Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2012, Blaðsíða 21
Lífsstíll 21Miðvikudagur 25. júlí 2012 n Það er ekki bara kjöt, fiskur og grænmeti sem gott er að skella á grillið 1 Vatnsmelónur Verður gómsæt við grillun. Mjög gott er að búa til melónusalat úr grillaðri melónu, balsamediki og klettasalati. Fylgjast þarf vel með vatnsmelónu á grillinu, þar sem vökvinn úr henni á það til að spýtast út og brenna grillarann. 2 Ferskjur Ferskjur, plómur og apríkósur eru gómsætar grillaðar. Best er að grilla þær með hýðinu því þær eru svo mjúkar. Fátt slær við grillaðri ferskju með ís í eftirrétt. Einnig eru þær góðar með grillaðri grísalund eða kjúklingi. 3 Epli Eplakökuát hefur kennt okkur að epli eru gómsæmt bökuð og þau eru ennþá góm- sætari grilluð. Hitinn frá grillinu mýkir eplið og gerir það einstaklega sætt. Tilvalið að borða með ís og súkkulaðisósu. 4 Jarðarber Hélstu að þú gætir ekki grillað ber? Þræddu þau á grillpinna og skelltu þeim á grillið. Ráð fyrir næsta grillpart: smelltu jarðarberjum og öðrum ávöxtum í skál og láttu gestina gera sína eigin ávaxtagrillpinna. 5 Kókoshnetur Lærðu að opna kókoshnetu og þá er kominn einstakur, auðveldur og bragðgóður eftirréttur. Þegar þér hefur tekist að kljúfa hnetuna í tvennt er hún grilluð með hvítu hliðina niður þar til hún verður gullinbrún. Þegar hún er tilbúin er innihaldið tekið úr skelinni og dýft í bráðið súkkulaði. 6 Fíkjur Ef þú ert að leita að einhverju óvenjulegu í grillveisluna, grillaðu fíkjur og borðaðu með ís. Einnig er gott að vefja þeim í hráskinku og bera fram sem forrétt. 7 Bananar Fátt er betra en grillaður banani. Skerðu bananann á lengdina og hafðu hýðið á. Settu púðursykur á skurðhliðina og grillaðu í 3 mínútur á hvorri hlið. Best með ís og súkkulaðisósu. 8 Hunangsmelónur (Cantaloupe) Ekki hafa margir eldað hunangsmelónu, hvað þá grillað hana, en melónur eru mjög góðar grillaðar. Best er að skera hana í bita og setja á grillpinna. Flestir sem prófa að grilla melónur gera það aftur. Grillávextir n Það eru líklega margir sem hafa aldrei látið sér detta það til hugar að grilla ávexti. Það eru hins vegar nokkrar tegundir þeirra sem tilvalið er að skella á grillið og eru hið mesta lostæti. Kostirnir við að grilla ávexti eru hve auðvelt það er og fljótlegt, svo ekki sé minnst á hvað þeir eru hollur grillkostur. Á vefnum Org- anic Gardening eru taldar upp nokkrar tegundir sem sniðugt er að prófa núna þegar grilltíminn stendur sem hæst. Grilltími Það er um að gera að prófa ný matvæli á grillið. Mynd: Photos.coM Bestu ávextirnir á grillið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.