Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 30
30 Viðtal 15.–17. júní 2012 Helgarblað
stofnfrumulækningar eða erfða-
lækningar. Þarna eru möguleikar
sem okkur hefði ekki órað fyrir þegar
ég var ungur og eru mjög spennandi.“
Lét flytja fjölskylduna heim
Andemariam á konu og tvö börn,
annað þeirra rúmlega ársgamalt, eft-
ir aðgerðina kom fjölskyldan hingað
til lands fyrir tilstilli Tómasar.
„Andemariam hafði verið þungur
og ég vissi að hann þyrfti á meiri styrk
að halda. Fjölskyldan veitir hann á
ögurstundum og því vissi ég að hann
þyrfti að fá hana til sín. Ég hringdi því
í einkafyrirtæki hér í bæ sem brást vel
við og borgaði flugfarið fyrir alla fjöl-
skylduna hingað til lands. Það gladdi
hann ósegjanlega mikið,“ segir Tómas
frá. Það er ljóst að í máli Erítreu-
mannsins hafa allir lagt honum mik-
ið lið. „Hann lifir eðlilegu lífi í dag og
stóð sig vel í pallborðsumræðum um
aðgerðina þann 9. júní þegar eitt ár
var liðið frá aðgerðinni. Hann var ögn
feiminn eins og gefur að skilja.“
Starfið er lífsstíll
Skurðlækningar eru krefjandi starf.
Fannst Tómasi erfitt að velja sér fagið
vitandi að það myndi verða svo viða-
mikið og stór hluti lífs hans?
„Maður finnur það að ungum
nemum finnst erfitt að velja sér sér-
nám. Það hrjáir þá jafnvel valkvíði.
Þetta eru svo ofsalega flottir krakkar
sem við erum að kenna núna.
Margir hér eru sterkir nemendur
og eru auk þess með skemmtilegan
bakgrunn og hæfileikaríkir á mörg-
um öðrum sviðum. Við erum hér
með Íslandsmeistara í fimleikum,
með próf í píanóleik og hjá sumum
þeirra er næstum erfitt að gera upp
við sig hvað þau ætla að gera þegar
þau eru orðin stór. Það skil ég og gekk
sjálfur í gegnum á sínum tíma.
Því það er svo margt sem spilar
inn í, til dæmis lífsstíll. Það er alveg
klárt að ef maður velur sérgrein eins
og mína, hjarta- og skurðlækningar,
þá er þetta að vissu leyti fórn. Þú færð
auðvitað mikið í staðinn líka, þetta er
ofsalega gefandi starf. En þetta er líka
mikið álag og það er pressa á makan-
um líka. Það er ekki hægt að labba
út úr aðgerð klukkan fjögur og sækja
börnin. Því er það svo að það lendir
svolítið á hinum aðilanum að þurfa
að koma til móts við lækninn.“
Samskiptin skipta miklu máli
Hann segir starfið gefandi þrátt fyrir
að vera krefjandi og samskipti skipta
gríðarlega miklu máli.
„Það sem er náttúrulega svo gam-
an við skurðlækningarnar er að oft
sést dramatískur árangur og þá eru
sjúklingar oft mjög þakklátir. Á sama
tíma fylgir starfinu mikil ábyrgð. Það
gengur ekki alltaf allt upp eins og
maður ætlar. Stundum gerir maður
erfiðar aðgerðir og það koma upp
fylgikvillar. Þá er mikilvægt að taka á
þeim og sinna samskiptum við sjúkl-
inginn og ættingja. Ég segi alltaf við
krakkana sem ég er að kenna hérna
að það sést oft hversu góðir lækn-
ar eru þegar þeir sýna á deildinni og
meðal kolleganna hvernig þeir taka á
erfiðu málunum. Ekki kannski beint
það sem hefur farið úrskeiðis en
kannski það sem hefur ekki farið eins
og allir áttu von á. Ég legg áherslu á
að nemendur mínir gangi í öll mál og
leysi þau.
