Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 25. júlí 2012 Miðvikudagur
Kalla eftir harðari
sKotvopnalöggjöf
U
mræðan um skotvopnaeign
Bandaríkjamanna er komin í
hámæli eftir að James Eagan
Holmes, 24 ára læknanemi,
myrti tólf og særði 59 þegar
hann hóf skothríð í kvikmyndahúsi
í Colorado í síðustu viku. Lög um
skotvopnaeign þykja afar frjálslynd í
Bandaríkjunum og til marks um það er
skotvopnaeign meðal óbreyttra borg
ara mest í Bandaríkjunum af öllum
löndum heimsins. Þær raddir verða
sífellt háværari sem vilja herða skot
vopnalöggjöfina en andstaðan með
al skotvopnaeigenda og áhrifamikilla
þingmanna er mikil.
Holmes virðist ekki hafa haft mik
ið fyrir því að sanka að sér skotvopn
um, byssukúlum og öðrum útbún
aði áður en hann lét til skarar skríða.
Margt af því sem Holmes notaði við
árásina keypti hann á netinu, til að
mynda 6.300 byssukúlur. Í aðdraganda
árásarinnar hafði Holmes keypt fjögur
skotvopn; tvær skammbyssur, riffil og
haglabyssu.
Venjuleg pöntun
„Við erum öðruvísi en önnur samfé
lög. Við leyfum fólki að búa yfir vopn
um sem herinn notar alla jafna,“ segir
Dudley Brown, formaður félags byssu
eigenda í Klettafjöllum, í samtali við
APfréttastofuna.
Chad Weinman rekur vefsversl
unina TacticalGear.com sem sér
hæfir sig í sölu á varningi sem meðal
annars er ætlaður lögregluþjónum og
hermönnum. Þúsundir pantanir ber
ast í gegnum vefverslunina á hverjum
degi. Þann 2. júlí síðastliðinn pantaði
Holmes á vef verslunarinnar sérút
búið vesti sem yfirleitt sést einungis á
vígvellinum, haldara fyrir skothylki og
hníf. Þá borgaði hann aukalega til að
pöntunin bærist innan tveggja daga
frá pöntunardegi.
Weinman segir að pöntunin hafi
ekki verið óvenjuleg og ekkert öðru
vísi en þær pantanir sem berast á degi
hverjum. „Það eru margir sem eru
hrifnir af þessum vörum og 99,9 pró
sent þeirra eru löghlýðnir borgarar,“
segir Weinman sem bætir þó við að
honum bjóði við því að Holmes hafi
keypt af honum vörur sem hann not
aði í árásinni. Hann tekur það fram að
ekki séu seldar byssur eða byssukúlur
í versluninni og að honum komi það á
óvart hversu miklu magni af vopnum
og skothylkjum Holmes náði að sanka
að sér.
50 sendingar
Holmes keypti byssukúlurnar og byss
urnar á löglegan hátt, að sögn Ginger
Colbrun, talsmanns Bureau of Alcohol,
Tobacco and Firearms. Og í umfjöll
un AP er tekið fram að ekkert eftirlit
sé með því hvort einstaklingar kaupi
óvenjumikið magn af skotvopnum.
Á fjórum mánuðum fékk Holmes
senda yfir 50 pakka að heimili sínu í
Aurora í Colorado. Samtímis keypti
Holmes skotvopn í skotvopnabúð
um í Colorado. Þann 22. maí keypti
Holmes Glockskammbyssu. Tæpri
viku síðar keypti hann haglabyssu
og vikuna þar á eftir keypti hann AR
15 riffil – skotvopn sem var bann
að tímabundið í Bandaríkjunum árið
1994. Bannið rann út árið 2004 og
þrátt fyrir áskoranir hópa sem berjast
gegn byssueign hafa bandarísk yfir
völd, átta árum síðar, ekki enn fram
lengt bannið. Holmes tókst einnig að
útvega sér efni til sprengjugerðar en
að sögn lögreglu er ekki að fullu ljóst
hvar hann fékk þau efni.
Að lokum keypti Holmes skamm
byssu þann 7. júlí síðastliðinn og tólf
dögum síðar keypti hann miða á mið
næturfrumsýningu nýjustu Batman
myndarinnar, The Dark Knight Rises.
Hann gekk inn í salinn með fórn
arlömbum sínum, smeygði sér út um
hliðarhurð og kom aftur í fullum her
klæðum, þungvopnaður og hóf skot
hríð. Að sögn lögreglu var hann með
hjálm, gasgrímu, sérútbúið vesti og
í hermannabuxum. Hann kastaði
táragasi inn í salinn og hóf skothríð.
Lögreglan kom á staðinn 90 sekúnd
um eftir að tilkynnt var um árásina en
um það leyti lá stór hópur bíógesta eft
ir óvígur.
