Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Side 47
Lokkaprúðir Leikmenn em Sport 47Helgarblað 15.–17. júní 2012 Redknapp rekinn n Stjórn Tottenham vildi breytingar H arry Redknapp var óvænt rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham aðfaranótt fimmtudags eftir fjögur ár í starfi. Hann hefur látið hafa eftir sér eftir brottreksturinn að hann hafi aðeins verið um tveimur tímabilum frá Eng- landsmeistaratitli og að það hefði ekki skipt máli þó hann hefði náð Meistaradeildarsæti á nýliðnu tímabili. Hann hefði samt verið rekinn. Fyrst fregnir af málinu í enska stórblaðinu The Guardi- an á fimmtudag benda til þess að allt megi þetta rekja til samn- ingaviðræðna Redknapps og stjórnarformanns Tottenham, Daniel Levy. Redknapp átti eitt ár eftir af samningi sínum og vildi víst verðlaun fyrir góð- an árangur með lengri samn- ing en Levy var reiðubúinn að bjóða honum. Þar strandaði víst málið svo upp úr sauð, þó Redknapp haldi öðru fram. „Við enduðum í fjórða sæti og vorum óheppnir mjög, en ég held að sama útkoma hefði orðið að veruleika hvort sem er,“ sagði Redknapp í viðtali hjá BBC Radio Five Live. „Þetta eru alltaf vonbrigði en svona er boltinn. Fólkið sem stjórn- ar fótboltafélögunum verður að taka ákvarðanirnar sem það telur réttar og þetta er þeirra ákvörðun.“ Redknapp segist hafa átt frábær ár hjá félaginu, það hafi viljað fara aðrar leiðir varð- andi stjórastöðuna, og þakk- aði hann stuðningsmönnum fyrir samfylgdina. Þegar orðrómur um samn- ingavandræðin voru borin undir Redknapp sagði hann. „Þetta hafði ekkert með samn- ingamál að gera. Ég átti ár eftir og það var í góðu. Þetta snérist um að forráðamenn félagsins ákváðu að þeir vildu breyta til. Þeir eiga klúbbinn og geta gert það sem þeir vilja.“ Gamlir og góðir: Abel Xavier Portúgalski bak- vörðurinn lét alltaf taka eftir sér. Aflitaði kollurinn og skeggið í stíl varð að einkennismerki hans. Bobby Charlton Enski miðjumaðurinn var með einhverja grimmustu skallayfirgreiðslu sögunnar! Alveg dýrslegur í afneitun á árum áður. Djibril Cissé Franski sóknarmað- urinn hefur aldrei verið sérstaklega eðlilegur í útliti. Hanakamburinn, húðflúrin og skeggið, svona á að gera þetta. Vantar meira svona í franska liðið í dag. Roberto Baggio Hjartaknúsar- inn og ítalska hönkið átti sér einkennismerki. Stutt að framan, síðar slöngur að aftan. Rudi Völler Þýski snillingurinn státaði ekki aðeins af dýrslegri mottu heldur einu svakalegasta krullusíttaðaftan sem sögur fara af. Ruud Gullit Slöngulokkarnir hjá hollenska meistaranum. Það þarf ekkert að segja meira. Mario Balotelli Er galdramaður með hárið á sér. Án þess að vera nánast með nokkuð hár á höfðinu, en samt alltaf með nýjan stíl í hverjum leik. Aflit- aði hanakamburinn er lúkkið hans í sumar. Petr Cech Eini maðurinn með höfuðfat á vellinum, af illri nauðsyn reyndar, en þarf ekkert að spá í greiðsluna á meðan. Fabio Coentrao Hann og Phil Neville eru meðal fárra sem enn eru haldnir þeirri rang- hugmynd að strípurnar séu enn heitar. Fabio er með vel ísaða lokka. Mario Gomez Fagmaður fyrir framan markið og fyrir framan spegilinn með greiðuna. Svona á að smyrja á sér lokkana gott fólk. Til fyrirmyndar. Miguel Veloso Örlítið strípaðir endar og gott ef hann býður ekki upp á smá blástur til að ná þessu lúkki. Miðjumaðurinn hugsar fyrst og fremst um hárið. Rekinn Svo virðist sem Tottenham-stjórnin hafi bara viljað skipta um stjóra. Úrslit EM í knattspyrnu Riðill C Ítalía - Króatía 1-1 1-0 Andrea Pirlo (39.) 1-1 Mario Mandžukic (72.) Spánn- Írland 4-0 1-0Fernando Torres (4.) 2-0 David Silva (49.) 2-0 Fernando Torres (70.) 3-0 Cesc Fàbregas (83.) Staðan L U J T Skor Stig 1.Spánn 2 1 1 0 5:1 4 2.Króatía 2 1 1 0 4:2 4 3.Ítalía 2 0 2 0 2:2 2 4.Írland 2 0 0 2 1:7 0 Riðill A Staðan L U J T Skor Stig 1.Rússland 2 1 1 0 5:2 4 2.Tékkland 2 1 0 1 3:5 3 3.Pólland 2 0 2 0 2:2 2 4.Grikkland 2 0 1 1 2:3 1 Riðill B Staðan L U J T Skor Stig 1.Þýskaland 2 2 0 0 3-1 6 2.Portúgal 2 1 0 1 3-3 3 3.Danmörk 2 1 0 1 3-3 3 4.Holland 2 0 0 2 1- 3 0 Riðill D Staðan L U J T Skor Stig 1.Úkraína 1 1 0 0 2:1 3 2.England 1 0 1 0 1:1 1 3.Frakkland 1 0 1 0 1:1 1 4.Svíþjóð 1 0 0 1 1:2 0 Leikir helgarinnar 15. júní 16:00 Svíþjóð -England 18:45 Úkraína - Frakkland 16. júní 18:45 Tékkland - Pólland 18:45 Grikkland- Rússland 17. júní 18:45 Portúgal - Holland 18:45 Danmörk - Þýskaland Björn í Úlfana Lilleström er búið að selja Björn Bergmann Sigurðar- son til enska liðsins Wolves. Það staðfesti umboðsmað- ur hans, Jerry de Koning, við norska fjölmiðla á fimmtu- dag. Björn mun skrifa und- ir fjögurra ára samning við Úlfana. Þessi tíðindi koma á óvart í ljósi þess að Björn sagði á Twitter fyrr sama dag að hann fengi ekki að fara frá Noregi. Lilleström ætlaði að þvinga hann til þess að vera þar áfram. „Ég er andlega niðurbrotinn,“ sagði hann meðal annars. Úlfarnir, sem leika í úrvalsdeild greiða 473 milljónir króna fyrir Björn sem gerir hann að einum dýrasta leikmanni Íslands- sögunnar. Fylkir lagði Fram Fylkir sigraði Fram með einu marki gegn engu á fimmtu- daginn í upphafi 7. umferð- ar Pepsi-deildarinnar. Það var Davíð Ásbjörnsson sem skoraði markið sem kom úr aukaspyrnu, og fór í gegn- um óþéttan varnarvegg Fram, breytti um stefnu og í markið. Bæði lið voru með sex stig fyrir leikinn. Fylkir komst upp í sjötta sæti með sigrinum en Fram er sem fyrr í tíunda sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.