Algengustu ástæðu þess að sjúk-
lingar eru óánægðir með störf lækna
má rekja til samskiptavandamála.
Þeir sjúklingar sem kvarta eða kæra
lækna hafa oft orðið fyrir hnökrum í
samskiptum.
Samskipti eru nefnilega svo
gríðarlega mikilvæg. Ég hef lagt mik-
ið upp úr því sjálfur í kennslu að hafa
samskiptin góð og til fyrirmyndar. Ég
reyni að vera aðgengilegur og mæta
þeim og hverju því sem angrar þau.
Þannig læra þau það sem fyrir þeim
er haft.
Ég sýni þeim áhuga og fæ þau til
að átta sig á því að það þurfa ekki all-
ir að vera eins eða með sömu áhuga-
mál.“
Mikilvægt að eiga áhugamál
Tómas tekur sér hlé frá viðtalinu til
að sinna ungum manni á aldur við
blaðamann með sjaldgæfan sjúk-
dóm í öndunarfærum. Á hverj-
um degi koma upp erfið tilfelli sem
krefjast mikillar einbeitni, eru erfið
og krefjandi. Það er þess vegna sem
það er mikilvægt fyrir lækna eins og
Tómas að eiga áhugamál til að sinna.
„Ég hef það frá karli föður mínum,
Guðbjarti Kristjánssyni, sem kenndi
í MR að geta sökkt mér í áhugamál
mín. Læknar eiga það sameiginlegt,
að minni reynslu, að búa yfir þessum
eiginleika. Starfið er gefandi en líka
krefjandi þannig að maður þarf svo-
lítið að leita á önnur mið líka. Bara
til þess að halda sér í góðu andlegu
formi í vinnunni.“
Það er tónlist sem á helst huga
hans. „Ég hef mjög mikinn áhuga á
tónlist, það er stór þáttur í mínu lífi.
Það er eins og þú kannski sérð, að ég
er með hrúgur af diskum hér um allt.
Ég þyrfti að taka til,“ segir hann og
klórar sér í höfðinu.
„Þegar ég var úti í námi í Svíþjóð
varð ég mjög heillaður af djasstónlist
og fór að flytja hingað til lands djass-
tónlistarfólk. Bæði í samstarfi við
Listahátíð og Jazzhátíð Reykjavíkur.
Ég hafði komist í kynni við öfl-
ugan djassklúbb í Lundi. Ég hafði
þessa þörf fyrir að flytja þá hingað.
Svo er ég í Wagner-félaginu líka og
hlusta mjög mikið á popp, þar er af
svo mörgu að taka á Íslandi. Það er
einna frábærast við að koma heim,
íslenska tónlistarsenan.
Tónlistin heyrist fram á gang
„Þegar ég er að vinna pappírs-
vinnu þá er ég með einhverja tón-
list mallandi. Hún heyrist oft fram
á gang,“ segir hann og hlær. „Það
fer eftir því hvernig liggur á manni
hvort það glymja óperur eða popp
um gangana. En því það er spurt
um tónlist þá verð ég að nefna
ýmis legt flott á íslenskum vett-
vangi. Ég er til dæmis hrifinn af
Valdimar og Sóleyju. Valdimar er
stórkostlegur listamaður og mik-
ill djasstónlistarmaður. Svo vissi
ég ekki að hann væri svona flinkur
að syngja. Ég hlusta einnig á bönd
eins og GusGus. Ég skellti mér nú
með félaga mínum, Ólafi Má augn-
lækni, á tónleika með þeim. Við
vorum örugglega tveir elstir innan
um alla unglingana.