„Nakinn“ með 6.000 kúlur
Carolyn McCarthy, þingmaður
Demókrata, hefur lengi barist fyr
ir harðari löggjöf um skotvopna
eign. Hún missti eiginmann sinn
í skotárás á Long Island Railroad
árið 1993. Carolyn segist ekki vera
vongóð um breytingar eftir atburði
liðinnar viku. Henni segist vera
mjög brugðið yfir því hversu lítið
Holmes virðist hafa haft fyrir því að
sanka að sér vopnum. „Það er ótrú
legt að vopn sem þessi séu seld til al
mennings,“ segir hún.
Mike Waller, þingmaður Repúblik
ana í Colorado, vill ekki að lög um
skotvopnaeign verði hert eftir árásina
og minnist á það í samtali við AP að
Holmes hafi keypt 300 haglabyssuskot.
„Ég og 13 ára sonur minn förum oft út
á skotæfingasvæði. Þegar við gerum
það kaupum við meira en 300 hagla
byssuskot.“
Dudley Brown, formaður byssu
eigenda í Klettafjöllum, tekur und
ir með Waller og segir að frjálslynd
skotvopnalöggjöf hafi gert Banda
ríkin að „sterkara landi“. Hann seg
ist ekki sjá neitt óvenjulegt við það
magn sem Holmes keypti af bys
sukúlum og öðrum búnaði. „Mér
liði eins og ég væri nakinn ef ég
ætti bara 6.000 kúlur í AR15 riffil
inn minn,“ segir hann og telur upp
vopnin sem Holmes hafði yfir að
ráða. „Tvær skammbyssur, hagla
byssa og riffill – það er bara eins og
meðalmaðurinn í Colorado hefur
yfir að ráða.“
n Sankaði að sér skotvopnum n Þingmenn vilja ekki breytingar á lögum
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Mikil sorg Minningarathöfn var haldin
fyrir utan kvikmyndahúsið í Aurora á
mánudag þar sem tólf létu lífið. Margir
eiga um sárt að binda.
MyNd ReuteRs
Ringlaður James Holmes var leiddur fyrir dómara á mánudag. Hann var þögull og virtist
ringlaður þegar hann gekk inn í salinn ásamt verjanda sínum. MyNd ReuteRs
AR-15 Holmes notaði riffil sambærilegan
þessum í árásinni. Sala á vopninu var
bönnuð á árunum 1994 til 2004.
„Mér liði eins og ég
væri nakinn ef ég
ætti bara 6.000 kúlur í
AR-15 riffilinn minn.
Beit nefið af
átta ára dreng
Átta ára drengur jafnar sig nú á
sjúkrahúsi í Adelaide í Ástral
íu eftir að hundur beit af hon
um nefið. Drengurinn skadd
aðist einnig á auga eftir árásina.
Í áströlskum fjölmiðlum er
greint frá því að drengurinn hafi
verið staddur í Port Lincoln í
Ástralíu og þyrla hafi þurft að
sækja drenginn og flytja hann
á sjúkrahús á sunnudag. Máls
atvik munu vera óljós en ekki
liggur fyrir hvort drengurinn
þekkti hundinn eða átti hann,
eða hverrar tegundar hundur
inn var.
Lýtalæknar vinna nú að því
að reyna að lágmarka skaðann
eftir hundinn og hlúa að sárum
drengsins.
Þroskaheftur
fangi fær
gálgafrest
Á mánudag ákvað Hæstiréttur
Georgíuríkis í Bandaríkjunum
að fresta aftöku þroskahaml
aðs fanga. Maðurinn, War
ren Lee Hill, varð samfanga
sínum að bana árið 1990 með
hrottafengnum hætti. Aftaka
hans hefur verið mjög umdeild
í ljósi þess að greindarvísitala
Hill er aðeins 70, sem gefur til
kynna mikla þroskahömlun.
Lögfræðingar Hill hafa reynt að
fá aftökunni frestað eða dómi
hans breytt í lífstíðarfangelsi og
segja það ómannúðlegt að taka
einstakling af lífi sem ekki get
ur verið ábyrgur gjörða sinna.
Rétturinn ákvað að fresta aftök
unni tímabundið meðan gerðar
eru breytingar á samsetningu
eitursprautunnar sem fangar í
Georgíu eru aflífaðir með.
Fundu fóstur
á víðavangi
Þorpsbúar í SuðurÚral í
Rússlandi gerðu hrollvekj
andi uppgötvun á dögunum
þegar nokkrir þeirra fundu
fjórar fötur sem innihéldu
248 mannsfóstur sem skildar
höfðu verið eftir úti í skógi.
Lögreglan í Sverdlovskhér
aði sagði á þriðjudag að
fóstrin hafi verið varðveitt í
formaldehýði. Leikur grunur
á að eitt af fjórum sjúkrahús
um í nágrenninu beri ábyrgð
á þessu og hafi verið að losa
ólöglega í skóginum.