Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 3
Bæturnar fyrir neðan allar hellur Ljóst er að Elsa hefur lifað í fá- tækt eftir að hún veiktist og ör- orkubæturnar duga ekki ef hún leiti ekki til Samhjálpar til að fá heitan mat í hádeginu. Ragnhild- ur, formaður Mæðrastyrksnefnd- ar, segir bæturnar á Íslandi, það er örorku- og atvinnuleysisbætur vera fyrir neðan allar hellur. „Þá er miðað við lægstu laun en málið er að lægstu launin eru þess eðl- is að ekki er hægt að lifa af þeim,“ segir Ragnhildur. Fátækt er samfélagslegt vandamál Harpa Njálsdóttir, félagsfræðing- ur og fræðimaður um fátækt á Íslandi segir að skilaboðin í ís- lensku samfélagi til þeirra sem glíma við sára fátækt vera bein- línis röng. „Skilaboðin hafa verið og eru enn sú að það sé einstak- lingunum sjálfum að kenna ef þeir eru fátækir.“ Hún segir umræðuna um fátækt þar að auki ekki tekna nógu alvarlega. „Það á að líta á fátækt fólks sem vandamál allra, það er vandamál samfélagsins í heild en ekki einungis vandamál fólksins sjálfs sem lifir í fátækt. Fá- tækt er að stærstum hluta vegna brotalama í velferðarkerfinu þótt það séu alltaf einhverjar undan- tekningar á öllu.“ n Fréttastjóri og lektor ekki ákærðir n Mál á hendur Inga og Ársæli felld niður M ál Inga F. Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV og Ársæls Valfells, lektors við Háskóla Íslands, hafa verið látin nið- ur falla. Bárust þeim bréf frá ríkissak- sóknara í vikunni um að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur þeim. Báðir voru þeir með réttarstöðu sak- bornings og lágu undir grun um að hafa brotið lög um bankaleynd. Mál Ársæls og Inga var náskylt uppsögn Gunnars Þ. Andersen, úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem kærður var fyrir að hafa afl- að upplýsinga um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, með ólögmætum hætti. Gunnar hefur ekki enn feng- ið svör frá ríkissaksóknara um það hvort gefin verður út ákæra á hend- ur honum eður ei. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann. Ársæll hefur viðurkennt að hafa óafvitandi lekið upplýsingum um fjárhagsmálefni Guðlaugs Þórs til DV sem birti frétt byggða á gögnunum. Að sögn Inga Freys bárust gögnin DV í nafnlausu umslagi en Ársæll segist hafa komið þeim til DV eftir að mað- ur bankaði á dyr heima hjá honum og bað hann um að skila sendingu til Gunnars Andersen. Þá hafi Gunnar beðið hann um að koma gögnunum til fréttastofu DV og Ársæll þannig dregist inn í málið. johannp@dv.is Lausir allra mála Ekki verður gefin út ákæra á hendur Inga Frey og Ársæli Valfells. n Bæturnar dugðu ekki fyrir mat n Fátækt tilkomin vegna brotalama í kerfinu Borðaði upp úr ruslatunnum Fréttir 3Miðvikudagur 25. júlí 2012 F ulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðs Íslands lagð- ist gegn kaupum Kvosar hf, móðurfélags Prentsmiðj- unnar Odda, á Plastprenti. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Eignastýringar hjá Landsbankanum, var eini stjórnar- maðurinn sem greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. Andstöðu bankans má rekja til þess hve stutt er síðan Arion banki og Landsbankinn afskrif- uðu tæplega fimm milljarða króna af skuldum Kvosar og tengdra félaga. Fyrri eigendur fyrirtækisins eignuð- ust það aftur á þessu ári eftir afskrift- irnar en stærsti eigandi þess er Þor- geir Baldursson, forstjóri félagsins. Eignaðist Plastprent aftur Samkomulag Kvosar og Framtaks- sjóðs Íslands um söluna á Plastprenti hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af samkeppnisaðilum Kvosar. Ekki aðeins þykir óeðlilegt að fyrirtæki sem nýverið fékk 5 milljarða afskrif- aða geri svo stór kaup heldur hefur einnig verið bent á að Kvos var hlut- hafi í Plastprenti til ársins 2009 þegar Plastprent varð gjaldþrota. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu varpar Krist- þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju, fram þessari spurningu: „Heldur Framtakssjóð- urinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand?