Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Side 17
Á dögunum var upplýst að Ís- landsbanki hefði enn á ný af- skrifað skuldir Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins. Ég staldraði við eftirfarandi viðbrögð Jónasar Kristjánssonar við þeim tíð- indum: „Með nýjasta milljarðinum eru afskriftir Íslandsbanka af skuldum Moggans komnar yfir fimm milljarða. [...] Allir, sem taka upp varnir fyr- ir þjóðina í orrahríð kvótagreifanna, sæta árásum og illmælum Mogg- ans. Þetta er bezta dæmið um, að ekkert breyttist við þriggja ára stjórn annarra flokka. Bófaflokkur sjálfstæð- ismanna heldur samt fast um stjórn- artaumana.“ Er vald sjálfstæðismanna mikið þrátt fyrir að við stjórnvölinn sé lýð- ræðislega kjörin ríkisstjórn annarra flokka? Og hverjar eru rætur þessa valds ef Jónas hefur rétt fyrir sér? Auðvelt er að komast að því að útgerðarmenn og félög þeirra eiga a.m.k. 80% í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Forvitnilegt er að skoða hluthafalistann og hverjir forsvarsmenn félaganna eru sem eiga samanlagt 99% Árvakurs undir hatti Þórsmerkur ehf. Á þessi tengsl benti Ingimar Karl Helgason blaðamaður í úttekt á Smugunni í febrúar síðast- liðnum. Hér verða þau útfærð nánar. Hvað sem það kostar Stærsti eigandi Árvakurs (Þórs- merkur) eru félög í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum. Þau eru Hlynur A með 16,4% hlut og Ísfélagið sem á um 13,4% hlut. Fyrir Ísfélaginu fer Stefán Friðriks- son sem á sæti í stjórn LÍÚ, Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna. Samanlagt er þetta um 30% ráð- andi eignarhlutur. – Handgengnir Guðbjörgu eru Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson sem annast fjár- mál Ísfélagsveldisins og Sigurbjörn Magnússon lögfræðingur, stjórnar- formaður Árvakurs, en lögfræðistofa sem hann rekur á sjálf nærri 2% hlut í Árvakri. Óskar Magnússon, útgáfustjóri Árvakurs, hefur einnig verið handgenginn Ísfélagsveldinu og Guðbjörgu og var meðal annars forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinn- ar hf. á sínum tíma þegar hún var í meirihlutaeign Ísfélagsveldisins. Óskar er persónulega skrifaður fyrir litlum hlut í Árvakri en Ármót ehf., félag sem hann fer fyrir, á 12,3% hlut. Allt eru þetta gallharðir sjálfstæð- ismenn og voru lengi í innsta hring Davíðs Oddssonar sem nú ritstýrir Útgerðarmogganum. Hér má bæta við að Friðbjörn Orri Ketilsson, sem stýrir penna á AMX-áróðursvefnum, er tengdasonur Gunnlaugs Sævars. Þess má geta að Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, er sonur Friðriks Sophussonar, en hann er formaður bankastjórnar Íslands- banka (sem afskrifar skuldir Árvak- urs) og fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Segja má að bandalag þessara manna og félaga Guðbjargar Matth- íasdóttur myndi samanlagt um 45% eignarhlut í Árvakri. Næststærsti útgerðarhluthafinn í Morgunblaðinu er Krossanes ehf. sem Þorsteinn Már Baldvinsson fer fyrir. Eign félagsins er um 18,5%. Kristján Vilhelmsson, frændi Þor- steins og meðeigandi í Samherja hf. situr í stjórn LÍÚ. Sjálfur situr Þor- steinn Már í varastjórn LÍÚ. – Síldar- vinnslan í Neskaupstað á liðlega 6% hlut í Árvakri en hún er í helm- ingseign Samherja. Því má segja að Samherji fari með um 23% hlut samanlagt í Árvakri. Forstjóri Síldar- vinnslunnar er Gunnþór Ingvarsson en hann á sæti í stjórn LÍÚ. Þriðji stærsti útgerðareig- andi Morgunblaðsins er Kaupfé- lag Skagfirðinga með liðlega 9% hlut. Forsvarsmaður KS í Árvakri er Sigurjón Rafnsson, einn nánasti samstarfsmaður Þórólfs Gíslason- ar kaupfélagsstjóra sem reyndar er náskyldur Davíð Oddssyni, ritstjóra Moggans. Annar náinn samstarfs- maður Þórólfs, Jón Edvald Friðriks- son, á sæti í varastjórn LÍÚ. Rammi hf. á jafn stóran hlut og Síldarvinnslan, eða 6,14%, í Árvakri. Fyrir félaginu og eignarhlutnum fer Ólafur H. Marteinsson en hann á einnig sæti í stjórn LÍÚ. Þingey ehf. á 4,1% hlut í Árvakri en forsvarsmaður fyrir hlutnum er Aðalsteinn Ingólfsson hjá Skinney Þinganesi og bróðursonur Halldórs Ásgrímssonar. Gunnar