Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 6
Íslendingur sagður hafa rænt Wikileaks Ætla að flýja Alcatraz n Íslenskir sundkappar í alræmda þrekraun Þ etta er ekki nema fjögurra kíló- metra leið en hún er mjög straumþung og frekar köld,“ segir Benedikt Hjartarson en hann ætlar ásamt félögum sínum Árna Þór Árnasyni og Jóni Sigurðs- syni að synda Alcatraz-sundið svo- kallaða í San Francisco, í Bandaríkj- unum, en í ár eru rétt um 50 ár liðin frá því að Anglin-bræður og Frank Morr- is reyndu að flýja frá eyjunni þar sem fangelsið fræga var rekið.  Þeir hefja sundið klukkan tíu mín- útur yfir níu á laugardag en þá er siglt með skipi út að eyjunni. Félagarnir ætla sér að synda þessa leið í sund- skýlum, sem er ekki algengt. „Það hafa þó nokkrir gert þetta í búningi en við syndum þetta bara í sundskýlu,“ seg- ir Benedikt. Á vefsíðunni  ermarsund.com verður hægt að fylgjast með ferð fé- laganna en þar kemur fram að ýmsar hættur gætu leynst á leiðinni og þar á meðal hvíthákarlar. Benedikt hefur þó ekki miklar áhyggjur af því: „Sagan er svona að hann gangi þessi hvíti þarna upp. Sagan er bara skemmtilegri þannig. Það verður hins vegar slatti af ræðurum sem fylgir okkur og bát- ar þar sem okkur verður kippt upp í ef það stefnir í óefni. Við treystum á það að okkar sé gætt og reynum að djöflast í gegnum strauminn,“ segir Benedikt. Sundmennirnir eru allir reyndir sjósundmenn og er Benedikt Hjart- arson einn Íslendinga sem hefur lok- ið við Ermarsundið. Árni reyndi það í fyrra, en varð að hætta sundi vegna meiðsla eftir níu og hálfs tíma sund. Ferðin er þó farin að frumkvæði Jóns, 6 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur Margir hafa reynt Benedikt Hjartarson, Jón Sigurðarson og Árni Þór Árnason reyna það sem margir fangar reyndu á árum áður. T vítugur Íslendingur er sak- aður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum WikiLeaks og misnotað tengsl sín við Juli- an Assange, forsprakka sam- takanna. Þetta kemur fram í nýút- kominni bók um tölvuhakkarahópinn Anonymous. Jafnframt er fjallað um Íslendinginn á upplýsingaveitunni cryptome.org og hann borinn þung- um sökum. Íslendingurinn, sem gengur undir dulnefninu „q“ á ver- aldarvefnum, er sagður hafa byrjað að vinna með WikiLeaks þegar hann var 17 ára. Í samtali við DV sögðust Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy, sem starfað hafa með WikiLeaks, kannast við manninn en ekki vilja tjá sig um hann. Birgitta bendir á að bók- in byggist að miklu leyti á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna og deila megi um sannleiksgildi þess sem fram komi í henni. Að sögn Kristins Hrafnssonar, talsmanns Julians Assange, starfar pilturinn ekki leng- ur með samtökunum. Þá tekur hann í sama streng og Birgitta og segir frjáls- lega farið með staðreyndir í bókinni. Safnaði lykilorðum Í bókinni er fjallað um samskipti 14 ára stúlku, sem kallaði sig „Kayla“, við Íslendinginn. Stúlkan vildi leggja WikiLeaks lið enda slungin í að brjót- ast inn í tölvukerfi. Hún hafði fylgst með q á spjallborðum veraldarvefs- ins og grunað að hann tengdist sam- tökunum með einhverjum hætti. Kayla hafði samband við q og hann bað hana um að taka að sér verk- efni fyrir WikiLeaks. Segir í bókinni að Kayla hafi lagt nótt við dag til að finna gloppur í tölvukerfum ríkis- stjórna, fyrirtækja og stofnana. Þá hafi hún komist yfir notendanöfn og lykilorð tölvupósts starfsmanna bandaríska hersins. Íslendingurinn er sagður hafa reglulega átt samskipti við Kaylu sem hafi sent honum upplýsingar í gegn- um dulkóðuð tölvupóstföng. „Þegar hún spurði hvað Julian Assange þætti um hennar störf sagði q að Julian væri ánægður með þau,“ seg- ir í bókinni. „Í ljós kom að q var af- bragðslygari. Stuttu eftir að Kayla tók að vinna sem sjálfboðaliði fyrir WikiLeaks uppgötvuðu aðrir tölvu- hakkarar sem unnið höfðu fyrir q að hann var útsmoginn svikahrappur sem hafði fengið þá til að taka að sér sjálfboðastörf án vitneskju Assange.