Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Síða 2
Á
að giska fjörutíu manns af
báðum kynjum eru sam
ankomin á kaffistofu Sam
hjálpar þegar blaðamann
DV ber að garði. Fólkið er
komið til að fá sér heitan hádegis
mat. Tilgangur kaffistofunnar er að
veita bjargir til þeirra einstaklinga
sem halloka hafa farið í lífinu, til að
mynda vegna sjúkdóma eða fátækt
ar. En eins og Ragnhildur G. Guð
mundsdóttir, formaður Mæðra
styrksnefndar bendir á, þá haldast
sjúkdómar og fátækt oft í hendur.
„Ef fólk er heilsulítið er voðinn vís
og þá fara peningarnir hratt,“ segir
Ragnhildur.
Skildi og varð öryrki
Blaðamaður gefur sig á tal við konu
sem situr að snæðingi. Hún fellst á
að segja honum sitt hvað um sjálfa
sig gegn því að nafns hennar verði
ekki getið. Hún kýs að kalla sig Elsu.
Hún þurfti að hætta störfum vegna
veikinda og varð öryrki. Áður en Elsa
varð öryrki starfaði hún í mörg ár í
fiskvinnslu. „Svo sagði ég upp þar
því yfirmönnunum mínum fannst
of mikið að borga mér 600 krónur á
tímann. Þegar ég hætti í fiskvinnsl
unni hóf ég störf sem hótel þerna.
Það var mjög fínt. En ég skildi við
eiginmann minn þegar ég hafði ver
ið hótelþerna í um eitt ár. Þá byrj
uðu veikindin mín. Þess vegna hætti
ég störfum sem hótelþerna.“ Elsa
býr nú í íbúð á vegum félagsmála
stofnunar.
Leitaði í ruslatunnum eftir mat
„Ég borðaði mat upp úr ruslatunnum
áður en ég kynntist starfi kaffistofu
Samhjálpar einfaldlega vegna þess
að ég hafði ekki efni á mat. Félags
ráðgjafi nokkur benti mér á að fara í
Samhjálp til að fá að borða þegar mig
vantaði pening fyrir mat en af ein
hverri ástæðu sem ég get ekki útskýrt
í dag, leitaði ég frekar í ruslatunnum
á bakvið hús í vesturbæ Reykjavíkur.“
Kolbrún Pálína Hallþórsdóttir,
starfsmaður kaffistofu Samhjálpar
segir fólk oft ekki vilja leita á kaffi
stofu Samhjálpar því það haldi að
kaffistofan sé eingöngu fyrir úti
gangsfólk. „Við förum ekki í mann
greinarálit hérna hjá Samhjálp.
Hingað leitar alls konar fólk, og það
er mikill misskilningur að einung
is útigangsfólk sæki hingað til að fá
sér að borða. Við bjóðum alla þá sem
þurfa á aðstoð að halda velkomna,
en vegna þessa misskilnings hefur
fólk, sem glímir við fátækt, stundum
verið tregt til að leita hingað,“ segir
Kolbrún Pálína.
Finnur oft nytjahluti í ruslinu
Elsa fær um 160.000 kr. í örorkubætur
á mánuði eftir skatt og segir þá upp
hæð ekki duga henni til að kaupa mat
fyrir sig allan mánuðinn. Útgjöldin
séu of há og örorkubæturnar of lágar.
Hún segist þó enn leita í ruslatunnur
ef hana vanti hluti í íbúðina sína sem
hún hefur ekki efni á að kaupa. „Ég á
til dæmis rosalega góða kaffivél sem
ég fann í ruslatunnu. Sömu sögu má
segja um útvarpsvekjaraklukkuna
mína. Hún virkar mjög vel.“
Maður sem gefur sig á tal við okk
ur segist vera „sérfræðingur í að leita
að mat í ruslatunnum.“ Spurður nánar
hvað hann meini með því, segist hann
oft hafa farið bakvið stórmarkaði í leit
að mat. Hann sé þó, líkt og Elsa, hættur
því eftir að hann hóf að sækja kaffistofu
Samhjálpar heim og fá mat þar. Hann
bætir við að það sé orðið erfiðara fyr
ir fólk að leita sér að mat í ruslatunn
um því stórmarkaðir séu sumir farnir
að læsa gámunum. „Það er alltaf einn
og einn sem gengur ekki frá eftir sig og
þess vegna hafa sumir stórmarkað
ir tekið upp á þessu.“ Hann segir bæt
ur hans, líkt og bætur Elsu, ekki alltaf
duga fyrir mat. Þó reyni hann að koma
sem oftast í kaffistofu Samhjálpar til að
fá heitan hádegisverð.
