Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Qupperneq 12
Börn með falsaða pappíra á íslandi 12 Fréttir 25. júlí 2012 Miðvikudagur Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Útlendingastofnun undirbýr DNA-próf n Börn flutt af ættingjum til Íslands n Rökstuddur grunur um fölsun Ú tlendingastofnun undir- býr nú upptöku DNA-prófa í þeim málum þar sem vafi leikur á forsjá barna sem hljóta dvalarleyfi hér á landi. Rökstuddur grunur er um að börn séu hér á landi í um- sjón aðila sem ekki fari með for- sjá. Árið 2010 dæmdi Hæstiréttur í slíku máli. Við yfirheyrslu lögreglu viðurkenndi kona, íslenskur ríkis- borgari af filipps eyskum uppruna, að hún væri ekki móðir stúlkubarns í hennar forsjá. Útlendingastofnun afturkallar landvistarleyfi barna, komi í ljós að þau eru hér á landi í skjóli rangra eða falsaðra pappíra. Barnaverndaryfirvöld hér á landi er í slíkum tilvikum gert að vinna með barnaverndaryfirvöldum heima- landsins og ganga úr skugga um að barnið geti snúið aftur til foreldra í heimalandi. Sé ekki unnt að hafa upp á foreldrum barnsins er barna- verndaryfirvöldum í heimalandinu gert að koma barninu í fóstur í við- komandi landi. Grunur um falsanir Árið 2008 sendi stofnunin 20 fæðingarvottorð aðila með dval- arleyfi hér á landi til heimalands þeirra svo kanna mætti sannleiks- gildi þeirra. Þrjátíu prósent þeirra vottorða sem send voru til athug- unar eru talin fölsuð. Það tók Útlendingastofnun tvö ár að heimta svör um sannleiksgildi gagnanna. „Við erum bara komin á þann stað að það verður að gera þetta,“ segir Kristín Völundardóttir, for- stjóri Útlendingastofnunar um hvers vegna stofnunin ætli nú að ráðast í DNA-próf. „Við erum með nokkur mál þar sem okkur grun- ar að ekki séu blóðtengsl. Við þurf- um að fá úr þessu skorið.“ Hún seg- ir ekki raunhæft í öllum tilvikum að leita til heimalands. „Ef þú sérð þetta og setur í samhengi þá tekur sum ríki allt að tvö ár að svara og fá niðurstöðu stjórnvalda á því hvort skjal sé falsað. Það þekkist líka að nokkur ríkjanna svara okkur ekk- ert. Raunar eru þau ekkert skyldug til að svara okkur. Það er ekki raun- hæft að ætla að Útlendingastofnun geti í raun borið brigður á skjöl með þeim hætti,“ segir Kristín. Eitt mál fyrir dómstóla Árið 2007 viðurkenndi íslenskur ríkisborgari af filippseyskum upp- runa að hún væri ekki móðir stúlkubarns í hennar forsjá og með landvistarleyfi hér á landi. Konan hafði árið 2006 fengið tímabundið leyfi fyrir stúlkuna sem hún sagði vera dóttur sína, fædda á Filipps- eyjum. Heimildir DV herma að málið hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sannreyna fæðingar- vottorð nokkurra barna sem eru hér á landi. Það tók hins vegar eins og áður segir tvö ár fyrir yfir- völd að sannreyna pappírana og svara erindi Útlendingastofnun- ar. Samkvæmt upplýsingum DV var barninu ekki vísað úr landi en móðir barnsins kom hingað til lands vegna málsins. Kristín segir erfitt að leggja mat á hve algengt sé að þeim skjölum sem er framvísað til Útlendinga- stofnunar séu fölsuð. Þá segir hún afar erfitt að sannreyna þau nema með DNA-prófun. Þó ljóst sé á þessu eina máli sem endaði hjá dómstólum, að fölsuð skjöl sleppi í gegn hjá Útlendingastofn- un. „Það fara fölsuð gögn framhjá okkur hérna hjá Útlendingastofn- un og okkur grunar að það séu fleiri börn hér ranglega í forsjá sem ekki er löglegt. Við höfum bara ekki haft mannskap og úrræði til að fylgja slíkum málum eftir.