Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Page 40
40 Úttekt 15.–17. júní 2012 Helgarblað Hvað varð um Pamelu í Dallas? Barðist við Bakkus og týndi hártoppnum n Refurinn J.R. er leikinn af Larry Hagman. Samspil J.R. og drykkfelldrar eiginkonu hans, Sue Ellen, er með því dramatískara sem sést hefur í sjónvarpi enn þann dag í dag. Hagman hefur aldrei tekist að hrista af sér illmennisstimpilinn þrátt fyrir að hafa tekið að sér hlutverk í Nip/Tuck og Nixon. Hann háði harða baráttu við Bakkus og þurfti að fara í lifrarskipti árið 1995. Larry lítur vel út í dag og gott ef karlinn er ekki ásjálegri í dag en fyrir 30 árum enda hefur hann fyrir löngu hent hártoppnum sem hann festi á skallann á sér um árabil. Þrátt fyrir að Larry leiki hægri hák í Dallas þá er hann virkur meðlim- ur í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum og styður ötullega við Barack Obama. n Eiginkona Larrys, hin sænska Maj Hag- man, er með Alzheimer og hefur Larry talað opinskátt um sjúkdóminn. Þá sagði hann nýlega frá því að hann væri með krabbamein í hálsi. „Sem J.R. komst ég upp með allt, mútur og framhjáhald. En krabbinn náði mér. Ég vil þó að allir viti að krabbamein í hálsi er algengur sjúkdómur og auðveldur viðureignar.“ J.R. – Larry Hagman Auglýsti magaþjálfa n Charlene Tilton lék Lucy og var af gárung- um uppnefnd „eitraði dvergurinn“. Lucy var einkar ógeðfelldur karakter og með hræði- legan smekk á karlmönnum. Fordekruð og sjálfselsk. Lucy var nokkurs konar fyrirmynd Paris Hilton og álíkra glamúrgella nútímans. Eftir leik sinn í Dallas varð Charlene helst þekkt fyrir að berjast við þyngdina og auglýsti magaþjálfa af miklum móð í auglýsingasjónvarpi. Nýlega kom hún fram í raunveruleikaþættinum Fives The Farm og í janúarmánuði keppti hún í breskum skautaþætti, Dancing on Ice. Hún var kosin úr þættinum í fimmtu viku af tólf. Lucy – Charlene Tilton Sendiherra Sam- einuðu þjóðanna n Aumingja Sue Ellen sem var föst í ömurlegu og ástlausu hjónabandi með J.R. Hún hafði þó búrbonflöskuna og Cliff Barnes sér til halds og trausts á verstu stundunum. Linda Gray fékk Emmy-verðlaun fyrir túlkun sína á óhamingju Sue Ellen og var það verð- skuldað. Eftir leik sinn í Dallas, lék Gray í Lovejoy, Melrose Place og The Bold and The Beautiful. Hún hefur einnig leikið á sviði, til að mynda í The Graduate og Terms of Endearment. Linda hefur einnig verið einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna og unnið ötullega að góðgerðamálum. Sue Ellen – Linda Gray Bingóstjóri og sápuleikari n Patrick Duffy lékk hinn vinalega en ögn einfalda Bobby. Hann var skrifaður úr þáttaröðinni árið 1985 en bað um að koma aftur ári seinna. Það varð til þess að hin fræga og undarlega: „Þetta var allt draumur!“ atriði var skrifað í þáttinn. n Duffy hélt áfram að leika í sjónvarpi. Hann lék í þáttunum Step by Step og The Bold and the Beautiful. Hann stýrði einnig bingó í sjónvarpi um tíma. Duffy og fjölskylda hans eru búddistar og mörgum er minnisstætt óhugnanlegt morð á foreldrum hans árið 1986. Foreldrar hans voru báðir myrtir í ráni og það var aðeins stuttu síðar sem Duffy fékk aftur hlutverk Bobbys í Dallas. Bobby – Patrick Duffy Kærð fyrir morðhótun n Aumingja Pam, hin fallega en ógæfusama dóttir Barnes. Hjónaband hennar og gulldrengsins Bobbys var ekki samþykkt af hákunum á Southfork og sérstakt horn í síðu hennar hafði illmennið JR. Pamela var ögn slóttugri en Bobby og eins og tíðkast í sápuóperum reyndu þau hjón oft að brugga launráð en áttu aldrei möguleika á móti hákarlinum sjálfum með hattinn. n Victoria Principal hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Golden Globe-verðlauna; 1973 sem efnilegasti nýliðinn í The Life and Times of Judge Roy Bean, og 1983, 1986 og 1988 fyrir hlutverk sitt sem Pamela í Dallas. n Principal hefur komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og -sería, t.d. Providence, Titan, The Practice og Jack & Jill, að ógleymdum teiknimyndaþáttunum Family Guy þar sem hún var rödd dr. Amöndu Rebeccu. n Victoria hefur í dag helst helgað sig skrifum um fegurð og framleitt vörur til húðumhirðu. Árið 2009 komst hún þó í fréttir þegar þerna á heimili hennar kærði hana fyrir að miða á sig byssu. Þernan sagði frá því að Victoria hefði hótað að drepa sig eftir að hún var of lengi úti að ganga með hundinn hennar. Málið náði aldrei fyrir rétt og