Hin ástríðan mín er íþróttir, sér-
staklega skvass en einnig fjallgöng-
ur. Í Svíþjóð keppti ég í skvassi og
á marga frábæra vini í gegnum
skvassið hér heima. Fjallgöngur
taka sífellt meiri tíma, enda gera
þær mér gott. Ég er í FÍFL. Félagi
íslenskra fjallalækna. Við förum í
nokkrar stórar ferðir á hverju ári
og höldum alltaf aðalfund á Eyja-
fjallajökli á sumardaginn fyrsta ef
veður leyfir.
Fjallgöngur urðu snemma hluti
af mínu lífi. Pabbi er jarðfræðingur
og ég ferðaðist mikið með honum
sem strákur. Það atvikaðist síðan
þannig að þegar ég var í lækna-
náminu vann ég sem fjallaleið-
sögumaður á sumrin. Þá voru ekk-
ert margir Íslendingar að labba á
fjöll og ég gekk helst með Austur-
ríkismönnum og öðrum erlendum
ferðamönnum. Svo þegar ég kom
heim frá Svíþjóð hafði þetta breyst.
Fjallgönguæði hafði gripið um sig
á Íslandi. Makar, vinir og félagar
koma með í göngur félagsins og
þetta er frábær félagsskapur.
Allir þurfa að hlakka til
Tómas þarf að fara og sinna unga
manninum sem glímir við erfiða
lungnasjúkdóminn. Á skurðstof-
unni gerast hlutirnir hratt eins og
sannaðist fyrir stuttu þegar lífi lög-
fræðingsins Skúla Eggerts Sigurz
var bjargað. Þá mátti engan tíma
missa. Engar myndir voru teknar
sem varð honum til lífs, Skúli fór
strax í aðgerð og Tómas var kallað-
ur til. Hann þurfti að gera að fimm
hnífsstungusárum, þar af fjór-
um lífshættulegum. Skúli missti
meira en fimmtíu lítra af blóði í að-
gerðinni og það virðist kraftaverki
líkast að hann sé á lífi. Blaðamanni
er spurn hvernig hugurinn virkar í
aðstæðum sem þessum.
„Ég held ég geri stundum of
miklar kröfur á mig, það er nokkuð
sem allir skurðlæknar glíma við. Þú
verður að vera haldinn fullkomnun-
aráráttu til að ná árangri.
Mér finnst, þegar mikið ligg-
ur við, ég eiga auðvelt með að gera
upp huga minn. Ég held að það
verði maður að geta gert, eins og
í hjarta- og lungnaskurðlækning-
um, sem eru stórar aðgerðir líka. Þá
koma upp atvik þar sem þú verður
að bregðast við mjög fljótt. Í tilviki
Skúla var það þannig, það komu
upp mörg atvik sem þurfti að bregð-
ast við með skjótum hætti og það
var samhent teymi sem brást við
hverju atviki. En það er ekki hægt að
ræða á ítarlegri máta um tilvik hans,
aðallega vegna þess að sár hans eru
umfangsmikil og að gróa. Ég fylgi
honum eftir og er í sambandi við
hann eins og marga af þeim sjúk-
lingum sem hafa gengið í gegnum
stærri aðgerðir. Eins og ég ræddi
áðan, þá er svo margt sem skipt-
ir máli hvað varðar bata sjúkl inga.
Þeirra kraftur og viljastyrkur skipt-
ir máli og stundum þarf að hlúa vel
að þeim þætti. Ég finn það að þegar
fólk er þungt og búið að missa von-
ina, þá er erfiðara að draga þann
vagn. Þess vegna legg ég áherslu á
mannleg samskipti.
Allir þurfa að hafa eitthvað að
hlakka til. Þegar lífsgæðum hrakar
þarf samt að leita að einhverju sem
er þess vert að hlakka til. Við þurf-
um að vera vakandi fyrir því, það
eru þessir þættir sem geta haft áhrif
á batann.
