem annað- hvort þurfi að vera með eða á móti án þess að kynna sér málið fyrst. „Það eru engar upplýsingar sem þjóðin hef- ur fengið. Bréfalúgurnar hafa ekkert liðkast við það að þessi umræða hafi far- ið í gang. Öndvert við aðr- ar þjóðir sem kynna fyrir þegnum sínum málefni. Það er ekkert kynnt hérna. Það á bara að kjósa eitthvað og gera eitthvað, til þess að gera eitthvað. Ef einhver láns- kjaravísitala hefur farið í ruslið síðustu árin þá er það sú sem gildir yfir stjórnmála- menn. Því þeir eru hjá mér komnir í ruslflokk og það er ekkert sem ég gæti hugsað mér að krossa við í dag.“ Þakkar með heiðarleika En Bjartmar hefur feng- ið nóg af því að hugsa um þjóðfélagsumræðuna í bili enda ekkert nema gleði fram undan. Afmæli, tónleikar, myndlistarsýningar og áframhaldandi uppgjör en hann segir það líka fylgja því að verða sextugur. „Það sem ég þarf að gera það sem eftir er, er að þakka fyrir það að fá heilsuna aft- ur og þakka fyrir fólkið í kringum mig. Það geri ég með því að vinna eins heiðarlega og ég get að því sem ég geri best. Sem er að semja ljóð, mála mynd- ir og semja lög,“ segir skáldið að lokum. n „Það er alveg á hreinu að ég hefði aldrei farið í gegnum þetta án hennar. Aldrei án hennar. Styðja hvort annað Bjartmar og María á góðri stundu þegar þau bjuggu í Danmörku. Dætur Bjartmars Þær Arna, Elma Björk og Berglind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.