“ Fjölskyldugreiði Sterk krafa er gerð til forsjárgagna í þeim málum þegar sótt er um dval- arleyfi fyrir börn. Baráttan gegn mansali er þar oftast nefnd sem ástæða þess hve hart er gengið fram. Þá er einnig algengt að börn séu flutt milli landa sem greiði við fjölskyldu barnsins. Það er því ekki óalgengt að systkini semji sín á milli um að eitt systkini taki með sér barn annars. Helga Vala Helga- dóttir lögmaður, hefur töluvert oft farið með mál erlendra aðila sem sækja hér um landvistarleyfi eða óska eftir hæli. Hún segir ekki óeðlilegt að fara fram á slík gögn. „Það er ástæða fyrir því að það eru gerðar ríkar kröfur til framlagn- ingu forsjárgagna. Af því að það er stundum verið að flytja börn á milli landa bæði með ólögmætum hætti og líka sem fjölskyldugreiða,“ segir Helga Vala. „Þess vegna þurfa for- sjárgögn að vera mjög skýr og þar dugir ekkert einhver yfirlýsing fjöl- skyldu eða vina. Það verður alltaf að vera stjórnvald sem gefur út og vottar gögnin.“ Helga Vala óskaði ítrekað eftir því að fram kæmi að hér tjái hún sig almennt en ekki um neitt ákveðið mál. Skiljanleg neyð Helga Vala segist þó vel skilja að fólk reyni allt til þess að koma með börn ættingja, til dæmis börn systk- ina sinna til Íslands. „Maður skilur alveg löngunina til að bjarga nán- um ættingjum úr sárri neyð. Til dæmis að bjarga munaðarlausum börnum innan fjölskyldunnar. Ég myndi gera það fyrir börn systkina minna. Auðvitað myndi ég reyna að gera allt fyrir þau.“ Helga Vala segir að Útlendinga- stofnun verði, þrátt fyrir neyðina, að ganga úr skugga um að þeir sem sækja um dvalarleyfi fyrir börn séu í raun forsjáraðilar þeirra. „Það er verið að selja börn um allan heim. Þess vegna er þetta. Það er verið að smygla börnum á milli landa. Að því leyti finnst mér ekki óeðli- leg krafa hjá Útlendingastofnun að krefjast þess að þú færir sönnun fyrir því að þetta sé barnið þitt og að þú megir ferðast með það milli landa.“ Lagaheimild til prófanna Heimild til DNA-prófa í tilvikum þar sem rökstuddur grunur leik- ur á að rangar upplýsingar séu gefnar upp er að finna í lögum um útlendinga frá árinu 2002. Krist- ín segir stofnunina hingað til ekki hafa framkvæmt slík próf við af- greiðslu umsókna um landvistar- leyfi. „Þetta er bara ótrúlega dýrt. Það er ástæðan fyrir því að ekki er farið í þetta fyrr,“ segir Kristín. Þær upplýsingar fengust hjá Landspít- alanum að kostnaður við DNA-próf sé tæplega 200 þúsund krónur og að um það bil mánuð taki að vinna úr lífssýnum. „Þetta eru mjög áreiðanlegar niðurstöður og það er alveg hægt að treysta þeim,“ segir Inga Reyn- isdóttir líffræðingur á Rannsóknar- stofu í frumulífræði hjá Landspítal- Eitt staðfest tilvik Árið 2007 viður- kenndi kona, íslenskur ríkisborgari af filippseyskum uppruna, að hún væri ekki móðir barns í hennar forsjá. Börn í DNA próf Grunur leikur á að á landinu séu börn sem hafi komið hingað með fólki sem ekki hefur haft lögformlegt forræði yfir þeim. Útlendingastofn- un hyggur á að gera DNA-próf í slíkum málum. „Það er verið að selja börn um allan heim Helga Vala Helgadóttir „Það fara fölsuð gögn framhjá okkur hérna í Útlendingastofnun Kristín Völundardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.