“ Þorgeir gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að Kvos hafi að- eins átt lítinn hlut í Plastprenti áður en fyrirtækið fór í þrot. „Við áttum 20 prósenta hlut og réðum engu,“ seg- ir hann. Á vefsíðu CreditInfo má þó sjá að árið 2009 var Þorgeir Baldurs- son einn af fjórum meðstjórnendum Plastprents og var faðir hans vara- maður í stjórninni. Útrás Kvosar Kvos skuldsetti sig umtalsvert á ár- unum fyrir hrun, meðal annars með því að kaupa prentsmiðjur í Austur- Evrópu. Kvos keypti stærstu prent- smiðjuna í Rúmeníu, InfoPress, árið 2006 og í janúar 2007 keypti Oddi prentsmiðjuna Delta+ í Búlgaríu. Kaup Kvosar á InfoPress voru fyrsta skrefið í útrás fyrirtækisins en áður hafði félagið rekið skrifstofu- og um- búðafyrirtæki í Bandaríkjunum auk prentsmiðju í Póllandi. Í viðtali við Morgunblaðið um það leyti sem prentsmiðjan í Rúmeníu var keypt sagði Þorgeir Baldursson að tækifær- in væri að finna í Austur-Evrópu: „Í austri eru markaðir á borð við Úkra- ínu og Búlgaríu mjög áhugaverðir og fjölmörg tækifæri þar að finna. Nú er að fylgja þessu eftir og hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum.“ „Þess vegna töpuðust fjármunirnir“ Þorgeir segir að afskriftir Kvosar séu tilkomnar vegna erlendrar starfsemi. „InfoPress var stórt og öflugt fyrir- tæki á vaxandi markaði og það er enn í dag mjög mikils virði,“ segir Þorgeir og bætir við: „Ef menn hefðu farið að okkar ráðum og ef við hefðum fengið að halda áfram starfseminni með að- stoð bankans þá hefði ekki þurft að af- skrifa eina einustu krónu.“ Hann segir Landsbankann hafa lofað aðstoð en dregið í marga mánuði að efna loforðið. Aðspurður í hverju aðstoð bankans hefði falist nefnir Þorgeir rekstrarfjármögnun: „Lán til reksturs dag frá degi hefði sjálfsagt bara þurft tímabundið. Við hefðum ekki þurft nein langtímalán eða slíkt.“ Þá harmar hann ákvörðun Landsbankans um mál InfoPress: „InfoPress var selt fyrir alltof lítið fé á sínum tíma en það var ákvörðun bankans. Landsbankinn átti veð í Info Press en vildi ekki taka félagið yfir og þess vegna töpuðust fjármunirnir.“ Talsmaður Landsbankans vill ekki svara gagnrýni Þorgeirs að svo stöddu: „Þetta er bara ákveðin rétt- læting á hans stöðu og hann á alveg rétt á að setja hana fram,“ segir hann. Þá útskýrir hann afstöðuna gagn- vart sölunni á Plastprenti til Kvosar á þessa leið: „Við töldum bara ekki eðli- legt að kaupin færu fram svona stuttu eftir afskriftirnar. Fyrirtækið er nýbúið að ganga í gegnum endurskipulagn- ingu og fá þessar afskriftir. Þess vegna er hálfótrúverðugt að það geti fjár- magnað kaupin á Plastprenti.“ Ekki hægt að útiloka Kvos Skilyrði þess að geta boðið í Plast- prent var að aðilar sýndu fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, tals- manns Framtakssjóðs Íslands, gerðu sex aðilar svokölluð skilyrt tilboð í Plastprent. Fjórir þeirra voru vald- ir til þátttöku í öðrum fasa söluferl- isins. „Þá var gengið til viðræðna við Kvos af því að Kvos var hæstbjóð- andi,“ segir Pétur. Aðspurður hvort eðlilegt sé að selja Plastprent til fyrir- tækis sem nýverið fór í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu segir Pétur: „Spurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi: Getum við úti- lokað slík fyrirtæki frá þátttöku í sölu- ferlum á vegum Framtakssjóðsins? Þar var einfalt mat að það væri ekki hægt.“ Pétur bendir á að hundruð fyr- irtækja á Íslandi hafi gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og þessi fyrirtæki séu virkir þátttakendur í atvinnulífinu í dag. Kristþór Gunnarsson hjá Ísa- foldarprentsmiðju segist hins vegar eiga bágt með að skilja hvers vegna Kvos fékk að koma að söluferlinu til að byrja með. „Nú þarf bara Framtaks- sjóðurinn að upplýsa hvernig Kvos gat sýnt fram á 250 milljóna króna fjár- festingargetu,“ segir hann. „Þetta snýst auðvitað bara um gegnsæi.“ n Fulltrúi bankans lagðist gegn viðskiptunum með Plastprent Landsbankanum kennt um eignatap „Landsbankinn átti veð í InfoPress en vildi ekki taka félagið yfir og þess vegna töpuðust fjármunirnir. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Þorgeir og Brynjólfur Hér má sjá Þorgeir Baldursson (annar frá vinstri) og Brynjólf Bjarnason, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (innst til hægri). Með þeim eru Ari Edwald og Helgi Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.