Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Page 20
n Krem sem hjálpar til við að sjá magavöðvana
S
nyrtivöruframleiðandinn
Bliss hefur nú sett á mark-
aðinn línu sem á að hjálpa
þér að grennast. Eitt kremið
í þessari línu heitir FatGirlSixpack
og er það, eins og nafnið gefur til
kynna að koma þér einu skrefi nær
því að fá „þvottabrettamaga“.
Í kreminu eru efni sem stuðla að
því að tóna og stinna líkamann, til
dæmis koffín, amínósýrur, kreatín,
mentól og fleira.
Ofan á flöskunni eru svo kúl-
ur sem notaðar eru til að nudda
kreminu á magann og á að gera
það tvisvar á dag í 20 til 30 sekúnd-
ur í einu. Einnig er mælt með hollu
mataræði og reglulegum æfingum.
Ein svona túpa er ekki gefins því
hún kostar tæpar 5 þúsund krónur
og í hverri túpu eru 145 millilítrar.
Það eru fleiri vörur í þessari
línu, til dæmis, FatGirlScrub,
FatGirlSleep, FatGirlSlim og
LoveHandler og allt eru þetta
krem sem ætluð eru til að bæta
útlit kvenna og öll efnin kosta um
4.500–5.000 krónur. Þessi lína fæst
ekki ennþá á Íslandi en hægt er að
versla hana á netinu.
Í samtali við Ingunni hjá Trim-
formi Berglindar sagði hún: „Það
eru til krem sem virka vel til að
stinna húðina en ekkert krem hef-
ur stækkandi áhrif á vöðvana.“
20 Lífsstíll 25. júlí 2012 Miðvikudagur
Lotukerfis-
borð
Fyrir þá sem hafa áhuga á efna-
fræði, eða jafnvel hafa engan þá
er þetta borð æðislega flott. Þetta
er borð eftir hönnuðinn James
DeWulf en það er steypt innan
í stálramma. Lotukerfið sem er
grafið í steypuna er samt ekki það
djúpt grafið í borðið að það sé til
vandræða þegar glös eru lögð á
borðið.
Þetta borð gæti sómað sér á
mörgum heimilum og er í mjög
einföldum og nútímalegum stíl
og lotukerfið gerir það bara enn
skemmtilegra og líflegra. Það er til
í tveimur litum og er hvert og eitt
borð sérpantað frá hönnuðinum
sjálfum.
Nýstárlegir
vaskar í boði
Flestir vaskar hér á landi eru gerð-
ir úr hvítu postulíni en nú hefur
hönnuðurinn Kjell Engman hann-
að vask sem er úr tæru gleri. Hver
og einn vaskur er einstakur, sumir
eru skreyttir með loftbólum, aðr-
ir með fiskum og enn aðrir með
myndum. Kjell hefur líka boðið
upp á það að fólk velji sér hvað
þau vilja hafa inn í glerinu og gerir
hann vaskana eftir pöntunum.
Ein týpan af vöskunum er með
plássi í botninum fyrir myndir svo
að hver og einn getur haft botninn
eftir sínu eigin höfði.
Fiskiklefar
Símaklefar verða alltaf fátíðari
sjón úti í hinum stóra heimi eft-
ir tilkomu farsímanna og mikið
magn af símaklefum því farnir á
haugana. Margir listamenn hafa
þó notað sér svona klefa til list-
sköpunar og það er einmitt það
sem listamaðurinn Benoit Des-
eille gerði fyrir Festival of lights
sem fór fram í Lyon í Frakklandi
nýverið. Hann tók sig til og breytti
gömlum símaklefa í fiskabúr í til-
efni hátíðarinnar.
Í botni klefans er sandur og
gróður en síminn er ennþá í klef-
anum, hann er svo lýstur upp með
flottum ljósum og skreyttur með
fallegum gullfiskum.
Klefinn var þéttaður þannig að
hann er alveg vatnsheldur og það
er ekki möguleiki að forvitnir veg-
farendur geti opnað hann.
Sjáðu magavöðvana!
FatGirlSixpack Bliss er komin
með nýja línu af snyrtivörum.
1 Blökkuló - Erigone arctica Þessi könguló er
mjög algeng um mest allt landið en þó
aðallega við sjóinn. Blökkuló verpir eggjum
sínum neðan á steina, spýtur eða laufblöð
og vakir yfir eggjunum þangað til þau
klekjast út.