“ Fram kemur að síðla árs í fyrra hafi Assange beðið q um að slíta tengsl sín við WikiLeaks, enda hafi Íslendingurinn fengið fjölda manns til að starfa fyrir sig á fölsk- um forsendum. Í bókinni er jafn- framt vitnað í heimildarmann sem segir Íslendinginn hafa stolið 60.000 dollurum frá bolasölu WikiLeaks og lagt inn á bankareikning sinn. Ekki er vitað hvað q gerði við upplýsingarn- ar sem Kayla og aðrir tölvuhakkarar létu honum í té en hann er grunaður um að hafa selt þær dýrum dómum. Upp á kant við Birgittu Á vefnum Cryptome birtist opið bréf frá ónafngreindum aðila sem seg- ist hafa starfað með WikiLeaks áður en samtökin klofnuðu síðla árs 2010. „Þegar Daniel Domscheit-Berg var meðlimur WikiLeaks vissi hann að [Íslendingurinn] var til vandræða og reyndi að halda honum eins fjarri Julian Assange og mögulegt var. Ég held að Birgitta Jónsdóttir hafi gert slíkt hið sama. Ég veit að hún þekkir Íslendinginn, var einstaklega þreytt á honum og líkaði ekki við hann. Þegar Domscheit-Berg og Birgitta hættu að starfa með WikiLeaks var hindrunin á bak og burt og [Íslendingurinn] fór að smjaðra linnulaust fyrir Assange.“ Í bréfinu stendur að Íslendingurinn hafi gortað af því við samstarfsmann sinn að hann hygðist fljúga til Banda- ríkjanna á kostnað WikiLeaks. Bréfrit- ari er harðorður í garð WikiLeaks og fullyrðir að innan vandaðri samtaka hefði maður á borð við Íslendinginn aldrei náð eyrum forsprakkans. Hann líkir WikiLeaks við einræðis- ríki og segir að þar gæti ofstækisfullr- ar persónudýrkunar á Julian Assange. Íslendingurinn er sagður hafa gufað upp síðla árs 2010 og enginn vitað hvað orðið hafi um hann. „Svo kom hann viku seinna og sagðist hafa verið stöðvaður úti á götu af íslensku lögreglunni, að nafn hans hefði kom- ið upp í gagnagrunni lögreglunnar og fartölvan verið tekin af honum. Hann útskýrði aldrei hvers vegna þetta gerðist eða hvers vegna hann væri á skrá hjá lögreglunni en gaf í skyn að hann hefði verið handtekinn vegna WikiLeaks. Því á ég bágt með að trúa.“ Milestone-gögn og innbrot Í febrúar 2010 bárust fréttir af því að piltur á átjánda aldursári hefði ver- ið yfirheyrður af lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá lögmanninum Gunnari Gunnars- syni. Gunnar starfaði fyrir Milestone, fyrirtæki Karls og Steingríms Wern- erssona, og tengd félög. Fram kom í Fréttablaðinu að lögmaðurinn hefði ráðið piltinn til að aðstoða við upp- setningu tölvukerfa. Þannig hefði hann komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notað til að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milesto- ne við Suðurlandsbraut og viða að sér gögnum. Þann 22. mars sama ár var framið innbrot hjá fyrirtækinu Máln- ingu í Kópavogi og 17 ára piltur hand- tekinn með fartölvu í fórum sínum. „Þegar Domscheit- Berg og Birgitta hættu að starfa með WikiLeaks var hindrun- in á bak og burt og [Ís- lendingurinn] fór að smjaðra linnulaust fyrir Assange. Julian Assange Í nýlegri bók er forsprakki WikiLeaks sagður hafa orðið fyrir barðinu á svikulum Íslendingi. Mynd reUterS Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is n Unglingspiltur sakaður um þjófnað og misnotkun upplýsinga n Yfirheyrður vegna Milestone-máls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.