Ásgeirsson situr í stjórn LÍÚ fyrir hönd Skinneyj- ar Þinganess. Páll H. Pálsson hjá Vísi í Grindavík er persónulega skrifaður fyrir rúm- lega 2% hlut í Árvakri. Bróðir hans og meðeigandi, Pétur H. Pálsson, á sæti í varastjórn LÍÚ. Loks á félagið Skollaborg ehf. 1,72% í Árvakri en forsvarsmaður þessa félags gagnvart eignarhlutnum í Árvakri er Einar Valur Kristjánsson forstjóri Hraðfrystihússins – Gunn- varar hf. á Ísafirði. Einar Valur á jafn- framt sæti í stjórn LÍÚ. Þar sitja þeir saman Hér hafa verið nefndir 10 einstak- lingar sem gæta samtímis hagsmuna í stjórn LÍÚ og Árvakurs. Þræðina má rekja í fleiri áttir eins og til Íslands- banka, viðskiptabanka Árvakurs. Nær undantekningarlaust tengjast öll nöfnin, um 25 alls, Sjálfstæðis- flokknum en einnig Framsóknar- flokknum. Sem dæmi sitja mennirn- ir 10 í stjórn og varastjórn LÍÚ fundi með Þorsteini Erlingssyni eiganda útgerðarinnar Saltvers á Suðurnesj- um. Þorsteinn var um árabil bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og formaður stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík meðan hann var skafinn að innan af vinum og klíkubræðrum. Það virðist ekkert hlaupið að því að uppræta íslenska kunningja- og klíku- þjóðfélagið með opinberum aðgerð- um. Enda er ekki um það að ræða að uppræta fjölskyldu- eða kunningja- tengsl. Óheilbrigð tengsl af þeim toga verða aðeins upprætt með siðsemi, ráðvendni og prinsípfestu að vopni. Margfalt betur hefur gengið að reisa við efnahag þjóðarinnar eftir hrunið. Svo vel, að eftir er tekið langt út fyrir landsteinana. Auk þess er engin sam- staða innan stjórnmálastéttarinnar um hreingerningar af þessu tagi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur t.d. kyrfilega læst ofan í skúffu samþykktir um að koma hrunverjum úr forystu flokksins og forherðist í sérhagsmunagæslu við fótskör þessa valds sem hér er lýst. Of stór biti fyrir litla RÚV Þetta er flókið, flókið, flókið, flókið Kristinn Hrafnsson spurður út í brotthvarf sitt af RÚV. – Bein lína DVEdda Björgvinsdóttir um mál Magnúsar Helga sem var rekinn af Sólheimum. – DV Spurningin „Já, ég mun gera það. Ég er til í að klæðast appelsínugulu fyrir málstaðinn.“ María Rut Beck 28 ára bóksali „Já, ef gul föt sleppa.“ Árni Eldon Ívarsson 18 ára skífuskankari „Já, ég ætla að taka þátt og sýna konum um allan heim samhug og gera mitt besta til þess að vera móður minni til sóma.“ Auðunn Lúthersson 19 ára starfsmaður hjá UN Women „Nei, af því að ég á engin appelsínugul föt.“ Marteinn Hjartarson 20 ára prjónamaður „Nei, ég er með allt of kalt lúkk til þess.“ Lars Von Pier 20 ára tónlistarmaður Tekur þú þátt í appelsínugula deginum? 1 „Ég er orðin drulluleið á ógeðslegum strákum sem káfa, grípa og klípa“ Bylgja Gunnur Guðnýjardóttir reynir að verja sig ágangi karlmanna. 2 Russell Crowe „deddaði“ í Mjölni Stórleikarinn fékk inni í bardaga- og líkamsræktarklúbbnum. 3 Talar um kynlíf sitt og Katy Perry Russell Brand í opinskáu viðtali. 4 Þrír létu lífið við að vernda kærustur sínar Hetjudáð þriggja manna í Colorado. 5 Fjósamaðurinn Hannes Bjarnason kaupir hús og hesta Hannes hyggst setjast að í Blönduhlíð í Skagafirði. 6 Réðst á konuna sína á Krýsu-víkurafleggjaranum Karlmaður var handtekinn á Krýsuvíkurafleggjar- anum við Hafnarfjörð, þar sem hann hafði lagt hendur á konu sína. 7 Slasaðist á varasömum vegkafla Birkir Arnar Jónson bifhjólamaður lenti í alvarlegu slysi þegar framhjól bifhjóls hans fór ofan í skemmd í malbikinu á Reykjanesbraut. Mest lesið á DV.is Ekkert stress Það hefur allt iðað af mannlífi í miðbæ Reykjavíkur í veðurblíðunni í sumar. Einn af mörgum vinsælum samkomustöðum fólks á öllum aldri er Hjartagarðurinn þar sem ungir sem aldnir hafa það huggulegt. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 25. júlí 2012 Tregða óheilbrigða klíkuþjóðfélagsins Kjallari Jóhann Hauksson Töluverður tími þar til ég get stundað vinnu aftur Birkir Arnar Jónsson, 26 ára bifhjólamaður, sem lenti í alvarlegu bifhjólaslysi. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.