Leið hræðilega
Áður en Elsa kynntist starfi Sam
hjálpar borðaði hún nær eingöngu
núðlusúpur heima hjá sér samfara
því að hirða mat úr ruslatunnum.
„Ég gerði það til að geta leyft mér
eitthvað smáræði í lífinu,“ útskýrir
hún. Ásamt því að finna nytjahluti
í rusli, segist hún drýgja bæturn
ar með því að tína dósir úr rusla
tunnum. „Ég fer fjórum sinnum í
viku að tína dósir. Fyrir það fæ ég
kannski 5.000 krónur ef ég er mjög
dugleg. Mun meiri samkeppni er í
dósatínslu í Reykjavík eftir banka
hrunið 2008. Það eru alltaf nokkr
ir á stjái að tína dósir á nóttunni.“
Hún segir örorkubæturnar duga
lengur eftir að hún hóf að borða
hádegismat á Kaffistofu Samhjálp
ar. „Á þeim tíma sem ég leitaði
að mat í ruslatunnunum leið mér
hræðilega.“
Aldrei fengið
ökuréttindi
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu stöðvaði bifreið í austur
borginni á mánudagskvöld, en
ökumaður bifreiðarinnar var
grunaður um ölvun við akstur.
Maðurinn var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð. Hann
hafði áður verið sviptur öku
réttindum en var látinn laus
eftir sýnatöku. Um fjögurleytið
aðfaranótt þriðjudags var öku
maður stöðvaður í Breiðholti
við reglubundið eftirlit. Maður
inn reyndist án ökuréttinda og
hafði raunar aldrei öðlast slík
réttindi. Þá vaknaði grunur um
að hann væri undir áhrifum
fíkniefna og var hann því hand
tekinn og fluttur á lögreglustöð
til hefðbundinna rannsókna. Þá
voru skráningarmerki bifreiðar
innar tekin af vegna vanrækslu
á skoðun. Hann var svo látinn
laus að lokinni skýrslutöku.
Kannabispartí
í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
var kölluð að húsi í miðborginni
aðfaranótt þriðjudags vegna há
værs samkvæmis.
Samkvæmisgestir komu ekki
til dyra þegar bankað var upp á
en það gerði hins vegar megn
kannabislykt og því tilefni til
frekari aðgerða lögreglu.
Í íbúðinni voru þrír aðilar
sem viðurkenndu vörslu á
kannabisefnum. Málinu var svo
lokið með skýrslutöku á vett
vangi.
Gæsir ollu
óhappi
Rétt fyrir klukkan hálf ellefu á
mánudagskvöld varð umferðar
óhapp á Hringbraut, vestan
Njarðargötu. Ökumaður hafði
stöðvað á akbrautinni fyrir
gæsahópi sem var á leið yfir ak
brautina og ökumenn tveggja bif
reiða þar fyrir aftan gerðu slíkt hið
sama. Sá fjórði náði ekki að stöðva
og ók aftan á öftustu bifreiðina.
Við það kviknaði eldur í umrædd
um bifreiðum.
Engan sakaði en að sögn lög
reglu var ökumönnum nokkuð
brugðið eftir atvikið.
n Bæturnar dugðu ekki fyrir mat n Fátækt tilkomin vegna brotalama í kerfinu
Borðaði upp úr
ruslatunnum
„Ég hafði ekki
efni á mat
Elín Ingimundardóttir
blaðamaður skrifar elin@dv.is
Finnur nytjahluti í ruslinu Elsa segir að hún finni ýmislegt í ruslinu sem hún hafi ekki efni á að kaupa í búðum, t.d. kaffivél og útvarps-
vekjaraklukku.
2 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur
Kaffistofa Samhjálpar Hingað leita margir sem ekki eiga efni á mat.