Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur S kiptum er lokið í þrotabúi fé­ lagsins Lackland ehf., sem áður hét Hrói Höttur, en engar eignir fundust í búinu upp í rúmlega 223 milljóna króna kröfur sem lýst var í það. Hinn lands­ þekkti pítsustaður hefur þó haldið áfram starfsemi sinni óraskað eftir viðskiptafléttu forráðamanna pítsu­ keðjunnar í janúar síðastliðnum þar sem reksturinn var færður yfir á nýja kennitölu. Einn forsvarsmanna Hróa Hattar segir flakk félagsins hafa verið framkvæmt í fullu samráði við kröfu­ hafa og skiptastjóra gamla félagsins. Kennitöluflakk Það var 19. janúar sem Héraðsdóm­ ur Reykjaness úrskurðaði að félagið Lackland ehf., skyldi tekið til gjald­ þrotaskipta. Lýstar kröfur í búið voru 223.261.262 krónur en fram kemur í skiptalokstilkynningu í Lögbirtingar­ blaðinu á mánudag að engar eignir hafi fundist í búinu og lauk skiptum á því þann 5. júlí án þess að ein ein­ asta greiðsla fengist upp í kröfurnar. Kröfuhafar hafa því þurft að afskrifa hinar rúmlega 223 milljónir króna. Sé saga Lacklands hins vegar skoðuð í hlutafélagaskrá sést hins vegar að þann 4. janúar síðastliðinn hét félagið á sömu kennitölu Hrói Höttur, hin þjóðþekkta pítsukeðja sem starfað hefur um árabil. 5. jan­ úar var félagið Hrói Höttur orðið að Lackland ehf. Sömu daga í janú­ ar urðu samhliða þessu breytingar á öðrum félögum í eigu sömu aðila sem eiga og reka Hróa Hött. Félag­ ið HRH Eignarhaldsfélag ehf. breytti um nafn og varð að Hróa Hetti. Und­ ir því nafni og þeirri kennitölu starfar fyrirtækið svo áfram. Í samráði við banka Nikulás Kristinn Jónsson var ann­ ar stærstu eigenda Hróa Hattar og Lacklands. Í samtali við DV segir hann að þessi gjörningur hafi verið gerður í fullu samráði við Sparisjóð­ ina, eins og hann orðar það sem voru þeirra stærstu kröfuhafar, sem og skiptastjóra þrotabús Lacklands. „Þetta var ekki svona þvæla eins og maður les alltaf um í blöðunum. Þetta voru erlend lán og þetta hefði aldrei gengið upp. Þá var farið út í þetta í samráði við banka og skiptastjóra,“ segir Nikulás í samtali við DV. Hann segir þennan gjörning hafa verið það eina í stöðunni og bankinn hafi lagt til að þessi leið væri farin. Passað að enginn sæti eftir Hann segir félagið ekki hafa skuld­ að neinum neitt, engum birgjum eða því um líkt. „Þetta voru erlend lán sem voru auðvitað ekkert 223 milljónir. Ef hrunið hefði ekki kom­ ið hefði þetta staðið í 70–80 milljón­ um. En við hrunið fór gengið í þvælu. Við pössuðum að enginn sæti eftir en við vorum bara fastir í þessu gengis­ kjaftæði,“ segir Nikulás og bætir við. „Hrói Höttur lifir og pítsurnar halda áfram að bakast.“ DV náði ekki í Ásbjörn Jónsson, skiptastjóra Lackland ehf., til að bera undir hann fullyrðingar Nikulásar þar sem hann er staddur erlendis í sumarfríi. n „Hrói Höttur lifir og pítsurnar halda áfram að bakast Pítsukeðja tórir á nýrri kennitölu n Hrói Höttur gjaldþrota í janúar n Flétta í samráði við banka segir eigandi Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Enginn situr eftir Nikulás segir allt gert í samráði við kröfuhafa og skiptastjóra og enginn sitji eftir með sárt ennið. Baka enn pítsur Pítsukeðjan heldur velli eftir að reksturinn var færður af gjaldþrota kennitölu í janúar síðastliðnum. Mynd Eyþór árnason Rannsókn lokið á laumufarþegum Lögreglan á Suðurnesjum hef­ ur lokið rannsókn á máli tveggja manna sem laumuðust um borð í vél Icelandair á Keflavíkurflug­ velli 8. júli síðastliðinn. Svo virð­ ist sem mennirnir hafi undir­ búið för sína inn á haftasvæði flugstöðvarinnar löngu áður en þeir létu til skarar skríða. Rændu þeir vinnufatnaði í verslun í Reykjanesbæ sem líktist klæðn­ aði starfsmanna flugvallarins og upptökur úr öryggismyndavél­ um staðfesta að mennirnir tóku sér dágóðan tíma í að kanna að­ stæður á flugvellinum áður en þeir laumuðust inn í flugvélina. Þeir komust inn á byggingasvæði á flugvellinum þegar engir starfs­ menn voru þar viðstaddir. Þaðan komust þeir að öryggisgirðingu, klifruðu yfir hana og gengu um 300 metra vegalengd yfir flug­ hlaðið klæddir eins og starfs­ menn. Að lokum komust þeir að flugvélinni sem var galopin auk þess sem stigabíll stóð við hlið hennar. Flugvélinni var haldið opinni af ásettu ráði, enda höfðu starfsmenn verið að vinna við vélina og til stóð að færa hana milli stæða. Því var leiðin greið inn í hana. Daginn eftir kom áhöfn vélarinnar að mönnunum sem höfðu læst sig inn á salerni flugvélarinnar. Voru þeir hand­ teknir en látnir lausir að lokn­ um yfirheyrslum. Ljóst þykir að mennirnir hafi ætlað að kom­ ast af landi brott með vélinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu sýndu mennirnir aldrei af sér of­ beldishegðun og ekkert hafi kom­ ið fram sem bendi til þess að þeir hafi ætlað að valda skemmdum. Icelandair krefur þá um skaða­ bætur vegna seinkunar sem varð á fluginu. Mennirnir eru báðir hælisleitendur sem dvalið hafa á Fit í Reykjanesbæ. Talsvert hef­ ur verið fjallað um þá í fjölmið­ um en grunur leikur á að þeir hafi logið til um aldur og gengust þeir undir aldurgreiningu hjá lækn­ um. Hafa þeir gert ítrekaðar til­ raunir til að flýja af landi og voru þeir tvisvar handteknir í júní er þeir fóru um borð í millilanda­ skip við Reykjavíkurhöfn í leyfis­ leysi. Mál mannana hefur verið afhent lögfræðideild lögreglunn­ ar á Suðurnesjum en brot þeira varða við almenn hegningarlög og lög um loftferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.