var látið niður falla. Hennar er sárt saknað úr nýrri þáttaröð og menn spyrja sig: Hvað varð um Pamelu í Dallas? Pamela – Victoria Principal Í Vísindakirkjunni n Priscilla Presley, sem var gift hinum eina sanna Elvis Presley, var hluti af Dallas- þáttaröðinni í þrjú ár og lék Jennu, fyrstu ást Bobbys og móður sonar hans. Jenna giftist seinna hálfbróður Bobbys, Ray Krebbs sem einnig er í nýju þáttaröðinni. Presley lék seinna í Melrose Place, Sin City og Naked Gun-myndunum. Hún þykir fyrirtaks dansari og tók þátt í þáttunum Strictly Come Dancing og Dancing With The Stars. Priscilla hefur helgað sig starfi með Vísindakirkjunni seinni ár. Jenna – Priscilla Presley Virtur málari n Ray er óskilgetinn sonur Jocks og leikinn af Steve Kanaly. Ray var nokkuð flókinn karakter í þáttunum. Hann giftist Jennu eftir að hún hafði fætt son hennar og Bobbys, Lucas. Fyrir átti Jenna dótturina Charlie, sem olli vandræðum og var send í heimavistarskóla. Ray og Jenna fluttu svo til Sviss í kjölfarið. Steve býr í Ojai í Kaliforníu og er afar virtur vatnslitamálari. Ray Crebbs – Steve Kanaly Á sjö börn og er fjórfráskilinn n Sauðurinn hann Cliff er bróð- ir Pamelu og sonur erkióvinar J.R., Digger Barnes. Cliff var í endalausri baráttu við J.R. og ástkona hans var Sue Ellen. n Ken er mikill leikhúsmaður og hefur gert það gott á sviði eftir árin í Dallas. Hann veiktist af lungnakrabbameini en náði góðum og merkum bata af veikindum sínum. Fjölskyldulíf hans hefur verið í einum öldudal. Hann á sjö börn og er fjórfráskilinn. Árið 1989 komst Ken í fréttir vegna harm- leiks. Edward P. Philips viðskiptafélagi hans réðst inn á settið í Dallas í Lorimar- kvikmyndaverinu vopnaður byssu. Skaut inn á settið og sakaði Ken um að hafa svikið sig í viðskiptum og eyðilagt hjónabandið. Edward framdi svo sjálfsmorð á staðnum með því að skjóta sig í höfuðið. Cliff Barnes – Ken Kercheval Skírð eftir goðsögn n Valene var gift Gary, bróður J.R. (þau giftust þrisvar í þáttunum). Hlutskipti Valene í Dallas var ekki sérlega öf- undsvert en hún þurfti að glíma við drykkju Garys og við J.R. um málefni dóttur sinnar, Lucy, sem J.R. krafðist að yrði alin upp sem sannur Ewing. Valene tókst ekki að stöðva áætlanir J.R. og fékk ekki að hitta dóttur sína árum saman. Joan hefur ekki elst sérlega vel, hún hefur leikið í Nip/Tuck og The Young and the Restless. Nafn hennar vekur ávallt athygli en faðir hennar nefndi hana Joan Van Ark, vegna þess að hann var sannfærður um að hún yrði heimsfræg. Valene – Joan Van Ark Enginn frami eftir Dallas n Gary, miðsonur Jocks og Ellie, faðir Lucy og eiginmaður Valene er svarti sauðurinn í Ewing-fjöl- skyldunni. Alkóhólisti og níddur af eldri bróður sínum J.R. Ted Shackelford hefur ekki átt mikinn frama eftir Dallas. Lék í Knots Landing, Dirty Sexy Money og The Young and the Restless. Nýlega hafa borist fregnir af því að Gary og Valene komi við sögu í nýrri þáttaröð af Dallas en það hefur ekki fengist staðfest. Gary Ewing – Ted Shackelford É g vild' ég væri Pamela í Dallas,“ sungu Dúkkulísurnar á ní- unda áratugnum. Yrkisefnið var Pamela Barnes Ewing, for- rík og fögur frú á Southfork- búgarðinum í Dallas. Sápuóperan Dallas var fyrsta sápuóperan sem sýnd var í íslensku sjónvarpi og segja má að hún hafi náð taki á íslenskri þjóð sem fylgdist spennt með öllum 357 þáttunum sem sýndir voru á ár- unum 1978–1991. Og nú eru þau væntanleg aftur á skjáinn. Glænýir þættir þar sem þau Bobby, J.R., Sue Ellen, Lucy og Ray snúa aftur verða sýndir á Stöð 2 og hefjast sýningar í sumar. Synir bræðranna J.R. og Bobby, þeir John Ross og Christopher, eru nú í forgrunni og sem fyrr er það bar- áttan um yfirráð í Ewing-olíufyrir- tækinu sem allt hverfist um. Nú eru liðin 20 ár frá því skilið var við Ewing- fjölskylduna og því við hæfi að rifja upp helstu leikendur og segja frá því hvað á daga þeirra hefur drifið. Á níunda áratugnum áttu breyskir Texasbúar hug og hjörtu landsmanna. Á hverju þriðjudagskvöldi fylgd- ust þeir með Ewing-fjölskyldunni í hádramatísku ráðabruggi með hinn mikla ref J.R. fremstan í flokki. Nú eru þau væntanleg á skjáinn áratugum seinna og margt hefur drifið á daga leikaranna. Einn er kominn með nýja lifur, annar starfar sem sendiherra fyrir Sameinuðu þjóðirnar og enn annar hafði ekkert betra að gera en að stýra bingó um tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.