2 Krosskönguló - Araneus diadematus Þessi er
algeng um suður og suðvestur hluta lands-
ins, ekki samt nálægt sjó. Krosskönguló er
dugleg að veiða og þykir tilhugalíf þeirra
mjög áhugavert því karldýrið bíður oft færis
í marga daga áður en hann leggur í að biðla
til kvendýrsins. Þegar hann hefur skilað sínu
borðar kvendýrið hann oft og tíðum.
3 Kompuló - Lepthyphantes leprosus Kompuló
finnst um allt land, oft í gömlum bygging-
um, útihúsum og er á ferli allt árið. Hún
sækir í raka og dimmu þar sem er lítill um-
gangur, til dæmis undir þröskuldum og inni
í veggjum. Hún veiðir önnur skordýr sér til
matar sem þýðir að ef Kompuló þrífst heima
hjá manni þá eru fleiri skordýr á ferli líka.
4 Húsakönguló - Tegenaria domestica Húsa-
köngulær halda sig innandyra, í heim-
kynnum manna, vöruskemmum og þess
háttar. Hún vill vera í myrkri, í kjöllurum
eða háaloftum og lifir á öðrum smádýrum.
Húsaköngulær spinna trektlaga vefi og þeir
koma oft í ljós þegar húsgögn eru hreyfð
eftir langan tíma.
5 Hnoðakönguló - Pardosa palustris Algeng á Íslandi
en aðallega á láglendi. Lifir í móum, gras-
lendi og á melum og er mest áberandi í júní
og júlí. Oft má sjá kvendýrin á hlaupum með
eggjasekk aftan á sér. Þegar eggin klekjast
út klifra ungarnir upp á bak á mömmunni
og njóta verndar hennar. Það er mjög líklegt
að fólk rekist á Hnoðakönguló í berjamó því
þær halda sig mjög mikið í berjalyngi.
6 Sveipkönguló - Larinioides cornutus Sveipkönguló
heldur sig á láglendi, og frekast á Norður-
landi. Hún lifir í miklum gróðri, háu grasi,
runnum og trjám, gjarnan nærri vatni. Hún
er mjög algeng en alls ekki áberandi því hún
leynist í gróðrinum.
7 Hagakönguló - Haplodrassus signifer Algeng á
láglendi en hefur aðeins sést einu sinni á
hálendinu. Heldur sig mikið í grasi, móum,
kjarri og skógum, oft undir steinum. Hún
fer mjög hratt yfir og þess vegna er ekki
algengt að sjá hana þrátt fyrir að mikið sé
til af henni.
8 Skemmukönguló - Tegenaria atrica Skemmukönguló
er áberandi á höfuðborgarsvæðinu en líka
á Akureyri, Selfossi, Kirkjubæjarklaustri og
víðar. Hún lifir bara innandyra hér á landi og
finnst aðallega í vöruskemmum og lagerum.
Þess má geta að fyrsta Skemmuköngulóin
sem fannst hér á landi er varðveitt á safni
Náttúrufræðistofnunar Íslands en hún
fannst í Reykjavík árið 1980.
Köngulær teljast ekki til skordýra heldur áttfætlna og finnast um 84 tegundir af köngulóm á Íslandi og má
skipta þeim í 2 hópa, vefköngulær og föruköngulær.
V
efköngulær spinna vef úr
silkiþræði til að veiða í og
kemur þráðurinn úr sér-
stökum kirtli úr aftur-
bol þeirra, nánar tiltekið
úr þremur pörum af spunavörtum.
Vefurinn harðnar um leið og hann
kemur úr vörtunum og verður að
sterkum þræði. Föruköngulær elta
bráð sína uppi en geta líka spunnið
vefi en nota hann til þess að spinna
utan um eggin sín og til að svífa um.
Allar köngulær eru rándýr og
drepa bráð sína með eitri sem kem-
ur úr kirtlum á höfði þeirra. Stundum
lama þær bráðina bara til að eiga hana
lifandi næst þegar þær verða svangar.
Fáir vita hinsvegar að köngulær verða
yfirleitt eins til tveggja ára gamlar, þær
deyja ekki á veturnar heldur hafa þær
hægt um sig í jarðveginum eða í híbýl-
um manna.
Heimildir: Vefsíða Náttúrufræði-
stofnunar Íslands.
algengustu
köngulærnar
8