Í þessu tilviki er það ekki spurn-
ing um hátæknispítala. Heldur góð,
mannleg samskipti. Þau eru gulls
ígildi.“ n
Kláraði námið
og eignaðist barn
Andemariam brautskráðist með
meistarapróf í jarðeðlisfræði frá
Háskóla Íslands í febrúar. Hann
hafði greinst með krabbameini
í barka haustið 2009, skömmu
eftir að hann hóf meistaranám
í jarðeðlisfræði við Háskóla Ís-
lands. Tómas segir frá því að
viljastyrkur Andemariam hafi
verið mikill. Batinn var það góð-
ur að hann gat helgað sig nám-
inu í jarðeðlisfræði seinni hluta
síðasta árs. Lokaverkefninu lauk
hann svo í byrjun janúar en það
sneri að rannsóknum á jarðhita-
svæði í austur- og suðausturhluta
heimalandsins, Erítreu. Ande-
mariam tók við brautskráningar-
skírteini sínu á útskrift Háskóla
Íslands í lok febrúar og var það
að sjálfsögðu mikil gleðistund.
Andemariam snýr ekki strax
til heimalands síns til þess að
nýta sér menntun sína því hann
þarf að vera undir eftirliti lækna
vegna gervibarkaígræðslunn-
ar. „Ég held áfram að vera í góðu
sambandi við hann,“ segir Tómas.
Háskóli Íslands efndi á dögun-
um til alþjóðlegrar ráðstefnu
þegar ár var liðið frá tímamót-
aðgerðinni sem Andemariam
gekkst undir. Þar var rætt um
frekari möguleika í þróun gervi-
líffæra til ígræðslu. Fjölmargir
virtir sérfræðingar á þessu sviði
komu til landsins, þar á með-
al Paolo Macchiarini, prófessor
við Karolinska-stofnunina, sem
stjórnaði aðgerðinni á Karol-
inska-sjúkrahúsinu.
Mikill styrkur Skúla
Skúli Eggert Sigurz, fram-
kvæmdastjóri Lagastoðar, er á
góðum batavegi eftir að hafa
orðið fyrir alvarlegri hnífsstungu-
árás 5. mars síðastliðinn þrátt fyr-
ir að ljóst sé að hann muni glíma
við fylgikvilla og eigi talsvert langt
í land með að ná fyrri líkamlegri
heilsu. Til að mynda þarf hann
að fara reglulega í nýrnaskiljun
og sjúkraþjálfun til að þjálfa upp
færni. Það þykir þó með ólíkind-
um og bera vott um mikinn styrk
hversu miklum bata Skúli hefur
náð á þeim tíma sem hann hefur
legið á sjúkrahúsinu.
Skúli var metinn í lífshættu í
nokkrar vikur eftir árásina, þar
sem áverkarnir sem hann hlaut
voru miklir. Við árásina skarst
ósæð í sundur á tveimur stöðum
og þá missti Skúli talsvert mik-
ið blóð auk þess að fá alvarlega
áverka á kvið og brjósti. Hann
gekkst undir að minnsta kosti
tvær stórar aðgerðir því einhver
líffæri sködduðust við árásina.
Eins og áður hefur verið greint
frá hefur Guðgeir Guðmundsson,
34 ára Reykvíkingur, játað að hafa
veist að Skúla með hníf.
Ástæða árásarinnar er talin
vera innheimtubréf frá Lagastoð.
Skuldin hljóðaði upphaflega upp
á 80.000 krónur en Guðgeir og
Skúli höfðu komist að samkomu-
lagi um að hún skyldi lækkuð um
30.000 krónur áður en Guðgeir
lét til skarar skríða og veittist að
Skúla með stórum veiðihníf.
„Ég og aðrir sem
komu að meðferð
hans gátum ekki annað
en hrifist af þessum styrk.
Mikilvægt að eiga áhugamál „Ég hef það frá karli föður mínum, Guðbjarti Kristjánssyni, sem kenndi í MR að geta sökkt mér í áhugamál mín.“