Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Síða 29
Viðtal 29Helgarblað 15.–17. júní 2012 megnið af æxlinu. En við vissum öll að það var ekki búið að ná æxlinu út og það var engan veginn raunhæft á þeim tíma að gera slíka aðgerð. Honum blæddi næstum því út í þessari aðgerð en það tókst að stöðva blæðinguna eftir 10 tíma aðgerð.“ Hreifst af styrk sjúklingsins Tómas hreifst af styrk Andemariams og fylgdist náið með honum eftir að- gerðina. „Hann sýndi mikinn styrk eftir þessa erfiðu aðgerð. Kraflaði sig í gegnum þetta og útskrifaðist um einum og hálfum mánuði síðar, sem var ótrúlegur bati. Ég og aðrir sem komu að meðferð hans gátum ekki annað en hrifist af þessum styrk og hugsaði með mér að hann ætti mik- ið inni. Mikinn kraft. Á þessum tíma- punkti var ljóst að þetta var krabba- mein í barkanum, mjög sjaldgæft og illvígt krabbamein, og okkur var ráð- lagt að setja hann í geislameðferð. Hann svaraði þeirri meðferð bara býsna vel. Hann náði aftur að geta andað og talað. Fara aftur í skólann, fór aftur til Erítreu og konan hans varð ófrísk eftir þá heimsókn. Þau áttu þá fyrir eitt barn. Síðan fóru óveðursskýin aftur að hrannast upp í byrjun árs 2011. Þá fór hann aftur að verða móður og átti erfitt með andardrátt. Við sáum á myndum að æxlið var farið að vaxa aftur og farið að þrengja berkjuna enn á ný. Þá skipti viljastyrkur hans aftur máli og við reyndum að leita allra mögulegra lausna.“ Vildi ekki gefast upp Tómas tók til við að hringja símtöl og leita allra leiða til að finna lausn fyrir Andemariam sem varð sífellt veikari. Hann hringdi til Boston þar sem er ein fremsta barkaskurðdeild heims. Þar tóku þeir sinn tíma í að velta málum fyrir sér. Á endanum ráð- lögðu þeir líknandi meðferð. Tómasi fannst það ekki ásættanleg niður- staða. Andemariam ætti meira inni. „Lokaniðurstaða þeirra var að þetta væri ekki hægt. Æxlið væri of stórt. Meira en 6 sentimetrar að lengd. Það hefði engum tekist að gera svona aðgerð og ráðlögðu þeir líkn- andi meðferð og að hann færi heim til Erítreu að hitta konu og börn. Þetta var ekki alveg ásættanlegt. Við komust því í samband við háls- , nef- og eyrnalækni, Jan Juto, sem hafði unnið hér á landi og hann benti mér á Paolo Macchiarini, pró- fessor við Karolinska-sjúkrahúsið í Svíþjóð. Ég hafði hlustað á hann nokkrum árum áður halda fyrirlestur um barkaaðgerðir þar sem hann not- aði grind úr barka úr látnum einstak- lingi sem baðaður var stofnfrum- um. Í ljós kom að Paolo var að vinna með rannsóknir á plastbarka. Hann hafði aldrei prófað hann á sjúklingi en rannsóknir á dýrum voru komnar langt áleiðis og við ákváðum að vegna þess að við værum komin í blind- götu væri vert að reyna ígræðslu á Andemariam. Hann var komin á sína endastöð og við ræddum við hann um aðgerðina. Ljóst varð að til þess að fjarlægja æxlið þurfti jafnframt að fjarlægja hluta af barkanum. Það kom ekki á óvart að hann skyldi sam- þykkja aðgerðina. Hann hafði trú á okkur og þarna kom aftur innri styrk- ur hans við sögu,“ segir Tómas. Erfið aðgerð Aðgerðinni stjórnaði Paolo en Tómas tók virkan þátt í henni. Aðgerðin var bæði erfið og tímafrek og tók samtals tólf klukkustundir. Plastbarkinn, sem græddur var í Andemariam, var þróaður í sam- vinnu vísindamanna við Karol- inska-stofnunina, University College í Bretlandi og Harvard Bioscience í Bandaríkjunum. Búin var til þrí- víddarmynd af þeim hluta barkans sem fjarlægður var og glerlíkan mótað út frá því. Í framhaldinu var glerlíkanið notað til að móta plast- barka og hann sendur til Karol- inska-stofnunarinnar. Þar not- uðu vísindamenn stofnfrumur úr Beyene til að þekja plastbarkann í lífgeymi (e. bioreactor) sem fulltrú- ar Harvard Bioscience höfðu hann- að. „Við vorum margar vikur, bæði daga og nætur, að undirbúa að- gerðina. Aðgerðin sjálf var svo mjög erfið. Það voru miklir sam- gróningar og það tók mestan tíma að fjarlægja allt krabbameinið. Það var sérstök stemning sem við upplifðum á skurðstofunni. Við vissum að tækist aðgerðin vel væri um ákveðinn áfanga að ræða en hún var erfiðari en við héldum að hún yrði. Það var því kvíðablandin stemning,“ segir hann. Stofnfrumutækni fleygir áfram Aðgerðin tókst þó vel og Ande- mariam á læknum sínum lífið að launa. Tómas telur tæknina munu hafa ýmsa kosti umfram aðrar að- ferðir. Stofnfrumutæknin útiloki ákveðna óvissu eftir líffæragjafir. Langt sé þó frá því að tækninni fleygi hratt fram. „Þetta var áfangi en það eru margir aðrir áfangar eftir á þessari leið. Næst ímynda ég mér að við taki þróun á öðr- um líffærum, svo sem vélinda og þvagblöðru. Ég öfunda stund- um þá nemendur mína sem hafa þann valkost í dag að velja „Þú verður að vera haldinn full- komnunaráráttu til að ná árangri. Lét flytja fjölskylduna heim Andemariam á konu og tvö börn, annað þeirra rúmlega ársgamalt, eftir aðgerðina kom fjölskyldan hingað til lands fyrir tilstilli Tómasar. „Andemariam hafði verið þungur og ég vissi að hann þyrfti á meiri styrk að halda. Fjölskyld- an veitir hann á ögurstundum.“ Vildi ekki gefast upp „Lokaniður- staða þeirra var að þetta væri ekki hægt. Æxlið væri of stórt. Meira en 6 sentimetrar að lengd. Það hefði engum tekist að gera svona aðgerð og ráðlögðu þeir líknandi meðferð og að hann færi heim til Erítreu að hitta konu og börn.“ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.